Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 7
 höfn beníi einhver þéim á að fara til hins fræga sérfræð- ings dr. Jens Edmund. — Hann gegnumlýsti augun í Carmen, segir Peppi. — Og hann sá strax að ástæðan fyrir blindunni var ekki kínínið heldur bólga í heil- anum. Læknirinn sagði, að Carmen -yfði þegar í stað að ganga undir uppskurð, mundi hún deyia ■' i- : :: annars Lú KCMTlfiNSTKt V«dux fTALT .UOL’ACCi ísmt MAMKíí ÁNÖOa-lSA PACsT 'Rome Eitt sinn réðist að þeim stór svartbjörn. Mundi saga þeirra naumast hafa orðið lengri, ef Ted hefði ekki hitt hann í fyrsta skoti. Byggðamenn vissu lítið um ferðir þeirra, en flugmaður nokkur, sem vinnur hjálpar- störf þarna nyrðra, hafði uppi á þeim og lét vistir falla nið- ur til þeirra. Það var fyrsta hjálpin, Þá gátu þeir komizt til eskimóakonu, se mbýr ein grennd við heimskautsbaug-: inn. Hún flutti þá svo á: hundasleða niður Selawikána,; sem er á helligaddi þegar'. snemma á haustin. • EKKI verða allar ferðir til ■■ fjár, ekki heldur gulleitar-; leiðangrar. Maður nokkuí : var í sumar að leita að gulli ; í Alaska ásamt syni sínum: ungum. Maðurinn heitir Ted Davis, 36 ára, en sonur hans, Jimmy, er tólf ára. Þeir voru í gulleit í norð- urhéruðum Alaska uppi í fjöllum, þar sem ærið er örð- ugt að bjarga sér fyrir óvana, urðu uppiskroppa með mat fjarri mannabyggðum og börðust við kulda og matar- leysi vikum saman. í átta daga lifðu þeir á berjum einum á leið sinni til byggða og einni önd, sem Ted gat skotið. ÞAÐ versta, sem Orson Welles veit er að sminka sig og breyta andlitsdráttunum eftir því hv’aða hlutverk hann fer með. Hann hatar allt . smink og annan útbúnað því skyldan, fölsk nef, falskar kinnar og hökur og þolir það aðeins af því að ekkert getur verið ljótara en hans eigið andlit að þvf er 'hann sjálfur segir. Orson Welles lauk nýlega við ensku stórmyndina Ferja til Ilong Kong, en þar leikur hann uppblásinn og skopvirðu legan skipstjóra. Welles eyddi hálfum öðxum tíma á degi hverjum til þess að gera á sig nýtt andlit, m, a. setja á sig nýtt nef og stakk upp í sig gúmmístykki til þess að breyta munnsvipnum. Eitt sinn tafðist myndatak- an um marga klukkutíma vegna þess að gervinefið kom ekki í póstinum. Welles þurfti eitt nef fyrir hverja mynda- töku og hafði pantað fimm- tíu stykki. Orson Welles er l’enfant terrible í bandarískum kvik- myndum og hefur náð góðum árangri bæði sem leikstjóri, höfundur og leikari. Fyrsta mynd hans kom 1941 og vakti gífurlega athygli. Hann kom henni á markaðinn þrátt fyr- ir andstöðu hins volduga blaða útgefanda Hearst, sem vann á móti myndinni. Frægustu myndir hans eru Citizen Cane, Þriðji maðurinn og Moby Dick og leikur hann stór hlutverk í öllum þessum myndum. „Fólk heldur að ég hafi ekk ert fyrir að leika,“ segir Or- son 'Welles. „Þetta er hinn mesti misskilningur. Ég vinn eins og hestur að því að skapa persónur þær, sem ég leik. Það er ekki nóg að setja á sig falskt nef þegar maður leikur þennan skipstjóra. Hann talar líka cockney-ensku og hann er dálítið virðulegur og hálf- VIÐ sögðum frá því í haust, að spænsk listakona hefði hlotið sjónina eftir uppskurð í Kaupmanna- höfn. Hér fer á eftir frásögn um hvernig þetta bar til. Fyrir rúmu ári missti Carmen Sanchez sjónina skömmu eftir að hafa alið réttskapaðan son. Lækn- arnir í Barcelona sögðu henni og hinum heimsfræga manni hennar, sirkusfíflinu Peppi, að fyrir mistök hefði henni verið gefið kínín í staðinn fyrir deyfilyf. Þess vegna hefði hún orðið blind á báðum augum. í sumar er leið fóru þau hjónin ásamt litla syninum til Kaupmannahafnar en þar átti Peppi að sýna í Schuman-sirkusnum. Car- men var ekki aðeins blind, heldur gat hún ekki heldur gengið beint áfram og oft leið yfir hana. í Kaupmanna ■ ni? innan- fárra daga. Carmen var lögð inn á sjúkrahús í Kaupmannahöfn og Edvard Busch annaðist aðgerðina. — Ég gleymi aldrei þessu kvöldi. Ég beið bak við rauða tjaldið í sirkusnum og gat ekki farið inn á sviðið, ég gat ekki hreyft fæturna, þeir vildu hlaupa beint á sjúkrahúsið þar sem Car- men lá á skurðarborðinu og var kannski að deyja. — En ég sagði vi sjálfan mig: Nú gengur það illa hjá þér. Ég heyrði í hljómsveitinni í fjarska. Þú átt að láta alla hlæja, þeir hlæja að Peppi þegar allt gengur á aftur- fótunum fyrir honum. Nú er ástæða til að hlæja, aldrei hefur Peppi gengið neitt eins illa og í kvöld. Ég man ekki hvað ég gerði, allt gekk af sjálfu sér og þegar ég kom út af sviðinu var mér sagt að allt gengi vel, upp- skurðurinn hefði heppnast og Carmen yrði aftur frísk og fengi sjónina. Það var satt, henni fór fram með hverjum deginum sem leið. Hún varð að gera ýmsar æf- ingar til þess að jafna taug- arnar, hún stóð á höfði tím- um saman og gerði leikfimis æfingar. Hjúkrunarkonurn- ar voru dauðhræddar en Busch sagði að þetta væri allt í lagi. Hann er furðu- legur og eitt get ég ekki skilið. Þegar ég spurði hann hvað þetta allt kostaði, sagði hann: — Kæri Peppi, þetta kostar miklu meira en þú getur nokkurn tíma borgað, þess vegna færðu það fyrir ekki neitt. Þetta skil ég ekki, við vorum búin að borga stórfé til margra lækna á Spáni og þeir gátu ekkert gert en svo læknar þessi danski maður Car- men og hann vill ekkert taka fyrir það, — Peppi er tilbúinn að fara inn á sv.iðið, hann kyssir Carmen og litla snáðann, fer með Ave Maria fyrir framan krossmarkið í bún- ingsherberginu og setur svo á sig fíflsnefið. Og eins og vant er gengur allt á aftur- fótunum fyrir Peppi og á- horfendur æpa af kæti. Og Carmen syngur: — Á hverjum degi sé ég meira og' meira, ég sé barnið mitt. r r " r i k t'- ÞAÐ er oft talað um hina fjóru stóru. En hinir fjórir litlu eru gleymdir. Ríki þeirra eru hin fjögur gleymdu ríki, Þessi ríki eru smáríkin í Evrópu. Þau eru minni en ísland og gleymast í alþjóða- viðskiptum, að því er í þeim er sagt. Þessi ríki eru: And- orra í Pyreneaf jöllum á landa mærum Frakklands og Spán- ar, Monaco, sem er frægast fyrir Grace Kelly og börnin hennar og furstans, svo og fyrir spilavítið, San Marino, sem er eins og smá eyja inni í miðri Ítalíu, og Liechten- stein, sem er við landamæri Sviss og Austurríkis. Stjórnendur þessara fjög- urra smáríkja héldu nýlega ráðstefnu í Liechtenstein. Þeir ræddu mál sinna litlu þjóða, og höfuðáhugamálið er að auka ferðamannastraum- inn, og svo auðvitað að selja frímerki. Alþýðublaðið — 29. okt. 1953 J L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.