Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandl: AlþýBuflokkurlnn. — Framkvæmdastjón. Ingólfur KrLstjánsson. — Ritstjórar: Benedlkt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vln Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasimi 14 906 — ASsetur: AlþýSuhúsið. — PrentsmiBja AlþýSublaBsina. Hverfisgata 8—10. Við og heimurinn . • JÓHANNES NORDAL bankastjóri hefur 1 tímaritsgrein bent á það nýja skipulag efnahags- mála heimsins, sem muni í uppsiglingu. Meginein- kenni þeirra virðist, að heimurinn skiptist í allstór viðskiptabandalög með toilfrjálsum og haftalaus- um viðskiptum milli þátttökuríkja. Tollabandalag sexvéldanna er þegar komið til framkvæmda, og sjö ríkja fríverzlunarsvæði verður sennilega mynd að á næsta ári. Samtök þjóðanna 'aukast og styrkj- ast með ári hverju, og sú mun ekki sízt verða raun in á vettvangi efnahagsmálanna, ef dregur úr víg- búnaði og stjórnmálaerjum stórveldanna eins og líkur virðast á góðu heilli. „Hver verður staða íslands í þessu efna- hagskerfi framtíðarinnar? Geta íslendingar stað ið einir, umgirtir geysilega stórum efnahags- heildum á allar hliðar: Bandaríkjunum í vestri, einu eða tveimur viðskiptabandalögum í Vestur Evrópu og Austur-Evrópuríkjasamtökunum í austri? Líklega er engri þjóð meiri nauðsyn á hagkvæmum utanríkisviðskiptum en íslending- um, svo að rökin fyrir nánu samstarfi við aðrar þjóðir á grundvelli frjálsra viðskipta ættu að vera sterkari á íslandi en nokkurs staðar annars staðar“. Þessi ummæli Jóhannesar Nordals eru vissu- lega tímabær og athyglisverð. Hér er kannski hreyft því máli, sem mestu skiptir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf í framtíðinni. íslendingar vilja auðvitaðhafa góð verzlunarsamskipti við al’lar þjóð ir, og undanfarin ár hefur sæmilega til tekizt 1 þeim efnum fyrir okkur. Hins vegar ráðum við ekki úrslitum þessara mála. Stefna og skipulag annarra þjóða skiptir okkur því miklu. Þess vegna er farsælast fyrir okkur að fylgjast sem bezt með gangi þessara mála og hyggja að því vel og vand- lega, hver staða okkar skuli verða. Heimurinn getur ekki verið okkur íslending- um óviðkomandi. Fjarstaða íslands er úr sögunni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þar fyrir eigum við ekki að verða öðrum háðir, enda hafa íslendingar ýmislegt af mörkum að leggja. En til þess verðum við að búa okkur stað í samtökum og skipulagi annarra þjóða og þá ekki sízt á vettvangi efnahagsmálanna. Umræðuefni það, sem Jóhann- es Nordal ræðir í nefndri tímaritsgrein sinni, er þess vegna ótvírætt hagsmunamál íslendinga í nú tíð og framtíð. lafgeymar 6 og 12 volt, hlaðnir og óhlaðnir. GARDAR GÍSLASON H.F. Bifreiðaverzlun. Auglýsingasími Alþýð U blaðs ins er 14906 ^ 13. nóv. 1959 — Alþýðublaðið f FYRRADAG lauk í Rvík þriggja daga fundi umboðs- manna Flugfélags íslands er- lendis og forráðamanna þess hétr heima. Slíkir fundir eru haldnir um svipað leyti ár hvert og á þeim er lögð síðasta hönd á ferðaáaetlanir næsta sumars fyrir millilandaflugið. Enn fremur ræðitr fundurinn o g gengur frá áætlunum fyrir aug lýsingar og kynningarstarfsemi félagsins innanlands og utan. Flugfélag íslands leggur nú í vaxandi mæli áherzlu á að glæða áhuga annarra Evrópu- búa á Íslandi og að fá þá til að koma hingað. í þeim efnum vinna skrifstofur félagsins er- lendis ómetanlegt starf, sem þegar hefur borið sýnlegan á- vöxt. Umboðsmenn Fí erlendis eru: Jóhann Sigurðsson í Lond- on, Ðirgir Þorgilsson í Kaup- mannahöfn, Hákon Daníelsson í Hamborg, Skarphéðinn Árna-, son í Osló og Einar Helgason í Glasgow. Ræddu þeir við blaða- menn í gær, ásamt Erni O. John son, forstjóra félagsins, og Sveini Sæmundssyni blaðafúll- trúa. ÓVISSA í efnahagsmálum Vegna óvissu í efnahagsmál- um hérlendis hefur reynzt erf- itt að ákveða sumaráætlunina svo löngu fyrirfram, sem þó er óhjákvæmilegt með tilliti til ferðalaga útlendinga með flug- vélum félagsins milli íslands og annarra landa og milli staða er lendis. Þó að erfitt sé að spá um framtíðina, gerir Flugfélag íslands ráð fyrir enn meri flutn ingum milli landa á næsta ári en því, sem nú er að líða. 10 FERÐIR Á VIKU TIL MEGINLANDSINS Næsta sumar eru því ráðgerð ar 10 ferðir á viku héðan til Út- landa, en 9 voru sl. sumar. Ferðum verður að öðru leyti hagað með svipuðu móti og ver ið hefur síðan félagið eignaðist hinar vinsælu Viscount skrúfu- þotur sínar. Að sumri verða 9 ferðir á viku til Kaupmanna- hafnar, 2 á viku tii Osló og Hamborgar og daglegar ferðir til Bretlands. BETRI HLEÐ SLUNÝTING . Eins og kunnugt er, hækkuðu flugfargjöld milli landa sum- arið 1958 um 55% með tilkomu yfirfærslugj aldsins svonefnda. Þessi mikla hækkun hafði mj ög veruleg áhrif á farþegaflutn- inga Flugfélags íslands síðari hluta fyrra árs. Hins vegar er sýnilegt, að áhrifin af hækkun- inni í sambandi við yfirfærslu- gjaldið fara minnkanli jafn- hliða því sem erlendum farþeg- um með flugvélum .Fí fjölgar alltaf dálítið. Hleðslunýting fé- lagsins miðað við hverja flogna klukkustund í millilandaflugi batnaði um liðlega 20% á yfir- standandi ári, miðað við sama tíma í fyrra. AUKIN KYNNINGAR- STARFSEMI Flugfélag íslands ráðgerir nú að verja meira fé og starfi til að kynna ísland erlendis en nokkru siiini áður, í þeirri von að fjölga enn ferðamönnum hingað. Hins vegar er forráða- mönnum FÍ það vel ljóst, að til þess a.ð ferðamál komist hér í viðunandi horf, þarf samstillt átak allra þeirra, sem að þeim málum vinna, veitinga- og gisti húsamanna, ferðaskrifstofu- manna og allra þeirra, sem á einhvern hátt koma til með að vinna að málefnum ferða- manna. Það er von félagsins, að viðleitni þess til kynningar á landi og þjóð erlendis beri þann ávöxt, að. er tímar líða reynist flutningar' og fyrirgreiðsla er- lendra ferðamanna þjóðarbúi okkar jafn drjúgur tekjuliður og t. d. frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Skarphéðinn Péf ‘ ursson kjörinn presfur Bjarnar- nessprestakalls. PRESTSKOSNING í Bjarna nesprestakalli í Austur-Skafta fellsprófastsdæmi fór fram síð- astliðinn sunnudag. Voru at- kvæði talin á.skrifstofu biskups í gær. Á kjörskrá voru 532, en at- kvæði greiddu 380. Skarphéð- inn Pétursson cand. theol. hlaut 241 atkvæði og var kjörinn lög- mætri kosningu, Oddur Thor- arensen cand. theol. hlaut 132 atkvæði. Auðir seðlar voru 6, en ógild ur 1. ur jafnvel ilm úr veðrum og nátt Uru og sér fyrir sér ásjónur holdi klæddar með litum og blæ. HÖFUNDURINN lifir mjög í heimi málaralistarinnar — og oft fannst mér sem upp vævi brugðið myndlistaverki. Þetta er mikill kostur, því að í raun og veru á gott bókmenntaverk að vera fjöldi smámynda, sem síðar birta manni heildarmynd. Að undanskyldu upphafinu er sagan mjög heit og myndsterk. ÞÓ FINNST mér, að í einu hafi höfundi fatast. Mér finnst taumlaus frygð Sólveigar lítt skiljanleg, — og gruna'r mig að frygðaröfsi nútímans hafi haft áhrif á höfund. Rétt er að mann eskjurnar hafa alltaf verið eins, en ást er meira en frygð. — Þarna er óeðlilegur klofningur. Ást Andrésar virðist vera eðli- leg, karlmannleg og heil, skilj- anleg. En hvað eftir annað rekst maður á það, að ást Sólveigar er fyrst og fremst frygðarofsi.' Um þetta er vitanlega hægt að deila. En hvort, sem höfundurinn hef- ur ætlast til þess eða ekki, þá fær maður hugmynd um að Sól- veig hafi þjáðst af kynhungri. ÞAÐ ER GOTT við þessa bók, að hún er skrifuð af mikilli al- vöru og ábyrgðartilfinningu. —■ Manni finnst höfundurinn sjálf- ur auðmjúkur gagnvart verki sínu. Það tel ég alltaf mikinn kost á skáldverkum. Ég vil end- urtaka það, að Björn Th. Björns- son er skáld, mikið og gott skáld. Honum tekst að semja mjög góð verk í framtíðinni aðeins ef hann fyllist ekki ofmetnaði —• vegna hins ótvíræða sigurs, en mörg mannsefnin hef ég séð drukkna í þeirri óhugnanlegu eðju. Hannes á horninu. Hannes á h o r n i n u 'fc Góður félagsskapur. it Meðmæli að vera í hon um. ýV Nokkur orð um Virkis vetur. ýV Nýtt skáld risið upp. BINDINDISFÉLAG öku- manna er góður félagsskapur og merkur ,sem þegar hefur lát- ið mikið gott af sér leiða og mun enn gera þegar h(onum vex afl. Félagið á að njóta trausts, félags maður þess á að njóta þess í at- vinnu og tiltrú að hann sé í því. Félagið nýtur hlunninda hjá tryggingafélögum, ekki aðeins félagið sem heild heldur og fé- lagar þess, og mun sá stuðning- ur verða enn meiri síðar. FÉLAGIÐ gefur út blaðið Um- ferð og er þar af djörfung rit- að um umferðamálin almennt, bornar fram tillögur til umbóta og birtar aðvaranir, en ennfrem ur er þar skýrt frá nýjungum í bifreiðaiðnaði, öryggisútbúnaði bifreiða og svo framvegis. Ég vil eindregið hvetja menn til þéss að ganga í Bindindisfélag ökumanna og lesa hið ágæta blað þess. ÉG HEF lokið við að lesa Virkisvetur. Mér hafði leikið mikil forvitni á því að ná í þessa bók og ég las hana á einni nóttu. Eg er dómnefndinni sammála um heildardóminn, það er, að þetta sé snjöll skáldsaga, en ég er ekki dómnefndinni saminála að öllu leyti. Hún segir að bók- in sé vel byggð, eða eitthvað á þá leið, en svo er ekki og hljóla allir að finna það. HÖFUNDURINN nær ekki tökum á söguefninu til að þyrja með, en hann nær þeim efiir því sem líða tekur á söguna. Það er eins og hann fálmi eftir efninu í fyrstu köflunum, viti ekki vei hvert efnið muni leiða hann og I handahóf verði nokkurt á upp- byggingunni. Það vantar gang- brú yfir ána, þess vegna verður : maður að stökkva á staksteinum. Hvað eftir annað verður maður á fyrstu fimmtíu blaðsíðunum að fletta fram í söguna til þess að átta sig, en svo hverfur þetta með öllu. Höfundurinn nær föst um tökum á efninu og sagan ' rennur fram sterk og heil. j ÞAÐ, sem gladdi mig mest við lestur þessarar sögu, var, að ég fann það, að nýtt safamikið skáld er risið upp meðal okkar. > Um það finnst mér ekki nein- i um talöðum að fletta. Hann er mjög frumlegur á köflum, bygg ir upp af hreinni snilld í síðari hluta sögunnar, á fjölmargar hugdettur, sem rista djúpt í vit- und manns svo að maður finn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.