Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 3
Framfiald af 1. síðu. aði hann því eftir leyfi frá störf- um. Jafnframt var útbýtt á fundinum tillögu um það, að borgarstjórar fyrir Reykjavík yrðu tveir og verkaskipting þannig, að annar færi með fjár •mál og verklegar framkvæmdir Reykjavíkur en hinn með menntamál, heilþrigðis- og fé- lagsmál. Kommúnistar og Fram sókn óskuðu eftir tveim um- ræðum um mál þetta, sú tillaga var felld með 10:3 atkv. Bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, Magn- ús Ástmarsson, sat hjá. Síðan var tillagan um leyfi til handa Gunnari Thoroddsen samþykkt með 11:2 atkv. Þórður Björns- son greiddí atkvæði með til- lögunni en Magnús Ástmarsson sat hjá. Verkaskiptingin var sámþykkt með 10 atkv. en 5 sátu hjá. Síðan fór fram kjör borgar- stjóra. Kosningu hlutu Geir Hallgrímsson, sem borgarstjóri fjármála og verklegra fram- íkvæmda og Auður* Auðuns, — sem borgarstjóri menntamála, heilbrigðis- og félagsmála. Síð- an voru þau bæði með sam- bljóða atkvæðum leyst frá for- setastörfum í bæjarstjórninni. Forseti bæjarstjórnar var kiör- inn Gunnar Thoroddsen með 10 atkv. en Guðmundur H. Guð- mundsson hlsut 1. Guðmundur H Guðmundsson var kjörinn fyrsti varaforseti og Gísli Hall- dórsson annar varaforseti. — TOGARINN Norðlendingnr strandaði í fyrradag á Trangis- vag í FsEireyjum. Mun vera leki á skipinu á þrem stöðum og m. a. lekur olía úr skipinu. 1 gær- kveldi var olíuskip á leiðinni tij togarans. Ætlunin var að draga Norðlending til Þórshafn ar. Dælur togarans höfðu undan og gátu haldið honum á floti. En miki.ll leki hafði komið að skipinu. Norðlendingur hafði verið sendur til Færeyja til þess að sækja færeyska sjómenn. — Strandaði hann sunnanmegin í miðjum Trangisvág. Framhald af 2. síðu. kirkjubygginguna — Og fjöl- margir aðrir í söfnuðinum og utan hans stuðláð að kir'kju- byggingunni af veglyndi og fórnfýsi. Enn er margt ógert og það er von mín og bæn að kirkjustarfið eflist og blómgist í vetur sem hingað til. Emii Björnsson. Framihald af 1. síðu. Ríkisráðsfundur verður fyr- ir hádegi í dag og mun þá hin nýja ríkisstjórn taka við völd- um. Forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar mun væntanlega í kvöld gera grein fyrir stefnu stjórnarinnar og mun Alþýðu- blaðið væntanlega skýra frá henni í fyrramálið. FUNDUR fullskipaðrar stjórnar Sam’bands ungira jafnað- armanna verður haldinn nk. laugardag og einnig á sunnudag ef þörf krefur. Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Rætt verður um vetrarstarf unghreyf- ingapnnanr1, Skipulagsmál SUJ o. fl„ FuWtrúar og form|enn FUJ-félaga eru hvaítir til þess að mæta og hafa samhand við skrifstofu SUJ, sími 16724. SIGGA nAmm BYRJAR ÞEÍTA ME£) MESSU' PA{) PARF ALLTAF A{> &IÐJA FYRIR ÞJÓÐINNI PEGAR p|NG KEMUR SAMAN" UM það leyti sem Emil Jónsson lagði fram lausn- arbeiðni fyrir ráðuneyti sitt á ríkisráðsfundi í Ráð- herrabúsíaðnum (sjá frétt og myndir á forsíðu), gekk maður til vinnu sinnar niður Tjarnargötu. Fáeinum sekúndum áður en Emil og samstarfs- menn hans kvöddu for- seta, gekk vegfarandinn fram hjá Ráðherrabú- staðnum og Alþýðublaðs- manninum, sem þar beið. Vegfarandinn og Alþýðu- blaðsmaðurinn skildu báð ir samtímis, að hér var efni í dálitla fréttamynd. Og vegfarandinn brósti um leið og Alþýðublaðs- maðurinn hóf upp mynda- vél sína og smellti af. ÞAÐ mun öllum Ijóst, að nú er óvenju mikið smíðað af ís- lenzkum skipum erlendis. — Ef miðað er við þau skip, sem skipaskoðun ríkisins er kunn- ugt um að samið hefur verið um og meðtalin eru þau skip, sem ókomin voru til landsins 1. nóvember s. 1., þá eru þessi skip samtals 72 að tölu, og saman- ’lögð áætlun tonnatala þeirra er um 17.562 brúttórúmlestir. Öll eru skip þessi fiskiskip, að fjórum fr'átöldum, en þau eru flutningaskip Eimskipafé.- lags Islands og varðskip Land- helgisgæzlunnar, sem bæði eru í smíðum í Álaborg í Danmörku — ennfremur Vestmannaevja- skipið Herjólfur, sem er í smið um í Martenshock í Hollandi og flutningaskipið Laxá, sem Hafskip h.f. á í smíðum í Elmshorn í Vestur-Þýzkalandi. 5 TOGARAR. í smíðum eru 5 togarar, allir í Vestur-Þýzkalandi. Er það tog arinn Guðmundur Jörundsson í smíðum í Rendsbur'g, og 4 tog- arar í smíðum í Bremenhaven fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarð ar, ísbjörninn h.f., Reykjavík; ísfell h.f., Flateyri; og Síldar- og Fiskimjölsverksmiðju Akra- ness. Ennfremur gamall þýzkur togari um 650 brúttórúmlestir, sem Ásfjall h.f. í Hafnarfirði hefur keypt, og ber nafnið Keil- ir. Hann hefur verið í viðgerð undanfarið og er rétt nýkom- inn til landsins. Þegar frá eru dregnir þessir 6 togarar og 4 flutningaskip og varðskip, eru þannig umsamin erlendis, í smíðum eða ókomin heim miðað við 1 nóvember, samtals 62 fiskiskip 250 brúttó rúmlestir og minni. Þessi skip skiptast þannig milli landa, að í Danmörku eru x smíðum 10 fiskiskip, öll tré- skip 75 brúttólestir og minni, samtaíls 695 brúttólestir að | stærð. 1 22 í NOREGI. I Noregi eru samtals í smíð- um 22 fiskiskip, þar af 2 t.ré- skip. og 20 stálskip og eru þau frá 85 upp í 208 brúttórúmlest- ir að stærð og samtals áætluð 3003 brúttórúmlestir. í Svíþjóð er um að ræða eitt tréfiskiskip og tvö stálskip, — saimfals 400 brúttórúmlestir. í Austur-Þýzkalandi eru eft- ir tvö 240 brúttórúmlesta tog- skip og 13 fiskiskip 94 brúttó- rúmlestir hvert, éða samtals 1720 brúttórúmlestir. í Vestur-Þýzkalandi eru 10 fiskískip samtals, þar af 1 stál- skip og 9 tréskip, flest um 75 brúttórúmlestir, eða samtals 790 brúttólestir. Að lokum er*u svo í Hollandi tvö stál fiskiskip 120—170 brúttórúmlestir. Þetta voru þurrar tölur um skipasmíðar okkar erlendis, nú, en ekki er úr vegi að athuga þær nokkuð betur og hvað þær fela í sér. FÁST SJÓMENN. Ekki er efi á, að fyrsta spurn- ingin, sem vaknar í sambandi við þessi skipakaup er: Hvernig leysist vandinn úm áhafnir á öll þessi nýju skip. Það mun ekki vera fjarri lagi að til að manna þessi 72 skip þurfi nálægt 900 sjómerín. Að sjálfsögðu verður einhverjum eldri skipanna lagt upp er ný skip koma, en helzt ætti það ekki að verða fram yfir eðli- lega endurnýjun flotans. Annað atriði er athyglisvert af þessum tölum. Ef tekin eru út úr eingöngu fiskiskip minni en 100 brúttórúmlestir eru 14 stálskip og 13 tréskip. Af 62 fiskiskipum innan við 250 brúttórúmlestir eiu hinsvegar aðeins 13 tréskip á móti 59 stálskipum. Sést af þessu greini lega hversu ört stálskipunum fjölgar miðað við tréskip í flota okkar. Með slíku áframhaldi — vei'ður mjög verulegur fjöldi fiskiskipa okkar sem stserri eru en 50 til 60 brúttórúmlestir, orðin stálskip inna nfárra ára. (Fiá skipaskoðunarstjóra). TOGARINN Akurey seldi afla sinn í Bremerhaven í gær, 168 tonn fyrir 156.500 mörk. Er það alger metsala. Drukkinn maður óonaði íveim: síúlkum með hníf MAÐUR nokkur kom inn í sælgætis- og tóbakshúðina í Austurveri, við Miklubraut, um klukkan 8 í fyrraltvöld. — Hann bað afgreiðslustúlkuna um eina Camel-sígarettu. — Fékk hann hana. Samtímis var lítil telpa af- gréidd með 2 pakka af síga- rettum. Lagði afgueiðslustúlk an pakkana á borðið og snéri sér síðan að peningakassanum til þess að skipta peningum telpúnnar. Þegar hún kom aftur, voru sígarettupakkarnir hcirfnir af borðinu. Ilún bar það á xnann- inn, að hann hefði tekið pakkr ana. En hann neitaði. Þarna •var stödd stúlka er var í heim sókn hiá afgreiðslustúlkunni. Þóttust þær stúlkurnair sjá móta fyrir pökkunum í úlpu- vasa mannsins. Aðkomustúlkan fór fram fyrir húðarborðið og kíkti í vasa hans og sá þar 2 sígairettu pakka. Báru þær nú aftur á hann að hann hefði stolið pökk unum af borðinu, en hann neit aði sem fyrr. ' Stúlkan sá tvo lögreglu- þjóna ganga framhjá og hljóp hún til dyra og kallaði á þá. i Á meðan tók maðurinn upp j hnif og vei* ekki annað hægt i að sjá, en að hann ætlaði að * beita honum á stúlkurnar, en í því kom lögreglan inn og af- vopnaði manninn. Var hann síðan fluttur á lögreglustöðina o« settur þar í varðhald. * Maðurinn var duukkinn er ‘j þetta gerðist og við yfir- heyrzlu bar hann við minnis- ! leysi. Alþýðublaðið — 20. nóv. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.