Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjón ingoifur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingafami 14 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Vandi nœstu framtíðar ÆTLA verðttr, að tilraunir til myndunar meiri- hlutastjómar hefjist að marki þessa viku, enda umræður innan flokka og milli flokksforingja þeg- ar hafnar. Enn verða íslendingar að sætta sig við samsteypustjórn vegna hinnar tiltölulega jöfnu flokkaskiptingar, og enn má búast við málamiðl- unarlausn á aðsteðjandi vandamálum. Fjárhags- og dýrtíðarmálin hljóta að verða kjarni þeirra samningaviðræðna, er nú fara fram. Á því sviði munu ekki reynast nein töfrabrögð finnanleg, frekar en fyrri daginn, engin varanleg lausn finnast. Hins vegar skiptir það þjóðina öllu, að valin verði stefna, er gengur í rétta átt, stefnir að heilbrigðari rekstri höfuðatvinnuvega, tryggir hallalausan ríkisbúskap og sem mest jafnvægi á viðskiptum við umheiminn. Alls þessa krefst þjóð- in — án þess að lífskjör hennar verði skert. En er það hægt? Vandinn nú er hvergi nærri eins geigvæn- legur og hann var í desembermánuði, þegar ríkis- stjóm Emils Jónssonar tók við völdum. Stjórn- inni tókst með niðurfærslu að stöðva verðbólguna allt þetta ár og tryggja hallalausan ríkisbúskap. Sagt var, að þetta hafi verið gert með „kaupráni“ og lækkun lífskjara. Þó hafa tekjur landsmanna aldrei verið meiri, framleiðslan aldrei verðmæt- ari og atvinna aldrei meiri. Tvennar kosningar hafa og sýnt, að þjóðin tekur ekki undir „kaup- ráns“ áróðurinn. Enginn hefur getað sannfært landsfólkið um, að því hefði með annarri efna- hagsstefnu farnast betur þetta ár. Alþýðuflokkurinn mun að sjálfsögðu standa fast við þá stefnu, sem hann hefur framkvæmt, svo lengi sem hugsanlegt er. Hins vegar hafa forráðamenn flokksins aldrei reynt að blekkja þjóðina eða telja henni trú um, að niðurfærslan mundi — án frekari aðgerða — gera meira en fleyta þjóðina vel yfir líðandi ár. Það eitt er ær- inn áfangi. Nú verður að finna lausn á afurðasölumál- um landbúnaðarins, þannig að samstarf framleið- enda og neytenda verði endurvakið í einhverri mynd. Síðan verður að semja um nýjan grundvöll afurðaverðs — og gera það án þess að knýja verka- lýðinn til að gera nýjar kaupkröfur. Fjárlög stand ast vel þetta ár með því að notaðar hafa verið upphæðir (tekjuafgangur o. fi.);, sem ekki verða not aðar aftur. Verður unnt að brúa bilið þar án þess að leggja á nýjar álögur, eins og Jókst á síðast- liðnu vori? Erlend lán hafa haft mikla þýðingu í sambandi við fjármál ríkisins, en verður hægt að taka eins mikið af þeim og áður? Getum við haldið áfram að láta ríkisbúskapinn byggjasfc á innflutningi hátollavöru í sama mæli og verið bef ur árum saman? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga, sem glíma þarf við í efnahagsmálunum. Emil Jónsson hefur fleytt þjóðinni farsællega yfir líðandi ár, en hann sagði í umræðum fyrir kosningar afdráttarlaust, að vandi framtíðarinnar væri óleystur. Kosningarnar sýndu, að íslenzka þjóðin vænt- ir þess, að haldið verði áfram að starfa í anda þeirrar stefnu, sem Alþýðuflökksstjórnin hefur markað. Við skulum vona, að það takist. Helmingur myndanna hefur selzt. MÁLVERKASÝNING Veturliða Gunnarssonar í I.ista- ■ mannaskálanum hefur verið opin í hálfa viku. Um ■ 6—700 manns hafa skoðað sýninguna og 34 myndir af : 70 hafa selzt. — Sýningunni líkur á sunnudaginn. ; félagi Alþýðu- flokksins í Rvík í kvöld KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins í Reykjavík heldur fund í kvöld — miðvikudag — kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. _ Föndurnámskeið félagsins hefst mánudagskvöldið 9. nóv. á skrifstofu flokksins. Kennari verður frú Ingibjörg Hannes- dóttr. Þær konur, sem ætla að I taka þátt í námskeiðinu, innriti sig á fundinum. Einnig verður rætt um bazar félagsins, sem haldinn verður í byrjun desemher. r Þá flytur frú Þóra Einasrs- dóttir erindi um vernd til handa afbrotaunglingum. — Að lokum verður sýnd kvikmynd. Mætum vel og stundvíslega. H AROLD Macmillan, forsæt- isráðherra Breta, notaði ná- kvæmlega tvær vikur til þess að endurskipuleggja stjóm sína eftir kosningasigurinn 8. október s. 1. Þær breytingar, sem hann gerði, varpa skýru ljósi á tilgang hans á næstu árum. í fyrsta lagi ætlar hann að koma í veg fyrir að sú hreyfing íhaldsflokksins frá hægri, sem tryggt hefur í- haldsmönnum tvo kosninga- sigra undanfarin ár, stöðvist, og í öðru lagi mun hann leggja höfuðáherzlu á utan- ríkis- og va" '.rrmál. Súes-deilan vakti sterka hægri hreyfingu í flokknum og það var sú hreyfing, sem olli því, að Macmillan varð forsætisráðherra en ekki Butler, sem þóttj of frjáls- lyndur. Ut Á VIÐ notfærði Macmill- an sér þessi öfl en í raun og veru vann hann að því að beygja flokksmennina aftur til þeirrar umbótastefnu, sem Butler var talsmaður fyrir og varð ríkjandi í flokknum eft- ir stríð. Stjórnmálamenn í London telja að Macmillan hafi þegar útnefnt eftirmenn sína, þá Butler og Macleod, hvor það verður ákveður flokksstjórnin á sínum tíma. Butler, sem er 57 ára að aldri, verður áfram innanrík- isráðherrá, en auk þess for- maður íhaldsflokksins í stað Hailsham lávarðar, sem skip- aður var xáðherra í vísinda- málefnum. Flokksformaður- inn túlkár stefnu flokksins út á við og gagnvart almenningi. Macléod tekur við af Len- nox-Boyd í því ráðherraem- bætti, sem einna erfiðast er í Bretlandi í dag, þ. e. emb- ætti nýlendumálaráðherra. Márgir telja að hann verði foringi ■ flokksins irinan fárra ára. Harin liefur þótt standa sig með afbrigðum vel sem héilbrigðis- og. atvinnumála- ráðherrá. Macleod hóf stjórn- málaafskipti eftir stríð og starfaði á flokksskrifstofum íhaldsflokksins undir stjórn Butlers. F LESTIR hinna ungu mennta manna flokksins hafa hækkað í tign. Reginald Maudling verður verzlunarmálaráð- herra og ber þar ábyrgð á samningum við Fríverzlunar- svæðið. Edward Heath er at- vinnumálaráðherra. Sir Ed- ward Boyle, sem sagði sig úr stjórn Edens vegna Súezmáls- ins tekur nú aftur sæti í stjórninni sem aðstoðar-fjár- málaráðherra. Annar ungur aðalsmaður, sir Keith Joseph tekur við stöðu í húsnæðis- málaráðuneytinu. Allir þessir menn eru um fertugt. Annað sem athygli vekur er, að í hinni nýju stjórn eru tiltölulega margir, sem hlot- ið hafa menntun sína í ríkis- skólum eða lítt þekktum menntaskólum í stað hinna klassísku undirbúningsskóla Eton og Harrow, sem til þessa hafa ,,framleitt“ ráðherra Ihaldsflokksins. Macmillan virðist ganga hreint til verks í því, að losa flokkinn við hinar aristokratisku erfða- venjur, sem voru orðnir hon- um fjötur um fót. Mörgum -til furðu - verður Selwyn Lloyd áfram utanrík- isráðherra og þykir það benda til þess-að Macmillan ætli Sér að stjórna utanríkismálunum að mestu sjálfur hér eftir sem hingað til. Ekki er ólíklegt að 'Macléod sé ætlað utanríkis- ráðherraembættið með tíman- um. í M ESTA uridrun vekur að Duncan Sandys skuli lækkað- ur úr því að vera ráðhérra varnarmála ofan í hið nýstofri aða flugmálaráðherraem- bætti. Það er undarlegt að Harold Watkinson, sem stóð sig illa í starfi flutningamála- ráðherra, skuli hafa tekið við starfi hans í varnarmálaráðu- neytinu. Allir aðrir, sem hafa á hendi embætti í því ráðu- neyti eru annars og þriðja flokks stjómmálamenn, und- antekinn er þó hermálaráð- herrann Christofer Soames. Þessi skortur á öflugum stjórnmálamönnum í hermála ráðuneytinu hlýtur að þýða aukin áhrif Mountbattens lá- varðar, sem varð yfirmaður hersins skömmu fyrir kosn- ingar og er einhver sterkasti persónuleiki í Englandi urn þessar mundir. Macmillan ætlar sér senni- lega að hafa sjálfur úrslita- orð um allt það er viðkemur varnarmálum og málefnum hersins yfirleitt. Talið er að það hafi verið hann en ekki Duncan Sandys, sem var upp- hafsmaður hvítu bókarinnar um varnarmál 1957. Það þýð- ir að stefna Macmillans í þessum málum getur ekki leitt til bættrar sambúðar inn an Atlantshafsbandalagsins þegar um er að ræða sam- ræmdar varnaraðgerðir við- komandi landa. ÁuGLJÓST er að íhalds- flokkurinn verður ekki Verka mannaflokknum auðveldur andstæðingur á næstu árum. Verkamannaflokkurinn hefur aðeins gott af þessú. Ef íhalds menn hefðu tekið upp stefnú lengra til hægri hefði verið , freistandi fyrir 'Verkamanna- flokkinn að loka augunum, fyrir þeim staðreyndum, sem ollu ósigri hans í síðustu kosn ingum og þeim vandamálum, sem þá sköpuðust. Macmill-; an hefur komið í veg fyrir þetta með því að skipa frjáls- lynda menn £ helztu ráð- herraembættiri. 7 -t Verkamannaflokkurinn a um það eitt að velja að taká áskoruninni á þann hátt,- sem Hugh Gaitske.il hefur aílf af viíjað. - Denis Healy. \ f 4. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.