Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 1
□mmD 40. árg. — Þriðjudagur 10. nóvember 1959 — 244. tbl. ÐUR VÍÐA UM LAN SJÁ 3u SÍÐU Hlý bros í kuldanum NÚ er haldin í London keppni um fegurðartitil veraldar. Við birtum hér með sérstakri ánægju myndir af tveimur þátt- takendum.Þessi til vinstri heitir Kirsten Olsen og er fegurðardrottning Dana. Hin heitir Margit Jaatin- en og er kvenna fríðust í Finnlandi. 1wvtwwwwwvwwww EINS og sagt er frá annars staðar í blaðinu í dag, gekk ofsaveður yfir Norður og Norðaustur— land í gærdag. Bátar slitnuðu víða upp, sauðfé fennti unnvörpum og vegir lokuðust í einni svipan á öllu Norður— landi, bæði í sveitum og í kaupstöðum. Hörmulegustu tíðindin, sem blaðið veit með vissu eftir fár- viðri þetta, gerðust á Hofsósi seint í gæi.dag, er lítill bátur Framliald á 4. síðu. Bílstjóri fótbrotna bíllinn skall á hliðina GÓÐ&S FRETTIR, REYKVÍKINGAR! STÚDENTAFÉLAG Reykja- úkur gekkst fyrir opnum undi í Sjálfstæðishúsinu á unnudaginn var og ræddu nenn ráðhússmálið. Segja má, ið' fundarmenn hafi verið al- ijörlega á móti ráðhúsi við ['jörnina, því að mikill meiri- iluti ræðumanna var andvígur icirri hugmynd. Framsögumenn á fundi þess- im voru Gunnar Thoroddsen jorgarstjóri og Sigurður Þór- irinssou jarðfræðingur. Fluttu )áðir mál sitt vel. Borgarstjór- nn rakti forsögu þessa máls, ikýrði frá stöðum er nefndir íefðu verið, ákvörðun um stað- ;etningu ráðhússins við Tjörn- ina og rakti rök henni til stuðn ings. Sigurður Þórarinsson komst m. a. svo að orði, að eitt fegursta borgarstæði í víðri veröld hefði verið stórskemmt með fáránlegri stefnu í bygg- inga- og skipulagsmálum bæj- arins. Reykjavík stæði á sjö hæðum eins og Rómaborg, en munurinn væri bara sá, að bú- ið væri að eyðileggja hæðirnar í Reykjavík. Nú Stæði Tjörnin ein eftir óskemmd, en brátt ætti að leggja til atlögu við hana líka. Kvað ræðumaður nær að leggja niður Reykjavík- urflugvöll, fá þar nýjan miðbæ og velja ráðhúsinu stað þar. Auk ráðhússmálsins bar skipulagsmál bæjarins almennt á góma. Gunnlaugur Þórðarson átaldi harðlega fyrirhyggju- leysið í skipulagsmálum bæjar- ins, kvað ráðhúsið enn böggl- ast fyrir brjóstinu á Sjálfstæð- isflokknum, þrátt fyrir 40 ára meirihluta í bæjarstjórn, og lagði til að það yrði í Grjóta- þorpinu, á bæjarstæði íngólfs og Hallveigar, á horni Tún- götu og Að.alstrætis. Mundi það sízt yerða dý.rara. Þá hæddu menn óspart listaverka- kaup bæjarstjórnarinnar og varð einkum Hafmeyjan litla ALÞYÐUBLAÐIÐ lítur á fundinn í Stúdentafél. Rvík- ur síðastliðinn sunnudag sem einn af merkari fundum, sem hald- inn hefur verið í höfuðstaðnum. Á RONTJM VAR HUMYNDINNI UM RÁÐHÚS í REYKJAVÍK GREITT ROT- HÖGGIÐ. Eftj.' þennan fund er óhugsanlegt, að forsvarsmenn hugsmyndarinnar haldi henni til streitu, án þess að hafa borið málið undir fólkið sjálft, Reykvíkinga. Alþýðublaðið veit um fáa meðmæléndur T j arnarráðhúss. Hu-gmyndinni um að dengja húsinu í Tjörnina væ eflaust varpað fram í góðum ilgangi. EN HÚN HEFUR EKKI FENGIÐ HLJÓMGRUNN. Alþýðublaðið segir: Það er búið að tala nóg um þetta mál. Það er kominn tími til að bera það und- ir borgarana. Hafi nokkurn tíma verið ástæða til að efna til bæjaratkvæðagreiðslu, þá er hún nú fji.'ir hendi. . twwwy.vr.'u.iAwawwwmwwiMmwM'ij LEIGUBÍLL fór í fyrrakvöld um klukkan 9.30 niðuc að höfn til þess að sækja sjómann af togaranum Fylki. Var togarinn nýkominn úr siglingu. Bílstjórinn stöðvaði bílinn við skipshliðina, en bíllinn mun hafa staðið ofan á vír á bryggj- unni. Skyndilega lyftist bíllinn upp og valt síðan á hliðina. Mun hafa verið strekkt á vírn- um frá togaranum. Önnur framhurðin mun hafa opnazt og varð iannar fótur bíl- stjórans á milli bílsins og bryggjunnar ér hann skall nið- ur. Bílstjórinn var þegar fluttur á Slysavarðstofuna og kom í ljós að hann hafði fótbrotnað. Bílnum var síðan velt við og farið með hann burtu án þess að kallað væri á lögregluna. Var rannsókn málsins skammt komið í gær. Miðsijórn sam- þykk framhalds- MIÐSTJÓRN Alþýðuflokks- ins samþykkti á fundi í gær að halda áfiram viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um stjórn- armyndun. Miðstjórnarfundurinn stóð í tvo tíma. Skýrt var frá viðræð- um, sem fram hafa farið við Sjálfstæðisflokkinn, og að auki voru rædd efnahagsmál. TOGARASOLUR í ENGLAND! TOGARINN Bjarni Ólafs- son seldi afla sinn í Grimsby í gær. Var hann með 164 lestiir, sem seldust á 15 074 sterlings- pund. Þá seldi Ólafur Jóhannesson afla sinn í Hull, 171,5 íestir fyr- ir 15 244 sterlingspund. Báðar þessar sölur í Englandi eru sér- staklega góðar. Togarinn Surprise seMi afla inn í Bremerhaven, 190 lestir fyrir 119 þúsund mörk. Ekki er þessi sala eins góð og þær í Englandi og svarar hún til tæp- lega 10 300 sterlingspunda. Sigga Vigga MEGUM við kynna ykk- ur fyrir nýju andliti í i blaðinu. Hún heitir Sigga- Vigga, hún er sívinnandi og hún mun láta ljós sitt skína hjá okkur öðru hvoru fyrst um sinn. Hún víkur lítilsháttar að stú- dentunum, ráðhúsinu og Tjörninni í dag. Hún er á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.