Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 10
IHHHI RÆSTiÐ ■ffc f**-5 r’ i RAFHA ryksugan er smíðuð með vinnusparnað fyrir yður í huga. Hún hefur fótstýrðan rofa, svo þér þurfið ekki að beygja yður við að setja hana af stað eða stöðva hana. Slangan er fest og losuð með einu handtaki. Sérstaklega smíðuð áhöld fyrir allar hugsanlegar aðstæður fylgja henni. kr 2,520.00 HAFNARFIRÐI SIMAR: 50022 OG 50023 hhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhbhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh Ekki kommúnisiar Framhald af 3. síðu. Jytssu bað Fidel Castro okkur að skila til þjóða okkar. Stúd- entar stöðvuðu bíl minn á göt- unni einu sinni, spurðu um þjóð erni og erindi og sögðu síðan: — „Gjörið svo vel og segið þjóð yðar, að við Kúbubúar erum ekki komúnistar. — Þetta var boðskapurinn, sem okkur var fluttur æ ofan í æ. — Ég skila þessu hér með til íslendinga. -«• Nú snúið þér heim til fyríi starfa. Hvernig álítið þér, að Loftleiðum reiði af í kapp- hlaupinu við hin stóru, auðugu félög? — Framtíðin virðist mjög björt. Aðbúnaður farþega og aðstæður allar batna mjög, — þegar hinar nýju cloudmaster- vélar verða teknar í notkun á komandi vori. í skrifstofu minni á ég mörg viðurkenn- ingarbréf frá farþegum Loft- leiða. íslenzku áhafnirnar eru mjög dugandi og ekki sízt flug freyjurnar. oOo Orme flaug með Loftleiða- vél til Glasgow í morgun. m'Bmmsm FRÉTTIR: 1. Gunnar Gunnarsson varð skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1959. S'igurinn veitir honum rétt til þátt- töku í landsliðsflokki á Skák- . þingi íslands 1960. í þetta ■ skipti tefldu fyrsta- og meist- .araflokksmenn í einum flokki Meistararnir hlutu fyrsta og þriðja sætið, en aðeins fjög'- ur sæti af fyrstu tólf, enda þóít rúmur tugur meistara tæki þátt í mótinu. Eru að sjálfsögðu uppi háværar radd ir um að skipt verði á nöfn- um fyrsta flokks og meist- ara. Björn Þorsteinsson mennta skólanemi varð annar í mót- inu og hlaut jafn marga vinn- inga og Gu.nnar. Björn var sem sagt nærri farinn beina leið úr fyrsta flokki í lands- liðið, en varð að láta sér nægja að flytjast í meistara- flokk, sem að margra manna áliti er nú talinn lakari en . fyrsti flqkkur. Þriðji í mótinu. varð Sveinn Kristinsson, en hann var, áður en mótið hófst, talinn manna sigurstrangleg- astur. 2. í opna bandaríska meist- aramótinu, sem háð var í Ohama (Nebraska), voru 133 þátttakendur og tefldu þeir 12 umferðir eftir svissneska kerfinu. Úrslit: 1. A. Bisguier 10 vinninga. 2.—3. Benkö og Weinstein 9ká v. 4.—6. Sher- win, Steinmeyer og Saidy 9 v. 3. A meðan áskorendamótið stóð í Bled voru allar skákir símsendar þaðan jafnóðum til Ljubljana, Zagreb og Bel- grad og sýndar fjölda manns á stórum sýningarborðum. Ennfremur voru skákir Tals símsendar jafnóðum til heima borgar hans, Riga. Og auð- vitað setti þessi undramaður daglegt líf í borginni á ann- an endahn, því skákir hans eru fádæma snjallar. 4. Boutteville varð skák- meistari Frakklands með 8V2 vinning úr 10 skákum. 5. Castaldi varð skákmeist- ari ítalíu með 9 v. úr 11 skák- um. | 6. Þegar lokið var þrem fjórðu hlutum áskorenda- mótsins í Júgóslavíu var Tal efstur með 15% vinning og hafði þá h-Iotið 6 vinninga úr síðustu 7 skákunum. Keres var annar með 14 vinninga. Tal átti þá eftir að tefla fjór- um sinnum með hvítu en Keres þrisvar. Sá fyrrnefndi verður þá að teljast líklegasti áskorandi heimsmeistarans á árinu 1960. Hér birtist nú önnur skákin af þrem sigur- skákum Tals gegn Benkö á áskorendamótinu. Hvítt: Tal. Svart: Benkö. SIKILEYJARVÖRN. 1 1. e4—c5 2. Rf3—g6 3. d4—Bg7 4. d5—d6 5. Rc3—Rf6 6. Bb5t—Rbd7 7. a4 (Þessu lék hvítur til að koma í veg fyrir b5 eftir 7. —a8. 8. Be2). 7. -0-0 8. 0-0—a6 9. Be2—Hb8 10. Hel (Svartur hyggur á tangarsókn á drottningarvæng en hvítur hyggst herja á miðborðinu). 10. —Re8 (Svartur ætlar að koma ridd- aranum á c7 og bæta þannig valdi á b5. Síðan er ætlun hans að auka svigrúrn sitt með b5-leiknum). 11. Bf4—Rc7 (Svartur hleður völdum á b5, hvítur á e5). 12. Bfl—b5 13. Dd2—He8 (Hvítur hótaði að uppskipt- um á biskupum með 14. BhG", en þau uppskipti myndu veikja rnjög kóngsstöðu svarts. Hann lék því hrókn- um til að geta forðað biskupa- kaupunum). 14. h3—Rf6 15. Hadl—Bd7 16. e5—b4 17. Re4—Rxe4 18. Hxe4—Bxa4 19. BhO—BI18 20. Hdel—f6? (Þetta virðist vera ónauðsyn- leg veiking á kóngsstöðunni. Svartur hefði betur reynt 20. •—dxe5. 21. Rxe5. Að vísu strandar þá 21. —Dxd5 á 22. Bc4—Dxd2. 23. Bxf7 mát, 21. —Rxd5 virðist stranda á 22. b3, en 21. -—Bxe5. 22. Iíxe5—• Bb5 virðist gefa svörtum við- unandi tafl). 21. e6—f5 (Svartur á sér tæpast viðreisn ar von úr þessu). 22. Hhl—Bxg2 Framhald á 13. síðu. Hjartanlega þökkum við öllum nær og okkur hluttekningu og vinarhug við hið svipleg jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og KRISTMANNS GÍSLASONAR, Móakoti, Stokkseyri. 7 " 7 ------------ “O —-------------- Þórunn Gísladóttir. Kristmundur Gíslason. Innilegustu Þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, PÉTURS Á. BJARNASONAR, Álfaskeiði 45, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. ‘ Elinborg Elísdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. £$ 29. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.