Alþýðublaðið - 24.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.10.1959, Blaðsíða 11
17« dagur Florrie, sem var að fara inn í borðstofuna til að taka af borSinu, kallaði glaðlega til hennar og leit inn um dyrn ar. „Sérðu hvað hefur skeð?“ „Já, hér er aUt hreint og fínt.“ „Frú Sanders var að hreinsa hér í iail-an gærdag. Ég held að læknirinn hafi ekki einu sinni séð það.“ Florrie leit íbyggin á JiII. „Það verður ekki langt þangað til þii verð- ur atvinnulaus. Ég heyrði að hún bað hann um að fá að vinna þitt verk.“ Jill tók hlífina af riivélinni sinni og bað í hljóði að Florrie sæi ekki að hendur hennar titruðu. „Og ég heyrði hann segja að hann vildi það ekki..“ Hún vissi ekki hvort henni átti að létta eða ekki. Hún dáðist að því hvernig Florrie fór að heyrá allar samræður. Það leit út fyrir að hún lægi á hleri, en Jill var viss um að hún gerði ekki neitt svo lítilmótlegt. „Skemmtirðu þér vel?“ „Alveg dásamlega.“ „Við vorum í vandræðum með Bunty í gærmorgun. Hún lét eins og brjálað 'barn og frú Sanders skipaði mér að láta hana borða upp: hjá sér. Ég ætla að biðja þig um að bera mig ekki fvrir þvf, en læknirinn var ekki náægður með það.“ Jill varð fegin að Fiorrie varð að fara fram í eidhús til að taka á bóti brauðum. Hana kngaði ekki til að hlusta á slúður um Leigh og konu hans, en vandr.æð-in með .Florrie vor'u þau, að það var ekki hægt að fá hana til að hætta að tala ef hún á annað borð byrjaði. Hún heyrði létt fótatak og Bunty henti sér um hálsinn á henni. .... fSparið yður hlaup & raiUi maxgra veraluna! tföRUOffl. # ÖUUM ®ÖM! S) -Austairstræti „Jill, ég er svo fegin að þú ert komin heim!“ „Er það, elskan?" Bunty horfði hræðslulega á hana. „Má ég ekki kalla þig Jill?“ „Auðvitað máttu það, Bun- ty. Hvers vegna skyldirðu ekki mega það?“ „Mamma segir að það sé ekki kurteist. Hún segir að ég eigi að kalla þig ungfrú Faulkner.“ Jill beygði sig niður og tók utan um litlu stúlkuna. „Heyrðu, kerling, kallaðu mig Jill þegar við erum al- einar.“ „Viltu það heldur?“ „Það er ekki ég, sem vil Það heldur. En ef mamma bín (i „Pabbi kallar þig líka ung- frú F.aulkner núna!“ sagði Bunty og greip fram í fyrir henni. Hún tók um hálsinn á Jill. „Mér leið betur áður en mamma kom heim, Jill.“ Jill kipptist við. Leigh hafði leyft konu sinni að koma heim Bunty vegna og nú sagði barnið að sér hefði liðið betur án hennar. En kannske v-ar það bara vegna rifrildisins í gærmorgun. Kannske fyndist henni annað eftir einn eða tvo daga. Ungfrú Evans kom og ó- náðaði þær. „Þú átt að koma, Bunty.“ Bunty andvarpaði. „Ég fer í skóla þegar ung- frú Evans fer.“ „Er það virkilega? Það finnst þér skemmtilegt. Þar er svo mikið af börnum að leika sér við.“ „Mér ér alveg sama þó að ég fari í skóla, en ég vil ekki vera send í heimavist." „Það verðurðu ekki.“ ,,'Pabbi segir það líka. En mamma o g ungfrú Evans fara. Heldur þú að ég hafi segj.a áð ég hafi gott af að gott af að fara í heimavistar- skóla, Jill?“ „Nei, elsku vina min, það heÚ ég ekki.“ Það leit ekki út fyrir að helgin hefði verið friðsæl fyrir Leigíh. Hún vissi vel hvernig hann brygðist við þeirri tillögu að Bunty yrði send í heimjavistarskóla. — Skyldi Adele hafa þorað að segja það við hann? Það var of snemmt fyrir hana að fara að tala um að senda Bunty á brott þegai' aðalástæðan fyr- ir því að hún kom aftur var Bunty. Hún heyrði fótatak hans og sá hann í dyragættinni. Hann var þreytulegur Og það voru baugar undir augum hans. „Halló,“ sagði hún hikandi. „Eg kom snemma í morgun. Mér fannst það skylda mín þegar ég fékk frí í gær.“ Hún talaði aðeins til að segja eitthvað. Það, sem hana langaði til ,að segja var: „Leigh, ég elska þig. Ég get ekki afborið að sjá þig svona áhyggjufullan.“ „Skemmtirðu þér vel?“ spurði hann hana. „Mjög vel, þakka þér fyr- ir“. „Hvað gerðirðu?“ „Allt þetta venjulega. Ég fór í búðir og leikhús". Hann lokaði dyrunum, sömuleiðis dyrunum inn í læknastofuna við hliðina. — Hann kom og tók um hendur hennar og horfði á hana. „Ég hata að sjá þig ekki heila helgi. Þegar ég get ekki séð þig, vil ég vita að þú ert nálæg“. „Leigh!“ „Ég lifi í víti, Jill. Það var heimskulegt af mér að leyfa Adele að koma hingað. Hvern ig datt mér í hug að sam- þykkja það?“ Hún sagði örvæntingarfull. „Ástin mín, það var það eina, sem þú gazt gert“. „Ég veit það, ef ég hefði aðeins verið sterkari. Tillits- lausari. Hugsað meira um okkur og minna um Bunty“. Hún sleit sig af honum, hún gat ekki þolað snertingu handa hans við hennar. Hún elskaði hann svo mikið. Ef það var mögulegt elskaði hún hann meira en áður. Hún gat ekki afborið að sjá hann ó- hamingjusaman. „Ástin mín, ég verð að segja henni að fara“, sagði hann. „Þú getur ekki gert það, Leigh. Þú verður að reyna að umbera hana. Ó, ég veit að þú vilt ekki að ég fari og ég vil ekki fara, en guð veit að ég verð að fara. Það verður allt svo erfitt þegar við hitt- umst á hverjum degi“. „Ég skil það ekki“. „Vegna þess að þú vilt ekki skilja það“. Hann brosti blíðlega. „Kannske er það rétt hjá þér. Adele bað mig í gær um að fá að vinna þitt verk“. „Þú ættir að leyfa henni það“. Hann sló með krepptum hnefanum í borð hennar. „Ég skal aldrei gera það. Ji-11, ég sver, að ég rek Adele héðan ef þú yfirgefur mig“. Jill andvarpaði. Hún leit á klukkuna. Viðtalstíminn var að hefjast. Fyrstu sjúkling- arnir væru áreiðanlega komn- ir. Hvers vegna þurfti þetta einmitt að ske á þessum tíma dagsins? Þetta gerði allt verra. Hún var fegin þegar bjall- an hringdi og hún varð að svara. Hún sá Leigh ekki aft- ur um daginn. Og þannig liðu dagarnir þangað til laugardagur kom og afmæli Bunty. Hún hafði keypt handa henni afmælis- gjöf í London, liti, teiknibók og litaspjald, því Bunty hafði ótvíræða hæfileika til að teikna og mála þó ung væri. Bunty sá hana koma og þaut út til að 'tala við hana. „Jill, ég á afmæli í dag“. „Ég veit það, elskan. Til hamingju. Ég er með gjöf handa þér“. „Komdu með hana, komdu með hana!“ Jill vildi ekki fara inn í borðstofuna, þar sem Adele og Leigh voru en Bunty teymdi hana með sér. „Komdu og sjáðu allt hitt, sem ég fékk, Jill. Ungfrú Faulkner á ég við“, leiðrétti hún sjálfa sig og leit á móður sína. „Ég er búin að fá fullt“. Jill varð að fara með henni inn. Þetta var fjölskyldumál. Móðir, faðir og dóttir að halda hátíðlegan afmælisdag. Öll glöð og ánægð. Að minnsta kosti ættu þau að vera það. Jill var viss um að Bunty væri sú eina, sem væri glöð og ánægð. Hún ljómaði af gleði og sýndi gjafirnar. Adele hafði gefið henni gríð- arstóra brúðu, vel klædda, sem bæði gekk og talaði. Hún hafði líka gefið henni brúðuvagn. Jill bjóst við að það hefði kostað mikla pen- inga. Adele var greinilega tekin í sátt á ný. Enn eitt dæmi um matarást barna! Bunty tók utan af gjöfinni, sem Jill gaf henni og þakkaði henni fyrir. „Kemur þú ekki í boðið í dag, Jill?“ „Ég get það ekki, vinan“. Bunty setti upp skeifu. „Þú verður“. Hún leit á föð ur sinn. „Segðu henni að koma, pabbi“. „Já“, sagði Leigh og leit á JHl. „Gerðu það. Þetta er hvort eð er einstæður við- burður“. „Ég get ekki skilið að ung- frú Faulkner þyki gaman í barnaboðum“, sagði Adele kuldalega. Hún hafði reynt að láta sem hún heyrði það ekki þeg- ar minnst var á að Jill kæmi. Hún hafði reynt að halda aft- ur af sér alla vikuna síðan Jill kom frá London. Hún hafði ekki minnst á bréfð sem hún fann. Það yrði ekki gott ef hún kæmi hreinlega fram og ásakaði hann um að elska Jill, því hann ræki hana áreið anlega á dyr. Og hún varð að sjá svo um að það skeði ekki. Hún varð að tengja Leigh sér föstum böndum. Bunty var hennar sterkasta vopn. Ást- in á Bunty og velferð hennar laugardagur Árbæjarsafn lokað. •Gæzlumaður, sími 24073. MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru Iokaðar á mánudögum. SSS®«8S; i m Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: — Gullfaxi er * •.*. væntanl-egur til Rvk kl. 17.10 í dag frá Któh. og Glasgow. Hrírn- faxi £er til Oslo, ............. Kmh. og Ham- borgar kl. 09.30 í dag. Væntan- leg aftur til Rvk kl. 15.40 á morgun. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egils- staða, ísafjarðar, Sauðárkr., Vestm.eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Húsavíkur og Vestmanna- eyja. f ,) Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg frá Stafangri og Oslo kl. 21 í dag, fer til New York kl. 22.30. Edda er væntanleg frá New York kl. .8.15 í fyrra- málið, fer til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 9,45. Messur Keflavíkurkirkja: Barnaguðs þjónusta kl, 11. Séra Ólafur Skúlason. Dómkirkjan: Messað kl. 11. árd. Séra Óskar J. Þorláks- son. — Engin síðdegis- messa. Bústaðaprestakall: Barnasam koma í félagsheimilinu í Kópavogi kl. 10,30. Gunnar Árnason. Neskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja: Messað kl. 2 e. h. Séra Magnús Run- ólfsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 10.15 f. h. — Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messa á morgun kl. 10.30. (Ath. breyttan messutíma). Séra Kristinn Stefánsson. Haligrímskirkja: Messað kl. 11 f. h. Séra Lárus Hall- dórsson. Barnaguðsþjónusta kr. 1,30 e. h. Séra Lárus Halldórsson. Síðdegismessa kl. 5 e. h. Sérá Sigurjóh Þ. Árnason. Bessastaðasókn: Messað að Bessastöðum kl. 2. — Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan: Fermingarmessa kl. 2. Séra Þorsteinn Björns son. Sunnudagaskóli Óháða safn- aðarins við Háteigsveg kí. 10.30 í fyrramálið og verð- ur þar alla sunnudaga í vet- ur. — Öll börn velkomin. Séra Emil Björnsson. -o- Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík skorar á allá meðlimi sína að gefa sig fram til starfa á kjördag. —■ Látið skrá ykkur str-ax í dag á flokksskrifstofunni, símar: 1-50-20 og 1-67-24, -o- Barnaverndardagurinn er í dag. Sölubörn eru beðín að komþ í skrifstofu Rteuða Krossins, Thorvaldsens- stræti 6, Melaskóla, Drafn- arborg, Eskihlíðarskólfe, — Barónsborg, ísaksskóla, — Grænuborg, Langholtsskóla Breiðagerðisskóla, Voga- skóla, Hrafnistu, Leugar- nesskóla, Digranesskóla, — Kársnesskóla. Alþýðublaðið — 24. okt. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.