Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 9
I MYNDIN er af hinum fagra bikar, sem Almennac trygging- ar hf. hafa gefið til keppni í meistaraflokki karla. ingur, KR, Valur, Fram, Þrótt- ur, ÍR og Ármann. 1. flokkur karla: Víkingur, KR, Valur, Þróttur, Fram, ÍR og Ármann. 2. flokkur karla A: Víkingur, KR, Valur, Þróttur, Fram, ÍR og Ármann. iþrótfir erlendis í DAG keppa England og Sví þjóð í knattspyrnu á Wembley Stadium. Lið Englands verður þannig skipað: Hopkinson (Bol ton), Howe (West Bromwich), Allen (Stoke), Clayton (Black- burn), Smith. (Birmingham), Flowers (Wolverhampton), Co- nelly (Burnley), Greeves (Chel- sea), Clogh (Middlesbrough), Charlton (Manchester United) og Holliday (Middlesbrough). UNGVER JALAND vann sinn stærsta knattspyrnusigur á Nep Stadion á sunnudaginn er það sigraði Sviss með 8 mörkum gegn engu. Áhorfendur voru alls 65 þúsund og hylltu sigur- vegarana óstjórnlega, en þeir eru: Groosis, Natrai, Sipos, No- vak, Bundazak, Kotasz, Sand- or, Göröcs, Albert, Tichy og Szimosak. ÞAÐ var haldið frjálsíþrótta- mót í Barcelona á sunnudaginn og þar sigraði Svisslendingur- inn Wagli í 1000 m hlaupi á 2:23,1 mín. Kunantz, V-Þýzka- landi í 400 m á49 sek. Suarez, Argentínu í 5 km á 14:18,8 og Kunatz í 200 m á 22 sek. ÚRSLIT ítölsku knattspyrn- unnar um helgina: Alessandria — Sampdoria 2:3. Bari — Inter 1:3. Fiorentina — Atalanta 4:1. Genúa — Lanerossi 0:2. Lazio ■— Juventus 0:2. Milano — Udinese 3:1. Padova •— Róm 1:0. Palermo — Napoli 0:0. Spal — Bologna 0:0. EINS og skýrt var frá hér á síðunni í gær, komu FH-ingarnir heim úr kepnisför sinni á föstu- daginn eftir árangursríka og skemmtilega ferð. Þjálfari Hafnfirðinga, Hall- steinn Hinriksson átti stutt við- tal við fréttamenn í fyrradag og ‘skýrði þeim frá því helzta úr ferðinni. — — í heild má segja, að þetta hafi allt gengið með ágætum, sagði Hallsteinn, móttökur voru hvarvetna prýðilegar og frammi staða piltanna vakti allsstaðar athygli. — í Lúbeck var fyrsti leikurinn gegn Lúbecker Turns- chaft og gekk vel. — í fyrri- hálfleik höfðu okkar menn al- gera yfirburði og um tíma stóð 8:0 fyrir okkur. Ég skipti inn á í hálfleik og þetta gekk vel, við unnum með 28:19. •— Blöðin fóru lofsamlegum orðum um leik FH og dómarinn í leiknum, gamall kunningi okkar frá Þýzkalandsförinni 1957 — hann dæmdi þá einn af leikjum okk- ar þá, sagði, að FH hefði farið mikið fram í þessi tvö ár, spiliö væri léttara og ákveðnara. -JL- SIGUR í HRAÐKEPPNI í FLENSBORG. Næsta keppni var í Flensborg og það var hraðkeppni, 2x10 mín. leikir. Þarna gekk okkur betur, en nokkur hafði þorað að vona, sigruðum alla andstæðinga okkar, unnum mótið. ■— And- stæðingar okkar í þessu móti voru þó ekki af lakara taginu og sigurinn yfir Flensborg TB 5:1, vakti mikla athygli. Síðasta keppnin í V.-Þýzka- landi, var hraðkeppni í Kiel og ?ar voru mætt ýmis sterk félög, t. d. danska félagið Tarup, Flens borg o. fl., þarna voru yfirleitt ekkert nema topplið. Fyrsti leik ur okkar var gegn lögreglunni í Kiel og við sigruðum með 10:4, en næst lékum við gegn Flens- borg og í þetta skiptið töpuðum við með einu marki, en þeir settu sigurmarkið á síðustu sek. leiksins. — FH lék einnig gegn Tarup og var það aukaleikur, mjög skemmtilegur og vel leik- inn. Aftur elti óheppnin okkur og FH tapaði enn með einu marki. Áhorfendur voru margir eða um 3 þúsund, en hin glæsi- lega höll tekur um 5 þúsund á- horfendur. TAP í KAUPMANNA- HÖFN. Á heimleiðinni lékum við klukkutíma leik gegn sterkasta Nýjar umbúðir - Lægra verð Þvottaefnið, sem Þvær allt Látið WIPP vinna verkið fyrir yður. — Það er bæði fljófara ★ auðveldara 'jlr hreiniegra -- Fæst í næstu búð liði Kaupmannahafnar, USG, —• sem er stúdentalið. Við komr.m þangað á þriðjudegi og upphaf- lega var gert ráð fyrir að leilra daginn eftir, en það var ekki hægt að keppa fyrr en á föstu- dag. FH byrjaði leikinn illa, Dan- irnir skoruðu hvað eftir annað og í hálfleik stóð 16:7 fyrir USG, sem lék vel. í síðari hálfleik sótti FH sig mjög og nokkru fyr ir leikslok höfðu Danir 2 mörk yfir, 20:22, en leiknum lauk mcð sigri USG, 27:24, heiðarleg út- koma fyrir FH. Eins og fyrr segir lét Hall- steinn vel yfir ferðinni og segir hana hafa verið bæði til gagns og ánægju. íþróttasíða Alþýðu- blaðsins óskar FH og þjálfara þess til hamingju og býður lið- ið velkomið heim úr glæsilegri för. «■■■»■•■•■*■•»•■■■■■■■■■•■■•■»■■■■•' fr Félagslíf AÐALFUNDUR Glímufélags- ins Ármann verður haldinn i félagsheimilinu við Sigtún sunnudaginn 1. nóv. kl. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt félaga- lögum. Stjórniitt Fatabúðin Skólavörðustíg 21 DAMASK — Sængurver Koddaver Lök DAMASK — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og mislit. ULLAR-VATTTEPPI ■ ■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■QR^ MEISTARAMÓT Reykajvík- ; ur í handknattleik hefst í í- þróttahúsinu að Hálogalandi í kvöld. Þátttaka í mótinu er mjög mikil eða alls 50 lið með um 400 þátttakendum. Mótið hefst kl. 8.15 og mun Gísli Hall dórsson, formaður ÍBR, setja mótið með ræðu. I meistaraflokki karla verður nú keppt um nýjan veglegan þikar, sem Almennar trygging- ar hf. hafa gefið, en í fyrra vann KR til eignar bikar þnan, sem Samvinnutryggingai' gáfu á sínum tíma. Eftirtalin félög taka Þátt í hinum ýmsu flokkum mótsins: Meistaraflokkur kvenna: KR, Valur, Þróttur, Ármann og Vík ingur. 2. flokkur kvenna A: Víking- ur, KR, Valur, Fram og Ár- mann. 2. flokkur kvenna B: Víking- ur og Ármann. Meistaraflokkur karla: Vík- 2. flokkur ka'-la B: Víkingur, Fram og Ármann. 3. flokkur karla A: Víkingur, KR, Valur, Þróttur, Fram, ÍR og Ármann. 3. flokkur karla B: Víkingur, KR, Valur, Fram, ÍR og Ár- mann. í 1. flokki kvenna er aðeins skráð lið frá KR. Þarna er Árni Zimsen, ræðismaður £ Lúbeck, að afþcnda Valfjaríi Thorodí^en, foimannii FH fagran kertastjaka. rétt áður en leikur FH og Lúbecker Turnschaft hófst. — 28. okt. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.