Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 11
24. dagur ég að fara til yðar. Til að biðja yður sem lcona konu um að gefa mér hann aftur“. Jill sagði: „Hann er ekki minn svo ég get ekki gefið hann“. „Hann vill vera yðar“. Tárin sviðu bak við augna- lok Jill, hún var með kökk í hálsinum. Skildi hún vita hve satt þetta var? „Ég held að hann myndi elska mig aftur eins og hann elskaði mig einu sinni ef þér væruð ekki hér.“ Jill stóð á fætur og gekk að glugganum. Hún hallaði sér að gluggakarminum og dró þung flauelsgluggatjöldin frá og leit út í kalda dimma nótina. Adele var aðeins að orða hugsanir hennar og ótta hennar. „Viljið þér ekki leyfa mér reyna?“ bað Adele. Jill kingdi kekkinum. Fyr- ir skömmu hafði hún beðið Leigh um að gefa Adele tæki- færi, nú bað Adele sjálf um að fá að reyna. En hvað myndi hún nota tækifærið til? — Myndi hún elska hann, vera honum trú og gera hann ham- ingjusaman? Hún sneri sér við og leit á hana. „Þér svíkið hann þá ekki aftur?“ „Það sver ég“. „Gott. Ég skal fara strax“. „Þér megið segja honum að ég hafi komið hingað11. „Ég geri það ekki“. „Þakka yður fyrir. Ég skal segja yður — okkur hefur komið betur saman upp á síð- kastið. Mikið betur. En það gæti allt farið út um þúfur ef hann vissi að ég hef komið hingað“. „Þér þurfið ekkert að ótt- ast. Ég segi honum það ekki“. Adele stóð upp. Sigurinn var unninn! IJún hafði leikið .... $paiið yður hlaup & miUi margra veralana! sitt hlutverk eins og hún hafði ætlað sér og mótleikarinn hafði gert það sama. Hún hafði hugsað allt vandlega áð- ur en hún kom. Viss örvænt- ing, segja að hún elskaði Leigh og myndi reynast hon- um góð kona og Bunty góð móðir. Hún vissi ekki enn hvort henni tækist það, en hún hafði trúað öllu því sem hún sagði við Jill. En hún þekkti sjálfa sig svo vel. Og svo var það Ronn- ie. Hún hafði fengið bréf frá honum í morgun þar sem hann sagðist verða að hitta hana. Hún vildi að hann hefði ekki skrifað, hún hafði inni- lega vonað þegar hún fór frá honum að hún sæi hann aldr- ei framar. En innst í hjarta hafði hún óttast að hún losn- aði ekki svo auðveldlega við hanh. Það var eitthvað var- andi milli þeirra Ronnie þrátt fyrir öll þeirra rifrildi. Eitt- hvað sem hún óttaðist, eitt- hvað sem hafði hrakið hana frá honum, Og hún vildi ekki fara aftur til hans. Þessvegna vildi hún ekki sjá hann fram- ar. Það var auðvelt og gott að lifa með Leigh og hún var of gömul til að lifa á ástinni einni. Hluta af henni langaði til að vera Leigh góða kona og Bunty góð móðir. Því mið- ur var hinn hlutinn til einnig, hlutinn sem Ronnie vakti til lífsins. Kannski myndi hann ekki skrifa aftur ef hún svaraði ekki bréfi hans. Þá færi allt vel. Leigh myndi áreiðanlega leita til hennar þegar Jill Faulkner væri ekki lengur til staðar. Til hennar, Adele, — konunnar, sem hann hafði eitt sinn elskað svo heitt. Hún hætti að hugsa um Ronnie og sagði sjálfri sér að það væri það sem hún vildi að skeði. 10. til London. Hún hringdi í Leigh og sagði að sér þætti leitt að segja honum þetta með svo stuttum fyrirvara, en hana langaði að fara til borg- arinnar ef hún gæti fengið frí. Hún var viss um að hann grun aði ástæðuna. Hann vissi að hún væri loks ákveðin að yf- irgefa hann. Hann hafði samt sagt já. Hún hafði hringt til Bill kvöldið áður, strax eftir að Adele fór. Hann hafði hringt skömmu seinna og sagt henni að hún gæti komið til viðtals daginn eftir klukkan hálf-tólf og hann tæki á móti henni á brautarstöðinni. Hann flygi hvort eð er mest á nóttinni þessa viku. Hún hallaði sér aftur í vagn inum og horfði á engin þjóta framhjá. Trén voru gyllt og brún, græni litur sumarsins var horfinn. Það var kominn október og kalda ve.ðrið eftir yndislegt sumar. Hvað skeði nú? Hún myndi taka vinnuna. Bill virtist viss um að hún gæti fengið hana. Hana lang- aði til að byrja strax, hún vildi helzt aldrei sjá Leigh framar. En það var víst ekki hægt, hún gat ekki farið fyr- irvaralaust. Og þó kannski hún gæti farið fljótlega fyrst svona stóð á. Mamma hennar vissi greini lega að eitthvað var að, þvi hún spurði ekki neins. En hún yrði að segja henni það um leið. og allt væri ákveðið. Hún myndi sennilega líka vilja komast til þorgarinnar ef þær gætu fengið íbúð saman. — Jill andvarpaði. Það bezta væri víst að giftast Bill strax, þegar hún væri konan hans, færi hún að hætta að hugsa um Leigh. En hún gat ekki gifzt Bill meðan hún elskaði hann ekki, hann hlaut að sjá það eins og hún. Nei, það var bezt að hún hugsaði sem minnst um hann líka. Hún sá hann um leið og lest in kom inn á brautarstöðina. Hann kom strax til hennar. „Ástin mín, það er indælt að sjá þig aftur. Þetta eru beztu fréttir sem ég hef lengi fengið“. „Hefurðu frétt eitthvað sér stakt?“ „Ég lagði tvo og tvo sam- an?“ „Það var það eina sem ég gat gert Bill, ég varð að fara“. Hann tók um hendi hennar og fylgdi henni út af stöðinni. „Við megum vera að fá okk ur kaffi áður en við þurfum að liitta Stafíord. Langar þig í kaffi?“ Þau fóru á brautarhótelið og sátu í setustofunni. Hún drakk kaffið og var fegin að þurfa ekki að borða morgun- verð. „Jane sendir þér ástarkveðj ur“, sagði Bill. „Hana langar til að vita hvort þú getur ekki verið í nótt“. Jill náði í morgunlestina „Mamma, þú þarft ekki að leita meira að stoppupúðanum. Ég er búin að rcdda þessu“. „Ég held, að ég verði að fara heim“. Hann leit á hana. „Hvað kom þér til að á- kveða að koma til London?“ Hún brosti. „Mér finnst hálf óhuggu- legt hvernig þú veizt allt um mig“. „Elsku vina mín þú hringd ir svo seint. Og þú varst hálf kjökrandi í símanum. Mig langaði mest til að taka utan um þig og hugga þig“. „Kona Leigh kom til að hitta mig“. Hann yppti brúnum. „Til að segja þér að láta hann vera?“ „Meira eða minna“. „Hvernig vissi hún um þig?“ Hún sagði honum það þó að hún vissi ekki hvervegna hún sagði honum allt, en hún vissi að henni fannst gott að hafa hann til að tala við. „Margar stúlkur”, sagði hann. „hefðu sagt henni að fara til fjandans. „Ekki margar“. „Það eru ekki margar stúlk ur jafn vel innrættar og þú“. Hún sagði þreytulega: „Bara að hún svíki hann ekki aftur“. „Kannske hún hafi bætt ráð sitt. En það er annars ein- kennilegt, ég hitti manninn, sem hún strauk með í gær- kveldi“. „Ronald Adamson?“ „Já. Jane fór með mig í eitt af þessum listamannaboð um og hann var þar“. „Hvernig lítur hann út?“ „Ekkert fyrir minn smekk. En það er nú ekki einkenni- legt! Mjög dökkur og skugga- legur. Mér lízt svo á hann að hann sé ekkert lamb að leika sér að ef hann fær ekki það sem hann vill. Hann er víst 3 góður málari en eins og marg ir málarar nennir hann ekki að vinna“. „Ég hélt að hann væri mjög málari. Jane á mynd eftir hann. Það er myndin yfir arn inum. Ég get ekki dæmt um list en mér finnst hún falleg“. Hann leit í augu hennar. „En hvað ég er feginn að þú skulir vera flytja til Lon- don elskan mín“. „Vertu ekki of feginn“. „Hvers vegna ekki?“ „Ég vil ekki að þú verðir fyrir vonbrigðum11. „Ég get gætt mín“. Hún andvarpaði. „Ég trúi því ekki að ég sé nýbúin að kynnast þér“. „Ég trúi því ekki að ég hafi ekki alltaf þekkt þig“. Hún minntist þess að það sama hafði henni fundist um Leigh, þegar hún hafði unnið fyrir hann um stund. Hún reyndi að ímynda sér hvernig henni liði, þegar sá tími kæmi 1 — og það var ekki langt þang- I að til — að hún þekkti hann | ekki lengur. Það yrði erfit.t 1 um stund, erfitt um lengri S tíma, hún var hrædd og hana langaði mest til að segja að hún gæti ekki hitt Stafford lækni, hún hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að fara frá Leigh. Hún ætlaði að gleyma því að Adele kom til hennar og bað hana um að gefa sér hann aftur. Það var ekki réttlátt að ætlast til þess að hún afsalaði sér hamingj- unni. Hvorugt þeirra hafði gert neitt af sér. Og myndi hann ekki hata hana ef hún færi? Finnast LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. ★ Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. ★ VIINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru ’okaðar á mánudöeum Kvenfélag Háteigssóknar. Fundur í kvöld kl. 8.30 í Sjómannaskólanum. Upplest- ur, sýndar verða litskugga- myndir frá Noregi, kaffi- drykkja. ★ Kvenfélag liaugarnessóknar minnir á fundinn í kirkju- kjallaranum í kvöld kl. 8.30. Hjónaefni. Síðastliðinn sunnudag op- inberuðu trúlofun sína ung- frú Sigríður Gísladóttir skrif stofustúlka, Grensásveg 2, Reykjavík, og Vilhjálmur Þór Ólafsson.iðnnemi, Stað- argötu 10, Sandgerði. Flugfélag Kjí íslands. v.st.vxjg MUlilandaflug: _ Hrímfaxi er | væntanlegur til W&mmÆ Rvikur ki. i6.io F í dag frá Khöfn og Glasgow. .— Gullfaxi fer til {íiiijSíiiSííífex Glasgow og K.- ' hafnar kl. 8.30 í fyrramálið. Inn anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Flat- eyrar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja fer frá Reykjavík kl. 20 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyr- ill er í Reykjavík. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór 29. f. m. frá Stettin áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell er í Óskars- höfn. Jökulfell fór 30. f. m. frá Patreksfirði áleiðis til New York. Dísarfell er í Rvík. Litlafell er í olíuflutn- ingum í Faxaflóa. Htígafell er í Gdynia. Hamrafell er í Reykjavík. Eimskip. Dettifoss fór frá Hull 30/ 10, væntanlegur til Rvíkur um hádegið í dag. FjallfosS kom til New York 1/11 frá Rvík. Goðafoss koni til New York 1/11 frá Halifax. Gull- foss kom til Rvíkur í gær frá Leith og Khöfn. Lagarfoss kom til Amsterdam 31/10,Ter þaðan til Rotterdam, Antwer pen, Hamborgar og Rvíkur. Reykjafoss er í Hamborg. Sel foss kom til Hamborgar 1/11, fer þaðan til Hull og Rvíkur. Tröllafoss fór frá Hamborg 31/10 tU Reykjavíkur. Tungu foss fór frá Gdynia í gær til Rostock, Fur, Gautaborgar og Reykjavíkur. Alþýðublaðið — 3. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.