Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 11
)\VWWWWWWWWWmW%WWWMMWtMWMWWMWWWMWtWMMMWWMWWMWW Framhald af 5. síðu. ið stækkað að mun. Áður höfðu dálkarnir verið þrír, nú var þeim fjölgað um einn og blaðið lengt að sama skapi. Um leið breytti blaðið mjög um svip og þóttu þetta all- mikil tíðindi í þá daga. Segja má að Hailbjörn Halldórsson ætti meginþáttinn í skipulagi og vali vélakosts handa prent- smiðjunni, enda var hann lærður í sinni iðn og hinn mesti smekkmaður á alla prentun. Hann keypti litla setjaravél — og þótti manni mikill munur á setningu og afköstum frá því sem áður var. Hallbjörn hafði slitið sér út í þágu blaðsins, verið mánuðum sam'an einn við það, enda var hann ákaflega vandvirkur og natinn um efni blaðsins og vildi fylgjast ná- kvæmlega með búningi alls þess, sem í því kom. Fyrst framan áf ritstjórnartíð Hall- bjarnar hafði hann ritstjórn- arskrifstofu að Bjargarstíg 2, en síðar eftir að fyrsta bygg- ingin var risin upp á lóð al- þýðufélaganna við Hverfis- götu, en það var lítill kumb- aldi úr steini, flutti Hallbjörn þangað með skrifstofu sína, en þar var og prentsmiðjan og afgreiðslan. Þegar Hallbjörn hætti ritstjórninni árið 1927 gerðist hann forstjóri prent- smiðjunnar. Haraldur Guðmundsson tök við ritstjórninni um leið og Hallbjörn hætti, eða í árs- byrjun 1928. Hann var þá einn af fremstu áróðursmönn- um flokksins. Var hann þá oft vikum saman á ferðalögum og kom þá í hlut blaðamannanna, sem voru tveir, að stjórna blaðinu. Haraldur var rit- stjóri þar til í febrúarmánuði 1931. Þá tók Ólafur Friðriks- son aftur við og var hann rit- stjóri þar til í júnímánuði 1933. Einar Magnússon tók þá við ritstjórninni og var hann ritstjóri þar til um haustið, í októberbyrjun. Þá var undir- rituðum falið að sjá um blað- ið um skeið. MIKLIR RREYTINGA- TÍMAR. Hér var um millibilsástand að ræða. Fyrir tæpu ári hafði svo ráðizt, að ungur mennta- maður, Finnbogi R. Valdi- marsson, sem þá stundaði nám í París og hafði lagt fyrir sig alþjóðarétt, tæki við ritstjórn blaðsins á þessu hausti. Hafði mér borizt bréf frá honum þar sem ég skildi á honum, af gefnu tilefni í bréfi frá mér, að hann myndi fáanlegur til að koma heim og taka til starfa við blaðið, enda ætl- aði hann að hætta frekara námi. Ræddi ég um þetta við helztu forystumenn flokksins, sem síðan sneru sér til Finn- boga, er féllst á að gerast rit- stjóri að blaðinu. Hann setti þó það skilyrði, að blaðinu yrði breytt í nýtízkulegra horf og að honum yrði gert kleift að reka blaðið á þann hátt, sem hann teldi heppi- legastan til aukinnar út- breiðslu þess. Finnbogi Valdi- marsson tók við ritstjórninni á afmælisdegi blaðsins þegar það varð 14 ára. Hann gjör- breytti öllu útliti blaðsins þeg- ar í stað. Efnislega lagði hann aðaláherzluna á æsifréttir — og skeytti þá litlu sem engu hvort hægt væri að standa við það sem sagt var. Hann var mikill skorpumaður, gat unnið eins og víkingur um skeið, þó að hann skrifaði lít- ið sjálfur, en felldi svo niður vinnu dögum saman og lét ekki sjá sig. Þetta varð til þess að óánægja með störf hans fór vaxandi og óánægja hans með forystumenn flokks ins að sama skapi. Finnbogi lét af ritstjórn blaðsins við árslok 1938, en í raun og veru hætti hann löngu fyrr. Það undarlega ástand ríkti á rit- stjórn blaðsins næstum allt þetta ár, að ritstjórinn og á- byrgðarmaðurinn lét. ekki sjá sig, skipti sér ekki neitt af því, sem kom í blaðinu, sem hann bar þó ábyrgð á og tal- aði ekki einu sinni við okkur blaðamennina. Þetta gat ekki gengið lengi, en báðir voru seinir til vandræðanna, bæði hann sjálfur og forystumenn flokksins. Loksins fór þó svo við þessi áramót, að nafn Finnboga var tekið af blaðinu, en Jónas Guðmundsson ráðinn í hans stað. 'Var hann ritstjóri aðeins í nokkra mánuði, því að í júlíbyrjun tók Stefán Pét- ursson við ritstjórninni, en hann hafði þá um skeið ann- ast erlendar fréttir þess. Gegndi hann starílnu til árs- loka 1952. í ritstjórnartíð Stefáns Pét- urssonar var gerð stærsta breytingin sem enn hefur orð- ið á rekstri blaðsins. Það hafði alltaf komið út síðari hluta dags, en nú var það gert að morgunþlaði. Um leið breytt- ist það að stærð og útliti, efn- isfjölbreytni var aukin og ýmislegt annað gert til þess að gera það útgengilegra. Ste- fán Pétursson var hinn mesti vinnuhestur, sem ég hafði kynnzt við Alþýðublaðið. Hann kom snemma á morgn- ana og vakti yfir öllu efni þess allt fram yfir miðnætti. Hann var mjög tregur að taka upp vaktaskipti meðal blaða- mannanna, enda fannst hon- um, að allir yrðu að vera allt- af nærtækir svo að starfið færi vel úr hendi. Blaða- mennska er mjög lýjandi fyr- ir þá, sem leggja sig alla fram og finnst ekki að blaðið megi missa neina stund þeirra. Ste- fán Pétursson og Hallbjörn Halldórsson voru skýrust- dæmi slíkra blaðamanna, og þetta kom því meir niður á þeim þar sem efnahagur blaðsins var alltaf mjög þröng ur og þeir þurftu að afla sér efnis og búnings með vinnu einni saman, sem önnur blöð gátu keypt fyrif peninga. Stefán Pétursson lét af rit- stjórninni 1952. Þá gerðist Hannibal 'Valdimarsson rit- stjóri, sem jafnframt hafði verið kosinn formaður flokks- ins. Hann lét af ritstjórninni 1954. en þá tók Helgi Sæ- mundsson við. 1. september 1958 var Gísli J. Ástþórsson ráðinn ritstjóri með honum, og um síðustu áramót bættist Benedikt Gröndal í hópinn. Er sú verkaskipting milli rit- stjóranna þriggja, að Gísli sér um og ræður útliti blaðsins, uppsetningu frétta, yfirleitt öllu því sem að venjulegri blaðamennsku lýtur, en Helgi og Benedikt skrifa um stjórn- Framh. á 15. síðu. ir kunnin LEIFUR LEIRS: LEIFUR LEIRS: Ég sit og stari á plagg, sem skattstjórinn sendi mér f. h. ríkisstjórnar. Hvað á ég að gera við þetta blað? Fæddur? Já. Dámn? Já, stundum. (Nei, það er hvergi eyða iyrir það). Ómagar? Já, — ég sjálfur. >h LEIFUR LEIRS: EN PRIVAT-AABENBAR SMÖR-NODE TIL DANMARK. Danske menn! Kvinner og saa videre, Jeg sender dem en hilsen. Vil I ikke lade os have Smör? Fanden er meningen? Ha! I aartusinder mælkede I os, tog fra os Smöret og Osten. Ja — og Tællen med. Og nú da vi mangler lidt Smör, som vi er villig af betaie med klingende Mönt, Lader I, som I ikke kan! Vil nú Dansken ikke Penge! Men I kan vente-------- Nu stifter jeg en Forening---------- En Fórening, som har det foremaal at lukke Öjnene naar en Frihedsrörende dansk lykkesögende Amorinde gaar forbi-------— Með smörblöd Hilsen Leifur Leirs. F IY//A W-WHAT GOES ? EVEUyONE'S ON the kun/ THAT SIKEN... Hgy? IT'S... Barnasagan um ævintýri Bangsa var eftirlæti ung- ra sem gamalla. Frænkurnar Hananú — — — — vöktum langt fram á nótt; — sátum við gluggann og sáum ekki svo mikið sem stóru tá af stríp- uðum manni. x. TJír JZAIDf/ THFtE NIPS ... DIVING- OOT OF the sunF c'mon chet, THEy’RE MAKING A FON POZ OUE LANplNG STRlP/ Örn Elding er ein af vinsælustu myndasögunum, sem Al- þýðublaðið hefur birt. Myndir hins heimsþekkta teilcnara Davids Low, voru birtar í Alþýðublaðinu. — Hér teiknar hann hið austræna ,,lýðræði“. Ríkisvaldið verður ein stór hakkavél, — blöðin, útvarpið, skólarnir og öll áróðurstæki vinna að því, að gera einstaklingána að hlýðnum þrælum. Alþýðublaðið — 29. okt. 1959 | J_

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.