Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 5
Hvað er a'ð gerast DAGANA 1.—7. nóvember s. 1. var þing Norðurlandaráðs haldið í Stokkhólmi. Fjölmörg mál lágu fyrir þinginu og sam- þykkti það 23 ályktanir. Mest var rœtt um efnahags- og við- skiptamál. Gætti mikillar svartsýni á þinginu um framtíð tollabanda lags Norðurlanda, sem mikið var rætt um að stofna fyrir nokkrum árum. Er það aðallega þátttaka Dana, Svía og Norð- manna í undirbúningi stofnun- ar Sjövelda-bandalagsins sem foreytir viðhorfunum til stofn- unar tollabandalagsins. Voru það einkum Finnar, sem komu með harða gagnrý.ni vegna þessa. í sambandi við efnahagsmál- in var samþykkt að stofna 5 manna nefnd til þess að fjalla um þau. Af hálfu íslands var Emil Jónsson kosinn í nefnd- ina. Frá íslandi sóttu þingið þing- mennirnir Sigurður Ingimund- arson, Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson frá Mel, Bern- harð Stefánsson, Hannibal Valdimarsson og Friðjón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Al- þingis. Sem áheyrnarfulltrúi á þinginu var Magnús Gíslason, námsstjóri, framkvæmdastjóri Norræna félagsins. sakítað enn EKKERT hafði frétzt af Baldri Jafetssyni í gærkvöldi að því er Hafnarfjarðarlögi'eglan tjáði blaðinu. Hefur hans nú verið saknað í rúma viku. Samkvæmt fréttum. frá rann sóknarlögreglunni í Reykjavík er . sjómaðurinn Gunnar S. Gunnarsson fundinn. Hann sást með Baldri fyrra sunnudag og hefur verið saknað síðan. En í gær frétti rannsóknarlögreglan :að Gunnar væri að vinna austur við Sog. Var sendur.fulltrúi frá sýslumanninum í Árnessýslu til þess að hafa tal.af honum. Gunnar segist hafa skilið við Baldur klukkan 4 síðdegis fyrxa sunnudag á Kjörbarnum í Rvík. Segist hann þá hafa farið heim til manns, sem hann hafi svo farið með austur að Sogi. Hefur Gunnar verið þar síðan. ■ í ivisvar kvaff úf í gærdag SLÖKKVILIÐIÐ í Hafnar- fiirði var tvisvar kvatt út í gær- dag. í fyrra skiptið var það kvatt út kl. 11.30 f. h. að Hverf- isgötu 58 þar í bæ. Er að var komið, lagði talsverðan reyk út um kjallaraglugga. Hafði kviknað í út frá reyk- opi á skorsteini. Asbestplata, sem verið hafði fyrir reykop- inu, hafði fallið frá því, og eld- Frelsisslyffan Framhald af 12. síðu. innflytjendur til Bandaríkj- anna sjóleiðis en af þeim 120. 000 innflytjendum, sem komu til New York síðastliðið ár komu 63 af hundraði flugleið- is en aðeins 37 af hundraði sjóleiðina. Þeir, sem með flugvélum komu lentu lang- flestir á Idlewild-flugvellin- um. I ráði var að reisa þar smækkaða útgáfu af frelsis- styttunni en hætt var við það af öryggisástæðum, auk þess hefðu ekki nema örfáir séð hana. Að ÖIIu samanlögðu finnst mörgum að tvær frelsisstytt- ur séu einum of mikið. Gamla styttan á sér enga hliðstæðu og hún dregur að sér 750 þús. ferðamenn árlega. I sambandi við heimssýn- inguna í New York 1964 verð- ur reist táknrænt minnis- merki eins og fyrr segir, eitt- hvað, sem hæði minnir á kjör- orð sýningarinnar „friður“ og eins uútímann og hraðann. ur komizt í klæðaskáp, er stóð þar við. Gekk greiðlega að slökkva eldinn, en loftið á her- berginu sviðnaði nokkuð. Síðara útkalllið var kl- 15.10 að viðgerðarverkstæði Goða hf. í sandgryfjunum við Álftanes- veg. Þegar slökkviliðið kom á vettvang, var allmikill eldur laus, og stóð suðurgafl verkstæð isins í björtu báli. Kviknað hafði í út frá olíu- kynditæki og urðu skemmdir talsverðar áður en tókst að ráða Tryggðir Framhald af 12. síðu. þann hátt að efna til refsing- ar með ýmsum ráðum. En tryggingafélagið komst fyrir þann leka og metur nú hvort viðkomandi hafi gerzt sekur um óknytti í þeim tilgangi að svíkja út fé. Og til þess að gera enn betur ákvað „for- stjórinn“ að hver sá, sem hegðaði sér vel fengi 25 aura á viku og hafa kennararnir því velþóknun á þessu nýstár- lega félagi. Óveðrið á Húsavík Framhald af 3. síðu. Aðeins 300 lítrar af mjólk voru til handa bæjarbúum í morgun og í dag er einungis reynt að sækja mjólk af næstu bæjum. Annars er til snjóbíll hérna og mun hann verða not- aður til mjólkurflutninga, ef þörf krefur. — EMJ. Kínverjar krefjast ianda. NÝJA DEHLI, 9. nóv. (NTB -Reuter). — Kommúnista- stjórnin í Kína sendi ind- versku stjórninni í dag orð- sendingu varðandi Ianda- mæradeilu landanna. Sjú En Lai forsætisráðherra Kína leggur til, að bæði kínversk- ar og indverskar hersveitir dragi sig 20 kílómetra frá McMahonlínunni en hún hef ur verið landamæri Indlands og Tíbet um árabil. Lögreglulið og opinberir emgættismenn verði áfram á þessum svæðum til að gæta laga og réttar. í orð- sendingunni segir að ef deil- an verði ekki leyst á næst- unni megi búast við áfram- haldandi árekstrum í Lad- hak og annars staðar á um- deildum svæðum. Auk þess kveður kínverska stjórnin sig vera reiðubúna til þess að draga herlið sitt 40 kíló- metra frá allri landamæra- línu landanna ef Indverjar geri hið sama. Hinn 21. október s. 1. kom til átaka í Ladhak milli ind- verskra og kínverskra her- sveita og féllu þar níu Ind- verjar. Kínverjar hafa vís- að algerlega á bug þeirri fullyrðingu Indverja, að Ladhak sé indverskt land og segjast hafa byggt veg um hið umdeilda svæði fyrir þremur árum. Nehru forsætisráðherra Indlands ræddi orðsendingu Sjú En Lai í kvöld og sagði að tillagan liti kannske vel út í augum Kínverja, en hún væri ekki girnileg fyrir Ind- verja. Hann kvað þetta hlut- lausa svæði, sem Kínverjar stingju upp á, hafa í för með sér ýmsa örðugleika. Hann kvað samt að Indverjum bæri að athuga tillögur kom múnista vel. ■ Stjórnmálafréttaritarar benda á, að ef fallist verður á kínversku tillöguna mundi það þýða að kínverska „al- þýðulýðveldið“ mundi fá yf- irráð yfir fimmtán þúsund ferkílómetrum af indversku landi. Og þeir .krefjast meira landssvæðis. Bent er á að Nehru hafi áhyggjur út af þeirri sögulegu staðreynd, að Kínverjar hafa aldrei af frjálsum vilja látið eftir landssvæði. Eldur í skipi. LISSABON, 9. nóv., (Reu- ter). — Eldur kom upp í portúgalska flutningaskip- inu Monte Brazil skammt frá Kanaríeyjum. Norskt skip er með Monte Brazil og eru þau á leið til lands. Eld- urinn brauzt aftur út í dag eftir að hafa verið slökktur í gæi-kvöldi. Á Monte Brazil er þrjátíu manna áhöfn. Ástandið er talið alvarlegt. GuSspjöliin á græsilenzku LONDON, 9. nóv. (Reuter). — Eintak af guðspjöllunum á grænlenzku var selt hjá Sotheby í London fyrir 360 sterlingspund í dag. Bók þessi var prentuð í Kaup- mannahöfn 1744 og er fyrsta bókin, sem prentuð er á grænlenzku. Þýðinguna gerði Paul Egede, sonur Hans Egede, trúðboða Græn- lands. Fiugvéi á göt- um Ré-mar. RÓM, 9. nóv., (Reuter). — Tveggja sæta helikoptervél hrapaði í dag til jarðar í Róm. Flugmaðurinn reyndi að nauðlenda skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni í Róm en mistókst, flugmað- urinn, vélamaðurinn og þrír fótgangandi menn á göt- unni, meiddust. Hifisf í Sí>. NEW YORK, 9. nóv., (Reu- ter). — Fulltrúum Frakka og Saudi-Arabíu lenti harka lega saman á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í dag út af fyrirhuguðum til- raunum Frakka með kjarn- orkusprengju í Saharaeyði- mörkinni. Fulltrúi Saudi Arabíu sagði, að Frakkar þjáðust af „stórmennskuæði og reyndu á örvæntingarfullan hátt að standa jafnfætis Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum en sannleikurinn væri sá, að franska ríkið væri á barmi gjaldþrots“. Jules Moch, að- alfulltrúi Frakka hjá Sam- einuðu þjóðunum, tók tvisv- ar fram í fyrir ræðumann- inum og sagði, að hann færi með hinar mestu fjarstæður og í ræðu hans væru „móðg- andi og viðbjóðslegar kjafta- sögur“. Sfáfverksmiðjur opna á ný. PITTSBURG, 9. nóv. (Reu- ter). — Stálið byrjaði í dag að renna út úr verksmiðjum í Bandaríkjunum eftir 116 daga verkfall. Ifálf milljón verkamanna í stáliðnaðinum var í gær skipað að hverfa aftur til vinnu sinnar. En talið er að hálfur annar mán uður líði áður en stálfram- leiðslan verður jafnmikil og fyrir verkfallið. Verði kaup- deiian ekki leyst innan 80 daga mega verkamenn gera verkfall á ný. Hvorugur aðili virðisí reiðubúinn til samkomulags og fáir búast við lausn máls- ins fyrir 26. janúar en þá rennur fresturinn út. Japanir í Hlmafaya KATMANDU, Nepal, 9. nóv. (Reuter). — Undanfarið hef- ur verið saknað þriggja japanskra fjallgöngumanna og 26 fjdgdarmanna þeirra í Hirhalaya. Var ætlun Japan- anna að klífa 23.000 feta fjall í Himalaya en óttast var að leiðangursmenn hefðu farizt í snjóflóði. En samkvæmt fréttum frá Katmandu segir að leiðangursmenn séu heil- ir á húfi. Flugvél frá Nepal hefur leitað í fjallgarðinum en ekkert fundið og eru nú þrjár vikur síðan til leið- angursins fréttist. í undir- búningi var leitarleiðangur ýmissa frægra fjallgöngu- manna. Fékk svörin IILJOMSVEITARSTJOR- INN bandarísld XavieE Cugat, er einn þeirra sem unnu stórfé í getrauna- þáttum sjónvarpsins vest- anhafs. Tók hann m. a. þátt í geíraunaþáttum er Revlon snyrtivörufyrirtæk ið eýndi ti! og vann þar um 250 þús. krónur (mið- að við skráð gengi dollar- ans). Cugat hefur nú við- urkennt að hafa fengið svörin við spurningunum fyrirfram. Lítt kveðst hann hafa notið þessa fjár, því það hafj nær ailt farið í skatta, barnaheimili, ætt- ingja og umboðsmenn. MADURINN hefur komið svo við fréttirnar að und- anförnu, að við megum til að birta mynd af homim. Her er Charles van Doren nrófessor, Bandaríkjamaðurinn, ^ sem vann á annað hundrað þúsund dollara í spurniriga- ^ þætti í sjónvarpi — og hefur nú játað fyrir þingnefnd, að hann hafi fengið vitneskju um spurningarnar áður. $ Alþýðublaðið — 10. nóv. 1959 Ij^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.