Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 1
 Það er heil opna af íþróttum í þessu blaði og í henni segir með al annars frá þátttöku íslendinga í frjálsíþróttum erlendis frá upp hafi. Hér birtist ný Alþýðublaðsmynd af fyrsta ritstjóra blaðsins, Ólafi Friðrikssyni, sem nú er 73 ára. Um hann segir V.S.V. í greininni, sem hefst hér neðra: „Ritstjórinn var bráðsnjall, baráttuglaður og ósérhlífinn. Hann talaði ekki tæpitungumál við burgeisastét'tina og sagði henni óspart til syndanna. Jafnframt var hann sjálfur eins og lýsandi kyndill í bæjar- og félagslííinu — og alls staðar þar sem hann kom, brast á storm- Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, LAUNÞEGAR geta nú varla gert sér hugmynd um það al- 'gera umkomuleysi, sem laun- þegar aldamótaáranna áttu .'við að búa. Svo stórkostleg bylting hefur átt sér stað með þjóðinni efnahagslega og fé- lagslega, að enginn saman- burður er mögulegur. Þá réðu atvinnurekendur einu og öllu um vinnu verkafólks, kaup þess, hvíldartíma og afkomu og áttu þeir, sem seldu vinnu- þrek sitt, ekki í neitt hús að venda. Þá var það talin mikil gæfa fyrir ungan mann að fá skipsrúm og hver sá maður, sem gekk með hvítt um háls- ,inn og vann svokallaða inni- vinnu talinn yfirstéttármaður, ríkur maður. Jafnvel launþeg ar sem höfðu eignazt þak yfir höfuðið, fengu viðurnefnið: „hinn ríki“, ,,efnamaður“ og þar fram eftir götunum. Hér verður þróunin ekki rakin nema með örfáum orð- um og aðeins stiklað á því allra staersta. Þó sést það von- andi hvernig alþýða manna losnaði af klafanum smátt og smátt, hvernig launþegarnir urðu sjáifstæð stétt, eignuð- ust stéttártilfinningu og stétí- arstol't, hvernig þeir stig af stigi mynduðu nieð sér sam- tök, sem síðan rétti fólkið úr kútnum og ruddi því braut til þess, sem nú er. Auður var varla til í land- inu. Þsir, sem þá voru í Jraun og veru efnamenn, áttu sem svarar því sem vel bjargálna menn eig'a nú. Auður á ein- stakra manna höndum þekkt- ist þá el ' i á borð við það sem nú er. Vel má segja, að þeir hafi komist bezt af, sem bjuggu stórbúi við strendur fram og ráku nokkra útgerð samhliða búskapnum. Þar voru heimilin rótgrónust og grundvöllurinn öruggastur. Örfáir kaupmenn s'óðu upp úr, en þeir voru margir er- lendra þjóða og voru að láta undan síga fyrir innlendum mönnum sem réðust í verzlun. Er til mikil saíra af því, sem hér er engin tök á að rekja, en hún er lærdómsrík og sýn- ir hvernig þessir íslenzku kaupsýslumenn löptu dauðann úr krákuskel meðan þeir voru að færa verziunarviðskiptin jdir á íslenzkar hendur. Sam- vinnufélögin voru að rísa upp og þau ruddu úr vegi gömlum verzlunarháttum, sköpuðu heilbrigðari hætti, leystu bændur og verkafólk af klafa innskrifta og ánauðar, sem þeim fylgdi og efldu um leið félagsmálahyggju alþýðu- fólks. Ekki má heldur gleyma Góðtemplarareglunni og þeim þæt i, sem hún átti í því að kenna Islendingum félagsmál, ef svo má að orði komast. En samvinnuhreyfingin og Góð- templarareglan áttu megin- þáttinn í því að vekja fólkið til meðvitundar um sinn vitj- unartíma. RI«IÍ) Á FÆTUK. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stoínuð nokkru fyrir aldamótin. Grunnurinn að s’ofnun þeirra fékkst í fé- lagsmálastarfi þeirra tveggja hreyfinga, sem ég nefndi áð- an, en undir kynti eldur sjálf- stæðisbaráttunnar, sem ekki var á þeim árum eingöngu þjóðernislegs eðlis heldur I AÐ vernda rétt lítilmagn- ans. AÐ sporna við yfirgangi og kúgun auðvalds og ein- stakra manna. AÐ innræta hjá þjóðinni þekkingu á gildi vinn- unnar og virðingu fyrir henni. I AÐ efla þekkingu alþýð- unnar, einkum á þjóð- hagsfræði, atvinnu- rekstri og vinnuaðferð- um. AÐ styðja samtök verka- manna, scm miða að því, að sporna við valdi og vana, áníðslu og ó- rétti, en efla sameigin- Ies'an hagnað. AÐ eflo svo andlegan þroska alþýðnnnar, að hún verði iafnfær til ráða sem dáða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.