Alþýðublaðið - 15.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.11.1959, Blaðsíða 4
: trtgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: lngolfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson i (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- : vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — ABsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðslna, Hverfisgata 8—10. Aðkeypta vinnuaflið UM ÞESSAR MUNDIR starf a á annað hundrað i Færeyingar á íslenzkum skipum, en þeir munu : fyrirsjáanlega verða mun fleiri á komandi vetrar- ; vertíð. Þetta er ekki nýtt vandamál. Ástandið í þess- i um efnum var margfalt lakara /yrir síðustu kjara- ] bætur íslenzkum sjómönnum til handa. Samt fer • því enn fjarri, að nægilegur mannafli fáist á fiski- i skipaflotann og raunar til ýmissa annarra fram- ; leiðslustarfa. Menn kjósa heldur fyrirhafnarminni : vinnu, þó að tekjurnar í aðra hönd nái ekki sömu : krónutölu. En þennan vanda hljóta Islendingar að f levsa. Fátt er fráleitara en kaupa inn vinnuafl. Og grundvallaratvinnuvegi sína hlýtur hver þjóð að • reka sjalf. Auðvitað skiptir miklu máli að reyna að gera ; íslenzku framleiðslustörfin eftirsóknarverðari en i nú er. Þá er ekki aðeins átt við greiddar krónur, þó : að framleiðslustörfin verði að standa vel að vfgi • í samkeppni framboðsins og eftirspurnarinnar. ís- ; lendingum ber að glæða áhuga unga fólksins á ; þeim störfum, sem tilvera okkar byggist á. Jafn- ■ framt þarf að freista aukinnar hugkvæmni í skipu 1 lagi framleiðslustarfanna — ekki sízt sjávarútveg- ins og landbúnaðarins. Öryggi og festa þarf að • koma í stað stopuls gróða. Og umfram allt verður : að gera starfsskilyrði þeirra, er að framleiðslunni vinna, betri og nýtízkulegri en nú er. íslendingar : þurfa sannarlega að hyggja að þessum atriðum ekki síður en hinu að verða sér úti um ný fiskiskip til veiða á f jarlægum höfum og heimamiðum. Hér : þarf að hu'gsa um manninn og hlutverk hans, en ekki aðeins vélræn afköst. Aðkeypt vinnuafl getur ekki til frambúðar : leyst vanda íslenzkrar framleiðslu. íslenzkar hend : ur verða að vinna íslenzk framleiðslustörf til sjávar og sveita, ef landið á að verða byggilegt í framtíð- inni og auðæfi hafsins umhverfis það að koma að tilætluðum notum. Sveinn og Óskar FRJÁLS ÞJÓÐ hefur birt pólitíska rauna- sögu Sveins á Egilsstöðum, sem ekki varð þingfull trúi Sjálfstæðismanna í Austurlandskjördæmi við nýafstaðnar kosningar og unir hlut sínum stórilla. Tíminn endurprentar svo grein Sveins í gær og ger ir harða hríð að Sjálfstæðisflokknum fyrir meðferð ina á þessum landskunna Austfirðingi. , c Frjáls þjóð ætti að halda áfram þessum póli- tízku raunatölum annarra en faliinna frambjóðenda Þjóðvarnarflokksins, sem hafa víst ekki við neina að sakast. Færi vel á, að næst kæmi saga Óskars Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns í Vík í Mýr dal. Morgunblaðið gæti svo endurprentað hana með viðeigandi skýringum á innræti ag starfsað- ferðum framsóknarflokksins. Og enn er hætt við því, að bið muni á, að öllum fyrrverandi og tilvon andi frambjóðendum verði gert til hæfis. á að kynnast verzlunar- Þýzkir náms- sfyrfcir UNDANFARIÐ hefur skóla- stjóri Hagaskóla gefið gagn- fræðadeild stúlkna í 4. bekk skólans kost á merkilegri ný- breytni. Hafa stúlkurnar feng- ið að kynnast starfi í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Skólastjóri Hagaskóla, Árni Þórðarson, sótti um það til yf- irstjórnar menntamálanna að hann mætti breyta námsskrá þessara nemenda á þann veg, að dregið yrði úr svonefndum lesgreinum en kennsla í mál- um og haghýtum greinum auk- in, svo sem í vélritun og bók- færslu þaímig, að námið kæmi þeim að notum, er hygðust leggja stund á verzlunar- eða skrifstofustörf. MNNST 6 FYRIRTÆKI. Hefur skólastjórinn samið við nokkur fyrirtæki um að stúlkurnar ynnu þar ákveðinn tíma í senn til þess að kynn- ast starfsemi þeirra og er fyr- irkomulagið þannig, að þær eru hver 2 tíma á dag, 5 daga í hverju fyrirtæki og fyrirtæk- in eru minnst 6, þannig, að þær verða við þessi störf minnst 60 tíma hver. Þær fá engin laun greidd fyrir. Fyrir- tækin, sem stúlkurnar vinna hjá, eru breytileg, bankar, bókaverzlanir, stórar skrifstof- ur og kjörbúðir. Hefur þessi nýbreytni gefizt mjög vel. RIKISSTJORN Vestur-Þýzka lands býður fram nokkra náms- styrki á skólaárinu 1960—61. Er hér um tvenns konar styrki að ræða, þ. e. almenna styrki til háskólanáms og styrki til iðnfræðináms og kennara- náms. Nánari upplýsingar veitir menntamálaráðuneytið. 50. sýning DELERIUM Bubonis verður sýnt í 50. sinn í Iðnó í dag kl. 3. Eru vin- sældir þessa gamanleiks alltaf jafnmiklar. Mynd- in er af Gísla Halldórs- syni (Einari Einiberja- runni) og Árna Tryggva- syni (Gunnari Hámund- arsyni leigubílstjóra) i hlutverkum. ■>ý Athyglisverðar upp- Iýsingar um hitaveit- una. ýV Reynsla, sem ekki er hægt að hrekja. Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar. V.E. SKRIFAR mér á þessa leið um hitaveituna: „Skrúfið fyrir heiía vatnið á næturna." — Ganxla sagan endurtekur sig. — Sumir læra ekki af reynsl- unni. — Ég hef í mörg ár haft heita vatnið og mér líkar það mjög vel. En þegar mest er þörf- in á hitanum, þá er það gamla sagan: Ekkert heitt vatn, nema hálfan daginn. Hitaveitustjórn- inni ætti að vera það ljóst, að það er ekki nóg að hafa 317 sekúndulítra úr Mosfellsveitunni — til viðbótar við vatnið úr borholum bæjarins þegar alltaf er bætt við húsum til upphitun- ar meira en viðbótinni nemur. HVERS VEGNA ekki að láta staðreyndirnar tala og sýna með svörtu á hvítu hvað mikið vatn þarf til að hita þau hús sem heita vatnið hafa í 6—8 stiga a n n es h o r n i n u frosti og norðan stormi með 8— 10 vindstiga hraða? .— Þá kem ég að því að skrúfa fyrir á næt- urnar. í mörg ár hef ég athug- að þetta og mín niðurstaða er sú, að ég eyði minna vatni yfir sólarhringinn ef ég læt renna á næturnar. Ef skrúfað er fyrir á næturnar, verður að láta renna það miklu meira í nokk- ra tíma meðan húsið er að hitna. Og útkoman er: meiri eyðsla. ÁÐUR en hitaveitan kom, not aði ég kol á veturna, ég lételdinn aldrei drepast í miðstöðinni og reyndist það vera hagkvæmast og sparsamast. Það, sem skeður vetur eftir vetur er að hitaveit- an reynir að selja það sém ekki er til. Benjamín Eiríksson banka sjóri skrifaði fyrir nokkru mjög góða grein til ábendingar fyrir hitaveituna. Ég tel það höfuð- nauðsyn að komið verði upp kyndistöðum eins og þeirri, sem nýlega var komið upp í Hlíðun- um. Bærinn ætti ekki að skipu- leggja nein hverfi svo að ekki væri hugsað fyrir sameiginlegri kyndistöð. MARGRA ára reynsla sýnir, að slíkar sameiginlegar kynd- ingarstöðvar spara neytendum 20% eða meira, auk þess, sem þær færa þeim margskonar þæg indi fyrir heimilin, aukið hrein- læti, minni brunahættu og sparn að við akstur á olíu. Olían myndi fást ódýrari, þar sem hver kyndi stöð keypti miklu meira magn og gæti auk þess notað svokallað svarta olíu, sem er miklu ódýr- ari en venjuleg olía — og gef- ur samt betri hita, EF HORFIÐ verður að ofan- rituðum ábendingum, myndi heita vatnið nægja að sumrinu í flest hús Reykjavíkur og að vetrinum til yrði það nægilegt og ekki þyrfti að skrúfa fyrir á veturna þegar mest á ríður að hita upp húsin. — Þetta vildi ég sagt hafa. Niðurstöður mínar byggjast á nákvæmum athugun- um í mörg ár og reynslu, sem ekki er hægt að hrekja. Vona ég að þú komir þessu á fram- færi svo að réttir aðilar taki þetta til athugunar. Maður hef- ur að minnsta kosti gert skyldu sína með því að segja frá sinni reynslu". EIN FATXEGASTA bókin, — sem komið hefur út á þessu ári, er Þjóðasgnabólc Ásgríms Jóns- sonar. í henni eru 50 heilsíðu- myndir, sem listamaðurinn mun flestar hafa valið sjálfur áður en hann lézt. Margar litmyndir eru í bókinni, en auk þess nokkr ar þjóðsögur, sem Ásgrímur gerði með myndir úr og mun hann og sjálfur hafa lagt til að þær yrðu prentaðar með mynd- unum. Menningarsjóður hefur gefið bókina út og er hún hreinn dýrgripur. Hannes á hominu. ' 4 15. nóv. 1059 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.