Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 3
< erum e Forstjóri skrifstofa flugfé- lagsins Loftleiða í Bretlandi, R. W. Orme, kom til íslands í fyrradag og dvaldist hérlendis í tvo daga. Hann var að koma af þingi forstjóra ferðaskrif- stofa og annarra framámanna í I ferðamálum, en þing þetta var haldið á Kúbu. Blaðið átti í gær viðtal við Mr. Orme. — Hvenær hófuð þér starf hjá Loftleiðum? — Síðan eru þrjú ár. Við höfðum fyrst eingöngu aðset- ur í Glasgow, en síðar færðum við út kvíarnar til London. í Glasgow höfum við nú skrif- stofu bæði inni { borginni og úti á flugvellinum, en skrif- stofa okkar í Lundúnaborg er í hjarta staðarins, rétt í nám- unda við ameríska sendiráðið. — Hvað er að segja um ár- angur starfsins? — Ég held mér sé óhætt að segja, að hann sé mjög góður. Ef við reyndum að setja þetta fram í tölum mundi vera unnt að segja, að árangurinn annað árið borið saman við það fyrsta hafi verið 300%, en árangur hins þriðja borið saman við annað árið 200%. — Er margt starfslið ytra? — Nú munu um 12 manns vera starfandi á skrifstofum Loftleiða í Bretlandi. Eru það flest Bretar, en öðru hvoru IWMMWMWWWWmWWIWMWMWmwMMMWWMWWM Eldsvoði Framhald af 1. síðu. Einnig var eldur í járnsmiðju á sömu hæð hússins. Slökkviliðsmennirnir kom- ust að eldinum gegnum glugg- ann og í öryggisskyni var járn- ið rofið á þakinu. Þó mikill eld- ur væri laus, gekk slökkvistarf- ið það vel, að hann var slökktur á hálfri klukkustund. Tjónið af brunanum mun hafa verið nokkuð mikið, eink- um á klæðningu og þiljum og enn fremur voru þarna dýrar vélar en ekki var kunnugt um í gær, hversu miklar skemmd- irnar á þeim eru. Samkvæmt frásögn rannsókn arlögreglunnar var ekbi vitað fyllilega um eldsupptök. Lík- legt var þó talið, að kviknað hefði í nálægt eða í járnsmiðj- unni, því þar var eldurinn magnaðastur. R. W. Orme vinna hjá okkur íslendingar tíma og tíma. — Hafið þér margar ferða- eða skrifstofur í sambandi við einhvers konar ferðalög undir yðar stjórn? — Þær eru alls 1550. Það tók mig tvö ár, að heimsækja þær allar í eigin persónu, en tveir menn eru sífellt á förum á milli skrifstofanna í ýmis konar um- boðserindum. — Haldið þér, að fiskveiði- deilan hafi einhver neikvæð á- hrif á framgang Loftleiða í Bretlandi? — Alls ekki nein. Það eru fáir, sem nokkuð vita um fisk- veiðideiluna hvað þá meir. — Fyrsta árið, sem ég starfaði hjá Loftleiðum fór mjög í að kynna landið og laða fólk að, fólk, sem stóð á því fastar en fótun- um, að á íslandi byggju eski- móar og þar ríkti eilíf nótt og nístingskuldi. — Hvað viljið þér segja af þessari ráðstefnu, sem þér vor- uð á? — Þessi ráðstefna, sem ég sat nú á Kúbu, er ráðstefna I H fT J 0 6 1«$ MIKLAR hreytingar verða á skipan alþingis við nýafsíaðnar kos.ningar. 13 nýir þingmenn taka sæti á þinginu í fyrsta sinn. Nokkrir, er setið hafa lengi, víkja, þair á meðal Sig- urður Bjarnason, Jón Pálma- son, Páll Zóphóníasson, Björn Olafsson, Áki Jakobsson og Bernharð Stefánsson. Þessir þingmenn taka sæti í fyrsta sinn: Sigurður Ingimund arson (A), Jón Þorsteinsson (A) , Birgir Finnsson (A), Pétur Sigurðsson (D), Birgir Kjaran (D). Jón Skaptason (B), Alfreð Gíslason (D), Geir Gunnarsson (G), Bjartmar Guðmundsson (D), Jónas Pétursson (D), Auð- ur Auðuns (D), Eðvarð Sigurðs son (G), Garðar Halldórsson (B) . Sigurður Bjarnason féll í Vestfjarðakjördæmi og Jón Páímason komst ekki að í Norð urlandskjördæmi vestra. Hins vegar voru Páll Zóphóníasson, Áki Jakobsson, Björn Ólafsson og Bernharð Stefánsson ekki í framboði. Til fróðleiks má geta þess, að ef Sigurður Bjarnason hefði komizt að í Vestfjarða- kjördæmi, en Birgir Finnsson ekki, hefði Alþýðuflokkurinn fengið 5 uppbótarmenn og hefði Unnar Stefánsson þá orðið 5. uppbótarmaður Alþýðuflokks- ins, en Jón Þorsteinsson ekki orðið uppbótarmaður, þar eð Birgir Finnsson hefði þá haft hærri hlutfallstölu en Jón. Unn ar hefði farið inn á tölu. Kom- múnistar hefðu þá aðeins feng- ið 3 uppbótarmenn til viðbótar 6 kjörnum og því aðeins verið með 9 þingmenn. En þeir fengu 4 uppbótarmenn við kjör Birg- is og hafa því 10 þingmenn. ASTA (American Society Trav- el Agency). Um 2200 manns sótti þingið frá 82 löndum. Það var skrýtin og skemmtileg til- viljun, að í fánaborginni, sem reist var við opnun ráðstefn- unnar blakti fáni norrænnar, fjarlægrar þjóðar fyrir miðju — fáni íslands. Ráðstefnur sem þessi eru haldnar árlega, annað árið í Bandaríkjunum hitt árið í ein- hverju aðildarríkjanna utan þeirra. Þær eiga að stuðla að auknum skilningi milli þjóð- anna, sem að ferðafélögunum standa og sömuleiðis stuðla að framförum í ferðamálum, — bættum aðbúnaði ferðamanna og aukinni fyrirgreiðslu. Þing- ið stóð í 7 daga. — Haldið þér, að nokkrir hafi hætt við að fara á ráðstefnuna vegna þess að hún var haldin á Kúbu? — Já, margir munu hafa hætt við að koma á þingið — vegna þess, og um 40 meðlimir sneru aftur, þegar fréttist um flugvél, sem kom frá Ameríku og skotin var niður af þjóð- ernissinnum á Kúbu. — Hvernig leizt yður á yð- ur þar í landi? —Mjög vel. Aðbúnaður all- ur var sérstaklega góður og hót elin, sem við bjuggum á tví- mælalaust fyrsta flokks. — í hverju stóru hóteli á Kúba eru einkanæturklúbbar og spilasal ir. Okkur var gefinn afsláttur af hóteldvölinni, en dvöl okkar hefur haft mikinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð Kúbubúa. Kúba er dýrt land. — Fannst yður, að Fidel Castro mundi eiga vinsældum að fagna á eynni? — Já, hann er vinsæll eink- um meðal hinna lægri stétta, en það er fyrir þeirra réttind- um, sem hann berst. Hinum rík ari er minna um hann. — Hann berst fyrir bættum kjörum hinna lágu, enda mun ekki van- þörf á, lífsafkoma almennings virðist mjög slæm, húsakostur aumir kofar og annað eftir því. — Hittuð þér Fidel Castro? — Já, ég talaði við hann per- sónulega, og hann mætti á hverjum degi á ráðstefnunni. Þar hélt hann einnig ræður. — Hvað álítið þér um Cast- ro? — Hann kemur mér fyrir sjónir, sem mjög fær, — en ungur maður. Hann vill gera of marga hluti á somu stundu. Hann segir við Ameríkumenn- ina, sem hann talar við, að hann sé vinveittur Ameríkumönn- um, en rétt á eftir talar hann til þjóðar sinnar í útvarp á móti Ameríkumönnum. — Eru nokkrar hindranir á því að komast til Kúbu? •—Nei, það er algjörlega op- ið land, og Fidel Castro lagði einnig mikla áherzlu á, að syo væri. Hann hvatti okkur til að skora á fólk að koma þangað, þar sem allir eru frjálsir og ó- háðir. —• Er náttúrufegurð mikil þar syðra? — Mjög mikil. Sandströndin umlykur eyna alla, — sand- ströndin heit og ljós. Krónur pálmatrjáanna slúta niður, en trén ber við bláan, heiðan him in, þar sem sólin eilíft skín. — ..Við erum ekki kommúnistar‘‘ Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur þegar birt myndir af 4 kjörnum þingmönnum Al- þýðuflokksins. Hér koma myndir af 5. kjörna þing- manninum og 4 uppbótar- þingmönnum Alþýðu- flokksins, Birgi Finnssyni, Sigurði Ingimundarsyni, Guðmundi í. Guðmunds- syni, Friðjóni Skarphéð- inssyni og Jóni Þorsteins- syni. Birgir Finnson Sigurður Ingimundarsson Guðmundur í. Guðmundsson Friðjón Skarphéðinsson Jón Þorsteinsson MMIWMIWIMIUMMWWVtMMWWIWWMWWWMMMWWVWW Endanleg úrslit kosninganna; urini Heildariirslit Icosninganna hafa þá orðið sem hér scgir: Alþýðuflokkur: 12 910 atkv. e,a 15,2% (10 632 — 12,5%). Framsóknarfl. 21 884 atkv. eða 25,7% (23 061 — 27,3%). Alþýðubandalag: 13 621 eða 16,0% (12 929 — 15,2%). Sjólfstæðisflokkur 33 798 eða 39,7% (36 029 — 42,5%). Þjóðvarnarflokkur: 2882 — 3,4% (2137 — 2,5%). Þingmenn skiptast sem liér segir á flokkana: Alþýðuflokkur 9 (þar af 4 uppbótarþingmenn). Framsóknarflokkur 17 (enginn uppbótarmaður). Sjálfstæðisflokkur 24 (3 uppbótarþingmienn). Alþýðubandalag 10 (4 uppbótarþingmenn). KL. 5 í gærmorgun lauk talningu í Vestfjarðakjördæmi og hafði þá verið talið í öllum kjördæmum. Úaslit í Vest- fjarðakjördæmi urðu þessi (í svigu múrslit sl. vor): A- Iisti,Alþýðuflokkur 680 atkv. og 1 mann kjörinn (597 og engan). B-Iisti, Framsóknarflokkuir 1744 og tvo menn kjörna (1897 og 2), D-listi, Sjálfstæðisflokkur 1957 og 2 menn kjörna (2091 og 3). G-listi 658 og engan mann kjör- inn (407 og engan). Þingmienn kjördæmisins eru þessir: Birgir Finnsson af A-liSta, Gísli Jónsson og Kjatftan J. Jóhannsson of D-lista. Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson af B-lista. imwwwwwmwwiwwwwvmwwiwuwwww Alþýðublaðið — 29. okt. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.