Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.11.1959, Blaðsíða 6
Copyright P. I. B. B KRULLI i-r- smáatriSið hleðst ofan á annað, þar til sviti sprettur út um líkamann af starfs- æsing og framkvæmdalöng un. Loks kemur gleymsku- óttinn, að einhver þessara áætlana verði nú gleymd á morgun. Það er því talið ráðlegt að hafa blað og blýant við hendina og skrifa allt það niður, sem gera á, þar með er þvílíkt og að nokkru leyti aflokið, og heilinn fær hvíld. Ill!!lll!!!llll[|| IBÚI í Santa Fe í Mexíkó hringdi til dagblaðsins New Mexican og bað um, að fréttin um trúlofun hans yrði dregin til baka. Honum var svar að, að það væri ómögu legt. Blaðið væri þeg- ar komið í pressuna. — Jæja, O.K., svar aði hann. — Ég verð þá víst að giftast henni. að hugsa um draugasögur eða voveiflega atburði og angistin smýgur gegnum merg þeirra og béin. Bænir eða þulur eru tald ar bezta ráðið gegn þessu. Með því. að tuldra íyrir munni sér vers eða bænir gleymist hryllingurinn og maður sofnar í miðjum sálmi. Margir fyllast hálfgerðum ótta, enda þótt þeir séu komnir á fullorðinsár, þeg- ar þeir hafa slökkt ljósið og ekkert nema myrkrið er kringum þá. Sumir eru jafn vel svo barnalegir, að fara Sumir hafa unnið svo mik ið yfir daginn, að þreytan gerir þeim ómögulegt að sofna. Það eru alltof snör umskipti að leggjast skyndi lega upp í rúm eftir að hafa verið á þönum allan daginn. Ráðið við þessu er að slappa fyrst svolítið af í stól og dunda sér við eitthvað, sem viðkomandi fellur vel eins og t. d. að prjóna, leggja spil, rabba við góða vini eða lesa í bók. Sumum fellur jafnvel vel að lesa velritaða glæpasögu áður en þeir hátta, en fleiri æsir það þó upp og veldur óró- Ieika. Ytri aðstæður eru ekki síður mikilvægar, þegar rætt er um svefn. Rúmið á að vera stórt og vel um bú- ið. Breidd þess á að vera þrisvar sinnum meiri en þess líkama, sem í því á að liggja og lengdin 20 cm. fram yfir mannslengd. Gæta ber vel að loftræst- ingunni og gott er að minn- ast þess hve hollt og gott er að hafa hitapoka við fæt- urna eða ullarteppi, þegar kalt er. Loks er að geta afslöpp- unarinnar í rúminu. Gott ráð er talið að ímynda sér að þung lóð hangi í öllum líkamspörtum og tauta síð- an fyrir munni sér „þungur sem blý . . . þungur sem blý.“ — Eldgamall er sá siður að telja sig í svefn, þ. e. a. s. telja og telja þar til sofnað er út frá öllu sam an eða „anda sig í svefn“ með því að anda hægt að sér í gegnum nefið og út í gegn um munninn alltaf með sama hraða, þannig að önd- unin verður nokkurs konar tilbreytingarlaus vögguvísa. Sumir sofna, ef þeir hlusta á sinfóníur eða aðra hærri músík í útvarpinu, og marg ir eru svo háðir liávaðanum, að þeir geta ekki sofnað fyr- ir þögn, ef útvarpið bilar. Allra síðast er unnt að íaka það til bragðs að ákveða með sjálfum sér að sofna ekki og ganga þannig í ber- högg við óttann. Oft fer það þá svo, að letin og löngunin til að svíkjast um, sigrar, og draumalöndin taka við af raunveruleikanum. Ef ekkert af þessu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, dugar, er ráðlegt að leita læknis. HVAÐ gera prinsessur, þegar þeim leiðist? — Það er auðvitað ómögulegt að fullyrða neitt um leitt, en hennar lega hátign prinse, bet Alexandra Ag zulu, sex ára frær kóngs, skvettir vat Það var heiður himinn yfir Lunc Þess vegna kom þc þruma úr heiðslí fyrir fólk, sem g mesta tízkustrætin myn Street, — að Kvenfólki fann ypp skaffa FYRSTU skattheimtu-„menn“ heimsins vori prestar hinnar gömlu egypzku gyðju, ísisar. endur hennar urðu að greiða nok’kra upp þess að fá óskir sínar uppfylltar hjá gyðjunn ar greiðslur voru reiknaðar eftir eignum og tilbiðjendanna, en æðsti kvenpresturinn, sem iega var meðlimur konungsfjölskyldunnar, hina greiddu skatta inn í musterisbækurr þetta segja menn að séu þeir fyrstu skattí lagðir hafa verið á fólk. FANGAR FRUMSKÓGARINS EN hjálp þeirra er ekki lengur nauðsynleg. Frans hefur náð yfirhöndinni yf- ir negranum og heldur hon- um hræddum með hans eig in vopnum. Þá koma vin- irnir hlaupandi. Og hver er það ekki, sem þarna? Það er en ar en Tom. En nú tími til að blaðrí SVEFNLEYSI er versti óvinur margra. Fyrrum sofnuðu þeir strax og þeir lögðu höfuðið á koddann, en nú er svo komið að þetta ætlar aldrei að ganga, þeir bylta sér fram og aftur í rúminu og heyra sér til skelfingar, að klukkan slær heilan og síðar hálfan tíma. „Ég verð að sofna,“ segja þeir við sjálfa sig, en allt kemur fyrir ekki. Loksins, þegar virðist með öllu út- séð um, að ekkert verður úr svefni þessa nóttina, hverfa þeir loks inn í meðvitund- arleysið .— land svefnsins Það er mjög algengt, að fólk leiti fljótlega á náðir svefn- meðala, þótt allir viti, hve illar afleiðingar slíkur „gervisvefn11 getur haft. •— Fyrir skömmu rákumst við á grein í norsku blaði, þar sem kennt var að sofna án svefntaflna. Fyrsta skilyrðið er að vera ekki að ergja sig yfir því, að maður skuli ekki sofna strax. Þær einar á- hyggjur halda vöku fyrir mörgum manninum. Aðrir geta ekki sofnað vegna ýmis konar annarra heilabrota. Ef áhyggjur þessar eru al- varlegar, getur verið nauð- synlegt að leita læknis og fá svefntöflur, en oftar en hitt eru þetta smá búsorgir, fólk fer að hugsa um það, þegar það er komið upp í rúm, hvað það hafi nú látið ógert, en verði nú að drífa í að gera á morgun. Hvert „Vítamínhattur” nyjasta tízka KVENFÓLKIÐ — hin eilífa ráðgáa og furðudýr . . . Þetta kalla þær „vítamínhatt“, en hann er gerður úr vínberjum, gulrótum, káli og lauk ásamt ýmsn fleiru. Það er líklega lagleg anganin!!! Sleppum því . .. það er alltaf gaman að þeim. ... Til þess að sýna kvenþjóðinni glöggt, hve mikils við metum hana, verður fimmtudags-Opnan einkum helguð kvenþjóðinni í framtíðinni. Auðvitað birtum við heilmikið af myndum — og reynum að hafa þetta í þeim dúr, að karl-mennirnir hafi eitthvað gaman af því líka, En — FIMMTUDAGUR ER KVENNADAGUR OPNUNNAR. Á DET NORSKE TEA- TRET í Osló er nú sýnt leikrit, sem heitir „Táning- urinn“, en þar er íjallað um vandamál æskurmar. Leik- rit þetta hefur vakið mikla athygli og aðsókn æskufólks ekki einasta í Osló, heldur víðar. Hr. Ítalía ÞAÐ er alltaf verið með myndir og sögusagnir af fegurðardísum . . . svo nú virðist tími til kominn að minnast dálítið á karlmenn ina. — Jæja, hér er sem sé hr. Íalía. Hann er fæddur í Trieste og heitir Salvino Mileto. Mileto mun taka þátt í alheimsfegurðarsam- keppni karla í Ameríku. Ef einhver hefur áhuga — get um við skýrt frá því, að þeir sem fengu önnur verðlaun hétul Conti Francesco og Castiglioni Giorgio. •— Við höfum ekki heimilisföngin! g 4. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.