Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 12
Frelsissíyttan hefur boðið milljónir 40. árg. — Þriðjudagur 10. nóvember 1959 — 244. tbl. MYNDIN hérna fyrir of- an sýnir Evelyn litlu, þar sem hún dvelst á sjúkra- húsinu, og er móðir henn- ar hjá henni. Myndin til hægri sýnir föður henn- ar, Willi Sturm, við radíó- tæki sitt. Með honum við það starf er bróðir hans. Þeir nota næturnar til þess að hafa samband við læknana í Danmörku. ÍEERSHEBA, ísrael okt. (U^I). Arabi, sem ekki hefur ráð á að kaupa sér konu ræn- ir henni einfaldlega. Að minnsta kosti gera þeir það í Negev-eyðimörkinni. Á þess- um slóðum er það venja að greiða ríflega fjárupphæð fyr ir konu og hefur tíðkast frá dögum Jakobs en hann varð að vinna 14 ár fyrir Rakel. Velmegun síðari ára hefur haft í för með sér verðhækk- un á konum og margir haia ekki ráð að borga það, sem upp er sett og þeir ræna sér eiginkonum. Önnur ástæða er minnkandi áhrif foreldra á Tígrísdýr í næturklúbb Gæifu þín HUN heitir Marilyn Max- well og skemmtir á nætur- klúbbum ásamt tígrisdýr- inu því arna. En þegar hún tekur skepnuna með sér út á göngu, lætur hún það fyrst éta sig satt af hrossakjöti. Þá rénar víst löngun þess í menn. SKILTIÐ segir, að þarna hafi farizt einn maður en fjórir slasazt. Þetta er sett upp til viðvörunar, og 5000 slík skilti eru sett upp við þjóðvegi í Frakklandi, þar sem umferðarslys urðu tíð- ust og háskalegust á síðasta ári. framtíð barna sinna og ara- biskar stúlkur leyfa sér nú margt, sem til skamms tíma var álitið algerlega óhugs- andi. Brotthlaupin í þessum lands hlutum fara oft fram eftir tízku vestrænna kvikmynda, eins og til dæmis brotthlaup Fatimu litlu. Hún er stjúp- dóttir fjárhirðis í Negev og einn dag er hún fór að sækja vatn í nærliggjandi brunn komu fimm menn aðvífandi og báru hana á brott. Vinnu- menn stjúpföður hennar reyndu að ná henni af þeim en ránsmennirnir sluppu í bíl, sem þeir geymdu skammt frá. Stjúpfaðir Fatimu fór til dómstólanná og krafðist þess að henni yrði skilað aftur. En Fatima og ránsmaður hennar gátu lagt fram skilríki fyrir því, að þau væru löglega gift og dómarinn kvað upp þann úrskurð, að Fatima þyrfti ekki að hverfa heim aftur. Markaðsverð á konum um þessar mundir er 1000 doll- ar í Negev og hefur hækkað um 350 dollara á einu ári. í TILEFNI af þjóðhátíðardegi Svía hefur sænski ambassa- dorinn Sten von Euler-Chelpin og kona hans móttöku í sænska sendiráði'nu, Fjólugötu 9, mið- vikudaginn 11. nóvember frá kl. 5 til 7. NEW YORK, nóv. (UPI). - Frelsisstyttan hefur lyít kyndli sínum yfir höfnina í ■ New York í 73 ár og boðið milljónir innflytjenda vel- komna til hins nýja föður- lands. Nú er á prjónunum á- ætlun um að veita þessari gömlu styttu aðstoð við að bjóða heimilislausa og hrjáða velkomna til Bandaríkjanna. Ein af nefndum þeim, sem .undirhúa heimssýninguna í New York árið 1964 hefur það hlutverk að undirbúa smíði nýs táknræns minnismerkis um frelsið, tákn, sem staðið gæti jafnhliða hinni gömlu styttu er býður þá velkomna, sem af hafi koma og boðið velkomna þá, sem flytjast inn í hinum hraðskreiðu þotum loftsins. Árið 1886 þegar frelsis- styttan var reist komu allir Framhald á 5. síðu. IRYGGÐIR FYRIR FLENGINGU SKÓLASTRÁKARNIR í Lowestoft í Englandi geta tryggt sig fyrir refsingum af hendi kennaranna. Trygfing- arfélagið er rekið af 13 ára dreng og telur hann þetta hafa gefið góða raun. Á viku hverri borga strákarnir fimmtíu aura og ef þeir hljóta ærlega refsingu gcta þeir fengið borgað allt að tíu krónum, ef þeir verða að sitja eftir fá þeir sex krónur og smærri refs- ingar gefa tvær krónur. Fyrst í stað reyndu sumir drengirnir að svíkia fé út á Framhald á 5. síðu. RÚSSNESKUR bóndi, nú 81 árs, að nafni Vasilij Taran- eko, fór frá Ukrainu fyrir 45 árum til Síberíu og hóf búskap. Hann reyndi að rækta maís, og tókst að kyn- bæta maísinn svo, að nú þol- ir hann hörkurnar þar eystra. LÍTIL stúlka í sjúkrahúsi í Austur-Þýzkalandi, Evelyn Sturm að nafni, þjáist af hættulegum blóðsjúkdómi. Læknar í Austur-Þýzkalandi geta ekki gert neitt henni til hjálpar og hafa þegar gefist upp við það, en í Danmörku eru læknar reiðubúnir að hjálpa og vita hvernig á að fara að því. En stjórnarvöldin i Austur-Þýzkalandi vilja ekki gefa Evelyn litlu leyfi til þess að fara úr landi, enda þótt foreldrar henhar hafi margbeðið um slíkt leyfi. Á hverri nóttu er Willie Sturm faðir Evelyn í sambandi við danska lækna í gegnum radíó- tæki sín, en þeir verða að fá litlu stúlkuna til sín ef hægt mun vera að lækna hana og nú vinna ýmsir aðilar bæði í Vestur-Þýzkalandi og D.an- mörku að því að Evelyn fái að fara til Danmerkur. FOLK FRA VENUSI FÓLK frá Venus gengur í ljósum lokum í Helsing- borg í Danmörku og vafa- laust víðar í Danmörku, segir fyrrverandi kennari, C. W. Kiörbo, í fyrirlestri, sem hanii hélt nýlega í danska útvarpið. Kiörbo skoraði á alla Venusbúa í Danmörku að hafa samr band við sig. Hann ræddi um þetta fólk í sambandi við hið svoncfnda nætur- fólk, sem kýs hclzt að starfa í myrkri. Hann sagði þó að þeir Venus- búar, sem til sín kæmu; yrðu að sanna á fullnægj- andi hátt að þeir væru raunverulega frá Venus. Kiörbo fullyrðir, að hann hafi fengið skýrslu um 500 Venusbúa, serri sést hafi víðsvegar um Danmörku. ALÞÝÐUFLOKKSFÉ- LÖGIN í Kópavogi og á Seltjarnarnesi halda sam- eiginlega skemnrtun ann- að kvöld, miðvikudag, kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skemmtiatriði og dans. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.