Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 5
Fregn til Alþýðublaðsins. Ólafsfirði í gær. HRÍÐARVEÐUR mikið skall hér á s. 1. sunnudagsmorgun og fór vaxandi ofviðrið er á dag- inn leið. Um kvöldið fór að brima og hefur verið foráttu- brim síðan, sérstaklega í fyrri- nótt og gær. Einnig hefur ver- ið mikil snjókoma og er komin mikil fönn hér, svo að ófært er um allar götur bæjarins. Fjórir stórir bátar voru við bátabryggjuna, þegar fárviðrið skall á, og fjöldinn allur af trillubátum. Áttatíu tonna bát- ur, Stígandi, slitnaði frá í gær- morgun, en skipverjum tókst með snarræði að koma honum frá bryggju og hleypa upp í sand. Er báturinn þar enn og ekki í neinni hættu. Síðan í fyrrinótt hafa menn skipzt á að standa vörð á hryggjunni og munu .alls um 60 manns hafa tekið þátt í þeim vöktum. Hafa þeir haft nóg að gera, því að veðrið hefur verið óskaplega vont. Hafnargarðurinn hefur orðið fyrir skemmdum vegna brot- sjóa, er gengið hafa yfir hann. Tvö skörð hafa brotnað í garð- inn, um 40—50 metra löng til samans. Þá hefur brotnað stórt stykki fremst úr trébryggju, sem er innan á garðinum, og skolað upp á sand. Olíuleiðsla, sem liggur eftir hafnargarðinum, hefur brotn- að. Annars er ekki unnt að gera sér neina ítarlega grein fyrir skemmdunum af völdum ofveðursins, fyrr en hægt er að fara fram á garðinn, er veður lægir. •— R. M. Fiskbirgðir Framhald af 1. siðu. ingum“ á fiski vestanhafs. í bessar pakkningar er valinn úr- valsfiskur og hann síðan mat- reiddur að vissu marki í verk- smiðjum SH og SÍS' vestan- hafs. Er markaður fyrir þessa vöru sagður mjög góður og ekki hægt að fullnægja eftir- spurninni. Agælur Alþýðu- . r ' I ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarfjarðar hélt fjölmennan fund í Alþýðuhúsinu við Strand götu í fyrrakvöld. Emil Jónsson forsætisráðhenra flutti fram- söguræðu um stjórnmálavið- horfið, en síðan voru frjálsar umræður. Þessir tóku til máls: Kael Elíasson, Guðlaugur Þór- arinsson, Kristján Steingríms- son, Guðmundur Erlendsson, Arni Gunnlaugsson, Guðmund- ur í. Guðmundsson og Stefán Júlíusson. Fregn til Alþýðublaðsins. HOFSÓSI í gær. Á SUNNUDAGINN skall á ofsaveður hér, norðan stormur og óvenju mikið brim. Tveiíi- dekkbátar, Svanur 17 tonna og Frosti 22 tonna, lágu hér við hryggju. Vegna ofveðursins urðu bátarnir að fara frá keyggju seinni hluta dags og lögðust þeir þá frammi á leg- unni, þar sem þeir voru yfir nóttina. Um 9-leytið í gærmorgun virt ist mönnum í landi sem Svanur lægi ekki vel og er talið að hann hafi ætlað að leitað að brvggju Mun honum hafa hvolft í ólagi og lenti hann upp í fjörtma. Sást hann mara þar í áhlfu kafi um 10-leytið, um einni klukku- stund eftir að ljós beggja bát- anna höfðu sést úr landi, Lið- aðist hann þarna í sundur, að- eins 20—30 metra frá dyrum húsa þeirra, sem neðst standa í bænum. Þrír menn voru á bátnum og fórust þeir allir: Hafsteinn Frið xiksson, 28 ára gamall, lætur eftir sig konu og eitt barn. Jón Friðriksson, bróðir hans, 30 ára að aldrei, einhleypur, lætur eft- ir sig tvö börn. Foreldrar þeirra búa hér á Hofsósi. Þriðji mað- urinn, sem fórst, var Gísli Gísla son, 31 árs, lætur eftir sig unn- ustu hér og tvö börn frá fyrra hjónabandi. Hann var nýfluttur VMWWWWWWWMWWUWMW Hvað er aö gerast Callas vili sæffasf. PARÍS, 10. nóv. (Reuter). - Maria Callas, óperusöng- kona kom frá New York í dag á leið til Mílanó. Hún sagði við blaðamenn í París að hún vildi sættast við mann sinn en þau slitu sam- vistum eftir að hafa tekið þátt í frægri för um Mið- jarðarhafið með milljóna- mæringnum. Onassis. Callas sagðist mundu réyna að ná samkomulagi við mann sinn í Mílanó. hingað frá Ákranesi, sonur Gísla Vilhjálmssonar útgerðar- manns þar. Bræðurnir voru einnig nýfluttii* hingað. Hafði Hafsteinn nýlega stofnað hér bú, en bátinn keyptu þeir bræð ur í sumar og ætluðu að gera hann út héðan. Þeir voru fædd- ir hér og uppaldir. — Tvö lík hefur rekið í dag og fundizt. Hinn báturinn, Frosti, liggur frammi á legunni enn. Hefur verið haft samband við hann um talstöð frá Sauðárkróki. ■— Veður er nú miklu betra hér og komust menn út í bátinn í dag. Mun hann vera úr allri hættu. Þ.H. ATH. Vegna villandi upplýs- inga var sagt í blaðinu í gær, að tveir menn hefðu farizt á bátn- um. Var fréttaritari blaðsins á Hofsási ekkert við þá fregn rið inn. Þórhallur Ásgelrs- son í heimsókn. ÞÓRHALLUR ÁSGEIRS- SON, fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, kom hingað til Iands í gær- morgun í stutta heimsókn. I för með honum cir Rolf Evensen, norskur hagfræðingur, sem starfar hjá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Byltlngartil- rann í Súdan KHARTÚM, Súdan, 10. nóv. (NTB-Reuter). — Stjórnin í Súdan undir forsæti hers- höfðingjans Brahim Abboud tilkynnti að komið hefði ver- ið upp um tilráun til að steypa stjórn landsins með vopnavaldi. Eru margir handteknir og verið að graf- ast fyrir hversu víðtæk sam- tökin gegn stjórninni hafa verið. Þetta er þriðja upp- reisnaftilraunin síðan her- inn tók völdin í landinu fyr- ir rúmu ári síðan. Engin tilslökun. NÝJA DELHI, 10. nóv. (Reu ter). — Nehru, forsætisráð- herra Indlands, sagði £ dag, að kröfur Kínverja til ind- verskra landssvæða væru fráleitar. „Við getum ekki þolað, að Kínverjar troði okkur undir hæl sínum“. Indverskir embættismenn segja að ef gengið verði að tillögu Kínverja um að allur her verði dreginn frá lánda- mærunum, þýði það, að Kínverjum verði afhent 15 000 ferkílómetrar af ind- versku landi. ■ ■ líflálinn CONNECTICUT, U.S.A. - Morðinginn Frank Wojcu- Iewics, 41 árs, var tekinn af lífi í rafmagnsstóli fylk isfangelsisins 27. október s. 1. Hann var lamaður frá mitti og niður; særðist á honum hryggurinn í skot- hríð fyrir 8 árum síðan. Síðan hefur látlaus mál- sókn staðið yfir, þrisvar hefur hann verið dæmdur til dauða og sjö sinnum hafði hann féngið frestun á fullnægingu dómsins. - Frank gerðist grænmetis- æta fyrir þrem árum síð- an („hvaða leyfi höfum við til að drepa dýr og eta kjöt þeirra?“ sagði hann). Eftir síðustu máltíð sína sat hann að skák við einn fangavörðinn. ABBir heilir á húfi KATMANDU, Nepal, 10. nóv. (Reuter). — 32 manna leiðangur undir forustu japanskra fjallgöngumanna er á leið til Katmandu og eru allir heilir á húfi, en ótt- ast var að allir hefðu farist. Leiðangursins hefur verið saknað í 22 daga, en hríðar- veður hefur tafið leiðangur- inn og var enginn vegur að koma skilaboðum til byggða. Leiðangur þessi gékk á hið 23 000 feta háa fjall Gullna gyðjan. Tókst að ganga á tindinn en á niðurleið hóf- ust vandræðin er hríðarveð- ur og mikil snjókoma tafði f jallgöngumennina vikum saman. Tveir fylgdarmenn biðu í fjallabúðum í hálfan mánuð en komust ekki til byggða vegna véðurs, að leita hjálpar. Þegar fréttist um hvarf leiðangursins var þegar í stað hafizt handa um björgunarleiðangur en nú er leiðangurinn kominn fram. Dýrl bréf. LONDON, 10. nóv. (Reuter). — Bréf frá George Washing- ton, skrifað 1754, var selt á uppboði í London í dag fyr- ir 2800 dollara. Bandaríkja- maður var kaupandinn. Kosið á Filipps- eyjum. MANILA, 10. nóv. (Reuter). — Kosningar fóru fram á Filippseyjum í gær. Fyrstu kosningaúrslitin virðast benda til að flokkur Þjóð- ernissinna, sem farið hefur með völd undanfarin tvö ár hafi tapað fylgi. Hálf átt- unda .milljón manna eru á kjörskrá og kusu í þetta sinn öldungadeildarþing- menn og þingmenn dreifbýl- isins. Aðalmál kosninganna var spilling ríkisstjórnar- innar. Hrakin broft frá 11 börnum. PAARL, Suður-Afríku, 10. nóv. (Reuter). — Lögreglan í Paarl bældi niður uppþot blökkumanna í dag er ó- eirðir brutust út að nýju vegna þeirra aðgerða ríkis- stjórnarinnar að skipa svert- ingjakonu, sem verið hefur forustukona verkalýðsfélags í Paarl, að hverfa á brott frá manr.i sínum og 11 börn- um og setjast að í héraði því, sem Basutomönnum er ætlað að búa í, en konan, Elizabeth Mafekeng, er af þeim þjóðflokki. Hún flúði með eitt barn sitt á sunnu- dagsnótt og leitar lögreglan henhar. Einn maður lét lífið í ó- eirðunum í dag og þeldökk- ur ljósmyndari var handtek- inn er hann var að taka myndir af átökum lögregl- unnar og innfæddra. Hinir yfri. sjö LONDON, 10. nóv. (NTB- Reuter). — Talsmenn sendi- ráðs Noregs, Ðanmerkur og Svíþjóðar í London sögðu í dag, að vinda yrði bráðan bug að því, að finna lausn á freðfisksvandamálinu í sambandi við fríverzlunar- svæði hinna ytri sjö. Full- trúar Skandínavisku land- anna Iögðu fram ákveðnar tillögur um þessi efni á fundi með verzlunarráð- herra Breta, Reginald Maud ling í dag. Talið er að sendi- herrarnir hafi lagt áherzlu á að málið j rði leyst áður en ráðherrafundur þessara Ianda kemur saman í Stokk- hólmi hinn 19. nóvember tii þess að ganga frá undirbún- ingssamkomulagi um frí- verzlunarsvæði. De GaulBe reifar heimsmálin PARÍS, 10. nóv. (NTB-Reu- ter). — De Gaulle, forseti Frakklands, sagði á blaða- mannafundi í dag, að Krús- tjov, forsætisráðherra So- vétríkjanna, kæmi í opin- bera heimsókn til Frakk- lands 15. marz n. k. og mundi sennilega dveljast út þann mánuð í landinu. De Gaulle sagði að margt benti til þess að Rússar væru samkomulagsfúsari nú en áður og benti á ýmsa staði, Indland, Laos, Afríku, Mið-Ameríku og fleiri þar sem Rússar hefðu stillt sig um að hella olíu á eldinn. Einnig kvað hann rússnesku fulltrúanna á þingi Samein- uðu þjóðanna hafa staðið utan við hinar illgjörnu árásir, sém sumar þjóðir hefðu haldið upp á Frakka. De Gaulle sagði að fundur æðstu manna gæti varla orð- ið fyrr en í lok apríl eða byrjun maí og væri æskilegt að æðstu menn vesturveld- anna hittust aftur fyrir þann tíma en þeir mætast á fundi í París 19. desember n. k. Ummæli forsetans um So- vétríkin hafa vakið nokkra. furðu. 'Var hann alls ómyrk- ur í máli um þau og sagði m. a. að Þjóðirnar austan járntjalds mundu losa sig undan drottnun Rússa ef þær fengju tækifæri til. Hann kvað rússneska ráða- menn skilja að þeir standa gagnvar.t aragrúa gulra manna og Kína yrði í ná- inni framtíð að leita land- svæðis fyrir sínar hundruð milljóna og þá væri þeim aðeins leið opin vestur á bóginn. De Gaulie sagði að Frakk- ar ætluðu að gera tilraunir með kjarnorkusprengju í þeim einum tilgangi að jafna metin í alþjóðlegum viðskiptum. Hann endurtók tilboð sín til uppreisnar- manna í Alsír um sjálf- stjórn og viðræður um vopnahlé, og væru fulltrúar uppreisnarmanna velkomnir til Frakkiands hvenær sem væri. MWWWWWWWWlWWiWWWVVMW iWWMVWWlMWHWWWVtWiWMWWV. Alþýðublaðið 11. nóv. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.