Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 11
29. da^ur imeð þig! Eg skaí verja virk- ið þangaö til hún kemur.“ „Ungfrú Evans hefði getaö gert það, en ég sagði henni að fara að hátta.“ „Hafðu ekki áhyggjur af imér,“ sagði hún blíðtega. — „Það er ekki framorðið og ég á eftir að gera ýmislegt.“ Tíminn leið hægt. Það var hringt nokfcrum sinnum cg Jill skrifaði niður skilaboð, sem voru ti.1 Leigh, þegar hann kæmi aftur. Klukkan átta hringdi hann til að segja að hann yrði lengur á sjúkra- húsinu. „Af hverju ertu þarna, Jill? Því svarar Adele ekki?“ „Hún er ekki komin Leigh.“ Hann dæsti óánægjulega. „Hvert í skollanum hefur hún farið? Jill, þú sbalt bara fara heim. Láttu símann eiga sig.“ „Mér dettur það ekki í hug. Láttu ekki svona, elsku Leigh. Hún kemur bráðum.“ „Eg vona að hún gerj það. Eg get ekki skilið þetta. — Hvernig líður Bunty?“ „Eg hef ekki séð hana. Eg skal gá.“ Hún kom fljótt aftur og sem betur fór gat hún sagt honum að Bunty svæfi vært, Hún heyrði að hann varp and anum léttar og vissi hvað þetta skipti hann miklu máli. „Elskan mín farðu heim strax og Adele kemur“. „Ég geri það“. „Ékki vegna þess að ég vilji ékki sjá þig þegar ég kem heim heldur vegna þess að ég veit að það er betra fyrir þig. 'Farðu strax að hátta og þú kemur heirn. „Allt í lagi. Yiltu þá lofa að sofa vel sjálfur?11 Hann ætlaði greinilega ekki að lofa neinu og ef dæma bar eftir símahringingunum, fengi hann ekki mikla hvíld. .... ^parið yður hlaup & núUi majgra verslansJ OÓkUOöl () ólffl #§ -AusburstTæti Það var gott að hjúkrunar- konan kom til að vera hjá Bunty. Það var einnig gott að Bunty var að skána. Hún beið og velti því fyrir sér hvenær Adele kæmi. Það var svo ótrúlegt, að hún skyldi hafa farið að heiman á þessari stundu. Húii hlaut að koma hráðum heim, hún gat ekki verið öllu lengur að heim an þegar Bunty var svo veik. Adele sagði: „Ég verð að fara heim Ronnie". Ronnie tók fastar utan um hána. Hún reyndi að losa sig en hún gat það ekki. Hún ósk aði að hún hefði aldrei loíað að hitta hann. Það, sem fékk hana til að samþykkja það, var að hún óttaðist, að hann elíi hana heim til hennar. og ljúka henni. En svo myndi hann aftur slaka á, liggja í rúminu á morgnana, hanga allan daginn og tala um það sem hann ætlaði að gera, fara að drekka of snemma kvölds og hátta þegar liðið var á nóttu og innan skamms væru þau aftur í sama horfinu, allt af að rífast og svívirða hvort annað. „Ég skil ekki hvers vegna þú vilt mig aftur eins og við rifumst11. „Er það ekki? Hann dró hana að sér og kyssti hana fast á munninn. „Það er vegna þess og nú veiztu það“. Hún strauk um varir sínar, henni létti þegar hún fann hve koss hans snerti hana lít- ið. Það var furðulegt að ást „Hvenær sjáumst við aft- ur?“ „Ég veit það ekki. Ó, Ronn- ie, hlustaðu nú á mig, ég er búin að segja þér — að því er lokið“. „Nei, elskan mín. Þú veizt vel að það er ekki rétt. Ég hef alltaf sagt þér að ég sleppi þér ekki og það er jafn rétt nú og það hefur alltaf verið. Ég þarfnast þín og þú þarfnast mín“. Hún sagði hratt: „Það er ekki satt“. „Þú sagðir einu sinni að þú yfirgæfir mig aldrei“. „Þú lofaðir einu sinni að hætta að drekka“. „Ég reyndi það og ég skal gera það ef þú kemur aftur til mín“. „Á hverju eigum við að lifa?“ „Ég skal vinna Adele. Mér er farið að ganga betur núna. Ég seldi nokkrar myndir í síð astliðnum mánuði. En ég get ekki unnið, ef ég hef þig ekki“. Hún vissi að hann myndi aldrei vinna neitt að ráði. Hann var of latur. Hann myndi kannske vinna að mynd í eina eða tvær vikur Settirðu hjólið mitt inn mamma? skyldi deyja svona snögglega. Því hún hafði elskað hann. Hún hafði alltaf haldið síðan hún yfirgaf hann að hún elsk- aði hann enn. En nú vissi hún að það var ekki rétt. Það var ekki nóg með að hún væri hætt að elska hann, henni bauð við honum. En- hún þorði ekki að láta hann sjá það. Sjötta skilning- arvitið sagði henni að það væri hættulegt að egna hann um of. Hann hafði erfitt skap og hún hafði oft orðið hrædd við hanrl meðan hún bjó með honum. Áður fyrr þegar hún. hafði flutt til hans hafði hún verið vön að afsaka sig og reynt að bæta fyrir ástæðuna, sem hún hafði gefið honum til reiði, hún hafði sagt sjálfri sér að hann þarfnaðist með- umkvunar hennar en ekki gagnrýni. Hann var kallaður í herinn í stríðslok og þar lenti hann í umhverfi, sem átti mjög illa við hann. Hann var sendur til Kóreu og eftir þriggja ára herþjónustu hafði hann fengið taugaáfall og ver- ið sendur heim. Það var ekki honum að kenna, aS hann hefði ekki einu sinni þolan- lega skapgerð eins og aðrir menn, eins og Leigh til dæm- is. „Hvenær sjáumst við aft- ur?“ endurtók hann. „Það veit ég ekki. Ég sagði þér að Bunty er mjög veik. Ég hefði alls ekki átt að fara frá henni í dag“. „Hvílík móðir!“ „Gerðu ekki grín að mér!“ „Þetta er víst fremur ó- venjulegt hlutverk fyrir þig. Ertu jafnmikil eiginkona?“ Iiún svaraði engu, í stað þess opnaði hún bíldyrnar og stökk út úr bílnum áður en hann gat hindrað hana. Hún hallaði sér inn um gluggann og lagði hendi sína á hand- legg hans. „Ronnie vertu skynsamur. Því er lokið“. „Því verður aldrei lokið. Ég vil fá þig aftur“. „En ég hef margsagt þér að því er öllu ]okið“. „Áttu við að þú elskir mig ekki lengur?“ Hún hefði getað veinað. Þetta var hvorki staður né stund til að rífast á. Hvenær sem var gat einhver komið fram hjá sem þekkti hana. Það var að vísu dimmt og litl- ar líkur fyrir því að hún þekktist en það var samt of hættulegt. Hún vildi að hún hefði aldrei hitt hann. Hún vildi, að hún gæti gert hon- um það skiljanlegt að öllu væri lokið milli þeirra. Hún vildi, að hann væri ekki svo heimskur að heimta, að hún kæmi aftur til hans, þegar hún vildi hann ekki lengur. Hún minntist allra þeirra skipta í þriggja ára sambúð þeirra, sem hann hefði feginn viljað losna við hana og ekki kinokað sér við að segja það. En þá hafði hún ekki viljað missa hann. „Ég verð að fara“. „Ég hringi til þín á morg- un“. „Nei, ég vil það ekki. Þú mátt ekki gera það“. „Ég hringi til þín á morg- un,“ endurtók hann þrjózku- lega. Hún snéri í hann baki og hljóp niður stíginn og vonaði að þegar hann sæi hana fara skildi hann að hún vildi ekki sjá hann framar. Hún hafði þó skilið við hann fyrir nokkrum vikum og það var fyrst fyrir fáeinum dögum, sem hann hafði skrifað henni, áður hafði hann ekki reynt neitt til að sjá hana. Hvers vegna hafði hann allt í einu ákveðið að hann yrði að fá hana aft- ur? Hún trúði ekki þeirri sögu hans að hann hefði verið veik ur og ekki getað talað við hana, Það var sennilegra að einhver önnur hefði í milli- tíðinni sagt skilið við hann. Hún leit á úr sitt um leið * og hún gekk inn og varð skelf ingu lostin þegar hún sá hve framorðið var. Hún hafði ætl að að koma miklu fyrr heim. Helzt að vera komin áður en nokkur sæi aö hún hefði far- ið út. Hún var að fara yfir ganginn þegar hún heyrði að dyr voru opnaðar og þegar hún leit við sá hún Jill sem kóm út af biðstofunni. „Ég bjóst við að þér væruð að koma frú Sanders. Ég þorði ekki að fara fyrr en þér kæm uð heim“. „Ég neyddist til að skreppa frá. Mér finnst leitt að hafa haldið yður hér“. „Það skiptir engu máli, það varð einhver að svara í sím- ann“. „Gat ungfrú Evans ekki gert það?“ Talaði slúlkan við Baldur STÚLKA, sem á heima að Drekavogi 20, ók ein heim til sín í leiguhifreið frá Vehrar- garðinumi aðfaranótt sl. mið- vikudags. Þá telur hún sig hafa séð Baldur Jafetsson á Langholts- vegi. Lét hún leigubifreiðina stanza og skipti nokkrum orð- um við Baldur, en ók síðan á- fram heim til sín. Rannsóknarlögreglan biður leigubifreiðarstjórahn, sem ók stúlkunni, að hafa samband við sig þegar í stað. þriÖjadagur Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. Afmæli. Áttræðir verða í dag tveir starfsmenn Tollstjóraskrifstof unnar í Reykjavík, þeir Guð- bjartur Stefánsson og Guð- mundur Helgason. Frá Kvenfélagi Hallgrímskirkju. ’Fundur verður haldinn annað kvöld, miðvikudag. kl. 8.30 í Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21. Rætt um hlutaveltu félagsins 22. þ. m. og bazar 7. des. nk. Sýndar skuggamyndir frá Indlandi (frú Siguríður Thorlacius). Kaffidrykkja. Kvenfélag Bústaðasóknar. Fundur verður haldinn f Háagerðisskóla annað kvöld, miðvikudag, kl. 8.30. Félags- vist. Bazar heldur Kvenfélag Háteigs- sóknar í dag í Góðtemplara- húsinu kl. 2. Bræðrafélag Laugarnessóknar heldur fund í kvöld kl. 83.0 í fundarsal kirkjunnar. Rædd verða félagsmál, upplestur verður o. fl. Slysavarnadéildin Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur fund í kvöld, þriðju daginn 10. nóvember, kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. — Venjuleg fundarstörf. Kaffi- drykkja og skemmiatriði. — Konur, fjölmennið. Stjórnin. Millilandaflug: Gullfaxi er B Cíf.-X »5: xrapntnnlo g væntanlegur til g: Khöfn og Glas- gow. Flugvélin *S5555!^ fer til Glasgow og Khafnar kl. yíSííSSÍy-íyííff 8.30 i fyrramál- ið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúgá til Akur- eyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vest mannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísa fjarðar og Vestmannaeyja. Ríkisskip. Hekla er á AuSt- fjörðum á norður leið. Esja fer frá Reykjavík í dag vestur um land í hringferð. Herðu- breið fer frá Reykjavík í dag austur um land í hringferð. Skjaldbreið er á Breiðafjarð- arhöfnum. Þyrill er í Heykja vík. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík á morgun til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsf j ar ðarhaf na. Skipadeild SÍS. Hvassafell . losar á Vest- fjarðahöfnum. Arnarfell fer í dag frá Stettin áleiðis til Ro- stock og Reykjavíkur. Jökul- fell er í New York. Dísarfell fer í da gfrá Hornafirði áleið is il Kópaskers. Lilaféll losar á Norðurlandshöfnum. Helga- fell fór 7. þ. m. frá Kaup- mannahöfn áleiðis til Aust- fjarða og ðAkraness. Hamra- fell fór 7. . m. frá Reykja- vík áleiðis til Palermo og Ba- tum. Alþýðublaðið — 10. nóv. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.