Alþýðublaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 12
40. árg'. — Þriðjudagur 17. nóv. 1959 — 250. tbl. MWUWttUMMHWMMHHUHMVMMMWUMMWMHWWMMW s. HWMWtMMiWWMWWMtMmWWMtMWVitMWWtMHMMWWWMWWIWMWWMMW menn FAO telja, að smjör- verðið hafi nú senn náð há- marki, því fólk fari að nota smjörlíki í stað smjörs, ef verðhækkunin haldi áfram. MEIRA SMJÖRÁT — MINNI FRAMLEEÐSLA. FAO telur, að verðhækkun á smjöri í heiminum stafi bæði af meiri smjörneyzlu og af minnkandi framleiðslu. Fyrstu sex mánuði ársins 1959 reyndist smjörfram- leiðslan í heiminum 13,500 smálestum minni en á sama tíma árið áður. I Norður-Ame- ríku minnkaði smjörfram- leiðslan um 18.100 smálestir á þessu sama tímabili. Þrátt fyrir 14.500 smálesta aukn- ingu smjörs í 'Vestur-Þýzka- Framhalda á 10 síðu. HINN heimskunni rúss- neski skurðlæknir Vladimir Dimikhov heldur áfram til- raunum sínum með upp- skurði og samansetning á dýrum. Hann hefur sett ann að höfuð á hund og annað hjarta í tvo aðra hunda. All- ir hundarnir lifa góðu lífi og ber ekki á öðru en þetta ætli að lánast vel. Á myndinni til vinstri er hundurinn með höfuðin tvö. Bæði lifa góðu lífi og hað, sem við var hætt, er sem stendur að éta. Það hefur góða matarlist. Á myndinni fyrir neðan er læknirinn sjálfur með hundana, sem hann hefur sett tvö hjörtu í. Hann er að hlusta hjartsláttinn í öðrum þeirra. 3MJORVERÐIÐ, framleiðsla þess, birgðir og firningar hafa Konurnarqrenn- asf-menn þeirra fífna NEW YORK, nóv. (UPI). — Félag tryggingafræð- inga í Bandaríkjunum hefur látið athuga líkams þyngd Bandaríkjamanna og borið niðurstöðurnar saman við árið 1920. í Ijós hefur komið, að bandarískar konur verða æ grennri en karlmenn- irnir bæta stöðugt við sig ístru. Konur um 1920 vógu að meðaltali fimm pundum meira en konur nú (er þá miðað við tví- tugar konur). Karlmenn á sama aldri eru aftur á móti fimm pundum þyngri en þá. Einnig hef- ur komið í Ijós. að festt, glaðlynt fólk lifir lengur en aðrir, en karlmenn, sem eru 20 puod yfir með alvigt, Iifa skemur en aðrir. verið til umræðu á þingi FAO (Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna) — sem haldið er í Rómaborg um þessar mundir. Það, sem einkum kom um- ræðum þessum á stað var skýrsla, sem skrifstofa FAO hafði samið, og sem fyrir þing inu iá. Fulltrúar drógu mjög í efa, að niðurstöður skýrsl- unnar væri réttar, en því var meðal annars haldið fram í skýrslu FAO, að hækkað smjörverð og minnkandi birgð ir væri stundarfyrirbrigði, — þar sem allt útlit væri fyrir, að smjörneyzla og verð myndi lækka á ný og áður en langt liði. Þessar niðurstöður töldu sumir fulltrúar þingsins „all svartsýnar“, en aðrir töldu þær ekki fjarri sanni. SÍHÆKKANDI SMJÖR- VERÐ. í skýrslu FAO segir m. a., að fyrstu sex mánuði þessa árs hafi smjörneyzlan í heim- inum verið meiri en fram- leiðslan og hafi þetta orsakað síhækkandi verð á smjöri og minnkandi smjörbirgðir í heiminum. í júnímánuði 1959 var heimsmarkaðsverð smjörs 90% hærra en það hafði ver- ið árið áður. Skýrslugerðar- Persneskar skólatelpur námfúsar MEIRA en 400 persneskar skólastelpur réðust inn í toll- hyggingu í Amol við Kaspia- haf á dögunum af því að þær höfðu ekkert hús fyrir skóla sinn. Þær báru með sér stóla, borð, töflur og bækur og komu sér fyrir. Þetta voru stúlkur frá skólanum í Mah- moudabad, en þar var svo þröngt, að þær urðu að standa við námið. Loks misstu þær þolinmæðina og tóku húsnæð- ismálið í sínar eigin hendur. • • SÚ var tíðin, að hjart- að hoppaði í blómarósun- um, þegar þær heyrðu minnzt á Maurice Cheva- lier, og það má mikið vera ef ekki hefur liðið yfir sumar, ef hann birt- ist skyndilega. Nú er hann orðinn sjötugur, og aðrir yngri komnir í hans stað, en samt er hann „töfrandi“. Hann kom ný- lega til Kaupmannahafn- ar og þá var myndin tekin. UNDARLEG saga um 76 ára gamlan mann, sem vakn- aði upp frá dauðum, er sögð frá sjúkrahúsi í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta gerðist fyrir rúmri viku. Max gamli Einhorn var að dauða kominn, og tveir læknar, annar sonur hans, Harry Einhorn, vöktu við banasængina. Maðurinn hætti að draga andann og hjarta hans stöðvaðist alveg og lækn arnir tilkynntu, að hann væri látinn. Hinn læknirinn, Dr. Paul Rose, fór á brott, en sonurinn fór að tala yið graf- ara. Þegar hann einnig vár farinn, sendi hjúkrunarkóná eftir honum, og sagði, að hiin hefði séð augnalokin á þeim gamla titra. Þá var liká sent eftir hinum lækninum. Ög smátt og smátt váknaði gamli maðurinn aftur til lífsins. Það var erfitt að skilja hvers vegna hjartað tók aft- ur að hreyfast og lífsstarfið hófst á ný, segir dr. Einhorn. Dr. Rose segist hafa barið mörgum sinnum í biióstið á Frainliald á 10. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.