Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 9
BREZKAR stúlkur hafa alltaf verið snjallar í frjálsíþróttum. — Þessi mynd sýnir tvær ungar stúlkur, sem báðar eiga brezk unglingamet, sú til vinstri heitir Valeirie Woods og á met í kúlu- varpi og hin heitir Brenda Hampton og er methafi í kringlukasti. Stúlkurnar æfa nú af kappi fyrir OI- ympíuleikana í Róm eins og þúsundiir ungm'enna um víða veröld. Á mynd- inni eru þær að reyna sig við kraftmæli. » A ■v V \ 3HS) Sundmót Ármanns: Landssveitarmef í 3x100 m. þrísundl ÞAÐ voru ekki eins naargir áhorfendur að síðari degi Suna móts Ármanns í fyrrakvöld og var kvöldið áður', en samt var keppnin í heild skemmtileg. 'Íf NÚ SIGRAÐI WEISS Þýzka stúlkan Weiss sigraði nú Ágústu í 100 m skriðsundi eftir tvísýna képpni. Þær voru jafnar eftir 25 m og einnig við 50 m snúninginn, en þá mis- tókst Ágústu og Weiss náði ör- litlu forskoti, Ágústa hafði samt náð þeirri þýzku við síðasta snúninginn-, en á síðustu metr- unum m'arði Weiss vinning. Mjög skemmtilegt sund og góð- ur tími. í 400 m skr iðsundi vann Wie- gand Guðmund Gíslason með töluverðum yfirburðum, en Guðmundur er ekki kominn í fulla æfingu ennþá. it EFNILEGIR UNGLINGAR Keppnin var skemmtileg í 100 m bringusunli karla, þrátt fyrir öruggan sigur Enke, hann tók strax forustuna og hélt henni sundið út. Sigurður fór tmjög geyst af stað og gaf sig er leið á sundið. Einar synti ágæt- lega og náði sínum bezta tíma. Það sama má segja um Valgarð, en hann hefur aldrei synt bet- ur. Baldvin Bjarnason varð 6. á 1:22,0, sem er nýtt Ak-met. Sigrún Sigurðardóttir vann Hrafnhildi nú með yfirburðum í 200 m bringusundi og náði ágætum tíma. Hrafnhildur sigr aði aftur á móti í 50 m bringu- sundi telpna og náði góðum tímía. HELZTU ÚRSLIT 400 m skriðsund karla: Frank Wiegand, A-Þýzkl. 4:45,6 Guðm. Gislason, ÍR 4:54,4 50 m bringusund drengja: Þorsteinn Ingólfsson, ÍR 38,0 Júlíus Björgvinsson, SRA 39,1 Sigurður Ingólfsson, Á 39,5 Sæmundur Sigurðsson, ÍR 40,0 200 m bringusund kvenna: Sigrún Sigurðardóttir, SH 3:07,8 Hrafnhildur Guðm.d., ÍR 3:17,0 100 m bringusund karla: Konrad Enke, A-Þýzkal. 1:15,6 Einar Kristinsson, Á 1:17,5 Sigurður Sigurðsson, ÍR 1:18,2 Valgarður Egilsson, HSÞ 1:18,2 100 m skriðsund drengja: Þorsteinn Ingólfsson, ÍR 1:05,9 Björn Þórisson, SRA 1:06,0 Björn Arason, SRA 1:08,9 Óli Jóhannsson, SRA 1:13,4 50 m baksund„karla: Jurgen Dietze, A-Þýzkal. 31,9 Guðmundur Gíslason, ÍR 32,6 Vilhjálmur Grímsson, KR 34,1 100 m skriðsund kvenna: Gisela Weiss, A-Þýzkal. 1:05,9 Ágústa Þorsteinsd. Á 1:06,5 Erla Hólmsteinsd., SRA 1:17,2 (Ak.met) Hrafnhildur Sigurbj.d. 1:21,2 50 m bringusund telpna: Hrafnhildur Guðm.d., ÍR 40,9 Sigrún Sigurðardóttir, SH 42,2 Helga Haraldsdóttir, SRA 42,7 Svanh. Sigurðard., UMSS 43,6 3X100 m þrísund karla: Sveit A-Þýzkalands 3:24,8 Sveit íslands 3:29,6 (landssveitarmet) B-sveit íslands 3:47,8 í sveit íslands voru: Guð- mundur Gíslason, Einar Krist- insson og Pétur Kristjánsson. Deildaskipting INNAN knattspyrnufélagsins Vals hefur verið unnið að skipulagsbreytingu á störfum félagsins. Samþykkt hefur ver- ið að taka upp deildarskipt- ingu og kemur hún til fram- kvæmda nú þegar. Aðalfundir deildanna, sem verða þrjár til að byrja með, þ. e. handknattleiksdeild, knatt spyrnudeild og skíðadeild, fara fram næstu kvöld í félags- hiimilinu, og var fyrsti fund- urinn í fyrrakvöld, miðvikud., í handknattleiksdeildinni. En í gær, fimmtudag, kom knatt- spyrnudeildin saman og loks 1 kvöld er það skíðadeildin. — Á fundum þessum verður hin- um nýju deildum kosin stjórn cg þær skipulagðar og ýms mál er þær varða sérstaklega, rædd. Fundirnir verða eins og fyrr segir í félagsheimilinu að Hlíð- arenda og hefjast öll kvöldin kl. 8,30. MMMWMMMM4MMMIMIMM' MMWWWMMMWWIWWWWiW Sundmót SUNDMÓT veiður háð í Sundhöll Hafnarfjarðar í kvcld með þátttöku austur-þýzka sundfólksins og hefst það kl. 8.30. Á mótinu verður keppt í 10 skemmtilegum greinum: 200 m flugsundi karla, 200 m skrið- sundi karla, 100 m baksundi karla, 200 m bringusndi karla, 100 m skriðsundi karla, 100 m bringusundi kvenna, 50 m skrið sundi kvenna, 100 m bringu- sundi drengja, 50 m skriðsundi drengja og 4X50 m fjórsundi karla. Auk Þýzka sundfólksins taka allir þátttakendur Ármanns- mótsins þátt í mótinu nema Ak ureyringarnir, sem eru farnir norður. — Má búast við mjög skemmtilegu móti í Hafnarfirði í kvöld. KNAITSPYRNU- FRÉTTIR ENGLAND isigraði Norður- Irland í knattspyrnu í fyrra- dag á Wembley Stadium með 2 mörkum gegn 1. í fyrri hálf- leik skc^uðu Eng'jendingar 1 mark, en N.-írland ekkert. MYNDIN er frá leik 2ja frægra félaga, Manchester United og Tottenham. Það er mrrkvörður Manchest- er United, Harry Gregg, sem þarna sézt verja glæsilega. Gregg var einn af þeim fáu leikmönnum, sem slapp 'lítt meiddur, þegar lið Manchestcu- Unit ed lemti í flugslySi við Mönchen ÁGÆTT 100 M BRINGUSUND Sérstaka athygli vakti góður árangur Þorsteins Ingólfssonar í 50 m bringusundi drengja og 100 m Skriðsundi drengja, en hann sigraði í báðum greinum og tími hans er góður. Þor- steinn er aðeins 14 ára og því mjög efnilegur, Tími Björns Þórissonar, 1:06,0 er einnig á- gætur og nýtt Akureyrarmet. Björn fór heldur geyst af stað (28 sek. fyrri 50 m) Og gaf sig síðustu metrana, Árangur Akureyringanna vakti mikla athygli á þessu móti og þetta unga sundfólk frá höfuðstað Norðurlands á örugg- legt eftir að veita beztu afreks- mönnum okkar í sundíþróttinni harða keppni í framtíðinni. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur hefur ákveðið að stofna til hópferðar á Olympíu- leikana í Róm á næsta ári og mun ferðin taka yfir tímabilið frá 23. ágúst til 13. sept. 1960. Verður flogið báðar leiðir og er þegar búið að tryggja gist- ingu á 1. flokks gististað (pen- sionati). Ferðakostnaði hefur verið stillt svo í hóf sem frekast er kostur, en hann er áætlaður kr. 6.800,00, þar í talið flugferðir báðar leiðir, gisting og morg- unverður. 'Verður varla annað sagt en að þetta séu kostakjör sem stafar af því að um hóp- ferð er að ræða. Stjórn félagsins hefur þegar sent bréflega tilkynningu til helztu íþróttafélaga í Reykja- nk og nágrenni varðandi ferð- :na og þannig viljað gefa í- ’iróttafólki kost á þátttöku, en hér eftir verður öllum heimilt ">ð taka þátt í ferðinni, en á- -krifarlisti liggur frammi hjá ^erðaskrifstofu ríkisins, Lækj- argötu. Ætlast er til að greitt m kr. 1.000,00 upp í ferðakostn- aðinn, um leið og menn skrifa sig á listann. Félagið mun annast um út- 'regun aðgöngumiða á alla leik- ’na, en þar sem gífurleg eftir- 'Purn er eftir miðum alls stað- ar að úr heiminum, vei'ður að greiða andvirði þeirra nú þeg- ar og í síðasta lagi fyrir nóv- I emberlok n. k. Má m. a. geta i bess að á Narðu'rlöndunum | munu miðar að Olympíuleik- | unum vera því nær uppseldir. I Undirbúningsnefndin hefur þegar gert pöntun á miðum cg er andvirði þeirra um kr. 1.800, 00. Er þar um að ræða miða á allar helztu keppnir í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, svo og úrslit í sundi, boxi, körfu- knattleik o. fl. Ferðaskrifstofa ríkisins veit- ir allar upplýsingar í sambandi við ferð þessa, en í undirbún- ingsnefndinni eru þeir Þorlák- ur Þórðarson, Jóhann Gíslason, Gunnar Már Pétursson og Ingv ar N. Pálsson, sem einnig munu veita upplýsingar varðandi hópferðina. RÓM, 19. nóv. (Reuter). — Til dagsins í dag hafa alls 79 þjóð- ir tilkynnt þátttöku í Olympíu- leikjunum, sem háðir verða x Rómaborg næsta sumar. Það er 10 þjóðum fleira en nokkru sinni hafa áður tekið þátt í Olympíuleikjum, en í Helsing- fors voru þátttökuþjóðirnar 69. Aðeins ein þjóð af þeim 97, þar sem Olympíunefndir eru starfandi — E1 S'alvador -— hefur tilkynnt, að hún treysti sér ekki að senda þátttakend- ur, segir framkvæmdastjórn leikjanna. j -% Alþýðublaðið — 20. nóv. 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.