Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 3
ÞAÐ er Ijótt um að litast víða á túnunum sunnanlands eftir hinar gegndarlausu haustrigningar, sem sagt er, að ekki eigi sinn Iíka á þess- ari öld. , Síðan um höfuðdag má heita, að ekki hafi þorrnað af steini, svo að þeir, sem þá áttu úti, hafa vart náð nokkurri tuggu nema þá marghrakinni og meira en það. Margir bændur hafa gripið til þess iáðs að aka hinum marghrakta heyrudda út fýrir túngarð, þegar örvænt þótti, að hann næðist. nokkurn tíma, Aðrir hafa orðið fyrir hey sköðum af vatnavöxtum og sum ir misst fleiri hundruð hesta á þann hátt bæði í ölfusi og Flóa. HEY ÉRU ALLVÍÐA ÚTI Núna í nóvemberbyrjun er hey enn allvíða úti ýmist flatt eða í drýli, og verður vart i'eikn að með Því tii fóðurs úr þessu. Og sumir eiga jafnvel enn ó- slegin tún — allt að helming sumir — í Árnes- og Rangár- vallasýslum, þó að ástandið sé sýnu verra því austar sem.dreg ur og ér t. d. með því versta í Fljótshlíð, enda hefur mjólkur- framleiðslan dregizt svo saman þar að undanförnu, að einn bíli tekur nú mjólkur úr allri'Hlíð- inni og einum bæ í Hvol- hreppi, og hefur það ekki gerzt um langt árabil. MJÓLKURSKORTUR í VETUR Eru bændur að vonum svart- sýnir. Og þar sem fjöldi þeirra verður nú að skerða bústofn sinn að meiru eða minna leyti vegna heyleysis og sumir bænd ur eru farnir' að efast um, að aukin fóðurbætiskaup skapi meiri tekjur, þá er ekki annað sýnna en mikill mjólkurskort- ur muni verða í Reykjavík, þeg {ar kemur fram á vetur. Hefur iMjólkursamsalan þegar hafizt handa um mjólkurflutninga af Norðurlandi, frá Hvamms- tanga, Blönduósi og Akureyri til þess að mæta þeim erfiðleik- um, sem samdráttur mjólkur- framleiðslunnar sunnanlands mun hafa í för með sér þegar kemur fram. á vetui' Spílakvðld í Rvík á f ALÞÝÐUFLOKKSFÉ- LÖGIN í Reykja-vík halda spilakvöld í Iðnó nk. föstu dagskvöld. Veirður það þriðja kvöldið í fimm- kvöldakeppninni. Dansað verður að venju, þegar lokið er við að spila. beina skalfa! HAGFRÆÐAFÉLAG íslands er nú að hefja vetrarstarfsem- ina og er fyrsti félagsfundur- inn í Tjarnarkaffi í kvöld, mið- vikudag. Umræðuefni fundar- ins verðúr: ER SKYNSAM- LEGT AÐ AFNEMA BEINA SKATTA? Framsögumenn: Jónas Haralz, formaður félags^ ins, og Svavar Pálsson, endur- skoðandi. Að framsöguerindum lokn- um verða frjálsar umræður. F.leird slíkir fundir eru fyrir- hugaðir í vetur. Munu þá tekn- ir til umræðu ýmsir þættir efnahagsmálanna, sem ofarlega eru á baugi í þjóðfélaginu. Sér- stakar nefndir skiþaðar félags- mönnum munu framkvæma at- huganir á þessum málum og verða úrláusnir þeirra ræddar á" fundunum. Telur félagið, að á þennán hátt verði niðurstöður hlutlaus ar og ópólitískar, og megi því vænta nokkurs gagns af þeim fyrir þjóðfélagið. í GÆRDAG var hafin skipu' lögð leit að Baldiri Jafetssyni, sem hvarf að heiman frá sér í Hafnarfirði fryir 11 dögum. Var Ieitað bæði frá Hafnarfirði og Reykjavík. En leitin bar ekki áirangur. Skátar leituðu frá Hafnar- firði og fóru þeir alla strand- lengjuna frá Straumi og inn í Arnarnes. Einnig var farið í öll mannlaus hús og Íeitað. í VIRKISVETUR, verðlauna- saga Björns Th. Björnssonar, kemur í bókaverzlanir í dag. Saga þessi hlaut fyrstu verð- laun £ verðlaunasamkeppni Menntamálaráðs um beztu ís- lenzku skáldsöguna. Verðlaun- in voru 75 þúsund krónur og eru það hæsíu bókmenntaverð- laun, er veitt hafa verið hér á landi. Dómnefndina £ verðlauna- samkeppni Menntamálaráðs skipuðu þessir: Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri, Sigurður A. Magnússon, blaðamaður og KL. 20.30 Daglegt mál. Kl. 20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálmarsson skóla stjóri). Kl. 21 Er- indi með tónleik- um. Kl. 21.30 Framhaldsleikrit: Umhverfis jörðina á 80 dögum. Kl. 22.10 Úr heimi myndlistarinnar. Kl. 22.30 Tónaregn (Svavar Gests kynnir danslög frá Spáni). Kl. 23 Dagskrárlok. Sléttuhlíð og Urriðakotslandi og annars staðar þar sem sum- arbústaðir eru- Frá Reykjavík leituðu skátar og björgunarsveit Slysavarna- félagsins. Var leitað á Vatns- enda, Elliðaárvogi og þar sem sumarbústaðir eru hér í grennd og spurzt fyrir um manna- ferðir. Enn fremur var leitað með sjó og uppi í landi, þar sem lítið er um mannaferðir, í bát- um og farið í naustin. Um klukkan 9.30 fyrra sunnu dag sást Baldur með manni i Hafnarfirði. Hafnarfj arðarlög- reglan biður þennan mann að hafa samband við sig nú þegar eða rannsóknarlögregluna í Reykjavík. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. Um Virkisvetur fórust dómnefndinni m. a. orð á þessa leið: )>Bygging sögunnar er heil- steypt, laus við innskot og út- úrdúra. Atburðalýsingar eru Ijósar og tíðum áhrifamiklar. Ýmsar persónur og þá einkan- lega sumar aukapersónurnar, eru mótaðar skýrum og föst- um dráttum. Sagan er rituð á sérstaklega auðugu og þrótt- miklu máli. Höfundur virðist kunna góð skil á lifnaðarhátt- um fólks á þessum tíma (15 öld), híbýlaskipan, klæða- hurði, vinnutækjum o. s. frv. Náin staðþekking lians stuðl- ar að því að gera söguna trú- verðuga og náttúruskynjun hans er í senn ferslc og inni- leg. Frásegnin öll er heiðrík að yfirhragðl, Við teljum skáldsöguna Virkisvetur mak- lega þess að hljóta verðlaun þau. sem heitið var“. Bókin er 262 blaðsíður, prentuð í prentsmiðjunni Odda. Bókarkápu hefur Gunn- laugur Scheving gert og mun það eina bókarkápan er hann hefur teiknað. annai ALÞÝÐUFLOKKSFÉ- LÖGIN í Hafnarfirði efna til spilakvölds annað kvöld kl. 8.30 e. h. í Al- þýðuhúsinu við Strand- götu. Spilað verður fyrst en síðan dansað. Alþýðu- flokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna. rf ÞAÐ segir í textanum, sem fylgdi þessari mynd af Joan Collins, að hún muni í næstu kvikmynd sinni leika harðsvíraðan bófaforingja. Hins vcgar er engin skýring gefin á því — og við getum þar af leiðandi engar upplýs- ingar gefið um það — hvaða samband sé milli bófaforingjahlutverksins og myndarinnar hérna. NÆR allt innanlandsflug Iá niðri í gær vegna veðurs og hefur verið svo undanfarna daga. Þó fcir í gær ein fiugvél tíl Egilsstaða, en þar með er upp talið það innanlandsflug, er unnt var að fljúga í gær. Ástæða fyrir truflunum á innanlandsfluginu er slæm skilyrði úti á landi. Akureyrar- flugvöllur hefur t. d. verið al- veg lokaður enda, rafmagns- laust á Akureyri, engin Ijós á flugvellinum og radarinn ekki í gangi. R VIKURFLU G V ÖLLUR OPINN Rvíkurflugvöllur hefur hins vegar verið opinn. Hefur lítill snjór verið á honum. Allt milli- landaflug hefur gengið sinir vanagang og eðlilega. Hið sama er að segja um Keflvíkurflug- völl. Hann hefur- verið opinn undanfarið og allt gengið þar eðlilega. STJÚRN Sambands ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að kalla saman fullskipaða sambandsstjórn 21. nóvember nk, í Reykjavík. Verða á fundinum rædd ýmis innri mál sam- bandsins, svo sem skípulagsmál og vetrarstarf unghreyfing- arinnar. E« einnig verður væntanlega rætt um stjórnmála- viðhorfið. Fulltrúar í fullskipaðri stjórn SUJ, svo og formenn FUJ-félaga eru hvattir til þess að mæta á fundinum. BKEHþ KiPAUTCiERR RIKISINS llekla austur um land £ hringfercS hin-n 17. þ. m. Tekið á móti flutningi á morgun og árdegis á föstu- dag til Fáskrúðsfjarðar Reyðarfiarðar Eskifjarðar Norðf jarðar Mjóafjarðar Seyðisfjarðar Þórshafnar Raufarhafnar Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á morguni. Er sbynsamlegt Alþýðublaðið — 11. nóv. 1959 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.