Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 3
SIGGA VIGGA SEGSR s FYRIR fimm vikum voru börn í Reykjavík að leilc í Her- skálakampi. Voru þau með teygjubyssu og léku sér við að skjóta úr henni. 14 ára piltur átti þarna leið fram hjá. Mun hann hafa verið að bíða eftir strætisvagni. Allt í einu fékk hann stein í vinstra augað_ Hafði honum verið skot- ið úr teygjuhyssunni frá krakka hópnum. Pilturinn var lagður inn á sjúkrahús og dvaldist þar í mán ; aðartíma. Hann er nýlega kom 1 inn heim tii sín. Er talið, að hann muni ekki halda sjóninni á auganu, nema þá að litlu leyti. Þessi hörmulegi atburður sýnir ljóslega, hvílík hætta get- ur stafað af teygjubyssum, sem unglingar nota gjarnan til leiks. Alþýðubliaðið hvetur foreldra til þess að sjá svo um, að börn þeirra séu ekki að leik með þessi hættulegu tæki, enda er það bannað samkvæmt lögreglu samþykkt Reykjavíkur. „Eg skal kyssa þá alla, e£ þeir bjarga Tjörninni okkar.‘{ Nýja Drang tekið m% viðhöfn f fyrstu viðkomu á Siglufirði Ráðhúsið Framhald af 1. siffu. fyrir barðinu á þeim. Komst fundarstjóri, Pétur Benedikts- son, bankastjóri, m. a. svo að orði, að vafalaust hefði Thor Thors ætlast til, að Hafmeyj- an yrði sett í Tjörnina en ekki á hana. Flestir þeirra, sem móti voru ráðhúsi við Tjörnina, vildu hafa það í Grjótaþorp- inu. Ýmsir höfðu þó ekki á- kveðnar hugmyndir um stað. Tveir ræðumenn töluðu þarna „frelsaðir“, höfðu áður verið með ráðhúsi við Tjörnina en eru nú á móti því (Alfreð Gísla- son og Jón Axel Pétursson). Auk áðurtaldra töluðu m. a. þessir: Auður Auðuns, S'veinn Ásgeirsson, Gísli Halldórsson (öll með), Ásgeir Þorsteinsson, Skúli Norðdahl, Þórhallur Vil- mundarson, Leifur Asgeirsson (allir móti). Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. NÝI flóabáturinn Drangur kom bingað í fyrsta sinn s. 1. laug- ardag. Var tekið á móti honum með viðhöfn. Baldur Eiríks- son, forseti bæjarstjórnar, flutti ræðu, en Steindór Jóns- son á Akureyri, eigandi Drangs þakkaði fyrir hönd útgerðar og áhafnar. Bæjarstjórn Siglufjarðar hafði boð inni kl. 4 fyrir skip- stjóra og áhöfn Drangs o. fl. Sigurjón Sæmundssón bæjar- stjóri flutti þar ræðu. Minnt- ist hann gamla Drangs og dugn- aðar áhafnar hans og sérstak- lega GuSbjarts Snæbjörnsson- ar, sem var skipstjóri á hon- um. Áður hafði bæjarstjórn sam- þykkt einróma, að skora á við- komandi ráðuneyti að veita Guðbjarti réttindi til að stjórna allt að 300 lesta skip- um, í heiðurs- og virðingar- skyni fyrir skipstjórn gamla Drangs, en hann hefur ekki næg réttindi til að fá tækifæri til að sigla nýja Drang. — JM. Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. SKARÐIÐ lokaðist um fjögur- leytið aðfaranótt sunnudags, eins og vænta mátti, enda er hér NV-harðviðri og bylur. Er ekki bílfært um götur bæjar- ins í dag. —- JM. í GÆR kom Iandskjör- stjórn saman í Alþingis- húsinu til þess að úthluta uppbótarþingsætum. En þau eru 11 sem kunnugt er. Alþýðuflokkurinn hlýt ur 4 uppbótarþingsæti, Alþýðubandalagið 4 og Sjálfstæðisflokkur 3. Áð- ur hefur verið skýrt frá því, hverjir hljóta þessi uppbótarþingsæti. Mynd- in sýnir landskjörstjórn á fundi sínum í gær ásamt fulltrúum flokkanna. Fregn til Alþýðublaðsins. Húsavík í gær. HÉRNA gerði vitlaust veður í gærmorgun og í dag er hér hvassviðri með fannkomu og haugabrim. Bærinn hefur verið rafmagnslaus síðan í gær sök- um krapastíflu í Laxá. Er verið að reyna að skipta rafmagni niður á bæina frá hjálpar-dieselrafstöð við hrað- ! frystihúsið hér til þess að fólk ; hafi einhverja hlýju í húsun- í um. Tvær trillur hafa farið í of- viðrinu í dag. Önnur slitnaði upp á legunni, rak upp og brctn aði í spón, en hin sökk á leg- unni. Sjórinn hefur hreinsað allt lauslegt af bryggjunni og sfeol- að því upp í fjöru. Má búast við, að sjórinn gangi mjög hátt við flóðið í kvöld. Vindur er hvass norðan og norðaustsn, sem er versta áttin hér, og stendur illa á höfnina. Framhald á 5. síðu. Fregn til Alþýffublaðsins. AKUREYRI í gærkvöldi. f GÆRDAG skall á norðan stórhríð hér á Akureyri og hef- ur verið ofsaveður og iðulaus byl'ri.- síðan. Er ófært um allar götur bæjarins og alla vegi í ná grenni bæjarins og sitja bílar tenptir í sköflum eins og hrá- viði. Krapastífla við Laxárvirkjun ina olli rafmagnstruflunum í gær og var tekin upp rafmagns- skömmtun á virkjunarsvæðinu, en í gærkvöldi fór i'afmagnið alveg. Síðan situr fólk í myrkri og kulda eða notast við kerta- og lampaljós, eins og í gamla daga. Símasambandslaust er við marga bæi í sýslunni. Um -tvö-leytið í gær lögðu tveir litlir fólksbílar- af stað vestur yfir Vaðlaheiði, þrátt fyrir eindregnar aðvaranir um að leggja á heiðina. Vestan við háheiðina varð bílstjóri sá, er á undan fór, ekki var við hinn, enda skollin á stórhríð, sem fór harðnandi. Beið hann átekta góða stund, en fór síðan gang- andi til næsta bæjar, Austur- hlíðar, og skýrði frá tíðindum. Leiðangur var þegar gerður út í ieppa, en náði ekki til Austur- hlíðar fyrx en kl. tvö í nótt. Var SSgUjarSar* skarð ófærf þar numið staðar um sinn. Árla ■ son, Akureyri, og Arnfríður í morgun lagði flokkur manna Indriðadóttir, Torfalæk í Köldu: úr Flugbjörgunarsveitinni á Ak kinn, setið heilan sólarhring í ureyri af stað undir stjórn bílnum. þarna á heiðinni. Var Tryggva Þorsteinssonar í snjó- þeim orðið allkalt, eins og von bíl og jeppa. Einnig fór ýta úr var, en ekki mun þeim hafa orð- Fnjóskadal áleiðis á heiðina. ið meint af volkinu. Er leiðang- Um þrjú-leytið í dag fann ýtan urinn væntanlegur með stranda bílinn á Vaðlaheiðinni og nokkr ' glópana til Akureyrar- á hverri um mínútum síðar kom Flug- stundu. Bíllinn, sem sat fastur á björgunarsveitin á vettvang. heiðinni, er austur-þýzkur plast Höfðu þá þau Reynir Frímanns bíll. G.S. HELLISHEIÐI Iokaðist um helgina. Krýsuvíkurleiðin hef- ur einnig verið mjög þungfær undanfarið en bó tókst að koma mjólkurbílunum yfir þá leið- ina. Margir bílar festust á Hellisheiði og brotnuðu. Það var siðdegis á laugardag að Hellisheiði lokaðist. Voru þá margir bílar á ferð yfir heið ina. M. a. var þar á ferð stór mjólkurþíll frá Flóabúinu. Festist hann algerlega og brotn aði. Margir smærri bílar fest- ust einnig en það tókst að draga þá flesta yfir. ÞUNGFÆR KRÝSUVÍKURLEIÐIN. Aðeins stórum bílum tókst að komast Krýsuvíkurleiðina. Varð að veita þeim aðstoð íil þess að komast yfir. Aðrar leið- ir í nágrenni Rvíkur voru einn- ig mjög þungfærar. T. d. var Hvalfjarðarleiðin mjög erfið yfirferðar. KL. 20.30 Daglegt mál. Kl. 20.35 tJt- varpssagan. Kl. 21 Minnzt 200 ára af- mælis skáldsins Friedrichs vcn Schiller (erindi, Ijóðalestur, leik- þáttur', sönglcg). Kl. 22.10 Hæsía- réttarmál. Kl. 22.30 Lög unga fólksins. Kl. 23.25 Dagskrárlok. Alþýðuhlaðið — 10. nóv. 1959 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.