Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 5
i AlJiýðublaðiS — 4. nóv. 1950 HvaS er áð gerast Svíar sainmála Norð- Ádenauer skrifar Igi P. Briem flufli erindi monnum SALTSJÖBADEN, 3. nóv. - A fundi sjöveldanna, sem standa utan við fríverzlun- arsvæði Evrópu, sagði sænski fulltrúinn í dag, að sænska stjórnin væri sam- mála norsku stjórninni varð- andi útfærslu fiskveiðitak- markanna, í 12 mílur. Einn- ig kvað hann Svía vera sammáía Norðmönnum um sérstöðu ísfisks innan mark- aðssvæðis hinna sjö. de Gauile OSLÓ, 3. nóv. (NTB). — SAS-flugfélagið tilkynnti í dag, að það hefði keypt tvær Convair Coronado farþega- þotur en það eru hraðskreið ustu farþegaflugvélar heims ins. Sagði talsmaður félags- ins að þessi kaup stæðu í sambandi við samvinnu fé- lagsins við Swissair. Mesti hraði þessara véla er 1020 kílómetrar á klukkustund og taka 96 farþega. Þær eru framleiddar í Kaliforníu. SAS mun nota þær á flug- leiðum til Suður-Ameríku. Þéf í Genf GENF, 3. nóv. (NTB—Reu- ter). — Lítið miðar í sam- komulagsátt á fundi Breta, Bandaríkjamanna og Rússa á Genfarfundinum um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. Á fundinum í dag gerði bandaríski fulltrúinn James Wodsworth nákvæma grein fyrir því hvers vegna Bandaríkjamenn óskuðu eft- ir tæknilegum athugunum í sambandi við eftirlit með því að banni við tilraunum yrði framfylgt. Fulltrúi Rússa, Tsarpkin sakaði Bandaríkjamenn um að vilja eyðileggja allan árangur af fundinum. MOSKVA. — „Pravda“ skýrði svo frá um síðast- liðna helgi, að Lickachov bílaverksmiðjan í Moskvu væri að gera við og hressa upp á bíl Lenins, sem síð- an yrði fluttur í Lenin- safnið. f / Anastas I. Mikoyan varaforsætisráðherra, upp lýsti fyrir skemmstu, að bæði hann og Lenin hefðu ekið í Rolls-Royce. En á myndinni, sem fylgdi fréttinni í Pravda, vantar merkið á hinn sögufræga bíl. BONN, PARÍS, 3. nóv. (NTB-AFP). — Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands sendi de Gaulle orðsendingu fyrir nokkrum dögum. Ekk- ert hefur verið látið uppi um efni hennar en talið er víst að Adenauer hafi mót- mælt því við de Gaulle, að stjórn Vestur-Þýzkalands skuli ekki fá að taka þátt í undirbúningi forráðamanna vesturveldanna að fundi æðstu manna. Fundur leið- toga vesturveldanna verður haldinn í París um miðjan desember. Sagt er að Ade- nauer krefjist þess að fá að taka þátt í þessum undir- búningsviðræðum, sem snerta Þýzkaland meira og minna. Þessi fundur leiðtoga hinna þriggja stóru innan Atlantshafsbandalagsins snertir ekki aðeins Þýzka- land heldur einnig öll hin aðildarríki bandalagsins. Paul Henri Spaak, fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins hefur verið falið að tilkynna aðildar- ríkjunum hvaða ákvarðanir verða teknar á fundi leið- toganna. Mál þetta . verður væntanlega rætt á fundi fastaráðsins, sem haldinn verður rétt fyrir jólin. Lausa fregnir hafa undanfarið gengið um það, að Bretar Bandaríkjamenn óg Frakk- ar hafi sett á laggirnar eins konar yfirstjóm Atlants- hafsbandalagsins ; ög hefur þetta verið gagnrýnt af ýms um. Talið er að Eisenhower muni heimsækja Róm er hann kemur á fund leiðt.oga vesturveldanna í desember og þá væntanlega fleiri höf- uðborgir aðildarríkjanna. Vettiiskattur TAGE Erlander forsætis ráðherra Svía sagði að sænska stjórnín standa og falla með varpi sínu um að skuli á veltuskaft, er.nemur fjórum af hundraði. Erlan- der sagði, að kommúnistar hefðu líf stjórnarinnar í hendi sér. Ef þeir greiða at- kvæði með stjórninni eða sitja hjá, er málinu tryggð- ur framgangur. Kossð án árangurs NEW YORK, 3. nóv. — var reynt að kjósa fulltrúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag í stað fulltrúa Japans. Voru sex atkvæða- greiðslur í dag en ekki náð- ist tilskilinn meirihluti frek ar en áður. Var kosið milli Póllands og Tyrklands og hlaut Tyrkland við síðustu atkvæðagreiðsluna 42 at- kvæði en Pólland 38. Frest- að hefur verið í hálfan mán- uð að kjósa í ráðið. HONG KONG, 1. nóv. — Fertugur Hong Kong-búi, Ko Tong, fékk í dag f jög- urra ára fangelsisdóm fyr- ir að ráðast á frænku sína með kjötöxi og hella síð- an sjóðandi olíu yfir hana. Ko játaði sök sína, kvaðst hafa lent á því og frænk- an neitaði honum um lán. Frænkan Chow Wai-ying, lifði árásina af. í INDLANDI víða hefur verið efnt til mótmælafunda vegna hernaðaraðgerða Kín- verja í indversku landa- mærahéruðunum. Hér er ný mynd af einum þessara funda: Indverjarnir bera kröfuspjöld með orðum eins og: Hypjið ykkur heim, Kín- verjar! Myndin var símsend til Kaupmannahafnar frá Bombay. r ■■ FÉLAG þjóðréttarfræðinga í Júgóslavíu (International Law Associotion) hélt fund þann 13. október í lagadeild háskólans í Belgrad, ásamt International Law linstitute. Hafði dr. Helga P. Briem, sendihci'ra í Þýzkalandi og Jii- góslavíu, verið boðið að halda þar fyrirlestur um fræðilega hlið fiskilögsögunnar við ís- land. ■Hélt hann klukkustundar er- indi um það mál, en á eftir urðu umræður. Meðal þeirra, er tóku til máls, var ambassádor Milan Bartos, prófessor í þjóðarétti og formaður sendinefndar Júgó- slavíu á landhelgisráðstefnunni í Genf í fyrra. Hélt hann langa og snjalla ræðu, þar sem hann lauk lofsorði á forgöngu íslands um varðveizlu auðæfa sjávar- ins og fór hörðum orðum rrn. framkomu Breta í íslenzkri fisk veiðilandhelgi. Lauk hann máli sínu með því að biðja íslenzka sendiherrann að bera þjóð sinni þessa kveðju: Yið álitum, rð þið hafið rétt fyrir ykkur_ r *■ r SNiOFOL A BLÖNDUÓSl Fregn til Alþýðublaðsins. BLÖNDUÓSI í gær. HÉRNA hefur verið einmuna góð tíð í allt haust. en nokkuð úrkomusamt. Fyrsti snjórinn féll aðfara1- nótt fyrsta vetrardags. í dag er hér aðeins föl á jörS, en hiti er um frostmark G.H. SAMEININGARFLOKKUR alþýðu — Sósíalistaflokkurinn á samkvæmt lögum sínum að halda flokksþing á þessu hausti. Er þess nú beðið með nokkurri eftirvæntingu í stjórnmálaheiminum, hvenær þetta þing verður haldið og hvað þar gerist. Alþýðublaðið leitaði í gær fregna af þessu hjá skrifstofu Sósíalistafé- lagsins í Reykjavík og fékk þær upplýsingar, að ekki liefði enn verið ákveðið, hve- nær þingið kemur saman. Það þykir raunar eðlilegt, að forráðamenn Sósíalista- flokksins vilji sjá fram á, hvernig stjórnmálin þróast næstu daga eða vikur, áður en þeir kalla þingið saman, svo að hægt verði að ræða um kjarna dægurmálanna á fast- ari grundvelli en í dag er til. f sambandi við þetta vænt- anlega þing velta kunnugir vöngum. yfir þrem höfuðat- riðurn: 1. Hvað gerist í átökunum milli Moskvumanna og „hinna“ á þinginu? Moskvu menn bafa verið í gagn- sókn eftir blómaskeið al- þýðubandalagsmanna í kosn- ingunum 1956 og framan af tíð vinstristjórnarinnar. Láta þeir nú til skarar skríða? Verður tekin upp hreinni barátta fyrir Marx- isma-Leninisma eða verða endurskoðunarmenn (revi- sionistar) ofan á? 2. Hvernig verður sambandið milli Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins form- lega í framtíðinni? Upp- haflega var ætlunin að leggja Sósíalistaflokkinn niður, en bví var slegið á frest á síðasta þingi hans. Er sú hugmynd með öllu dauð? Og er dauði þeirrar hugmyndar ekki reiðarslag fyrir framtíð þeirra Valdi- marssona og annarra, er vildu gera Alþýðubandalag ið að eiginlegum samein- ingarflokk alþýðu? 3. Hver verður afstaða komm únista til dægurmálanna og stjórnarmyndunar? A íð séð er af skrifum Þjóðvilj- ans, að kommúnistar sveifla tveim kylfum y£lr hinum flokkunum í sam- handi við stjórnarmyndran. Önnur er verkfallsalda, enda hafa flest verkalýðs- félög lausa samninga. Hin er viðskintin við austan- tjaldslöndin, sem Isleml- ingar eru óneitanlega rojeg háðir. I sambandi við við- skiptin í austurveg veknr það athygli, að Rússar frest uðu samningagerð við Is- lendinga í haust fram fyiir kosningar, og enn heíur samningum verið frestað, fram eftir mánuðinum að minnsta kosti. Sanmingar við þá eru því líka opn'r. Allt þetta veldur því, aí> menn biða með nokkurri for- vitni eftir flokksþingi Sósíal- istaflokksins, sem varla verð- ur umit að halda síðar en fyrstu viku næsta mánaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.