Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alpyöuflokkunnn. — Framkvæmdastj on mgolfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina, Hverfisgata 8—10. Hvar eru teikningarnar? FUNDUR Stúdentafélagsins um staðsetningu ráðhúss í norðurenda Tjarnarinnar sýndi glögg lega, hversu mikinn áhuga borgarbúar haf a á þessu máli. Var tími til kominn, að málið væri tekið fyrir á almennum fundi, þar sem mönnum gafst tæki færi til að láta skoðanir sínar í ljós. Kom þá á dag inn, að andstaða gegn þessari staðsetningu er mjög mikil í bænum. í sambandi við umræðurnar um ráðhúsið er ástæða til að spyrja, hvers vegna almenningur hef ur ekki fengið að sjá þær teikningar af ráðhúsinu, sem búið er að gera og munu vera í fórum ráðhús nefndar. Það verður auðveldara að gera sér grein fyrir máldnu, ef slíkar teikningar eru birtar, og geta menn þá rökstutt betur skoðanir sínar, með og á móti. Þá ætti og að koma í ljós, hvernig farið yrði Tjömina, ef húsið verður reist eins og bæjar stjóm hefur ákveðið. Ráðamenn bæjarins ættu þegar að birta teikn ingar og leggja öll gögn um máhð fyrir almenn ing. Stálverkfallið STÁLVERKAMENN í Bandaríkjunum eiga í einu mesta verkfalli, sem háð hefur verið vestur þar. Hverfa þeir nú til vinnu samkvæmt skipun hæstaréttar, en vel getur farið svo, að verkfalMð hefjist á nýjan leik. Þessi örlagaríka vinnudeila fjaMar fyrst og fremst um réttindi og skyldur verkamanna og samtaka þeirra. Er taMð, að vandalaust væri að semja um kaupgjaldshMðina, en bæði verkamenn og atvinnurekendur leggja megináherzlu á rétt indakaflann. Vilja stálhringamir fá meiri frelsi í meðferð sinni á verkamönnum, en þeir halda að sjálfsögðu fast við þann rétt, sem þeir hafa öðlazt. Afdrif þessa máls geta haft víðtækar afleið ingar um aMt efnahagskerfi Bandaríkjanna. Með hinni sxvaxandi tækni og breyttum framleiðslu háttum verða samtök vinnandi manna að vera vel á verði til að gæta hagsmuna þeirra. Engin hreyting ÞAÐ voru hörð á tök innan SósíaMstafélags Reykjavíkur á aðalfundi þess fyrir nokkru. Að vísu var ekki boðinn fram maður gegn Brynjólfi Bjarnasyni, en aðrir í stjórn félagsins sluppu naumlega undan sókn endurskoðunarmanna. Ár angurinn er þá sá, að enn ráða Moskvumenn lög um og lofum í félaginu, enda má sjá það á Þjóð viljanum dag eftir dag, að Sovétdýrkunin ríður þar enn húsum. Þar hefur engin breyting orðið. Áskriftarsími Alþýðublaðsins er 14901 MaRGT bendir til þess að leiðin að fundi æðstu manna verði sem hér segir: 17. nóvember. Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands fer til London. 1. desember. Adenauer fer til Parísar. 19. desember. Fundur æðstu manna Vesturveldanna hefst í París og stendur fjóra daga. 15. marz 1960. Krústjov fer í opinbera heimsókn til Frakklands. 'S'nemma árs 1960. De Gaulle fer í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Vorið 1960. Fundur hinna fjögurra stóru í Genf. Vorið 1960. Eisenhower fer tíl Sovétríkjanna. GrUNDVÖLLURINN að þessum heimsóknum og fund- um flestum var lagður í við- ræðum þeirra Eisenhowers og Krústjovs í Camp David fyr- ir rúmum mánuði. En þar kváðust þeir vonast eftir batn andi sambúð austurs og vest- urs. Þá var það almenn skoð- un, að næsta skrefið yrði fundur æðstu manna þegar á yfirstandandi ári. Eisenhow- er, Krústjov og Macmillan voru því hlynntir en Aden- auer, sem þó fær ekki að sitja fund æðstu manna, var óá- nægður með fund svo snemma. Fyrir hálfum mán- uði tók svo de Gaulle af skar- ið. Fyrst kom hann öllum á óvart með því að bjóða Krús- tjov í heimsókn til Frakk- lands, á sama tíma og ráða- menn í London og Washing- ton höfðu áætlað að halda fund æðstu manna. FrANSKI forsetinn fylgdi þessu eftir með því að lýsa yfir, að hann vildi að Krús- tjov sýndi heldur í gerðum en orðum, að hann vildi raun- verulega vinna að því að draga úr spennu í alþjóðamál- um, áður en efnt yrði til fundar æðstu manna. Einnig að sá fundur fjallaði um fleiri mál en Þýzkaland eitt og loks að fundinum yrði frestað til vors. Vestrænir stjórnmála- menn telja að þessi afstaða forsetans mótist af fyrirætl- unum hans um að gera Frakk land að kjarnorkuveldi innan skamms og einnig til þess að hvetja vesturveldin til þess að standa fast á rétti sínum í Berlín. ÁfSTAÐA de Gaulle er skilj anleg þegar haft er í huga, að framámenn Breta og Banda- ríkjanna hafa jafnan reynt að ganga fram hjá Frökkum við ákvörðun stefnu sinnar og oft á tíðum annarra aðild- arríkja Atlantshafsbandalags- ins í samskiptunum við Sovét ríkin ekki síður en innbyrðis. Á dögum fjórða lýðveldisins var það blátt áfram viður- kennt að ekki væri hægt að treysta Frökkum til þess að gæta nægilegrar leyndar þeg- ar um viðkvæm mál var að ræða. Nú er þessu öðru vísi farið að þessu leyti, ekkert aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins býr raunverulega við jafn styrka stjórn og Frakk- land undir forustu de Gaulle. Eitt af helztu verkefnum hans er að tryggja að Frakkar fái þau áhrif sem þeim ber vegna stöðu sinnar í Evrópu og ekki sízt í Afríku og þess hlut- verks, sem þeir fara þar með. D E GAULLE er mikill and- stæðingur framleiðslu og notkunar kjarnorkuvopna, en samt sem áður er undir hans forustu nú verið að undirbúa tilraun með kj arnorkuvopn í Saharaeyðimörkinni. De Gaulle viðurkennir þar með í verki, að Bretar, Banda- ríkjamenn og Rússar taka lít- ið tillit til þeirra þjóða, sem ekki standa þeim jafnfætis á þessum sviðum. Úrslitavald de Gaulle um fundartíma ráð- stefnu æðstu manna er hon- um vafalaust kært enda þótt það ráði ekki úrsliíum. Ekk- ert virðist vera unnið við að halda fund æðstu manna fyr- ir áramót, enda hafa komið upp þau atriði, sem kanna D'amhald á 2. síðu. Hannes 'fe Ráðhúsið verður ekki reist í Tjörninni 1ÍT Mikill meirihluti andvígur því. ýV Hvers vegna eru ekki sett upp spjöld með hámarkshraða? TJÖENINNI er borgið, segir Alþýðublaðið. Ráðhúsið verður ekki sett niður í hana. — Ég held að þetta sé rétt. Það er þó ekki dregið af því að Stúdenta- félagsfundur hafi verið haldinn og þar hafi komið fram að meiri hluti þeirra, sem hafi tekið til máls, hafi verið andvígur sam- þykkt bæjarstjórnar, heldur af því að ég hef orðið áþreifanlega var við það, að mikill meirihluti bæjarbúa er algerlega andvígur hugmyndinni. OG ÞETTA fer alls ekki eftir flokkum. Þeir, sem hafa látið hörðúst orð falla í mín eyru gegn ráðhúsi í Tjörninni, eru Sjálfstæðismenn, fylgismenn meirihluta bæjarráðs — og það er sönnun fyrir því að í afstöðu til þessa máls fara menn ekki eftir skoðunum sínum á sjórn- málum. Það á heldur ekki svo að vera. Það er nauðsynlegt að menn myndi sér skoðanir og taki afstöðu til mála án flokkssjónar- miða því aðeins getur fólkið sam einast um góð mál. h o r n i n u ÞAÐ EE EANGT að áfellast þá hina mörgu, sem greiddu at- kvæði með ráðhúsinu í Tjörn- inni. Þeir munu, að minnsta kosti sumir, hafa verið orðnir þreyttir á gömlu þrætumáli, — langað að ráða málinu til lykta svo að hægt væri að hefjast handa. En þeir hafa ekki tekið með í reikninginn að samþykkt þeirra og jáyrði var alls ekki nóg. Til var afl, sem lætur sig þetta framtíðarmál miklu skipta, og þetta afl hefur sagt til sín. ÞAÐ EE áreiðanlega rétt, sem Jón Axel Pétursson sagði á fund inum, að miðbik bæjarins er ekki lengur það sama og það var, að það er orðið þröngt í Miðbænum og þó sérstaklega kringum Tjörnina. Þess vegna þarf róðhúsið að koma annars staðar. Ýmsir ágætir menn hafa tekið til máls um þetta mál — og ég hef leitað eftir skoðunum þeirra um það, hvar ætti að reisa ráðhúsið. Ég held að flest- ir séu sammála um, að það eigi að rísa í Grjótaþorpinu. MARGIR telja hins vegar að það verði erfitt vegna bygginga, sem þar eru. En ég vil benda á að meginhluta Grjótaþorpsins þarf að rífa. Þar er, eins og ég sagði einu sinni: ruslaskrína Reykjavikur, nokkurskonar sorptunna höfuðstaðarins. Það geta menn sannfærst um með því að fara upp í hátt hús þar og horfa yfir umhverfið. Enginn veit um allan þann hörmulega sóðaskap nema sá sem þetta ger- ir. í borgum erlendis eru heil hverfi rifin til grunna og nýjar byggingar reistar. Við getum það þegar við þurfum að byggja hús, sem á að standa í þúsund ár. PÉTUR skrifar mér: „Þú hef- ur jafnan látið þig miklu varða samgöngumál höfuðstaðarins og áreiðanlega átt þátt í ýmsum umbótum á því sviði. NÚ LANGAR mig til að koma á framfæri athugasemd um eitt atriði varðandi þetta mál. Há- marltshraði á vegum úti er 70 km., en í bænum 45 km. Hvergi hef ég orðið þess var, að sett hafi verið upp skilti sem sýni hvar á að lækka hraðann úr 70 km. í 45 km. Það mun vera við Elliða- ár og Fossvogslæk. Þó veit ég þetta ekki með vissu og áreið- anlega eru það margir, bæði ut- anbæjarmenn og útlendingar, — sem ekki vita þetta. Því ekki að setja upp greinileg skilti við- vegina sem sýna hámarkshraða, þar sem hann á að breytast? —: Allsstaðar, þar sem ég hefi ek- ið erlendis, er þetta gert, ef há- markshraðaákvæði eru til í við- komandi landi. Þá væri einnig nauðsynlegt að fyrirskipa, og merkja minni hámarkshraða á þrengstu götum í bænum. HAFNAEFJARÐARVEGUR liggur orðið að mestu um þétt- býla bæi og bæjarhverfi. En á þeim vegi er oft ekið óhæfilega hratt (um og yfir 70 km.). Þessu þarf að breyta. Það nær engri átt að á þessum mjóa og fjöl- farna vegi, sé það algerlega undir dómgreind og duttlungum ökumanna komið, hvað hratt er ekið. Það verður alrei of brýnt fyrir ökumönnum, að flest um- ferðaslys stafa af of hröðum akstri“. L Hannes á horninu. ; 4 11. nóv. 1959 — Alþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.