Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 4
Útgefandi; Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). rrr Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. -r- Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Hannes á h o r n i n u Alþýðuhlaðið fertugt ALÞÝÐUBLAÐIÐ á fertugsafmæli í dag. Það hóf göngu sína 29. október árið 1919. Stofnun Alþýðublaðsins markaði tímamót í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Verkalýðshreyfingin hafði fylkt liði til sóknar og varnar í barátíunni fyrir bættum kjörum vinnandi fólks í landinu, fé- lagslegu öryggi og hvers konar jafnrétti. Margir litu þá nýjungu óhýru auga fyrir fjörutíu árum og líktu siðbót jafnaðarstefnunnar við háskalega upp- reisn. Alþýðublaðið var síður en svo velkominn gestar á allra heimili um þær mundir. Nú efast eng inn um erindi jafnaðarstefnunnar til Isiands. Sókn 0 verkalýðshreyfingarinnar hefur orðið mikil sigur- ganga. Landið er byggilegra en áður, auðæfi þess betur hagnýtt og framtíð þjóðarinnar öruggari, þó að við ýmis vandamál sé að stríða á líðandi stund. íslenzk framfarasaga síðustu fjögurra áratuga er ævintýri líkust. Öll er sú þróun mjög að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Al- þýðublaðið hefur verið, er og verður málgagn þeirrar hreyfingar. Frumherja þess dreymdi um nýja og betri öld á Islandi. Sá draumur hefur sann- arlega rætzt. Fólkinu líður betur. Það er hamingju sarnara í landi sínu. Eigi að síður á jafnaðarstefnan miklu verki ó- lokið. Hún velur sér nýtt verkefni, þegar eitt er af hendi leyst. Þróun hennar heldur áfram og verður eins saga framtíðar og fortíðar. Alþýðublaðið íít- ur ekki aðeins um öxl á vegamótum fertugsafmæl- isins. Það skyggnist fram á Ieið í sóknarhug og vissu um sigur góðs málstaðar. Og Alþýðublaðið hefur vissulega ástæðu til bjartsýni. Vegur þess er mikill og vaxandi. Alþýðuflokkurinn hefur í nýafstöðn- um kosningum unnið eftirminnilegan sigur. Betri afmælisgjöf þjóðarinnar gat Alþýðublaðið ekki kos ið sér. Það mun halda áfram baráttunni fyrir hug- sjónum sínum af sanngirni og frjálslyndi og gera sér allt far uin að leggja hverju góðu máli lið til hags og heilla fyrir land og þjóð. Og í því efni væntir það samvinnu allra frjálslyndra manna, sem vilja gera framtíðina meiri og betri fortíð og nútíð. Alþýðublaðið sendir í dag kveðju og árnaðar- ósk öllum lesendum sínum og velunnurum, en hyll ir sér í lagi á fertugsafmælinu stofnanda sinn og fyrsta ritstjóra, Ólaf Friðriksson, brautryðjand- ann, sem hóf merkið á loft og gekk út í baráttuna í fylkingarbrjósti einhuga sveitar fyrir fjörutíu ár um. Baráttugleði hans og ósérhlífni hefur borið ríkulegan ávöxí. Og allra hinna, sem skipuðu sér við lilið hans undir merkið, er gott að minnast. Því fólki á verkalýðshreyfingin og jafnaðarstefnan á Islandi mikið að þakka. Áskriftarstmi Alþy ðuh laðsins er 14901 & Lygasaga um kjós- endur á Elliheimil- inu. •fe Kvartað undan fram- ferði barna. Kvartað undan ókurt- eisi og frekju fullorð- ins fólks. HREKKJALÓMUR hefur hringt til einhvers blaðamanns við Tímann og iogið að honum sögu, sem hafði átt aö gerast á Elliheimiiinu Grund á kosninga- daginn. Blaðið segir að „vist- maður“ á elliheimilinu hafi skýrt því frá sögunni. Ég efast ekki um að þetta sé sannleikan- um samkvæmt, en sjálf er „fyndnin forn“ og margtuggin. Sagan er ósönn með öllu. Ég var sjálfur í kjörstjórn á elli- heimilinu og eins hafði B-list- inn þar umboðsmann allan tím- ann svo að hann getur vottað að hér er um fleipur að ræða. ÖIl kjörstjórnin hefur og gefið yf- irlýsingu um þetta. EN SAGAN hefur aðra hlið. f elliheimilinu dvelur aldrað fólk. Flest af því er við góða heilsu líkamlega og andlega og gengur til kosninga eins og hver annar kjósandi annars staðar, en nokkrir eru blindir og aðrir með handriðu og biðja því um aðstoð. Það er mjög sjaldgæft að svo andlega sljótt fólk mæti á kjörstað, að það geti ekki kos- ið eða sagt skýrt til um það í kjörklefa hvernig það vilji kjósa. Gamla fólkinu tekur það mjög sárt þegar logið er upp á það. Þess vegna er það níðings- háttur hver svo sem það gerir. Gott væri að Tíminn hefði upp á sögumanninum og finndi hann í fjöru svo að hann gleymdi því ekki að sinni. G. S. SKRIFAR: „Að marg- gefnu tilefni vil ég hér með biðja þig, Hannes minn, að birta þessar línur, svo komið geti íyr- ir almenningssjónir, er ég tel að sé nauðsynlegt. Börn og ungl- ingar þessa bæjar eru nú orðið vægast sagt stórhættulegir hvað snertir orðbragð og ágengni gagnvart fullorðnu fólki. Þau ráðast á fólk með grjót- og skít- kasti svo gróflega, að það verð- ur að forða sér ef það á ekki að verða fyrir slysum. EKKI ALLS fyrir löngu gekk ég fram hjá dagheimili í einu úthverfinu; var þar slangur af börnum. Þau héngu á girðing- unni, öskruðu og kölluðu hvað ég ætlaði að éta í kvöld, hvort ég ætlaði að éta óþverra. Þetta var margendurtekið og stóð for- stöðukonan þar skammt frá. Þetta var nú ein uppeldisstofn- unin. MÁLII) L/ERA börnin af því að það er fyrir þeim haft og að því er líka keppt. En þau læra líka illmælgi og bakmælgi um náungann, getsakir, aðdróttan- ir, lítilsvirðingu og fyrirlitningu fyrir öðrum mönnum af því að þetta er haft fyrir þeim. Þvílæra börn hrekkvísi, lygahneigð og þjófnað? Þetta er á einhvern hátt innrætt þeim, beinlínis eða óbeinlínis. Því sýna unglingar virðingarleysi fyrir lífsreglum" og siðaboðum, lögum og rétti, að þeir nema það af öðrum, sjá það og kynnast því sér til minnk unnar og óbætanlegs tjóns. Að þetta skuli vera foreldrarnir, sem bera sökina á öllu þessu, er óskaplegt. Börn læra það sem í bæjum er títt. Þetta er að verða plága, sem ekki er hægt að láta afskiptalaust“. EIN 17 ÁRA skrifar: „Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur. Ég er ein af ungu spilltu kynslóðinni, sem er alltaf ver- ið að skammast yfir, og langar þess vegna að segja örlítið um þá eldri. Ég held að því eldra sem fólkið er, haldi það að það geti verið frekara, ég skal nefna þér nokkur dæmi. UM DAGINN ætlaði ég ásamt 13 ára bróður mínum í bíó. Ég var búin að panta miðana og fór svo að sækja þá. Ég fór í biðröð, eins og á að gera, þá komu þarna fullorðin hjón og þau ryðjast fram fyrir alla Qg kalla í stúlkuna í miðasölunni, að þau séu að sækja pantaða miða. Þá var ég alveg að kom- ast að miðasölunni en ein kona á undan mér. Ég segi þá kur- teislega að það verði að fara í biðröð, því að ég vildi ekki leyfa þeim að ryðjast svona fram fyr- ir. Þá bregst konan hið versta við og segir að hún sé ekki að kaupa miða, bara að sækja pantaða. Ég var líka að gera það og ég hafði haldið að mað- ur keypti pantaða miða eins og ópantaða, og segi konunni það, C - '—- — Ég GET litið yfir starf mitt við Alþýðublaðið með þakklæti til allra, segir Emilía Samúelsdóttir, sem var auglýsingastjóri við Al- þýðublaðið árum saman, en lét af því starfi seint á síð- asta ári. Fréttamaður blaðsins ræddi við hana stundarkorn í gær í tilefni af því að í dag er blað- ið 40 ára, en Emilía eða Emma, eins og hún er jafnan kölluð af vinum sínum og samstarfsfólki, er einn af þeim sem lengst hefur unnið við blaðið. Hún byrjaði starfs- feril sinn við blaðið sjö ára gömul, bar blaðið til kaup- enda. Síðar vann hún á af- greiðslunni, við bókhald, fjár- vörzlu, auglýsingar og meira að segja um tíma við fram- kvæmdastjórn þess, er fram- kvæmdastjórinn var í fríi. Hún tók við starfi auglýsinga- stjóra í ársbyrjun 1947. — Áttu ekki margar skemmtilegar minningar frá auglýsingastjórastarfinu? —- Jú, svo sannarlega, en það er svo sem ekkert um það að segja. Það var dálítið erf- itt fyrst, meðan ég var að komast inn í starfið og afla blaðinu viðskiptavina, en seinustu árin var það hreinn leikur. Mér finnst ég standa í þakklætisskuld við þá mörgu auglýsendur, sem ég átti skipti við. Mér finnst ég hafa eignazt þar stóran vinahóp. Ég verð líka að votta „colleg- um“ mínum við hin blöðin þakklæti mitt. — Auglýsingastörf eru lær dómsrík, eins og störf við en þá var mér sagt að þegja eðai hreinlega „halda kjafti“, — og þetta var sú kurteisa og velupp- alda eldri kynslóð sem það sagði. SVO er það, að í strætisvögn- um eigum við alltaf að standa upp. Ég veit ekki betur en að krakkar yfir 12 ára borgi fullf gjald og þau hafi jafn mikinn rétt á að sitja eins og hinir og krakkar með þungar skólatösk- ur eða innkaupatöskur eiga mjög erfitt með að standa og verr en fullorðið fólk. Ég sjáli hef verið rekin upp úr sæti þótí ég væri með stóra og þunga skólatösku og á þeim tíma sem ég kem heim úr skólanum, kl. 6 er alltaf yfirfullt í vagninum, svo að maður getur varla hald- ið sér. -—- Að vera með stóra tösku, og verða að standa upp fyrir konum um 30 eða 40 ára, sem fara bara að sporta sig í bænum er alveg óþarfi. Það er sjálfsagt að standa upp fyrin gömlu fólki eða konum meS börn. En hitt geur staðið eins og við. OG svo er það rúnturinn. —« Alltaf er verið að skammast yf- ir honum, ég ætla bara að segja jþað, að ef maður gerði aldrei ! heitt verra en að ganga hann £ þröngu pilsi og hælaháum skóm með kunningjum sínum, hvort ■sem það er piltur eða stúlka, — væri maður næstum hreinn eng- ill. Ef það hefði verið tízka £ ykkar ungdæmi, hefðuð þið gert það líka. Viltu svo birta þetta bíéf eða eitthvað úr því fyrir eldri kynslóðina að lesa og hneykslast á“. Hannes á horninu. Emelía Samúelsdóttir blöð yfirleitt, heldur Emma áfram. •— Og mér var starfið hér ómetanlegur skóli. Maður kynnist miklum fjölda fólks og er stöðugt í snertingu við hið iðandi Iíf samtíðarinnar, einkum viðskiptalífið. Mér finnst einhvern veginn að við þessi störf öðlizt maður reynslu, sem ekki sé auðvelt að eignast annars staðar. — Annars finnst mér svo sem ekkert um þetta að segja. Þú getur þó sagt það, að eftir að hafa unnið mestalla æviiia hjá Alþýðublaðinu, er ég bundin því sterkum böndum, sem ekki rofna, þótt ég nú sé hætt... 4 29. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.