Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 10
KINA KO F RAMFERÐI kínverskra kornmúnista á Kasmírlanda- mærunum undanfarna daga benda til þess að Krústjov for sætisráðherra Sovétríkjanna hafi ekki tekist að fá Maó til þess að fara að öllu með hægð í samskiptunum við Indverja, ef hann þá hefur reynt eitt- hvað til þess. Maó hefur með framferði sínu slegið á út- réttahend hönd Nehrus. Atburðirnir á indversku landmærunum geta haft mik- il áhrif á gang alþjóðamála. Þeir sýna, að kínverskir kommúnistar vilja ekki taka þátt í að dregið verði úr spennu eins og flestar aðrar þjóðir einbeita sér nú að, og er höfuðviðfangsefni Banda- ríkjamanna. Þetta getur haft slæm áhrif á viðleitni Krústjov til að koma fram sem „friðareng- ill“. Ef til vill upplifum við batnandi sambúð vesturveld- anna og Rússa en óeiningu Rússa og Kínverja, og Kín- verja og annara þjóða Asíu. Sumir telja að Krústjov sjálf ur eigi þátt í að setja þessar mótsetningar á svið en ótrú- legt er að hann leiki slíkt fjár hættuspil. F'lestir stjórnmála- menn á Vesturlöndum eru þeirrar skoðunar, að hann vilji ekki taka á sig eins og er þá hættu, sem árásarpóli- tík hefur í för með sér. Það liggur því nærri að ætla, að ósamkomulag ríki milli Moskvu og Peking, ósamkomu lag, sem ekki tókst að brúa í Kínaför Krústjovs. AhRIF útþennslustefnu Kín verja hefur haft örlagarík á- Jhrif i Indlandi og allri hinni frjálsu Asíu. Nehru hlýtur áð ur en langt líður að varpa fyr ir borð þeirri hlutleysisstefnu, sem hann hefur verið helzti talsmaður fyrir og notið hef- ur föðurlegrar blessunar Rússa. Á árunum 1955 og 1956 virtist þessi hlutleysis- stefna að vera að ná yfirtök- unum í allri Asíu og Mið-Aust urlöndum og hún beindist af skiljanlegum sögulegum á- stæðum gegn vesturveldun- um. Á Bandungráðstefnunni fékk þessi hlutleysisstefna mikið lof frá Sjú En Lai. Nehru misstí ekki jafnvæg- ið í fyrstu landamæraátökun- um í sumar, þegar Kínverjar hertóku Longsjú í Norður-Ind landi. Hann sendi harðorð mót Brauð... Framhald af 12. síðu. unga innan um gull og eðal- steina. Og fyrir 10 000 árum átu menn brauð í vatnabyggð unum í Sviss. Það var gert úr fræjum ýmissa jurta, bleytt í vatni og síðan sól- bakað. Enn þann dag f dag eru soyabaunir, furubörkur og fræ vatnalilja notað til brauð gerðar, auk hveitis og rúgs sem algengast er. mæli og lýsti því yfir að Ind verjar ættu fullan rétt til hins hertekna landsvæðis, en hann tók jafnframt fram, að hann væri reiðubúinn að hefja samninga við Kínverja um viss landamærasvæði. Og hann sagði að ekki kæmi til mála að kæmi til alvarlegra átaka út af þessum svæðum. Atburðir sumarsins hefðu ver ið gleymdir og grafnir ef kommúnistarnir hefðu vilj- að. Það hefði mátt breiða yf- ir þetta með því að kenna agaleysi eða misskilningi um. Þetta var ósk Nehrus og var kallað tvöfeldni. E N Nehru gat að sjálfsögðu ekki haldið fast við stefnu í þessum málum, sem ekki hlaut neinar undirtektir í Pek ing. Indverjar voru æfir og jafnvel indverski kommúnista ílokkurinn neyddist til þess að gefa út loðna yfirlýsingu þar sem lýst var sök á hend- ur Kínverjum. Nehru neyddist til að láta kápu tvöfeldninnar falla og einbeita sér að því að verja landamærin. Það er ef til vill ekki rétt að gagnrýna Nehru fyrir af- stöðu hans í þessum málum en útþenslustefna Kínverja verður enn óhugnanlegri þeg- ar borið er saman við var- færni og sáttfýsi Indverja. Ofsólfir Framhabl af 12. síðu. og innbyrðis baráttu um for- ustu innan hreyfingarinnar vegnaði Doukhoborunum vel. Þeir eru snjallir akuryrkju- menn og hvort, sem þeir erja hina frjósömu jörð í kringum Svartahafið eða nakin fjalla- héruð Kákasus þangað, sem þeir voru fluttir 1840 söfnuðu þeir nægri og góðri uppskeru. Flutningarnir til Kanada komu í kjölfar mikilla þreng- inga innan hreyfingarinnar bæði af ytri og innri ástæðum. Neistinn, sem kveikti bálið var liið gamla ágreiningsefni — herskyldan. Eftir skipun hins útlæga lciðtoga flokks- ins, Peter Verigen, brenndu allir Doukhoborar vopn sín. Eftir ægilegar ofsóknir leyfði loks stjórnin þeim að hverfa úr landi. Fyrst var haldið til Kýpur en þar var þeim ekki vært og fékkst þá leyfi til að fara til Kanada. Þar reistu þeir bú í Saskatchewan og loks í Brezku Colombia. En eins og allir þeir, sem prédika bróðurþel og jafnrétti hafa Doukhoborar aðeins hlotið fyr irlitningu þeirra, sem með þeim búa. TIL eru í ævafornum ind- verskum ritum lýsing á hirð- ingu tanna og munns. Þar er skýrt frá notkun tannbursta, sem menn gerðu sér úr viðar- tágum með því að tyggja enda þeirra þar tií trefjarnar losn- uðu sundur og mynduðu þann ig einskonar bursta. Við burst un var notað duft eða krem til að auðvelda hreinsun. Þessi rit eru frá 4000—3000 f. Kr. Ekki eru samt liðnir nema fáir áratugir frá því að vest- rænar þjóðir hófu að leggja áherzlu á hirðingu munns og tanna. Og nú er svo komið að mörgum þykir hirðing munns ins ekki síður mikilvæg en al mennt hreinlæti. Þó ber svo við að í einum af skólum höf uðstaðarins, sem valinn var af handahófi áttu aðeins 4 af hverjum tíu börnum í 7 ára bekk tannbursta og aðeins einn af tíu burstaði tennur sínar reglulega, Því eru líkur til þess að enn vanti nokkur á að þessa sjálfsagða hreinlæt is sé gætt sem skyldi hér hjá okkur. Hafi Indverjar hinir fornu fundið hjá sér þörf til þess að halda tönnum sínum hrein- um, þá er okkur, sem nú lif um nauðsyn á því, vegna hinn ar miklu neyzlu á sykri og fín möluðu korni, sem að lang- mestu leyti veldur tann- skemmdum. Sjúkdómar í tönnum og tannholdi munu nú hrjá að minnsta kosti 99 af hundraði manna á tvítugsaldri og fara vaxandi. Viðgerðir og viðhald tanna er orðinn stór útgjalda liður hjá flestum, sem vilja halda þeim; aðrir vanrækja tennur sínar, lýtast við það í andliti og stofna heilsu sinni í hættu. Með réttri hirðingu tanna má að verulegu leyti draga úr tannskemmdum, tann- steinsmyndun og tannholds- sjúkdómum. Það er því ekki úr vegi að lýsa í fáum orð- um þessari sjálfsögðu hrein- lætisráðstöfun. Tennur skal bursta eins fljótt og unnt er að máltíð lok ihni, Ein tegund af bakteríum Fór huldu höfði Framhald af 12. síðu. horfði hann út Um rifu á timb urþiljunum á eftir líkfylgd föður síns og móður sinnar frá bænnm, Hann eyddi tímanum með því að dunda við ýmiss konar handavinnu úr næfrum og flétta úr tágum. Hann las einnig mikið dagblöðin og fylgdist vel með öllu, sem gerðist. Allt frá 1930 var hann tal- inn „horfinn“, menn álitu víst að hann væri dauður og svo gleymdist hann og afbrot hans gegn föðurlandinu smátt og smátt. Nú 38 árum seinna vogaði hann sér fyrst út í ljós dags- ins, er hann fékk vitneskju um, að sök hans væri löngu fyrnd. Lögregluþjónn frá Rengo frétti af honum og fór heim á bæinn. Og eftir nokkra vafninga fékkst hinn mann- fælni einsetumaður til að koma út úr fylgsni sínu og tala við lögregluþjóninn. í munni breytir sykri og mjöl efnum í sýru á nokkrum mín- útum, en sýran leysir upp gler unginn, sem er yzta varnarlag tannarinnar. Því fyrr sem slík ar fæðuleifar eru hreinsaðar burt, því minni líkur eru til að tannskemmdir hljótist af. Við burstun ber að gæta þess að hár burstans nái inn milli tannanna í skorur og ó- jöfnur á öllum flötum þeirra og fjarlægi leifar, sem þar kunna að leynást. Ein aðferð er sú, að leggja burstann þann ig að tönnum þeim, sem hreinsa skal, að hár hans bein ist að rótum þeirra og leggist skáhallt að tannholdinu, en dragist síðan niður eftir því og eftir yfirborði tannanna í átt að bitfleti þeirra. Þannig eru tennur efri góms burst- aðar niður, en neðri tennur upp á við; bitfleti skal bursta fram og aftur. Þess skal gætt við burstun jaxla að utan að munnurinn sé hálflokaður, þá slaknar á kinnum og auðvelt er að beita burstanum rétt; hætt er við að ekki fáist svigrúm fyrir burstann ef munnurinn er galopinn og varir og kinnar þandar. Tannbursti á að vera nægi lega lítill til þess að auðvelt sé að koma honum að öllum flötum tanna að utan og inn- an. Burstunarflötur hans skal vera beinn og hárin stinn. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þorna vel milli notk- unar. í góðu tannkremi er sápa, er auðveldar hreinsun tanna. Ennfremur eru í því bragð- bætandi efni. 'Varast ber að leggja of mikinn trúnað á ýkt ar tannkremsauglýsingar. Verði fundið upp tannkrem með sannanlegum eiginleik- um til varnar tannskemmd- um, mun tannlæknirinn segja sjúklingum sínum frá því. En eigi má gleyma því að burst- unin sjálf er aðalatriði við hirðingu tanna, en val tann- krems síður mikilvægt. Gagnlegt er að hafa þessar reglur í huga: að bursta strax að máltíð lok inni, og umfram allt að sofa með hreinar tennur, að bursta hverja færu, sem burstinn tekur yfir minnst tíu sinnum, að draga hár burstans eftir yfirborði tannar í átt frá tannholdi til bitflatar. Frá Tannlæknafélagi Islands. Álfheimum 4. Sími 35920. Næg bílastæði Kven: Nælonsokkar, saumþ, frá 49,75. — Með saum frá 38,00. Krepsokkar Sokkabuxur Sokkabandabelti Slankbelti Brjóstahöld Undirkjólar, skjört Undirbuxur frá kr-. 12.50 Náttkjólar Náttföt PeysUr Sportbuxur Mikið úrval. Álfheim. Heimavéri (Framhald af 4. síSu). tilviki, þegar um innflutning tækja og áhalda var að ræða vegna starfa fyrir varnarliðið. Þess vegna er Ijóst, að fyrir- komulag það á innflutningi til H.Í.S. og Olíufélagsins h.f., sem lýst er í skýrslu setudómar- anna hefur ekki skapað félög- unum ágóða. Þessu til sfaðfestu, viljum (vér benda á, að innlendir verk- | takar varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, aðrir en olíufé- | lögin ,munu eiga þar, með fullu j leyfi yfirvalda, ótolluð tæki, er nema að verðmæti tugum milljóna króna. pr. pr. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, Vilhjálmur Jónsson. Verzl. Átfheimar Sími 35920. Herra: Mancettskyrtur Sportskyrtur Vinnufatnaður Nærföt, stutt og síð Sokkar Mikið úrval! Álfheim. Heimaveri Verzl. Atfheimar Sími 35920. Barna- og unglinga- úlpur — buxur Peysur Skyrtur Nærföt Sokkar Álfheim. Heimaveri Verzl. Álfheimar Sími 35920. METRAVARA: Finnsk cfni Gardínuefni Dukaefni Kjólaefni Buxnaefni Damask-Iéreft Smávörur Töskur Næg bílastæði. Verzl. Aifheimar Sími 35920. 10 3. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.