Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.11.1959, Blaðsíða 4
j* Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvœmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. f — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, GIsli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðslni, i Hverfisgata 8—10. Ástœðulaus svartsýni ÞJÓÐVILJINN ræðir landhelgismálið í for- ustugrein sinni í gær og temur sér hófsemi venju fremur. Samt er ástæða til að gera athugasemdir i við nokkur atriði. Þess er 'getið, að nefnd hafi verið skipuð í vor • til að undirbúa aðild íslendinga að ráðstefnunni : í Genf, en störf hennar muni hafa verið næsta lítil. Þetta er ósköp fljótfæmisleg álybtun, enda ■; ber Þjóðviljinn ekki fyrir sig neina heimild nema getsökina. Nefnd þessi er skipuð mönnum, sem ; gerþekkja til landhelgismálsins og hafa fjallað . um það með ágætum árangri. Áhugi þeirra verð- ur heldur ekki dreginn í efa með neinni sanngirni. Þess1 vegna er ásökun Þjóðviljans fjarri lagi og á- reiðanlega ekki íslenzka málstaðnum til styrktar. j Störf trúnaðarmanna þjóðarinnar að stórmálum l eins og þessu á ekki að ræða af fljótfærni og hvatvísi. Þá víkur Þjóðviljinn að þeirri hugmynd, að ; íslendingar efni til ráðstefnu með þeim þjóðum, sem fylgja tólf sjómílna landhelginni, til að und- irbúa ráðstefnuna í Genf, en bætir því við, að ekkert hafi verið aðhafzt í þVí efni. Þetta á svo : að tú'lka sem áhugaleysi núverandi ríkisstjórnar í landhelgismálinu. Þjóðviljinn er hér kominn út ‘ á hálan ís og ætti að sjá fótum sínum forráð áður en lengra er haldið. Núverandi ríkisstjórn hefur gert allt, sem í hennar valdi stendur, til að tryggja sigur íslands í landhelgisdeilunni, og árangur þeirrar viðleitni mun koma í ljós áður en langt um líður. Getsakir og ásakanir í hennar garð eru því gersamlega tilefnislausar. Loks er helzt á Þjóðviljanum að skilja, að lítils muni um það vert, að erlendum blaðamönnum hafi verið boðið hingað til að kynnast nauðsyn okkar og rökum í landhelgismálinu. Sú ályktun nær engri átt. Erlendu blaðamennirnir hafa rætt landhelgismálið þann veg, að sjónarmið íslendinga : eru almenningi kunn úti um heim. Þetta hefur •' meira að segja gerzt í Bretlandi. Ýmis áhrifa- ; mikil blöð þar hafa tekið málstað íslendinga og : fordæmt atferli Breta. Sá árangur er vissulega : mikils virði. Greinarnar í New Statesman hafa : til dæmis haft mikil áhrif, enda Þjóðviljinn við- urkennt, að heimsókn Kingsleys Martins væri : mikill og góður viðburður. En hann er sannarlega ; ekki einn um að hafa rætt landhelgismálið af . skilningi og drengskap, þó að meira muni um ; afstöðu hans en flestra ímnarra. Svartsýni Þjóðviljans í landhelgismálinu er sem betur fer ástæðulaus. íslendingar geta sann- : arlega gert sér rökstudda von um sigur. Bamavinafélagið Sumargjöf thefur í hyggju að stofna föndurleikskóla um næstu í áramót — fyrir börn á aldrinum 6—8 ára. Umsóknir um væntanlegt forstöðustarf föndurskól- ans, sendist skrifstofu Bamavinafélagsins, Laufás- j vegi 36, fyrir 10. destember n.k. Æskilegt er að umsækjendur séu lærðar fóstrur eða handavinnukennarar. Stjórn Barnavinafélagsins. Hannes •fc Enn um skautasvellið Bréf frá starfsmanni íþróttabandalags Reykjavíkur. Fleiri skautasvell nauðsynleg í borginni SKAUTASVELLIÐ er mjög til umræðu. En nú fer að minnka um það. Samt megum við aftur eiga von á frosti og þá vaknar aftur áhuginn fyrir skautunum. Það er líka gott, þvi að fátt getur unga fólkið og börnin gert betra á vetrum í kuldum en að stunda gkautaíþróttina. Það veit þlað líka, því að mjög hefur verið f jölmennt á íþróttavellinum, — síðan frostið byrjaði. SIGURGEIB GUÐMANNS- SON hjá íþróttabandalagi Rvík- ur skrifar: — „í dálkum þínum s. 1. laugardag hinn 14. nóv. er talsverðu rúmi varið til þess að spjalla um skautasvellið og varp ar þú fram nokkrum fyrirspurn um um viðhald þess og hvér eigi að hirða um það. Sem starfsmað ur þess aðila, sem fyrir hönd Reykjavíkurbæjar hefur annast viðhald skautasvellsins á undan- förnum árum, þykir mér rétt að upplýsa þau atriði, sem rang- færð eða misskilin eru í grem þinni, og svara fyrirspurnum þínum. ÞAÐ ER orðið nokkuð langt síðan Skautafélag Reykjavíkur annaðist viðhald skautasvellsins — því að veturinn 1952—’53 tók íþróttabandalag Reykjavíkur að sér að annast viðhald svellsins h o r n i n u fyrir bæjarfélagið. Hefur banda lagið árlega fengið til þess fjár- veitingu, sem sjá má í fjárhags áætlun Reykjavíkur, og reikning um, gjl. 05J2 06. íþróttavöllur- inn og starfsmenn hans hafa annast verklegar framkvæmdir í sambandi við hreinsun og úð- un svellsins síðan bandalagið tók að sér rekstur þess. ÞAÐ er fullyrt við þig að „ekkert hafi verið um Tjarnar- svellið hugsað í fyrra, og heldur ekki í hitteðfyrra, og svo muni það ganga áfram“. Síðar í grein- inni er þó upplýst, að sprautað hafi verið „einstaka sinnum" á íþróttavöllinn. — Og má skilja að ekki sé um nein önnur svæði að ræða en Tjörnina. ÞESS er skemmst að geta, að ekki er áskilið, að séð skuli um svell fyrir almenning á Tjörn- inni, þótt þar hafi verið um ára- raðir ‘skautasvell Reykvíkinga. Hitt er aftur á móti skilyrði fyr- ir fjárveitingunni, að komið skuli upp skautasvelli fyrir al- menning og hefur það síðustu 3 árin verið á íþróttavellinum og alltaf verið vel sótt. Síðan banda lagið tók að sér rekstur skauta- svellsins, hefur svellið verið skafið daglega og nær daglega úðað. og hefur það verið gert að nóttu til eða að morgni, til þess að trufla ekki notkunina yfir daginn. EFTIR ÁRAMÓT 1957—1958 var svell á íþróttavellinum frá byrjun janúar og fram í fyrstu viku marz, nær samfleytt, og s. 1. vetur var á íþrótta- vellinum opnað gott skautasvell, um 6500 fermetrar að stærð og var það mikið notað þar til frosti linnti. ÞAÐ ERU EKKI nýjar upp- lýsingar, að heyra, að Tjörnin og íþróttavöllurinn séu ekki sami bletturinn, en það er nýtt, að menn fyllist innilokunar- kennd á íþróttavellinum. Það er að vísu stærra umfangs svæði Tjarnarinnar, en ógerlegt væri að halda því öllu við með mann- afla. Svellið á íþróttavellinum er sízt minna en það svell, sern áður var viðhaldið á Tjörninni. Og flestir, sem reynt hafa, munu sammála um, að betra skauta- svell fáist á íþróttavellinum en á Tjörninni, sem er oft viðsjár- verð vegna sprungna og vaka. SVELLIÐ er hreinsað með traktor og s. 1. fimmtudag var ætlunin að hreinsa svell á Tjörn inni á meðan komið yrði upp svelli á íþróttavellinum, en við borð lá, að traktorinn færi niður um ísinn.JÞá er það einnig kost- ur, að á íþróttavellinum er að- staða til varðgæzlu, þar er gert að smáskeinum og veitt skjót að- stoð, ef óhöpp eða slys ber að höndum. __ UM HELGINA var svellið á íþrótavellinum svo fjölsótt, að naumlega varð þar þverfótað og er fyrirhugað að reyna í nán- ustu framtíð að koma upp skauta svelli á fleiri stöðum í bænum, enda má segja að það sé tíma- bært, þegar tillit er tekið til útþenslu bæjarbyggðarinnar. ÍÞRÓTTABANDALAGIÐ hef ur kappkostað að inna af hendi þá þjónustu, sem ætlast er til að bæjarbúar fái fyrir fjárveit- ingu bæjarstjórnar. Það hefur valið þann staðinn, þar sem sú þjónusta yrði bezt veitt, og hef- ur reynt að sjá um, að „svellið sé slétt og greiðfært eins og veð- ur og aðrar ástæður leyfa“, eins og þú tekur réttilega fram, að þurfi. Hannes á horninu. Minningarorðs Oláfu'r C'afsson í Deild HINN 11. þ. m. andaðist að heimili sínu Bakkatúni 16 á Akranesi, Ólafur Ólafsson. Ólafur í Deild, eins og hann var oftast nefndur. Hann var fæddur að Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum 18. febrú- ar 1875. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, og kona hans Ólöf Guðlaug Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 15 ára aldurs, að hann fór að stunda sjóróðra að öðrum þræði við landbún- aðarstörf, sem var aðalstarf- ið. Þann 13. febrúar 1897, kvæntist hann Jóhönnu Sig- ríði Jóhannesdóttir. Þau hófu búskap í sveit, en árið 1902 kevptu þau húsið Deild á Akranesi og þar bjuggu þautil ársins 1939. að hún andaðist, og hann síðan til dauðadags. Þeim varð 3ja dætra auðið.Ein þeirra Margrét dó 22 ára. Hún lét eftir sig son, Símon Ólaf Magga Ágústsson, sem afi og amma tóku til fósturs og ólu upp. Dætur þeirra, er lifa, eru Guðlaug gift Sigurði Guð- mundssyni smið, að Bakka- túni 18, og Ólafía húsfrú að Kirkjubraut 42 Akranesi. 1940 kvæntist Ólafur öðru sinni, Gróu Ófeigsdóttir, sem lifir mann sinn í hárri elli. Framþróunin byggist á þeim skerfi sem einstakling- arnir leggja til, hver á sínu sviði, en þáttur einstakling- anna er misjafnlega stór, og ekki er mögulegt að meta hvar í röð hver og einn stend- ur, en að gera sér grein fyr- ir því, hvort einn einstakling- lír, hefur lagt mikið eða lítið fram, það er auðvelt, og sér- staklega er það svo um þá sem fram úr skara. Okkur samtíð armönnum Ólafs Ólafssonar, dylst það ekki, að hann var einn þeirra manna, sem fram úr skaraði, bæði að hugviti og handlægni. Hann ólst upp í sveit, við fábreytni sveitalífs ins á þeirri tíð. Það kom fljótt fram, að hann beitti sög, hamri og hefli á þann hátt, að ekki varð að fundið, en lengra komst það ekki, fyrr en hann flutti úr sveitinni, og gerðist sjómaður, og þó, þá fyrst, er mótorvélar komu til. Þá fékk hann áhuga fyrir I því hvað þar var að gerast. Kunnáttulaus með öllu tók hann að sér mótorgæslu, o'g fórst það með prýði, en um það leyti var aðeins einn mað ur í Reykjavík, sem fékkst við að gera við mótorbilanir, Ól- afur Jónsson, sem vegna snilli sinnar. var að auknefni nefnd ur „galdri“ enda leit út fyr- ir, að vegna töfragáfu vissi hann allt um vélar, og gæti gert við allt sem bilaði. Til hans réðist Ólafur Ólafsson, og innan stutts tíma, hafði hann fullkomlega öðlast snilli nafna síns. Við sem stunduð- um vélgæzlu á Akranesi á þpim tíma, á+tum því öryggis að vænta. ef við komumst til Revkiavíkur, með það sem að gerðar þurfti við. Fftir um þriggia ára dvöl í Revkiavík, stofnsetti Ólaf- ur eigin vélaviðgerða vinnu- stofu á Akranesi. sem hann svo flutti til Sandgerðis á vetrarvertíðum, meðan Akur- nesingar gerðu þar út báta sfna. 'Vélbátaútgerðin þróaðist st’g af stigi. Bátarnir siækk- nð,i og bá einnig vélarnar. en störf Ólafs, var örvggið. Hann govfii vjg vélabilanir, og var viðbúinn á nóttu sem degi, enda réðust til hans ágætir starfsmenn. Hann set.ti niður nýjar vélar, og allt fór þetta fram á bann hátt, að ekki varð að fundið. Bóklest nám fékk hann ebki aðstöðu til að stunda. Hann hafði því ekki lært vél- fræði eða eðlisfræði, sem hver nntíma vélamaður lærir. Hans þekking varð til hið innra, og þekkingin revndist Framhald á 9. síðu. 4| 19. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.