Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 9
Erlendar knattspyrnufréttir: DANSKA deildakeppnin í knattspyrnu er senn á enda í ár. Aðeins tvær umferSir eiu óleiknar í 1. deild, en þrjár í 2. deild. Þótt stutt sé til loka keppninnar er énn ósýnt hvern ig fara muni, þó að allar líkui' bendi til þess, að B—1909 frá Odense muni hreppa meistara- ti'tilinn að þessu sinni, en það ekipar nú efsta sætið og hefur tveggja stiga forskot. B—1909 hefur haldið forustunni í 1. deild frá því í vor og um tíma voru sex stig milli þess og næsta liðs, en fyrir skömmu tapaði það fyrir RB og Vejle, hættulegustu keppinautum sín- um, og þar með vísum sigri í keppninni. KB skipar nú annað sæti deildarinnar og hefur und- anfarnar vikur gengið fræki- lega sigurhraut eftir miðlungi góða frammistöðu sl. vor. KB má nú óhikað telja bezta félags lið Danmerkur. OB frá Odense og Vejle eru í 3. og 4. sæti og skilja tvö stig þau og KB. OB og Vejle munu án efa berjast harðri baráttu til að krækja sér í eitt af þremur verðlaunasæt- unum, en önnur félög en þau, sem að framan eru greind, koma ekki til greina í Þau, þar sem 4 stig skilja 4_ og 5. sæti deildarinnar. í hinum enda 1. deildar- ríkir eigi minni óvissa, þó að eitt lið, B—93, sé þegar fallið, en hvaða félag muni verða því samferða í 2. deild verður líklega ekki útkljáð fyrr en síðasta dag keppninnar. Kö- ge og B—1903 eru í næstsíðustu sætunum, jöfn að stigum og berjast örvæntingarfullri bar- áttu gegn falli. Hið gamal- kunna félag AGF er aðeins tveimur stigum ofar en Köge og B—1903 og því ekki utan. hættusvæðisins. — í 2. deild berjast þrjú félög um efstu tvö sætin og þar með sæti í 1. deild. Frederikshavn er nú efst eftir óslitna sigurgöngu síðan í vor og má telja það líklogast til sigurs í deildinni. B—1913, sem rm er í öðru sæti, hefur fram til þessa skipað efsta sætið í deildinni og þótt mjög líklegt til sigurs, en hefur tapað tveim- ur síðustu leikjum sínum. Næst ved, sem í fyrri missti af sæti í 1. deild vegna óhagstæðs marka hlutfalls, ei' í 3. sæti og aðeins stigi neðar en B—1913. Næst- ved mun efalaust reynast. B— 1913 hættulegur keppinautur, einkum þar sem þau eiga að mætast síðasta dag keppninn- Ftamhald á 2. síðu. Kvenfólk í knaffspyrnu ÁHUGI kvenna á knatt spyrnu fer nú stöðugt vax andi og eins og sézt á þessum tveim myndum, sem við birtum í dag, eru tilburðir þeirra bysna knattspyrnulegir. — Nýlega var haldið knatt spyrnumót kvenna í Knabstrup í Danmerku með þátttöku sjö liða. Leikirnir voru hinir skemmtilegustu, en stúlk urnar, sem þátt tóku í keppninni eru þekktar í handknattleik. Fredriks- berg sigraði í móti þessu og þóttu dömurnar sýna á gætan leik, sérstaklega Else Birkemose. og Anne Marie Nielsen, en þær eru báðar í danska landsliðinu i handknattleik. í einum leiknum kom fyrir atvik, sem sýnir, að kvenfólk er nú einu sinni kvenfólk. Markvörður og bakverðirnir í einu liðinu voru í hrókasamræðum og vissu þá ekki til fyrr en knötturinn kom allt í einu þjótandi og hvein í net- inu. Já, það er nú það. íþróttasiðan ætlar ekki að spá neinu um það, hvort íslenzkar stúlkur muni iðka knattspyrnu í framtíðinni, en þyí ekki Sysfrafélagið Álfa Surmudaginn 8. nóvember heldur Systrafélagið Alfat sinn árlega bazar í Vonarstræti 4 •— FélagsheimSUt verzlunarmanna. Verður bazarinn opnaður kl. 2 e. b. Á boðstólum verður mikið af hlýjum ullarfatnaði barna og einnig margir munir, hentugir* 1 til jólagjafa,. Allir velkomnir. Stjórnin. um sfjómarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Samkvæmt félagslögum fer fram stjórnarkosning » féfaginu að viðhafðri allsherjaratkvæðagrfeiðslu írá kl. 13,00 þann 25. nóvember n.k. til kl. 12,00 daginru fyrir aðalfund. Framboðslistar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 22,00 þann 20. nóvember n.k. f| skrifstofu félagsins. Framboðslistum þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Reykjavík, 5. nóvember 1959. j Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur. Nemendur og laghenta menn vantar .] okkur nú þegar. j Blikksmiðja Reykjavíkur, Lindargötu 26. 'A Alþýðublaðið — 5. nóv. 1959 .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.