Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 3
svo merkilegt í sambandi við sögu Alþýðublaðsins að mér þykir rétt að birta hér nöfn þessara manna: Pétur G. Guðmundsson, bókbindari, Ágúst Jósefsson, prentari, Guðmundur Davíðsson, kennari, Árni S'. Bjarnason, skósmiður, Sveinbjörn Björnsson, skáld, Magnús Gíslason,. skáld, Þorsteinn Guðmundsson, verkamaður, Guðjón Jónsson, verzlunar- maður, Halldór Jónsson, verzlunar- maður, Eggert Brandsson, sjó- maður, Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Guðmundur Halldórsson, skrifstofumaður, Eyrar- bakka, Hafliði Bjarnason, pi'entr/i, Guðmundur Sigurðsson, búfræðingur. Þessir menn stofnuðu Al- þýðublaðið og hóf það göngu sína í janúar 1906. Allir voru þessir menn fátækir launþeg- ar — og lítið um atvinnu hjá þeim flestum. Hins vegar skuldbundu þeir sig til þess að leggja fram nokkurt fé til útgáfunnar, en þeir vonuðu að verkafólk mundi finna til skyldleikans áður en langur tími liði og það myndi tryggja afkomu blaðsins. Stefnuskrá Haraldur Guðmundsson blaðsins var mjög hógvær. Hún er birt á forsíðu þessa blaðs. Stefnuskránni fylgdi svo- hljóðandi eftirmáli frá blað- stjórninni: „Við, væntum þess, að all- ir, sem vilja velferð þjóðar- innar í nútíð og framtíð, styðji okkur að þessu verki með alúð og einbeittum vilja. Jafnréttið sé sá töframáttur, sem einn getur aflað þessari þjóð sem öðrum vegs og virðingar, frelsis og far- sældar. Við trúum á þenna mátt og tileinkum okkur orðin: Frelsi, jafnrétti, bræðra- lag“. í fyrsta tölublaði var grein um nauðsyn á stofnun verka- IAU6ARD. (Rf UTER)- RÖSTOR miR FftAMAN SENPim KÖBU í POhlMHSKA LÝO- vEimv. skot frá smi- miHU FELLIR íim KftÖSTJCW KOM/NN HEIM TIL M05KVU Öft BALKAN- FERÍ> S\NNl V-t>ýSKU BLÖOiN GA&HRÝHA Dft. ADENAUER WARKA ■ ■ LEGA fyR/ft ÞÁ'A- KVÖRPVN HAHS AV VERPA KANSLAR/ AFftAM Alþýðublaðið „hélt úti“ gluggablaði í prentava- verkfallinu á nýliðnu sumri. — Hér lesa tveir fréttaþyrstir vegfarendur fréttirnar — erlendair og innlendar — sem skrifað- ar voru á spjöld, sem hengd voru út í Alþýðu- hlaðsgluggann. Til vinstri er sýnishorn af einu þess- ara spjalda. mannafélsgs og varð húri því undanfari stofnunar Dags- brúnar, en með stofnun þess félags hófst í raun og veru hin linnulausa verkalýðsbar- átta á íslandi. En brautryðjendurnir urðu fyrir sárum vonbrigðum. Þeir gátu ekki staðið undir fjár- hagslegum byrðum þess. Þó kom blaðið út á annað ár, en þeir urðu að hætta. Þó hafði enginn fengið einn eyri fyrir störf sín við það. 'Var svo kornið að lokum, að Pétur greiddi það, sem ógreytt var af prentunarkostnaðinum þegar blaðið varð að hætta. Verkafólkið átti ekki opin- beran málsvara og Dagsbrún þekkti ekki betur sinn vitj- unartíma en svo, að félagið Einair Magnússon neitaði að styrkja blaðið fjár- hagslega. Og þannig liðu árin. DAGSBRÚN. Árið 1913 hófu Dagsbrún- armenn verkfall við hafnar- gerðina í Reykjavík, en það var í upphafi vinnunnar. Hér verða ekki rakin þau mál, sem béint snerta verkfallið, en það varð að vissu leyti eld- skírn félagsins. í þessu verk- falli fundu menn mjög til þess að erfitt, var að eiga ekki mál- gagn. Blöðin, sem þá voru hér stærst: Vísir og Morgunblað- ið, affluttu og rangtúlkuðu kröfur og stefnu Dagsbrúnar. Felix Guðmundsson fékk að vísu eina grein inn í Vísi til þess að skýra sjónarmið verkamanna, en strikað var út úr henni og henni ýmis- legt gert til vanza af hálfu blaðsins. Þá var það, að stofn- að var enn til blaðaútgáfu af hálfu jafnaðarmanna. 'Var það blað nefnt Verkmannablaðið, en aðeins nokkur blöð komu út. Það fór enn á sömu lund. Og enn liðu tvö ár. Alþýðan átti ekkert blað — og öll blöð voru lokuð henni. En þá gerðust tíðindi, sem haft hafa örlagarík áhrif á lífskiö” alþýðunnar í landinu ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur verið sverð og skjöld- ur verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins í fjóra áratugi. Saga þess og saga þeirra verða ekki greind í sundur. Alþýðublaðið eldra, sem hóf göngu sína í ársbyrjun 1906, var stofnað af örfáum hugsjóna- mönnum til þess að vinna að stofnun alþýðusam- taka og boðun jafnaðarstefnunnar. Brautryðjend- urnir urðu að gefast upp við útgáfuna. En þrátt fyrir uppgjöfina sáði þetta fyrsta alþýðublað fræjum, sem síðar báru ávöxt og enn bera ávöxt. Árið 1913 réðust verkamenn aftur í blaðaút- gáfu, Verkamannablaðið, en það fór á sömu lund og með Alþýðublaðið 7 árum áður, að aðstendur þess höfðu ekki fjármagn til þess að standast kostnað af útgáfunni og blaðið hætti að koma út. Árið 1915 stofnaði Ólafur Friðriksson blað- ið Dagsbrún og það var í raun og veru upphafið að Alþýðublaðinu, sem nú er f jörutíu ára. Það er athyglisvert, að verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað árið 1906, eða sama árið og Alþýðublaðið eldra hóf göngu sína — og hefur því blaðið vissulega átt sinn þátt í stofnun félags- ins. Það er ekki síður athyglisvert, að með hafn- arverkfalli Dagsbrúnar 1913, nokkru eftir að Verkamannablaðið var stofnað fékk félagið eld- skírnina. Árið 1915, sama árið og blaðið Dags- brún hefur gögnu sína, eru stofnuð tvö öflug fé- lögin í Reykjavík: Sjómannafélagið og verka- kvennafélagið Framsókn, og fyrsta jafnaðar- mannafélagið í höfuðstaðnum. En ári síðar er myndað samband milli félaganna: Alþýðusam- band íslands og Alþýðuflokkurinn. Alþýðublaðið varð arftaki blaðsins Dags- brúnar og var stofnað vegna þess, að brautryðj- endurnir vildu færast meira í fang: stofna dag- blað handa alþýðunni og fyrir hana. Hér er ekki rúm til að rekja þau málefni, sem jAlþýðublaðið hefur barist fyrir. Það eru sömu nauðsynjamálin fyrir alþýðuna í landinu og Al- þýðuflokkurjnn hefur alltaf haft á stefnuskrá sinni. Mörg þessara mála hafa náðst fram — og að þau séu þökkuð Alþýðuflokknum, þá má ekki sundurgreina, hvort hafi lagt meira til sigursins: flokkurinn eða málgagn hans og málsvari. Ég vil í dag, fyrir hönd Alþýðuflokksins og liðsmanna hans um gjörvalt landið, færa Alþýðu- hlaðinu og öllum þeim, sem starfað hafa við það og fyrir það, þakkir og heillaóskir. — Alþýðu- hlaðið er nú orðið eitt útbreiddasta blaðið í land- inu. Það hefur aldrei verið eins öflugt og það er nú. Megi það verða til þess, að alþýðunni aukist enn skilningur á hlutverki sínu — að skapa á fs- landi heilbrigt þjóðfélag og heilsteypt með kjör orð Alþýðublaðsins: frelsi, jafnrétti og hræðra- lag, að leiðarljósi, Vilhjállliur S. Vilhjálmsson Alþýðublaðið — 29. okt. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.