Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 3
HERJÓLFUR, Eyjaskipið nýja- mun líklegast fara í reynsluför sína hinn 3. des. næstkomandi og er jxví vænt- anlegt til landsins skömmu síðar. - Alþýðublaðið átti tal við Guðjón Teitsson, forstjóra Rík- isskips, í gær. Skýrði hann blaðinu frá, að smábruni hafi orðið í skipinu í síðustu viku nóvember-mánaðar. Hefði sá bruni orðið á stýrisþaki og skemmzt radarskermir. Áhöfn- in er nú um það bil að fara ut- an, skipstjóri verður Tryggvi Blöndal (fyrrum á Þyrli og Skjaldbreið), 1. stýrimaður Halldór Sigurþórsson og 1. vél- stjóri Guðmundur Erlendsscn. Áætlað er að skipið kosti hing- að komið um 11 milljónir ís- lenzkra króna. Skipið, sem smíðað er í Hcl- landi, verður um 500 tonn brúttó. Ætlað er að það geti tekið allt að 40 farþegum í rúm, en lögð mun áherzla á að skip- ið fari einkum að næturþeli milli Reykjavíkur og Eyja. ÚR 28. UMFERÐ áskor- endamótsins í Belgrad. Skýr- ingar eru eftir Friðrik Ólafs- son. Hvítt: Keres. Svart: Friðrik. 1. e4, c5. 2. Rf3, a6. (Svartur bryddar upp á þessu ævagamla afbrigði í þeirri von, að Hv. rati ekki á bezta mótleikinn. Honum verður að þessari von sinni). 3. d4, (?) — (Farsælast er 3. c3! 3. c4 eða jafnvel 3. Rc3). 3. — cxd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, — (5. e5 strandar að sjálfsögðu á 5, — Da5f). 5. — e5. 6. Rf3, Bb4. (Lykilleikurinn að uppbygg- ingu svarts). 7. Rxe5, — .(Djarflega Ieikið! ■— Hvítur hyggst nú svara 7. — De7 með 8. Rc4, Rxe4. 9. Be2! Rxc3. 10. bkc3, Bxc3f 11. Kfl, Bxal. 12. Ba3, en Sv. hefur betri leik á takteinum). 7. — o-o! 8. Bd3, — (8. Bg5 strandar á — Dc7). 8. — d5. (Nú hlýtur hvítur að missa peðið sitt aftur og hljóta að auki Iélega stöðu). 9. o-o — (9. exd5 gengur ekki vegna 9. — He8). 9. — Bxc3 10. bxc3, dxe4. 11. Be2, Dc7. 12. Rc4, Hd8. 13. Bf4! De7. (Eftir 13. — Hxdl. 14. Bxc7, hefur hvítur betri stöðu — vegna veikleikans á b6). 14. Rb6!? — (Hvítur afræður að Iáta drottningu sína fyrir tvo hróka í þeirri von að fá meira spil fyrir sína menn. Þetta er eflaust bezti möguleiki hans, þegar tekið er tillit til stöð- unnar). 14. — Hxdl. 15. Hfxdl, Rc6. 16. Rxa8, Bg4! (Knýr fram biskupakaup og fær jafnframt sóknarfæri á kóngsvæng). 17. Bxg4, Rxg4. 18. Rc7? — (Hér er maðurinn hins vegar full fljótfær. Tryggast var 18. h3, Rge5. 19. Rb6 og svart ur á erfiðar um vik en ella). 18. — Dc5. (Sennilega hefur Keres yfir- sést þessi möguleiki, því að hann bauð jafntefli í stöðunni — en svartur hafnaði að sjálf- sögðu). 19. Bg3, e3. 20. fxe3, Rxe3. 21. Bf2, Dg5. 22. Bxe3, Dxe3t UMFERÐARSLYS VarS kl. 12.23 í gærdag í Starhaga, á smóts við húsið nr. 6. Sex ára gamall drengur varð þar fyirir hifrciff og slasaðist allmikið. Málsatvik eru þau, að sendi- ferðabifreið var á leið vestur' Btarhaga. Allt í einu fann öku- tmaður að eitthvað skall framan á bifreiðina, sem hann gerði sér ekki grein fyrir hvað ,væri. Hann ók áfram, en leit aftur. Hann sá þá, að drengur lá í göt- runni nokkurn spöl fyrir aftan foifreiðina. Stanzaði hann þegar og fór til drengsins, sem lá þarna meðvitundarlaus. Ökumaðurinn fór inn í næsta ihús og fékk að hringja á sjúkra bifreið og lögreglu. Drengur- inn var þegar fluttur a slysa- varðstofuna og síðan á Lands- spítalann. Reyndist hann rif- beinsbrotinn og hafði innvort- is blæðingu, en meiðsli hans voru ekki fullrannsökuð í gær. Hann heitir Þór Wium, til heim ilis að Melgerði 2 í Kópavogi. Ökumaður sendiferðabifreið- arinnar heidur því fram, að hann hafi truflast af sólinni, sem skein í augu hans. Mun engin umferð hafa verið um götuna þegar slysið varð, en rannsóknarlögreglan biður þá, sem hafi orðið varir við slysið, t. d. úr gluggum nærliggjandi húsa, að hafa þegar samband við sig. KL. 12.50 Á frí- váktinni. Kl. 18.30 Fyrir yngstu hlust- endurna. Kl. 18.50 Framburðarkenrisla frönsku. Kl. 20.30 ströndin, og (Ólafur sálfr.). 21 Þuríður Páls dóttir syngur við undirleik Fritz Weisshappels. Kl. 21.20 Andrés Björns son les ljóð eftir Hannes Péturs son. Kl. 21.30 Músíkvísindi og alþýðusögur II. (Dr. Hallgrím- ur Helgason). Kl. 22,10 Smá- saga vikunnar „Loðfeldurinn11, eftir Hjalmar Söderberg í þýð- ingu Andrésar Kristjánssonar fréttastjóra (Jón Aðils leikari les). Kl. 22.25 Sinfónískir tón- leikar. Kl. 23.10 Dagskrárlok. NÝR TOGARI kom til Hafn- arfjarðar í gærkvöldi. Eir þaff togarinn Keilir, GK-3, sem cr eign Ásfjalls h.f. Togarinn mun verða gcuður út frá Hafnarfirði. Ásfjall h.f. keypti togar- ann í Vestur-Þýzkalandi. — Hann var byggður árið 1950 og er olíukynntur. Stærð togarans er 640 brúttólestir og er það svipuð stærð og á nýsköpunar- togurunum. Þorsteinn Auðunsson, skip- stjóri sótti togarann til Þýzka- lands Og sigldi honum heim. Hann mun fyrst um sinn hafa skipstjórnina á hendi. Ýmsar lagfæringar og endur- bætur voru gerðar á togaranum áður en hann var afhentur hinum. nýja eigancla. Hann er búinn öllum fullkcmn- ustu siglingatækjum. í stjórn Ásfjalls h.f. eru þeir Axel Kristjánsson, Sigurður L. Eiríksson og Hilrnar A. Kristj- ánsson. ást föður á syninum gengur sem rauður þráður gegnum allt verkið, en umfrara ailt er leik- urinn mjög mannlegur og sann- ur. Gerð hefur verið kvikmynd eftir leiknum og var hún sýnd hér fyrir nokkru með Spencer Tracy í aðalhlutverki. „Edward, sonur minn“ bef- ur nú verið sýndur á öllum helztu leikhúsum Evrópu cg Ameríku og hefur alls staðar verið mjög vel tekið. 25 ára leikafmæli Regínu ÞórSard. I Um þessar mundir á Regína Þórðardóttir 25 ára leikafmæla og verður þess minnst við þettá tækifæri, Hún leikur aðal kven hlutverkið í leiknum og er það 34. hlutverkið, sem hún leik- ur hjá Þjóðleikhúsinu. Valur Gíslason leikur mann hennar og Róbert Arnfinnsscn heimilisvin þeirra hjóna. Auk beirra koma fram í leiknum Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson, Jón Aðils, Baldvin j Halldórsson, Helgi Skúlason, Klemenz Jónsson, Bessi Bjarna son, Margrét Guðmundsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Eyjalín Gísladóttir og Þorgrímur Ein- arsson. Leikstjóri er Indriði Waage en Gunnar Bjarnason gerir leiktiöldin. Leikurinn er þýdd- ur af prófessor Guðmundi Tbcr oddsen. 23. Khl, Dxc3. 24. Rd5, Dc5. (Hvítur fengi full mikið spil eftir 24. — Dxc2. 25. Hael, vegna máthættunnar á d8). 25. Hd2, h6. (Betra seint en aldrei!). 26. Hael, Rd4. 27. c3, Re6. 28. h3, Kh7. 29. Hfl? — (Hugmynd svarts er að koma riddaranum til e4 og leikur auðveldar þá áætlun hans. Bezt væri 29. He3). 29. — Rg5. 30. Hf4, Da3. (Hvitu mennirnir vinna illa saman og Sv. notfærir sér þá staðreynd eftir megni). 31. Hc2, Dd6. 32. c4, b5. 33. h4, hxe4. 34. Hd4, De5. 35. Hcxc4, Re6. 36. Hdl, De2. 37. Hdcl, Dxa2. 38. Rf4, Rf8! (Riddarakaup eru hvítum í hag). 39. Hc7, Dd2. 40. Hfl, Rd7. (Hvítur lék hér þiðleik 41 Ha7, en gafst síðan upp þess að tefla frekar. — Ein- faldasta vinningsleið svarts er að leika riddaranum til e5 — og síðan til g4. Hinar margvíslegu hótanir verða þá hvítum ofviða). EFNI LEIKSINS. Leikritið „Edward, sonur minn“ er alvarlegs eðlis, en þó er margt þar með léttum hlæ. Þetta er fjölskyldusaga og er hún rakin i stórum dráttum og yfir 30 ára tímabil. Ofur- LEIKRITIÐ „Edward, sonur minn“ eftxr Robert Morley og Noel Langley verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag. — Þetta leikrit var fyrst sýnt í London áriff 1947 og vakti leikritið strax geysi- lega athygli og var sýnt sam- í tvö og hálft ár á sama leikhúsinu í London. Robert Morley, annar höf- undur leikritsins, lék sjálfur aðalhlutverkið, en Peggy Ash- croft, þekktasta leiksviðsleik- kona Englands, lék konu hans. Þau léku einnig aðalhlutverkin í þessu leikriT þegar það var sýnt í New York árið 1949, en bar hlaut leikurinn -sérstök beiðursverðlaun og var dæmt bezta leikrit, sem sýnt var á ári í New York. Robert Morley hefur auk þess skrifað fimm leikrit, en ekkert af þeim liefur náð jafn miklum vin- og „Edward, sonur minn“. Noel Langley er þekkt enskt leikritaskáld og hefur skrifað um 20 leikrit. Mörg af þeim hafa náð miklum vinsældum. hefur auk þess skrifað mörg kvikmyndahandrit og dvelst nú í Hollywood við þá iðju. „Loðfeldurinn" smásaga vlkunnar Alþýðublaffið — 19. nóv. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.