Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 11
30. dagur „Hún fór og lagði sig-‘“ „Ég hélt að hún væri orð- in góð“. „Manninum yðar fannst hún hafa verið of lengi á fót- um“. „Er hjúkrunarkonan kom- in?“ „Já, hún er hjá Bunty“. „Er læknirinn heima?“ „Hann fór fyrir dálítilli stundu síðan. Hann hringdi fyrir skömmu til að láta vita að hann gæti ekki komið heim . fyrr en seint, það er svo mik- ið að gera á s§ftalanum“. „Jæja, það er bezt fyrir yð ur að fara núna“. „Ég geri það, ef það er ekk- ert annað sem ég get gert. Kannske þér vilduð að ég tæki til mat fyrir yður, frú Ford er löngu farin“. „Nei, takk, ég get gert það sjálf“. „Frú Sanders?“ Hún staðnæmdist og leit á Jill. „Hvað?“ „Ég fór til London í gær til að fá mér aðra vinnu eins og þér báðuð mig um“. „Ég bjóst við því“. „Ég er búin að fá vinnu, en ég hef ekki enn sagt læknin- um það. Mér fannst ekki rétt að segja honum það meðan Bunty er svona veik“. „Nei. Auðvitað ekki“. „Ég á að byrja fimmtánda næsta mánaðar“. „Þá þurfið þér ekki að fara fyrr en eftir eina eða tvær vikur og Bunty verður senni lega orðin góð þá“. „Ég vona það“. Jill hikaði, hún vissi ekki hvort það væri rétt af henni að segja það sem hana lang- aði til að segja eða ekki. En þetta var í fyrsta sinn síðan Adele hafði komið heim til hennar sem þær höfðu verið .... Sparið yður Klaup & mlUi œargra veralana1- UjAUML fl ÖLtUM tííWH! -AusturstTæLá tvær einar. Hún hafði látið hana vita að hún héldi sinn hluta samningsins, en hún átti eftir að láta hana vita að hún áliti ekki að Adele héldi sinn hluta. Hún var viss um að Adele hefði verið að finna Ronald Aaamson, það var aug ljóst eftir samtalið sem hún hafði heyrt og hvarf hennar í kvöld. Og var ekki líklegt að hún hitti hann aftur fyrst hún hafði hitt hann einu sinni? Var það ætlun hennar að búa hjá Leigh og taka á móti öllu frá honum og hitta hinn manninn á laun? Hún fann að hún hataði Adele og treysti henni alls ékki, en samt hafði hún ein- hver tök á henni. Adele vildi ekki að hún segði Leigh að hún hefði talað við hana. Ef hún segði honum það, myndi hann áreiðanlega ekki þola Adele lengur og staða hennar á heimilinu var ekki jafn ör- ugg og hún hélt. „Ég held mitt loforð“, sagði hún. „Hvað um það?“ „Þér lofuðuð mér dálitlu líka“. Adele roðnaði. „'Við hvað eigið þér eigin- lega?“ Jill leit beint í augun á henni. „Ég heyrði símann hringja í gærkvöldi meðan ég sat hjá Bunty. Ég gekk fram á gang- skörina til að vita hvort ein- hver svaraði í símann. Eins og þér kannske munið voru Florrie og ungfrú Evans rúm- liggjandi. Ég heyrði hvað þér sögðuð“. Adele varð bæði reið og óttaslegin. „Hvernig dirfist þér að liggja á hleri!“ „Ég var búin að segja yður það, ég gat ekki að því gert, að ég heyrði hvað þér sögðuð. Hafið þér ekki verið á stefnu- móti við Ronald Adamson? Eins og þér lofuðuð honum í gærkvöldi?11 Adele greip andann á lofti. „Það kemur yður ekki við með hverjum eða hvar ég hef verið. Mér finnst hegðun yð- ar vægast sagt óforskömmuð“. „Fyrirgefið, en mér fannst það sama þegar þér komuð til mín.“ „Ég sagði yður aðeins að ég vildi ekki hafa að þér eltuð manninn minn á röndum“. „Ég hef aldrei elt hann á röndum. Hann varð ásífang- inn af mér af því að hann var einmana eftir að þér yfirgáf- uð hann. Hefðuð þér ekki komið aftur hefði hann skil- ið við yður og kvænzt mér“. Teningunum var kastað, hugsaði Jill, þegar hún sá r- . '■ i--iííSSJE3Í55 reiðina sem brann úr augum Adele. Loks vissu þær hvar þær stóðu. Hvað skyldi Leigh hugsa ef hann gæti heyrt hvað þær sögðu? Hana langaði til að segja Adele að hún ætlaði að svíkja loforð sitt og vara hana við því að hún hefði hugsað sér að segja Leigh allt sem hefði skeð, en þá sá hún fyrir sér Bunty í afmælisboðinu við hlið • beggja foreldra sinna, sem um stund höfðu gleymt hyldýpinu milli þeirra, Bunty það sama kvöld sitjandi uppi í rúminu milli Adele og Leigh. Hún sá sjálfa sig biðja Leigh að leyfa Adele að reyna, hún sá Adele biðja sig — Adele varð að sjá um það sem nú skeði. Án þess að segja meira snér ist hún á hæl og gekk brott úr húsinu, í fyrsta sinn síðan hún fór að vinna fyrir Leigh var hún fegin að deginum skyldi vera lokið. Hún heyrði mannamál um leið og hún opnaði útidyrnar. Hún sá karlmannsfrakka og hatt í forstofunni. „Ert það þú, elskan?“ kall- aði mamma hennar. „Það er gestur til þín!“ Hún vissi liver það var áð- ur en hún opnaði dyrnar. Bill stóð upp og heilsaði henni. „Loksins! Við héldum að þú kæmir aldrei.“ „Ég var að heyra hvað hefði skeð. Þú hlýtur að vera dauð- þreytt“. „Sanders læknir er þreytt- ari. Litla telpan hans er mik- ið veik“. „Hvernig leið henni í kvöld?“ spurði frú Faulkner. „Heldur betur sýndist mér, en við erum enn mjög hrædd um hana. Mikið er ég fegin að þú gafst Bill sherry, venju- lega er ekkert áfengi til hér á heimilinu“. „Vilt þú eitt glas?“ spurði Bill. „Já, þakka þér fyrir“. „Ertu nokkuð búin að borða?“ spurði hann þegar hann rétti henni glasið. „Ég býst ekki við að þú myndir kalla það að borða. Það er ekki mikið borðað hjá Sandershjónunum núna. Mat- areitrun er ekki beint lyst- aukandi". „En þú ert ekki með matar- eitrun“. „Það veit ég vel, en satt að segja hefur verið alltof mikið að gera til þess að við mætt- um vera að því að hugsa um mat. Vinnukonan og kennslu- konan eru báðar veikar. Ég fékk mér brauðsneið í hádeg- inu“. „Þá þarftu endilega að fá eitthvað gott að borða í kvöld“. Hún hristi höfuðið. „Elsku Bill, það get ég ekki, ég er svo þreytt“. Hann hallaði sér fram á við og tók um hendur hennar. Frú Faulkner gekk út úr her- berginu og tautaði að henni fyndist að Jill ætti að fá eitt- hvað gott að borða, hún væri aðeins með snarl, en heitur matur — „Ég er búinn að panta fyrir okkur í „The White Bear“. Ég vonaði að þú kæmir með mér“. Hún brosti. „Húsbóndalegur að venju!“ „Elskan mín, þú hefur gott af því. Þú ert svo þreytuleg“. „Ég er þreytt“. Henni leið samt betur þeg- ar hún sat skömmu seinna til borðs með Bill og var að borða kjötréttinn, sem hann hafði beðið um. Hún fann sér til mikillar undrunar að hún var banhungruð. Hann horfði ánægður á roðann færast fram í kinnar hennar. Hann hugsaði um það hvort hún myndi hætta við að taka stöð- Symfóníutén- leikar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- GRAHHARNIR „Pabbi, það er ævareiður maður í simanum, sem vul tala við pig-“ Hún brosti til hans, fegin að sjá hann og hún óskaði að hún væri ekki svo þreytt að hana langaði mest til að fleygja sér upp í rúm í öllum fötunum og fara að sofa. „Það lá við að ég færi heim til Sanders læknis til að spyrja um þig,“ sagði hann, „en ég var hræddur um að við færumst á mis og mamma þín sagði, að þú hlytir að fara að koma“. „Ó, Bill, ég hefði svo sann- arlega reynt að koma fyrr heim ef ég hefði vitað að von var á þér. Þó ég sé hrædd um að ég hefði ekki komizt fyrr“. Hún fór úr kápunni og strauk yfir hár sitt. „Hvílíkur dag- ur!“ lands hélt tónleika í Þjóðleik- húsinu í gærkvöldi undir stjórn dr. Róberts A. Ottósson- ar, en einleikari var Rögnvald- ur Sigurjónsson. Á efnis- skránni voru verk eftir Mozart, Beethoven, Bizet og Dvorák. Hljómsveitin skilaði yfirleitt hlutverki sínu mjög vel og með nákvæmni. Var gaman að heyra sinfóníu Bizets, sem er gullfalleg með köflum, þó að hún haldi manni tæpast hrifn- um allt til enda. Rögnvaldur lék píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven með hljómsveitinni og gerði það yf- irleitt mjög vel, en þó þótti mér tempóið stundum dálítið ójafnt. Tókst flutningur kon- sertsins í heild samt vel. G. G. miðvíkúd agu r . ■ JÍh-LÉ_i_!_'li_i_+ Árbæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. Bazar Verkakvennafélagsins Framsóknar er í IÐNÓ í dag kl. 2. — Margt eigulegra muna. Hjónaband. Hinn 22. október sl. voru gefin saman í hjónaband í Mo bile, Alabama, USA, Guð- björg Þórhallsdóttir. Vil- hjálmssonar, Keflavík, og John S. Malone, Hamden, Connecticut. Heimili brúð- hjónanna verður í Browning- ton, Vermont. Fóstbræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins heldur fund í Framsóknar- húsinu uppi miðvikudaginn 11. nóv. 1959 kl. 8Vz e. h. Verður þar m. a. rætt um af- mæli kirkjunnar. Stjórnin. Rangæingar, munið skemmtifundinn í Framsóknarhúsinu fimmtu- daginn 12. þ. m. Hin árlega hlutavelta Kvennadeildar SVFÍ í Rvík verður seinast í þessum mánuði. Heitir deildin á alla velunnara sína að taka vel á móti konum þeim, sem eru að safna munum á hlutaveltuna. Borgfirðingafélagið heldur spilakvöld á morg- un í Skátaheimilinu og hefst það kl. 21 stundvíslega. Stjórnin. í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía hefur sænski ambassa- dorinn Sten von Euler-Chel- pin og kona hans móttöku í sænska sendiráðinu, Fjólu- götu 9, í dag, miðvikudaginn 11. nóvember frá kl. 5 til 7. Flugfélag fslands. Millilandaf lug: Gullfaxi fer til Glasgow og K.- hafnar kl. 8.30 í dag. Væntanleg ur aftur til Rvíkur kl. 16.10 á morgun. Innan landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsa- víkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Bíldudals, Eg- ilssaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Hekla er væntanleg frá London og Glasgow kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leiguvélin er væntan- leg frá New York kl. 7.15 í fyrramálið. Fer til Osló, Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar kl. 8.45. Ríkisskip. Hekla er á Aust- fjörðum á norð- urleið. Esja fór frá Rvík í gær vestur um land í hringferð. Herðu- breið fór frá Rvík í gær aust- ur um land í hringferð. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Breiða firði. Þyrill er í Rvík. Bald- ur fer frá Reykjavík í dag til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna. Alþýðublaðið — 11. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.