Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 10
Hi SVAÐ ER CARTEL? Cartel er venjulega skilgreint sem samningur eða samkomulag milli aðila, sem verzla með sams konar vörur um skipt- ingu markaðssvæðis og ákvörð un verðlags. Tilgangurinn er að ákveða verðið, verzlunar- skilmála, markaðinn og koma í veg fyrir samkeppni. Alþjóð- legt Cartel er samkomulag framleiðenda eða kaupmanna í mörgum löndum. Cartel er til í ýmsu formi og sum Cartel sjá aðeins um að stabilsera verðlag eða kaupskilmála. Venjulegasta Cartel-formið er sölu- eða innkaupasamband, sem annast sölu og kaup, verð lagningu og útdeilingu mark- aðssvæða fyrir meðlimina. Einnig hefur það komið fyrir, að ríkisstjórn ákveður að stofna skuli Cartel í kringum einhverja vissa vörutegund eins og t.d. kalí-sambandið, sem stofnað var í Þýzkalandi og hefur haft mikil áhrif á alla verzlun með tilbúinn á- burð. Mörg Cartel eru aðeins til fyrir einkasamtöl. Yfir þeim hvílir alla jafna mikil leynd. Tökum dæmi: Bandarískur og þýzkur framleiðandi hittast í kvöldverðarboði á Flórída. Þeir eiga báðir verksmiðjur, sem framleiða lyfjavörur. Bandaríkjamaðurinn lætur þess einslega getið, að hann vilji gjarnan yfirgefa Skandí- navíumarkaðinn, ef hann í staðinn fái að halda ítalíu- markaðinum. Þjóðverjinn svarar kannski engu, en stuttu síðar hverfa bandarísku vör- urnar af Skaninavíumarkaði og þær þýzku frá ítalíu. Stjórn arvöldunum er með öllu ó- mögulegt að koma í veg fyrir starfsemi slíks Cartels, þar eð samkomulag er allt gert munn lega og leynilega. Velþekkt dæmi um svona „gentleman’s agreement“ eru hinir svoköll- uðu ,,Gary-dinners“ í Banda- ríkjhnum. Gary var forstjóri ins í Bandaríkjunum. Við og við bauð hann öðrum stálfram leiðendum og keppinautum sínum til miðdegisverðar og þegar gestirnir fóru vissu þeir grunnverðið á stáli hjá US- Steel. Það Cartel er heppnaðist bezt (frá sjónarmiði meðlimanna) á árunum milli styrjaldanna, var ameríska félaginu Copper Export Association, sem var stofnað 1918. Bandaríkin voru þá eini koparframleiðandinn, sem eitthvað kvað að, og Car- tel þetta réði yfir 95 prósent- boði stjórnarvaldanna var Car telið leyst upp. Þarna kom í ljós, að einokunaraðstaða er ekki allt í löndum, þar sem tíðkast frjálst markaðskerfi. Árið 1937 gerðist það, að kakóframleiðendur í Afríku brenndu birgðir sínar í mót- mælaskyni við alþjóðlegt Car- tel kaupenda, sem- að dómi framleiðendanna áttu sök á gífurlegu verðfalli á kakaó. Cartel þetta samanstóð af United Africa Company (dótt- urfélagi Unilever), frönsku skipafélagi og enskum súkku- sagt fyrir um fjárfestingu og skipulagt rannsóknarstarf. Allt eru þetta týpiskar Cartel aðgerðir. En samt sem áður er mikill munur á ISC og Montanasambandinu, þar eð hið síðarnefnda bannar Cartel myndun og einokun innan meðlimaríkjanna. Hinn stóri markaður á að gefa tækifæri til að reka nútíma stóriðju og frjáls samkeppni á að tryggja lægra verðlag og bætt lífskjör. Þötta er það, sem þýzki efna hagsmálaráðherrann Ludwig Erhard kallar Soziale Mark- WMWHWMtWMWWWWWWWWMWWWMgrtWWWWWWWWWWWWWWWWW HVAÐ er Cartel og hvaða áhrif hefur það í heimsverzlunmni? Norski hagfræðingurinn Nils Kaasad ritaði nýlega grein um Cartel í Arbeider- bladet og fer hér á eftir útdráttur úr henni. Hið aukna efnahagssamstarf Evrópu á eftir að mótast meira og minna af Cartelum og er því ekki úr vegi að kynna þau almenningi. wwwwvtwww\wwwwwwww twwwwwtwwwww»w^vwwww US-Steel, stærsta stálfélags- um af koparframleiðslu þeirra. Cartel-ið hafði það hlut- verk að koma í peninga hin- um miklu koparbirgðum í Bandaríkjunum eftir heims- styrjöldina fyrri. Það tókst án þess að nokkur kvartaði, hvorki kaupendur né seljend- ur. Cartelið var leyst upp 1924 en tveimur árum seinna var það endurvakið undir nýju nafni og réð hið nýja Cartel yfir 95 prósentum af allri heimsframleiðslunni af kopar. í þetta sinn fór ekki eins vel, þar eð Cartelið féll í þá freistni, sem alltaf er fyrir hendi, að reyna að halda verð- inu uppi í skýjunum í krafti einokunar sinnar. Þetta hafði í för með sér að kaupendur FULLTRÚAR ríkisstjórna, vinnuveitenda og verka- manna frá 21 þjóð koma sam- án á ráðstefnu síðari hluta þessa mánaðar í Genf, á veg- um Alþjóðavinnumálaskrif- stofunnar (ILO), til þess að ræða vandamál byggingaiðn- aðarins. Á dagskrá ráðstefn- unnar eru m. a.: flutningar byggingaverkamanna milli landa og ungir byggingaverka menn — staða þeirra og fram tíðarmöguleikar. ILO hefur safnað margs konar fróðlegum skýrslum um byggingaiðnaðinn í heimin- um, sem lagðar verða fyrir ráðstefnuna. T. d. eru birtar töflur yfir atvinnu og at- vinnuleysi byggingaverka- manna á undanförnum árum. Skýrslur ILO sýna m. a., að byggingastarfsemin í heimin- um hefur aukizt til muna, þótt fjárhagslægðin á árunum 1957—1959 hafi nokkuð dreg- ið úr nýbyggingum og þrátt fyrir, að nokkrar ríkisstjórn- ir hafa heft byggingastarf- 6 e i s I u n semi í þeim tilgangi að draga úr fjárfestingu sökum verð- bólguhættu. Þá sýna skýrslur ILO, að á undanförnum árum hefur fyr irtækjum fjölgað til muna, sem bjóðast til og sækjast eftir byggingavinnu utan heimalanda sinna. Eru nú um 180 slík byggingafélög í heim inum. Um 20 þeirra hafa heimilisfang í Bandaríkjun- um, 40 í Vestur-Þýzkalandi, 60 í Bretlandi, 20 á ítalíu, 25 í Frakklandi og 15 fyrirtæki í öðrum löndum Evrópu. Ýms alþjóðleg vandamál hafa skapazt í sambandi við starfsemi þessara byggingafé- laga og verða þau tekin til meðferðar á ILO-ráðstefn- unni. Þá mun ráðstefnan ræða um nýungar, sem orðið hafa hin síðari ár í byggingaiðn- aðinum. Ný viðhorf hafa myndast við að tekin hafa verið í notkun stórvirk verk- færi, sem ekki þekktust fyrir fáum árum. fengust ekki og samkvæmt laði-framleiðendum. Ástandið í kakaóhéruðunum varð brátt svo slæmt, að brezka stjórnin sendi þangað rannsóknar- nefnd. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að Cartelið hefði ekki gert neitt ólöglegt, en lagði samt til, að það yrði leyst upp. Það er eftirtektarvert, að á hrávörumarkaðinum þrífast Cartelin bezt á krepputímum. Ástæðan er sú, að Cartelin halda verðlagi stöðugu að það er meira virði fyrir fyrirtæk- in heldur en að hafa einokun. Sjóflutningar eru mjög háð- ir verðsveiflum og þar af leið- andi hefur verið gripið til þess ráðs víða að stofna Cartel um flutninga á sjó. Ríkisstjórnir viðkomandi landa hafa oft hvatt útgerðarfélög til að ganga í Cartel. Fjölmörg skipacartel hafa verið stofn- uð og hið síðasta er Tnter- national Shipping Conference. Takmarkið er að vinna að nýrri löggjöf til góða fyrir al- þjóðlegt samstarf útgerðarfé- laga. Hið áhrifamesta af Cartel- um millistríðsáranna var vafa laust The International Steel Cartel (ISC), sem í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari réð yfir 90 prósentum af stál- framleiðslu heimsins. Stál- löndin fjögur á meginlandinu, Þýzkaland, Frakkland, Belgía og Lúxemborg, stofnuðu Ent- ente Internationale de l’Acier, sem smám saman þandist út og urðu Bandaríkj amenn og Bretar aðilar og var nafninu þá breytt í ISC. ISC fékkst ekki aðeins við stálviðskiptin innan meðlimaríkjanna, held- ur réði það flestu um stál- verzlun innan þeirra landa, er keyptu af þeim stál. Þessi fjög ur lönd, ásamt með Hollandi og ítalíu stofnuðu 1951 Stál- og kolasamsteypu Evrópu, einnig kallað Montanasam- bandið. Þessi samsteypa er í höfuðatriðum kjarninn í Eur- atom og sameiginlega mark- aðinum. Yfirstjórn Montana- sambandsins, sem bækistöðv- ar hefur í Lúxembog, getur hvenær sem er skikkað með- limaríkin til þess að takmarka innflutning, fest verðlag, skipt Framhald af 12. síðu. þessi efni, sem Norðmenn hafa gert hinar’ mikilvægu athug- anir. Þetta veldur því, að þau falla niður allmiklu fyrr en áður var haldið. Aukning á geislavirkni loftsins stafar af því að þessi efni koma niöur en síðan hverfur geislavirknin alveg ef nýjar tilraunir eru ekki gerðar með vetnisvopn. Hannes niður innflutningskvótum, wirtschaft. Teórían er góð, en því miður langt frá veruleik- anum. Stjórn Montanasam- bandsins hefur leyst upp ýmis Cartel, en samt sem áður hafa mörg ný risið upp. Og margt bendir til að franskir og þýzk- ir framleiðendur hafi stofnað margs konar samtök með sér, sem koma í veg fyrir sam- keppni. Þjóðfélagsfræðingar deila enn um þýðingu Cartelanna. Sumir telja, að eins fari með Cartelin og auðhringana (trusts), að þau hafi tilhneig- ingu til að þenjast sífellt út, með stöðugt fámennari hóp yfirstjórnenda, og þar af leið- andi verði auðvelt að þjóð- nýta þau. Þessi röksemda- færsla kom sósíalistanum Hil- ferding til að segja, að „raun- verulegir sósíalistar eru stuðn ingsmenn Cartelanna. Lenin leit svo á, að imperíalisminn (hið alþjóðlega einokunar- og fjárfestingarfjármagn) væri síðasta stig kapitalismans. Varla finnst nokkur vara á heimsmarkaðinum, sem ekki að meira eða minna leyti er háð Cartelunum. Þau eru að vissu leyti bæði til ills og góðs. Oft á tíðum gera þau mögu- lega betri nýtingu auðlinda og framleiðslugetu, halda verðlagi stöðugu og Stundum hafa verið stofnuð Cartel til að brjóta á bak aftur einokun- arcartel, eins og t. d. skandi- naviska Cartelið Luma, sem stofnað var til þess að keppa við alþjóðlega ljósaperucar- telið. Starfsemi Luma á Norð- urlöndum hefur orðið til að halda niðri verðlagi á Ijósa- perum. Stór Cartel hafa einnig þann kost, að mögulegt er að auka sérhæfingu og fram- leiðslugæði og þar með að halda niðri verði. En ókost- irnir eru margir. Nú er Evr- ópa að sameinast í efnahags- heildir og það býður heim Cartelunum. Samningar verða vafaiaust gerðir um að halda niðri samkeppni og erfitt verður fyrir viðkomandi lönd að ráða við þróunina þegar höfuðstöðvar Cartela eru er- lendis eða þá hvergi. (Framhald af 4. síðu). lögreglustjóra, þar sem ýms íál voru á dagskrá um betri sam- vinnu leigubifreiðastjóra og am- erísku lögreglunnar og íslenzku, var yfirmaður varnarliðsins spurður af forráðamönnum stoðvanna, hvort hann hefði yf- ir að kvarta í sambandi við vín- sölu og neitað hann því algjör- lega. Þá komum við að því leið- inlegasta í grein þinni, þar sem þú segir: Á þjóðin að gera mál- stað slíks lýðs að sínum? Þessi lýður, sem þú vilt nefna svo, er ég viss um að er eins góður og hver annar lýður á þessu landi okkar. Margir þeirra manna, sem stunda þessa vanþakklátu og rógbornu atvinnu, geta ekki stundað marga aðra atvinnu vegna Veiklunar eða bæklunar, einnig menn. sem rétta náung- anum hjálparhönd hvenær sem þeir mega, og má þar nefna öku ferðir með gamalt fólk, Ung- verjalandssöfnunina og margt fleira, sem þeir hafa vel gert við samborgarana. Sem sagt, menn eins og aðrir upp og niður. Hitt er svo annað mál, að innan okk- ar hóps má eins og alls staðar annars staðar finna einn og einn, sem ekki skilur sitt hlutverk.“ Hannes á horninu. SPJ RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur gefið út að nýju „Byrj- andann“, 30 æfingaspjöld fyr- ir byrjendur í lestri, eftir Jón Júl. Þorsteinsson kenn- ara á Akureyri. Um lestrarspjöld þessi seg- ir höfundur m. a.: „Byrjand- inn“ er til orðinn vegna vönt- unar á léttu lesefni fyrir börn á fyrsta lestrarstigi. Börn læra fljótt stuttar og léttar setningar. Orðaforðinn er lítill fyrstu námstímana og því mikil þörf á síbreytilegri orðaröð og nýjum setningum. Við kennsluna er ætlast til, að sérhljóðin séu mikið sungin. Sérhljóðasöngurinn er undirstaða frjálsmannlegr- ar framsetningar í töluðu og lesnu máli. — „Byrjandinn“ er lausblaðalestrarefni. Þar hefur hann fyrir byrjendur ýmsa kosti fram yfir bókina, sem allri er flett við fyrstu sýn og handfjötlun. En barn- ið fær aðeins eitt laust blað í senn. Eftirvænting er vakin fyrir hinu næsta. Og næsta blað er viðurkenning fyrir vel lesnu blaði og góðri með- ferð á því. — „Byrjandinn11 er uppbyggður sem hljóð- og lestrarkennslutæki, en engu að síður má nota hann við stöfunarkennslu. — Myndir eru á hverju spjaldi, gerðar af Steingrími Þorsteinssyni kennara. 8. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.