Alþýðublaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson <6b.). — Fulltrúi ritstjómar: .Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngn.«dmi 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Nýr skáldsagnahöfundur TÍMINN hefur verið með einkennilega spá- . dóma undanfarið í tilefni af viðræðum Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlega stjórnarmyndun. Einn daginn segir, að allt sé klappað og klárt, en morguninn eftir á allt að vera farið út um þúfur vegna ágreinings um > stefnumál eða val manna 1 ráðherrastólana. Nú : síðast fu'llyrðir Tíminn, að flokkarnir ætli að skjóta á frest ákvörðunum um efnahag og þjóð- arbúskap íslendinga þangað til að þrengi í þeim efnum. Með öðrum orðum: Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að ganga til stjórnar- samstarfs, en láta allt reka á reiðanum að dómi Tímans. Og er þá nema von, að málgagn Fram- sóknarfiokksins þykist hneykslað? Auðvitað nefnir Tíminn engar heimildir í þessu sambandi, enda ekki við að búast. Frétta- burður hans um stiórnarmyndunina er út í blá- inn, og þarf raunar ekki annað en lesa mál- flutninginn frá degi til dags til að sannfærast um, hvers konar fyrirbæri hér muni um að ræða. Nýr skáldsagnahöfundur er risinn upp með þjóðinni, og sá heitir Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans. Skáldskapur hans einkennist af trufluðu ínjyndunarafli, en sagnfræði lætur hon um ósköp illa. Hér er ekki á þetta bent af þvi að nokkur muni taka fullyrðingar Tímans alvarlega. Þær dæma sig sjálfar, og almenningur getur næstu daga gengið úr skugga um, hvað er rétt og rangt og satt og logið. Alþýðublaðinu finnst bezt fara á því að láta staðreyndirnar tala í þessu efni. Hitt er athyglisvert, hvernig Tíminn býr sig undir þá stjórnarandstöðu, sem hann telur sig eiga í vænd- um sem málgagn Framsóknarflokksins. Því hlut- verki á að gegna með skáldskap Þórarins Þórar- inssonar. Tíminn ætti að láta Alþýðuflokkinn og Sj álfstæðisflokkinn um málefni sín varðandi hugsanlega stjórnarmyndun og engan skáldskap að hafa í frammi af því tilefni. Hins vegar væri ekkiúr vegi, að hann gerði grein fyrir stefnu- málum Framsóknarflokksins, ef hann vill komast í stjórn og þykist nú færari öðrum flokkum til forustu um efnahag og þjóðarbúskap íslendinga. Alþýðuflokkurinn telur sig hafa þá reynslu af Framsóknarflokknum, að hann vill fá meira að heyra en það eitt, að Tíminn mi;ni ljá máls á myndun ríkisstjórnar undir forustu Hermanns Jónassonar. Alþýðuflokkurinn hélt satt að segja, að Framsóknarflokkurinn hefði strandað skipi sínu fyrir ári síðan. Sé það komið aftur á flot, þá væri slíkt fréttaefni fyrir Tímann. NÝKOMIÐ mikið úrval af ódýru plasti, einnig voxdúk. Fóður nýkomið, einnig gardínuefni í miklu úrvali. Ódýrir morgunsloppar, nýkomnir. Crepsokkar, svartir og brúnir nýkomnir. Einnig Anita saumlausir ísabtellasokkar. GLASGOWBÚÐIN Freyjugötu 1 — Sími 12902. SVÖRTU AF OlGAíN í hinni svörtu Afríku stafar ekki eingöngu af átök- um innfældra manna og hinna evrópsku yfirmanna, heldur ekki síður innbyrðis fjand- skap ættbálka og þjóða. And- stæðumar innan svertingja- þjóðfélaganna standa víða í vegi fyrir i'ólegri þróun í átt til sjálfstæðis. Hvergi hefur þetta komið eins greinilega fram og í belgíska verndar- svæðinu Ruanda-Urundi, þar ríkir nú ógnaröld vegna blóð- ugra átaka tveggja kynflokka blökkumanna. Sjálfstæðis- hreyfingin í Belgíska Kongó á aðeins óbeinan þátt í þess- um ófriði. Óeirðirnar hófust er Be'lg- íumenn reyndu að rétta hlut þeirra, sem til þessa hafa ver- ið kúgaðir í Ruanda-Urundi. Watussi-menn, sem til þessa hafa verið yfirstétt í þessum löndum, eru æfir út í Belgíu- menn fyrir að hafa takmarkað réttindi þeirra gagnvart öðr- um þjóðflokkum, en hinir kúg uðu Bahutu-menn hófu und- irbúning að því að losna al- gerlega undan yfirráðum Wa- tussi-manna. Uppþotin hófust er Watussi-menn höfðu hleypt upp mörgum fundum Bahutu- manna og drepið marga leið- toga þeirra. RtJANDA-URUNDI hefur ver ið belgiskt verndarsvæði síð- an 1946 í umboði Sameinuðu þjóðanna, en Belgía fór einnig með stjóm þess frálokumfyrri heimsstyrjaldarinnar á vegum Þjóðabandalagsins. Þar ti'l var þetta svæði hluti af þýzku Austur-Afríku. Ruanda-Urundi eru tvö að- skilin konungsríki, hvert und ir sínum manni. Þau eru sam- tals 54 000 ferkílómetrar að stærð og íbúafjöldinh um 4,5 milljónir, þar af eru 6500 Ev- rópumenn og 2500 Asíumenn. Löndin eru bæði fjöllótt og liggja víðast í 1000 metra hæð yfir sjávarmál. Hin sterka þjóðfélagsskipan í þessum löndum hefur valdið því, að Belgíumenn hafa ekki þurft að skipta sér mikið af málefn- um þeirra, en látið nægja að stjórna óbeint gegnum kon- unga landanna. Aðeins 500 manna herlið innfæddra manna undir forustu 20 belg- ískra herforingja hefur verið á þessu svæði. En eins og mál- um var háttað höfðu Watussi- menn í Ruanda kúgað og arð- rænt hina margfalt fjölmenn- ari Bahutu-menn. Frá Urundi hafa ekki borizt nein tíðindi um óeirðir. MwAOVIINN í Urundi fór til Briissel á sínum tíma og var viðstaddur er belgíska þingið samþykkti frumvarpið um endurbætur á stjófnarlöggjöf í þessara landa, en konungúr- i inn í Ruanda neitaði að fara. Skýrsla um stjórn Belgíu-; manna í þessum löndum hef-, ur árléga verið lögð fyrir þing ; Sameinuðu þjóðanna og stjórn arbótin þar hefur verið sam- þykkt af þingi Sameinuðu þjóðanna með stuðningi As- íu- og Afríkuríkjanna, en fulltrúi Sovétríkjanna greiddi atkvæði á móti. Fyrsta umbótaverk Belgíu stjórnar var að banna hærri vexti en 6 af hundraði, en hingað til hafa smábændur af kynflokki Bahutu-manna orð ið að greiða lánardrottnum sínum af flokki Watussi- manna allt að 25 af hundraði. ÞaÐ er skylda Belgíu sam- kvæmt samningum við Sam- einuðu þjóðirnar, að gera þessum löndum kleift að fara með stjórn eigin mála í fram- tíðinni. Fyrst taka sveitar- stjórnir við því valdi, sem smáhöfðingjar fara nú með, og verða þær kosnar í almenn um kosningum. Höfðingjarnir verða fyrst um sinn opinber- ir embættismenn. Haustið 1960 kjósa svo héraðsstjórn- irnar þing, sem myndar rík- isstjórn, vald konunganna verður þingbundið. Tottenham vann Torpedo LONDON, 16. nóv. (Reuter). — Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspurn keppti í dag við Moskvuliðið Tor- pedo og vann með 3 mörk- um gegn 2. Tottenham hafði. 3:1 í hálfleik. Fyrr í sumar vann Totten- ham Torpedo 1:0 í Moskvu. Hannes á h o r n i n u Viðræðum að ljúka. Niðurstaða í þessari viku. TÍf Atvinnuöryggið er aðalatriði. Þeir, sem ekki kunna sig heiman að húa. VIÐRÆÐUUR um efnahags- málin, lausn þeirra og mögu- leika á stjórnarsamvinnu hafa nú staðið yfir milli Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í þrjár vikur. Margir hafa ætlað að þessar viðræður hefðu ekki þurft að taka svo langan tíma og þess vegna gerzt óþolin- móðir. Af því hafa menn farið að segja sögur og margar hafa komizt á kreik. Svo virðist að þessum viðræðum sé um það bil að ljúka og að um miðja vikuna fáist úr því skorið hvort þær hafi borið tilætlaðan árangur eða ekki. ÞAÐ ER FÁSINNA að halda að viðræður eins og þessar sé hægt að hespa af á nokkrum dögum. Efnahagsástand þjóðar- innar er í svo mikilli flækju og afkoman í svo mikilli hættu, að margs þarf að gæta svo að ekki sé hrófað einhverju tildri upp til einnar nætur eða svo. Það þarf að finna varanlega lausn, sem þó hlýtur að miðast í fram- kvæmd við þegnskap og skiln- ing heildarinnar. ÉG HAFÐI 1 UPPHAFI talið heppilegast, að allir stjórnmála- flokkarnir gerðust aðilar að framkvæmd þeirra verkefna, sem bíða úrlausnar. En þeir, sem hnútunum virðast kunnugastir, hafa álitið, að slík stjórn hefði engan starfsfrið vegna sífelldrar togstreitu innbyrðis, afbrýðisemi og jafnvel haturs, svo að enginn treysti neinum og allur tíminn færi í það að verjast ímynduðum og raunverulegum bellibrögðum þeirra, sem eiga að vinna saman. ÞAÐ MÁ VEL VERA að þetta sé rétt, en illa er sú þjóð komin, sem velur sér fulltrúa til starfa, sem svo eru miklir flokksþrælar að þeir sjá ekki hagsmuni þjóð- arheildarinnar sjálfrar. — Það er þjóðarinnar sök. Henni ber að skipa til verka, verðlauna og hegna. í haust gerði hún þetta. Alþingi og skipun þess er nið- urstaðan. Það er álitið að ekki sé hægt að mynda stjórn allra flokka. ÉG ÞEKKI EKKI þá lausn, sem fengizt hefur, ef hún liggur þá nokkur fyrir. En hún hlýtur að miðast við tryggingu atvinn- r unnar. Það er engum blöðum um j það að fletta, að ef okkur tekst I ekki að verjast áföllum hinnar 1 geigvænlegu verðbólgu, sem A1 þýðuflokksstjórninni tókst að stöðva að mestu um síðastliðin áramót, þá skellur atvinnuleysið á. Yngsti starfsmaður þjóðarinn ar þekkja ekki atvinnuleysi, en. miðaldra og eldri menn þekkja það vel og vita hvílíkur bölvald- ur það er fyrir efnahaginn og andlegt líf þjóðarinnar. Við skul um vona að allt, sem gert verður miði að því að vernda atvinnu- öryggið. í PÉTUR. SKRIFAR: „Frá því er skýrt í blöðum í dag (11/11), að tveir unglingar hafi lagt á Vaðlaheiði í litlum ,,plast“-bíl í slæmu veðurútliti og gegn ráð- um kunnugra manna. Þau voru sögð illa búin að klæðum. Nú fór það svo, að þau komust ekki nema upp á heiðina og urðu að hafast þar við í frosti og stór- hríð. Fundust þau að 18 tímum liðnum illa til reika. Höfðu ver- ið gerðir út leitarleiðangrar í bílum, snjóýtum og með öðrum tilfæringum til bjargar þessu fólki. ÞETTA, SEM HÉR ER TIL- GREINT, er ekkert einsdæmi. Það ber oft við að fólk hagar sér fávíslega á ferðalögum, og þá, ekki sízt þegar um nauðsynja- laust slangur er að ræða. Svo eru gerðir út leiðangrar, með flugvélum, bílum og mannsöfn- uði til að leita þessara „villu- manna“. EN HVER BORGAR BRÚS- ann? Oft kosta þessar leitir stór- fé, hvaðan sem það kemur. Væri ekki ástæða til að láta fram fara nákvæma rannsókn á þessu ferðaslangri, og láta viðkomandi „ferðafólk“ greiða kostnað við leitirnar, ef í ljós kemur, að ferðaslangrið sé nauðsynjalítið og fyrirhyggjulaust.“ Hannes á horninu. 4 17- nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.