Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 2

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 2
Framhald af 1. síðu. 41 atkvæði gegn 19 á þingi. 2) SjálfstæSisflokkur og Al- þýðubandalag mundu bafa 34 gegn 26 atkv. á þingi. 3) Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur mundu hafa 33 gegn 27 atkv. á þingi. 4) Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda lag mundu hafa 51 gegn 9 atkv. á þingi. 5) Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og AlÞýðuflokk- ur mundu hafa 50 gegn 10 at- kvæðum á þingi. 6) Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu bandalag og Alþýðuflokkur mundu hafa 43 gegn 17 atkv. á þingi. 7) Framsóknarflokkur, Al- þýðubandalag og Alþýðuflokk- ur mundu hafa 36 atkv. gegn 24 á þingi. 8) Þjóðstjórn allra flokka mundi að sjálfsögðu hafa öll 60 atkvæði þingsins. Hér hafa stærri flokkar jafn- an verið taldir fyrst, en hugs- anlegt er, að einhverjar þess- arasamsteypustjórna væru myndaðar af ráðamönnum minni flokkanna, eins og fyrir hefur komið hér á landi. Ljóst er, að Sjálfstæðisflokkurinn einn getur myndað tveggja flokka stjórn með hverjum hinna flokkanna sem er. Reyn- ist ekki unnt að mynda neina stjórn, sem hér hefur verið tal- in, virðast ekki aðrir möguleik ar en einhver minnihlutastjórn eða embættismannastjórn. Málmgluggar fyrir verzlan ir og skrifsíofubyggingai* í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðjubyggingar, gróður- hús, bíiskúra o. fl. Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. HÆSTIRÉTTUR hefur kveð- ið upp dóm í máli ákæruvalds- ins gegn Ásbiirni Ólafssyni og Jóhönnu Gunnarsdóttur. Á- kærða Jóhanna er sýknuð af kröfum ákæruvaldsins ímálinu, ákærða Ásbirni gert að greiða 15 þúsund króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi vairðhald í 12 daga í stað sektar, ef hún greið ist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákærða var og gert að greiða Vr, hluta sakarkostnaðar, en rík issjóði % hluta, þar með talin laun sækjanda fyrir hæstarétti, Baldvins Jónssonar hrl., kr. 7000,00, og laun verjanda í hér- aði og fyrir hæstarétti, Ragnars Ólafssonar hrl., kr. 10 000,00. Málið var höfðað gegn stjórn félagsins Ásbjörn Ólafsson hf., þar sem hún er ákærð fyrir: 1) Að félagið Ásbjörn Ólafs- son hóf sölu á 3764,58 metrum af fataefni frá firmanu Guill- ermo Mora, Barcelona, fyrri hluta aprílmánaðar 1957, án þess að fyrir lægi verðstaðfest- ing verðlagsstjóra. 2) Að nefnt hlutafélag seldi á fyrrnefndum tíma allt fyri1- greint fataefni á kr. 106,50 metr ann í stað kl. 49,05, sem verð- tagsstjóri heimilaði 'að selja fatáefnið á. I verðlagsdómi Reykjavíkur var stjórn Ásbjörns Óiafssonar hf. sýknuð, en Ásbirni gert að greiða 1000,00 kr. sekt tii rík- issjóðs. Hæstiréttur staðfesti niður- stöður verðlagsdóms, en hækk- aði sekt ákærða Ásbjörns í 15 þús. kr. sem fyrr segir, iyrir að hefja sölu vörunnar án þess að staðfesting væri fyrir hendi, en kæran um verðlagsbrot var ekki tekin til greina. £ iiiiifliimvi i SKlPAUTGÉirB K9K3SIN.H Esja vestur um land til Akureyrar hinn 3. nóv. nk. — Tekið á móti flutningi í dag og á morgun til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð ar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Dal víkur og Akureyrar. Farseðlar seldir.á mánudag. ÞEGAR minnst er 40 áraf afmælis Alþýðublaðsins| koma fyrst upp í hug minn| nöfn ýmsra manna, semjj hafa unnið við blaðio áj einn eða annan hátt af;| mikilli trúardyggð og| munu mörg þeirra geym-| ast á spjöldum sögunnarj í því sambandi vil ég| nefna hér tvær konur. Frúj Emilía Samúelsdóttir hef-| ur unnið nær óslitið viðl blaðið allt frá barnæsku,| fyrst við útburð þess og aí-| greiðslu og síðar um árabilj sem auglýsingastjóri þessJ Frú' Emilía sýndi í því j starfi bæði dugnað og ósér- plægni og komu hæfileik- ar hennar hvað bezt í Ijósf er blaðið átti við hvaðj mes‘a erfiðleika að etj; Er hún lét af þeim störf-f um fyrir nokkru reyndistf skarð hennar vandfyllt og< margir söknuðu hennar| þaðan. En Alþýðuflokkur-3 inn í heild nýtur góðral hæfileika hennar á ýmsum; sviðum í félagslífinu. Þá er mér ekki síður áS þessum tímamótum bæði| Ijúft og skylt að votta Sig-^ ríði Erlendsdóttur þakk-‘ læti og virðingu fyrir ó-s metanleg störf hennar í| þágu Alþýðublaðsms. Hún< hefur séð um afgreiðslu; Alþýðublaðsins hér í Hafn-a arfirði með hinni mestu| prýði og allt frá byrjun; sýnt frábæra nákvæmni í| öllum fjárreiðum þess. Það’ er ósk mín að blaðið og þá| um leið flokkurinn, njóti* sem allra lengst hennarj þýðingarmiklu starfs- krafta. Emil Jónsson.J Sc r 3 » garas t i 1 k y n n i r : verður haldinn í 2. byggingaílokki í Eddu- salnum sunnudaginn 1. nóv. kl. 8 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Skýrt frá gangi byggingarinnar. 2. Greiðslur framvegis ákveðnar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. 2 29. okt. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.