Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 11
26. dagur ur hjá Bunty. Adele er eins og aumingi, ef eitthvað kemur fyrir.“ Hún sá á náfölu andliti hans og baugunum undir augunum hve illa honum leið. „Henni batnar, Leigh. — Hafðu ekki of miklar á- hyggjur, ástin mín.“ Hún sagði ástin mín ósjálf rátt. því hún hafði ekki ætl- að að segja neitt þess háttar við hann. En aðstæðumar voru óvenjulegar. Hún vissi hve vænt honum þótti um Bunty. „Eg verð að fara,“ sagði hann. „Eg tek. ekki á móti . sjúklingum í dag. Viltu segja'. þeim hvað hefur komið fyr- ir?“ „Vitanlega.“ „Eg vona bara að það verði ekki fleiri tilfelli. Hunt og Lawson hjálpa mér en ég vil helzt hugsa um sjúklingana mína sjálfur.“ Hann brosti • veikt. „Eg kem heim strax og ég get.“ Jill flýtti sér upp að hús- inu. Frú Ford, sem hafði ver- ið beðin um að aðstoða, var í eldhúsinu. Hún ljómaði þegar hún sá Jill. „En hvað ég er fegin að sjá yður ungfrú Faulkner! : Það er nú þokkalegt ástand- ið hér á þessu heimili. Frú Sanders er álíka nytsöm og' blaut þvottadula. Hún getur ekki einu sinni verið hjá sínu eigin barni hvað þá hjá Flor rie og ungfrú Evans. Finnst yður þetta ekki voðalegt ungfrú? Eg' hef aldrei vitað til þess að annað eins skeði. Það var víst eitthvað í brauð inu frá Sandford bakaranum. Að minnsta kosti í hluta af ’ því. Yður er víst ekki neitt illt?l4» „Nei, mér líður vel. Við verzlum ekki við Saltford.“ .... Sparið yður hlaup á xailli margra veuzlana.! OÖkWöl ð öm HOT! -Austegtrðeti „Það er gott fyrir frú San- ders að hún skuli ekki borða hvítt brauð, annars væri hún víst veik líka. Eg vona bara að læknirinn veikist ekki. Þá erum við búin að vera. „Já, það er víst áreiðan- legt.“ Jill fór upp og mætti Ad- ele sem var að koma út úr herbergi Bunty með vaska- fat. „Eg kom til að hjálpa yð- ur,“ sagði Jill. Það sem Adele hafði lang- að til að segja, þegar Leigh sagði henni, að Jill kæmi, var að hún vildi ekki fá hana. En nú þegar hún var komin, létti henni við að sjá hana. Hún var að fá tauga- „Bunty, vina mín, þér fer að batna.“ Bunty stundi veik og þrýsti sér að Jill, sem tók utan um hana. „Eg er svo fegin, að þú ert komin Jill. Þú mátt ekki fara aftur.“ ,,Eg geri það ekki, elskan mín.“ „Mamma hatar mig, þegar ég er veik.“ „Bunty mín, ég er viss um að hún gerir það ekki.“ „Víst, ég veit að hún gerir það. Hún var vond við mig Jill.“ Jill þrýsti henni að sér og ýtti hárinu frá enni hennar. „Mér er svo illt í höfðinu og maganum.“ Það var kölnarvatn á nátt áfall með þrjá sjúklinga og engan nema frú Ford til að- stoðar. Sérstaklega þar sem hún gat ekki sinnt sjúkling- um og reyndi ekki að dylja það. „Þakka yður fyrir,“ ságði hún. „Leigh sagði mér að þér kæmuð. Getið þér verið í nótt?“ „Já, ég vil það gjarnan, ef ég get hjálpað yður eitthvað. Og — hún hikaði — „ef yð- ur er sama." „í guðanna bænum verið hér fyrst, þér viljið koma. Guð minn góður —“, stuna heyrðist úr herbergi Bunty og Adele leit á Jill. „Getið þér farið til hennar? Eg get ekki meira.“ „Sjálfsagt.“ Jill kom inn til Bunty í tæka tíð til að koma í veg fyrir að hún >færi fram úr rúminu. Hún hrökk við þeg- ar hún sá náfölt andlit litlu stúlkunnar og fann hvað hún var brennandi heit. Hún var svo smá og visin og gjörólík hamingjusama, hlæjandi barninu, sem fyrir fáum dög um hafði skemmt sér svo vel í afmælisboðinu. Copyriqh, P. I. B. Box 6 Cc Copenhogen V, * fiPANNi&Plfl ÍAx*fi, það minnir mig á, að ég lofaði mömmu að raka grasflötina. borðinu og Jill baðaði enni hennar og hendur. „Hvenær kemur pabbi heim?“ „Bráðum, elskan mín.“ „Ungfrú Evans og Florrie eru líka veikar.“ „Eg veit það. Eg verð að fara til þeirra á eftir.“ Bunty leit hræðslulega á hana. „Kemurðu aftur?“ „Já, ég verð fljót. En ég fer ekki strax. Viltu ekki reyna að sofna?“ Bunty andvarpaði. „Eg get ekki sofnað. En farðu bara til þeirra, ég get verið ein þangað til þú kem- ur.“ Jill beygði sig og kyssti hana. „Þú ert góð lítil stúlka.“ Hún heimsótti hina sjúkl- ingana og henni létti, þegar hún sá að þær voru ekki jafn veikar og hún hafði búizt við. Ungfrú Evans sagði að henni liði betur, en Florrie leið alls ekki vel. „Frú Ford lofaði að gefa mér te, en ég get sennilega ekki drukkið það.“ Frú Ford kom einmitt með teið í þessu og Florfie hafði á féttu að standa. „Eg skal vera hjá henni, ungfrú,“ sagði frú Ford. —• „Farið þér bara til Bunty. Hún- var að kalla á yður.“ Jill flýtti sér til hennar. „Fyrirgefðu, Jill, ég —“ Jill studdi við ennið á henni og lagði hana svo nið- ur á koddann. Hún var svo veikburða, að hún gat varla talað. Tárin runnu niður svita storknar kinnar hennar. Jill þvoði andlit hennar og hend- ur og baðaði þær aftur með kölnarvatni. Hún óskaði þess að Leigh færi að koma og hún skildi ekki hvemig hann kæmist yfir að sinna öllum sjúklingunum. Hún heyrði að síminn hringdi í sífellu og ályktaði að Adele svaraði. Frú Ford leit inn um dyrnar. „Florrie liður betur. Hún er farin að sofa.“ „Það er gott.“ „Skyldi einhver vilja fá að borða í kvöld? Læknirinn þyrfti nú að borða. Ég þori að veðja, að frú Sanders hugs- ar ekki um neinn mat“. „Jú, hún gerir það áreiðan- lega, frú Ford. Hvenær þurfið þér að fara heim?“ „Ég þyrfti að fara sem fyrst“. „Ég verð hér í nótt, svo ég get eldað sjálf, ef þörf krefur. En sennilega verður enginn svangur“. „Þau drukku ekkert kaffi, ungfrú. Ég hef áhyggjur af lækninum, hann leit svo illa út“. Bunty stundi hjartasker- andi og þá hætti frú Ford að tala og fór út. Jill tók stól og settist við rúm hennar. Hún tók um úlnlið hennar og fann æðasláttinn, sem var mjög veikur og ói'eglulegur, en augu hennar voru lokuð og hún virtist vera sofnuð. Jill vissi ekki hvort óhætt væri að fara frá henni. En þegar hún stóð upp opnaði Bunty augun og snéri höfð- inu. „Farðu ekki frá mér“. „Nei, elskan mín“. „Hvar er pabbi?“ „Hann er að koma, elskan mín“. „Mig kennir svo til“. Hún kipptist við og kastaði mikið upp. Jill sat við rúmið. Hún vissi ekki hvort sjúklingarnir hefðu komið á stofuna, en það hlutu allir að vita hvað hefði skeð. Slærnar fréttir fréttast fljótt. Hún þráði að Leigh kæmi heim, það var svo ó- eðlilega kyrrt í húsinu, svo ó- líkt því sem það var venju- lega á þessum tíma sólar- hringsins þegar sjúklingarnir voru að koma og fara. Loks ■ læddist hún burt frá rúminu. Hún ætlaði ekki langt, hana langaði aðeins til að fullvissa sig um að Adele svaraði í sím ann ef einhver kæmi eða hringdi. Hún hallaði sér yfir hand- riðið og horfði niður í for- stofuna. Dyrnar á setustof- unni voru opnar og hún heyrði að Adele sagði lágt en ákveðið: „Nei, ég get ekki hitt þig í kvöld. Ég skal reyna að hitta þig á morgun. Ó, Ronnie, nei! Þú veizt að ég get það ekki“. Jill fór inn til Bunty og settist við rúmstokkinn. Ron- nie! Það gat ekki verið nema einn Ronnie í lífi Adele. Hún óskaði að hún hefði ekki heyrt til hennar. Hún vildi ekki vita að Adele og Ronald Adamson væru eftir allt ekki algjörlega skilin að skiptum. Hve mikla þýðingu hafði það, sem hún hafði heyrt? Hann vildi greini lega hitta Adele aftur og hún hafði sagzt reyna að hitta hann á morgun. Hún var með mikinn hjart- slátt. Henni hafði aldrei kom- ið til hugar að Adele væri ekki hætt við Adamson. Hún hugleiddi allt, sem hún hafði sagt kvölaið áður, hvernig hún hafði beðið hana, Jill, um að hætta að vinna hjá Leigh vegna þess að hún, kona hans, elskaði hann svo ofurheitt og langaði svo til að fá hann aft- ur. Hvernig gat það átt sér stað, þegar hún lofaði þessum manni að hitta hann á morg- un? Jill var reið. Hún var reiðu- búin til að hverfa ef Leigh IIINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á máaudögum. ★ Árbaejarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 240731 ★ Æskulýðsfélag Laugarnessóknar. Fundur í kirkjukjallaran- um í kvöld kl. 8.30. Fjöl- breytt fundarefni. Femringar börnum sóknarinnar frá í haust sérstaklega boðið á fundinn. Séra Garðar Svavr arsson. ★ Konur loftskeytamanna: Munið fundinn hjá Bylgj- unni í kvöld kl. 8.30 á Hverf* isgöu 21. /•* Flugfélag íslands. Millilandaflug: — Gullfaxi er væntar.legur til Reykjavíkur kl. 16.10 í dag frá Khöfn og Glas- gow. Milli.landa flugvélin Hrím- faxi fer til Glas gow og Khafnar kl. 8.30 í fyrramálið. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða, ísa fjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er á- ælað að fljúga il Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavík- ur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmunnaeyja. Loftleiðir. Edda er væntanleg írá Hamborg, Khöfn og Gauta- borg og Stafangri kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Ríkisskip. Hekla kom til Rvíkur í gær- kvöldi að austan frá Akureyri. Esja er á Vest- fjörðum á norö- urleið. Herðubreið er á Aust fjörðum. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Þyr ill er í Reykjavík. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík i dag ■Hl VActmannnpvin Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Reykjavik. Arnarfell fer í dag frá Ósk- arshöfn áleiðis til Rostock og Stettin. Jökulfell er væntan- legt til New York 9. þ. m. Dísarfell er í Gufunesi. Litla- fell losar á Ausfjarðahöfnum. Helgafell fer væntanlega i dag frá Gdynia áleiðis til ís- lands. Hamrafell er í Rvík. Eimskip. Dettifoss kom til Reykja- víkur 3/11 frá Hull. Fjallfosa fer frá New York á morgun til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá New York 12/11 til Rvík ur. Gullfoss fer frá Rvík á morgun til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Lagarfosg, kom til Rotterdam 3/11, fer þaðan til Antwerpen, Ham- borgar og Rvíkur. Reykjafosa er í Hamborg. Selfoss fór frá Hamborg 3/11 til Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Rostock í gær til Fur, Gautaborgar og Reykjavikur. Alþýðublaftið — 5. nóv. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.