Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 4
 fttgeíandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjon i ifur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-® vin Gu'ðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðia Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Burt með pólitíkina! KOSNINGUM til stúdentaráðs í Háskóla íslands er nýlokið. Jafnaðarmenn mega mjög vel við úrslitin una og hafa fengið kosinn með aukn- um styrk ungan og efnilegan mann, sem raunar stundar jöfnum höndum laganám við háskólann og skipstjórnarnám við Sjómannaskólann. Þessar kosningar fóru að venju fram eftir pólitískum línum og gætti mjög áhrifa og afskipta frá flokksskrifstofum hinna „útlærðu“. Þó gerð- ist það, að fram kom óháður listi, og Stúdentafé- lag jafnaðarmanna setti það efst á stefnuskrá sína,- að stúdentaráð yrði gert ópólitískt. Þessi stefna er vafalaust rétt. Stúdenta- ráðs bíða fjölmörg verkefni, sem viðkoma hags- munamálum stúdenta og háskólans, þar sem póli tísk áhrif eru til lítils eða einskis gagns. Það væri mannsbragur af stúdentum, ef þeir köstuðu af sér hinum pólitísku f jötrum og kysu til stúd entaráðs eftir persónulegum mannkostum og málefnum sjálfra sín, en ekki eftir póiitík f landsmálum. Hitt er annað mál, að stúdentar eiga að hafa áhuga á stjórnmálum og vera þar málefnalega til fyrirmyndar. Sá áhugi ætti að koma fram í málfundafélagi, þar sem mál, flokkar og menn væru rædd eftir ástæðum hverju sinni. Guðjón og hákarlinn FISKISAGA hefur flogið um allan heim. ts lenzkur „fiskveiðimeistari" var með nemendum sínum á sjó úti fyrir vesturströnd Indlands, endur lifði á sinn hátt söguna um Moby Dick og minnti á baráttu gamla mannsins í sögu Hemingways. Guðjón Illugason varði sóma íslenzkrar sjó mennsku og sigraðist á hinum 5 lesta og lo metra langa risahákarli. Yfir loo þús. manns hópuðust til strandar í Mangátore, til að sjá ferlíkið, er það var dregið á land. Þetta er ekki aðeins skemmtileg saga og æv intýraleg. Hún minnir okkur á starf Guðjóns austur á Indíalandi, þar sem hann er að kenna sárfátæku og sveltandi fólki að hagnýta sér auðug íiskimið. Þetta er lítill þáttur í mikil verðasta hlutverki hinna menntaðri og efnaðri þjóða á þessari öld: Að kenna og hjálpa hitmm fátækari þjóðum að sjá sér farborða, rétta þeim í hendur tæki til lífsbjargar, frelsis og sómasam I legra lífskjara. Þessu starfi megum við aldrei gleyma. Þessu I starfi verðum við að halda áfram, unz hungri og I neyð úr útrýmist úr heiminum. HJÍiIliáPJÉLáG ÉSLáHDS fíeldur 40 ára ahnasltsfagnað í Sjálfstæðishúsinu þann 21. nóv. n.'k. Hófið hefst með borðhaldi kl. 19,30. Aðgöngumiða þarf að panta í símum: 34903 og 35034 fyrir 15. nóv. .... Sfeemmtinefndin. ýV Dagskrárstjórinn hefur boðað vetrar- dagskrána. ■fc Áhrif útvarpsins á heimilin. ýV Ýmsar merkar nýj- ungar. Músagildran í Kópa- vogi. ALMENNINGUR híður allt- af á haustin með nokkurri ó- þreyju eftir Því að dagskrár- stjóri útvnrpsins skýri frá vetr- ardaffskránni. Vetrarkvöldin eru lönp- og þá er mest hlustað á útvarp. Þá er hezta tækifærið fyrir útva.-pið til að fræða og skemmta iandsmönnum og það er staðreynd, að dagskráin hef-- ur þá mjög mikil áhrif á líf fólksins, heimilishætti og at- hafnir. Það er því engin furða þó að beðið sé eftir því að skýrt sé firá því hvernig dagskráin verði í aðalatriðum. HINN NÝI dagskrárstjóri, Andrés Björnsson, sagði frá að- alatriðum dagskrárinnar í fi'éttaauka á föstudagskvöld. Yfirleitt leizt mér vel á áætl- anir útvarpsráðs. Þarna eru ýmsar nýjungar og margt af því vinsælasta, sem áður er þekkt, tekið upp og endurnýjað. Tvö ný íslenzk skáldverk hafa verið tekin til flutnings. Annað er saga í leikritsformi eftir Agn ar Þórðarson og hitt er fram- haldssaga eftir Stefán Júlíus- son. Þetta tel ég til framfara — og ætti það að vera föst regla framvegis að útvarpið keypti þannig íslenzkar skáldsögur, sem ekki hafa birzt áður. ANDRÉS BJÖRNSSON tal- aði nokkuð u'"’ músík og hún er alltaf mikili h.u.i dðgskrárinn- ar. Sumum líkar það vel, hðrum miður. Mér dettur ekki 1 hug að fara að sletta mér fram í það eilífa deilumál, en í sambandi við betta vil ég segja: Það hef- ur oft átt sér stað. að auglýstri annes o r n i n u dagskrá hefur verið splundrað með öllu með flutningi sinfón- íutónleika. Þar með er tekinn upp, öllum að óvörum, for- gangsréttur slíks flutnings. sem ég tel að ekki nái nokkurri átt. ÉG VEIT, að ég tala fyrir munn meginþorra útvarpshlust enda. Með bessu er ég ekki að amast við flutningi klassiskra tónverka, alls ekki. en étr tel miklu heppilegra, að begar út- varpið barf að ryð.ia dagskrána fyrir slíkan flutning, bá beri að hafa hann á öðrum tímum og tilkynna hann þá fyrirfram svo að þeir sem unna slíkri tónlist, geti hlustað á þeim tíma. Með hinni aðferðinni er verið að svíkja fólk með öllu. Og hvort sem mönnum líkar bað betur eða ver, þá hlustar ekki nema örlítili hluti landsmanna á flutning klassiski'a verka. AGATHA CHRISTIE er vin- sælasti reyfarahöfundur, sem nú er uppi. Sögur hennar eru góð hvíldarlesninff fyrir þá, sem vilja um stund gleyma argaþrasi og lífsbasli grárra daga.. Að lesa hækur hennar er eins og að rísla sér að gesta- braut — Nú sýnir Leikfélag Kópavogs eina af sögum Chris- ties í leikritsformi: Músagildr- an. Þetta er' leynilögreglusaga, sem hefur alla kosti bóka höf- undarins og er spennan jöfn frá byrjun til enda, en ráðningin kemur öllum á óvart. MIG FURÐAÐI Á ÞVÍ, þegar ég sá betta leikrit, hversu góð- ur og hnökralaus leikur viðvan- inganna í Kópavogi er og rneira að segja fannst mér leikur sumra vera afbragðsgóður. Klemens Jónsson stjói'nar leikn um og hefur leiðbeint við upp- setningu hans. Honum hefur tekizt vel eins og vant er. Það er gleðilegt þegar fólki, sem að- eins starfar af áhuga, en ekki ágóðavon, tekst eins vel og í þetta sinn. Að sjá Músagildruna í Kópavogsbíói er hin ágætasta skemmtun., Hannes á horninu. Býður Framsókn.. Framhald af 1. síöu. vinstristjórnar. Mun hafa ver- ið samþykkt á fundinuni, að senda Alþýðuílokknum og Alþýðubandalaginu tilboð um slíkt stjórnarsamstarf á nýj- an leik. Dokiorsrilgerð Framhald af 5. síðu væntum menningartengslum. Ritgerð Selmu verður varin í janúar næstkomandi og hefur Heimspekideild Háskóla ís- lands dæmt ritgerðina hæfa til doktorsvarnar. Aðeins ein ís- lenzk kona hefur áður borið doktorstitil, og var það dr. Björg Blöndal Þorláksson. Hún varði doktorsritgerð við Sorbonne-háskólann í París á þriðja áratug þessarar aldar. Fuilfrúar á þingi Norðurlandaráðs FULLTRTJAR íslands á þingi Norðurlandaráðsins, er nú stendur yfir í Stokkhólmi, eru þessir: Sigurður Bjarnason og Magnús Jónsson frá Sjálfstæð- isflokknum, Bernharð Stefáns- son frá Framsóknarflokknum, Hannibal Valdimarsson frá Al- þýðubandalaginu og Sigurður Ingimundarson frá Alþýðu- flokknum. . Æ SKIPAUH.t RB RIKI Sl N S Hekla austur um land í hringfeið 7. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð- isfjarðar, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Kópaskers og Húsavík- ur. Farseðlar seldir á fimmtu- dag. 'l Skaftfellingur Rvík, 2. nóvember 1959. VEGNA skýrslu setudóm- aranna, Gunnars Helgasonar og Guðmundar Ingva Sigurðs- sonar, um rannsókn þá, er nú stendur ýfir á starfsemi Hins ísl. steinolíuhlutaféiags og Olíufélagsins h. f. viljum vér taka fram: Utanríkisráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt inn- lendum og erlendum verktök- um varriarliðsins á Keflavíkur- flugvelli leyfi til að flytja inn tollfrjálst tæki og efni vegna framkvæmda á samningum við varnarliðið.' Það liggur því ljóst fyrir, að-Hið íslenzka stein olíuhlutafélag hefði fengið slík leyfi, ef eftir þeim hefði verið leitað, í hverju einstöku Framhald á 10. síðu. BÓKFELLSÚTGÁFAN hef- | svörtu“ sögu skálds, enda var ur gefi'ð út bókina „ísold hin hann staðráðinn í því strax í svarta“ eftir Kristmann Guð- æsku að verða rithöfundur. mundsson, en það er sjálfsævi- Dreif margt á daga hans í upp- saga hans, gerist á æskudög- vextinum, og segir bókin frá úm hans hér heima og lýkur því, en einnig bregður höfund- með því, er Kristmann fer til ur upp glöggum og minnis- Noregs þess erindis að geta sér stæðum mannamyndum, sem frægð sem skáld og rithöfund- margir munu hafa gaman af og ur. Einnig greinir skemmti- telja bókmenntalegum tíðind- leera frá ýmsum tilefnum þeirra um sæta. bóka, er síðar gerðu Krist- „ísold hin svarta" er 355 mann víðkunnan. | blaðsíður að stærð, prentuð í Kristmann kaliar „ísold hina Odda og ágætlega út gefin. i fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka árdegis. ír Félaqslíf SUNDDEILD KR. Sundæfingar eru af fullum krafti í Sundhöllinni. Þjálfari er Helga Haraidsdóttir. Æf- ingatímar eru sem hér segir á kvöldin: — Yngri félagar þriðjud. og fimmtud. kl. 7. Eldri félagar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30 og föstu- daga kl. 7.45. Sundknattleik- ur mánud. og miðvikudaga kl. 9,30. Nýir félagar komi á framangreindum tímum. Stiórnin. i Eimskipafélagi íslands, Tilboð óskast í þrjú — fjög ur hundruð, að nafnverði. —■ Hve margfalt? — Send- ið svar afgreiðslu Alþýðu- blaðsins fyrir laugardag merkt „Snjöll ráðstöfun". 4J 3. nóv. 1353 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.