Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjqrar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). —1 Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 —14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins, Hverfisgata 8—10. Lœrdómur kosningannci TALNINGU ATKVÆÐA Iauk í fyrrinótt, 1 Reykjavík og á Reykjanesi, Suðurlandi og Vest- urlandi. Úrslitin í öllum þeim kjördæmum eru sig ur fyrir Alþýðuflokkinn. Hefur hann bætt við sig ■tæpum tvö þúsund atkvæðum miðað við sumar- kosningarnar og alls staðar átt auknu fylgi að fagna. Enn verður engu spáð um heildarútkomu kosninganna, en ástæða er til þess að ætla, að Al- þýðuflokknum hafi mjög vaxið ásmegin. Kjósend ur hafa kunnað vel að meta störf hans og stefnu og sýnt þann hug sinn í verki við kjörborðið. Engum blandast hugur um, að afstaða Al- þýðuflokksins í efnahagsmálunum á meginþátt- inn í kosningasigri hans. Þjóðinni er áreiðanlega ljóst, að viðnámið gegn dýrtíðinni er hrýnasta hagsmunamál íslendinga eins og sakir standa. Árangurinn af störfum núverandi ríkisstjórnar leiðir í ljós, að þetta er hægt. Stöðvunin hefur tekizt. Hana er hægt að tryggja, ef stjórnmála- flokkarnir láta ekki undan viðleitni þeirra, sem [ vilja, að kapphlaup kaupgjaldsins og verðlagsins komi til sögunnar á ný. En til þess þarf sterkt al [ menningsálit að kref jast stöðvunarinnar og við i námsins. Það sagði til sín í kosningunum um helgina, svo að naumast verður misskilið. Samt er óreynt, hvort Alþýðuflokknum auðnast að fá j aðra flokka til samstarfs um þá stefnu sína í dýr- j tíðarmálunum, sem 2 þús. nýir kjósendur hans í fjórum kjördæmum landsins aðhyllast og vilja. [ Alþýðuflokkurinn mun gera hana að skilyrði | fyrir samvinnu við aðra flokka. Hann vonar, að ábyrgðartilfinning og framsýni megi sín meira í [ þessu efpi en kosningaáróður og sýndarmennska. j Og eitt er víst: Raunhæf ráðstöfun gegn dýrtíð- [ inni er naumast önnur hugsanleg en viðnáms- | stefna Alþýðuflokksins. Annað væri að ganga fram af hengiflugsbrúninni. I íslendingar sigrast ekki á dýrtíðinni fyrirhafn arlaust. Þjóðin verður að sameinast um viðnáms- stefnuna, svo að hún sé framkvæmanleg. En það ætti ekki að vera áhorfsmál. Reynsla undanfarinna tiu mánaða talar vissulega sínu máli. Hún sýnir og sannar, að viðnámið er mögulegt, og árangur þess liggur glöggt fyrir. Sömuleiðis ætti öllum að vera Ijóst, hvaða afleiðingar það hefði, ef kapphlaup verðlagsins og kaupgjalds-ins kæmi til sögunnar á ný. Enginn ábyrgur maður æskir þeirrar óheilla- þróunar. En hér er ekki nóg að vilja ekki. Menn þurfa einnig að vita, hvað þeir vilja. Og þetta á einkum og sér í lagi við um stjórnmálaflokkana og foringja þeirra. Dýrtíðarmálin eru stærsta viðfangsefni íslend inga í dag, en þá þraut á að vera hægt að leysa, ef viljierfyrir hendi. Alþýðuflokkurinn mun ekki liggja á liði sínu í því efni. Hann stendur fast við þá stefnu sína, sem kjósendur hafa sýnt traust og tiltrú. 1 Auglýsingasími Alþýðublaðsins í er 14906 HvERGI hefur komið betur í ljós ehí Frakklandi hversu hinir sundruðu vinstri flokk- ar eru gjörsamlega óhæfir til að vinna saman, og hversu af- staða þeirra er byggð upp af neikvæðum viðhorfum. Um tuttugu árá skeið hafa Frakk- ar greitt alls konar vinstri flokkum meirihluta atkvæða en á þingi hafa hægri menn haft úrslitaáhrif á hvert ein- asta mál. Allir hafa vinstri flokkarnir það á stefnuskrá sinni að endurvekja Le Front Populairé, sem Leon Blum veitti forstöðu á árunum fyr- ir stríð, en þegar til alvör- unnar hefur komið hafa vinstri flokkarnir lamast al- gerlega. Hið fyrsta stjórnarár hins menntaða einveldis de Gaulle hefur endurvakið hug- myndimar um alþýðufylk- ingu og vinstri hugsuðirnir hafa rætt af mikilli skarp- skyggni um að nú sé tæki- færið komið til þess að sam- eina alla lýðræðissinna í einn stóran vinstri flokk. La Gauche Paralysé, hinu lam- aða vinstri, hefur skilist að lýðræðið í Frakklandi, eftir að de Gaulle fellur frá, er í hættu, ef sterk lýðræðishreyf- ing er ekki til í landinu. Kommúnistar annars vegar og hálffasistar hins vegar em reiðubúnir að taka völdin með tilstyrk vopnaðra her- sveita hvenær sem er. Komm- únistaflokkurinn er þannig skipulagður, að hann getur tekið við stjórnartaumunum hvenær sem er. Menn hans eru tilbúnir f allar stöður, ráð herraembætti, borgarstjóra- embætti og aðrar lykilstöður þjóðfélagsins. Öfgamenn til hægri eiga vísan stuðning viss hluta hersins og enda þótt de Gaulle hafi af tals- verðri fyrirhyggju fjarlægzt helztu fasistana innan hers- ins úr lykilstöðum, hafa þeir enn slík áhrif þar, að þeir gætu náð völdum í landinu í skjóli hervalds. Eftir atburð- ina 13. maí 1958 var de Gaulle eini maðurinn, manni liggur við að segja eina aflið, sem Ék': Hannes á h o r n i n u ýV Að afstaðinni hríð. ýý Hvaða flokkar gefa gert mest gagn. ■ýf Bréf um samhúð á Keflavíkurflugvelli og bifreiðastjóra. KOSNINGAHRÍÐIN afstaðin. Alþýðuflokknum hefur aukist ásmegin. Það er vottur um það, að heilbrigð skynsemi og dóm- greind hafi heldur aukist með þjóðinni. Allir aðrir flokkar hafa heldur sett niður, en mis- munandi mikið. Úrslitin sýna Sjálfstæðismönnum, að það var ekki rétt stefna hjá flokksstjórn inni að styðja ekki stefnu bráða- birgðalaganna hreinlega, án gagnstæðra yfirlýsinga, þar til alþingi gæti fengið ráðrúm til að taka málin til athugunar. ÞAÐ var áreiðanlega kosið um efnahagsmálin. Þjóðin heimt ar stöðvun, krefst þess að fylgt sé í meginatriðum þeirri stjórn- arstefnu sem framkvæmd hefur vérið síðusu tíu mánuði, því að allur þorri kjósenda trúir því að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilji, þrátt fyrir víxlspor í hita kosn- íngabaráttunnar, stöðva kapn- hlaupið. í þeirri trú kusu menn þessa flokka, en samt töpuðu þeir nokkru til Alþýðuflokksins. Sú staðreynd er viljayfirlýsing um status quo. óbreytt ástand, að því leyti, að ekki sé aftur hafið kapphlaup. NÚ BYRJA samningaumleit- anir um stjómarmyndun. Það sagði maður við mig í gær, sem oft hefur hitt naglann á höfuð- ið: „Það eina sjónarmið á að ríkja við stjórnarmyndun að þeir flokkar, sem standa að stjórninni, geti gert gagn“. — — Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða flokkar geti gert mest gagn til lausnar efnahagsmál- anna. Vitanlega eru efnahags- málin aðalmálið og við það verð ur að miða allt. FYRIR alllöngu birti ég pistil um árekstra á Keflavíkurflug- velli og sagði þar, að það væri engum blöðum um það að fletta, að íslendingar ættu stundum eins mikla sök á þeim og „gest- irnir“. í því sambandi minntist ég á leigubifreiðastjóra. Nú hef- ur bifreiðastjóri í Keflavík Þ.K. sent mér pistil af þessu tilefni og fer bréf hans hér á eftir. Ef til vill geri ég nokkrar athuga- semdir við það síðar: „MÍG LANGAR til að senda þér nokkrar athugasemdir í sam bandi við ummæli sem þú læt- ur frá þér fara um íslenzka leigu bifreiðastjóra á Keflavíkurflug- velli þann 30. sept. s. 1. Ég verð að segja það Hannes minn, að svona lagað eins og þar stend- ur hélt ég að ég myndi aldrei lesa í dálki þínum. Ég hefi alltaf staðið í þeirri trú, áð það sém þú létir frá þér fara væri í flest- um tilfellum sannleikur og einn ig að þú berðist á móti hvers kon ar spillingu í hvaða mynd sem hún væri, ég held en að þú gerir það, þótt þú hafir hlaupið á þig í þessu máli. Já, í þessu tilfelli hefurðu skotið illilega framhjá markinu, og vil ég nú reyna að upplýsa helztu rangfærslur þær, sem fram komu í dálki þínum í umrætt skipti. ÞÚ SEGIR, að árekstrar séu bjargað gat Fi;akklandi frá borgarástýrjöld . og hernaðar- einræði til hægri eða vinstri. Nú SlÐUSTU vikurnar hef- ur þess orðið vart, að vinstri menn eru að rakna úr rotinu. Á síðastliðnu vori klofnaði flokkur Jafnaðarmanna, sem er undir forustu Guy Mollet. Foringi klpfningsflokksins er hinn kunni stjórnmálamaður Edouard Depreux. Flokkur- inn nefnist Parti sosialiste autonome, óháði sósíalista- flokkurínn. Nýlega bættist honum liðsauki, er Mendés- France gekk í flokkinn ásamt éinum af fremstu samstarfs- mönnum Mollet, Tanguy,-Pri- gent. Þá ,er búizt við að hinn vinsæli borgarstjóri Jafnað- armanna í Marseille, Gaston Deferre,: gangi í lið með þess- um „vinstri“ leiðtogum. Með Depreux yfirgáfu Ro- bert Verdier og Alain Savary flokk Mollets, en þeir hafa báðir verið í fremstu röð ungra stjórnmálamanna í Frakklandi. FlOKKURINN hélt fyrsta landsfund sinn í sumar og kom þá í Ijós, að hann var vel skipulagður. En mörg hætta bíður smáflokka í Frakklandi ekki síður en annars staðar. Mesta hættan var sú, að flokk urinn yrði aðeins einn kjafta- klúbburinn í viðbót, en af þeim úir og grúir í landinu Dramhald á 2. síðu. ................... næstum því eðlilegir og er ég þér þar fyllilega sammála, en hnýtir aftan í að íslendingar eigi stundum að minnsta kosti alla sökina. Þetta er alrangt hjá þér, Ég vildi snúa þessu alveg við, því að það eru Ameríku- menn, sem eiga að fara eftir ís- lenzkum lögum, en ekki íslend- ingar eftir amerískum. Svo seg- irðu að akstur á flugvellinum sé allt. of hraður og íslenzkir bif- reiðastjórar séu þar í ýmsum og miður fögrum tilgangi. Flestir taka þetta þannig að íslenzkir leigubifreiðastj órar á flugvellin- um séu ökufantar og hlýði eng- um settum reglum. Þetta er ekki rétt. Ég tel að leigubifreiðastjór- ar á flugvellinum bæði kunni og hlýði umferðarreglunum betur en flestir aðrir á flugvellinum, og vil ég benda þér á það, að á þeirri stöð, sem ég ek frá hefur ekki einn einasti bifreiðarstjóri valdið slysum á mönnum né skepnum í þau rúm 5 ár, sem þeir hafa ekið á flugvellinum, og tel ég að það tali sínu máli. ÞRÁTT FYRIR þessar stað- reyndir kemur fram hjá þér einhliða árás á íslenzka leigubif- reiðastjóra, er hér starfa. Þú tal- ar um það einnig, að við flækj- umst þangað með drósir. Þessar drósir, sem þú talar um, þær eru að ég held til um land allt, og ekki geta leigubifreiðastjórar sagt við farþega: „Þú ert drós og ég ek þér ekki.“ Flest það kven- fólk, sem við ökum á flugvellin- um, kemur okkur fyrir sjónir sem flest ánnað fólk, enda veit ég að svo er, enda finnst mér þetta út í hött hjá þér. Það hef- ur að minnsta kosti borið meira á drósum í Rvík heldur en hér í þessu spillingarbæli, sem komm- únistar vilja svo nefna, en nóg méð það. Þá komum við að vín- sölunni, en um það vil ég aðeins segja þetta: Ég get fullyrt að stór meirihluti bifreiðastjóra hefur aldrei selt vín hér, og máli mínu til sönnunar vil ég segja þetta: NÝLEGA VORU forráða- menn beggja stöðvanna á fundi með yfirmanni varnarliðsins og Framhalda á 10 síðu. 4 28. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.