Alþýðublaðið - 21.11.1959, Síða 1

Alþýðublaðið - 21.11.1959, Síða 1
40. árg. — Laugardagur 21. nóv. 1959 — 254. tbl. SLÖKKVILItelÐ og lögregl- an í Reykjavík hafa auglýst eftir nýjum mönnum sem ráð- gert er að bæta við. Nú hefur brugðið svo við, að miklu fleiri hafa sótt um stöðurnar .hjá slökkviliðinu en lögregl- unni. Hér á eftir fara upplýs- F gin i Rvík ræða stjórn FLOKKSFÉLÖGIN í Reykja- vík, Alþýðuflokksfélagið, Kven félagið og Félag ungra jafnað- armanna halda sameiginlegan fund í Tjarnarcafé næstkom- andi sunnudag kl. 2 e. h., þar sem rætt verður um stjórnar- myndunina og stjórnmálavið- horfið almennt. — Frummæl- andi verður Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. — AI- þýðuflokksfólk er beðið að at- liuga breyttan fundarstað og fundartíma. ingar sem blaðið hefur afíað sér um þetta mál: Slökkviliðið hefur í hyggju að ráða 8 nýja menn. Hafa bor- izt 53 umsóknir, þar á meðal i nokkrar frá lögregluþjónum og strætisvagnabíIstjórUm. Skil- vrðin til þess að hreppa stöðu eru þau, að vera á aldrinum 22ja—30 ára, vera andlega og líkamlega heilbrigður, hafa ó- flekkað mannorð og hafa meirapróf á bifreið. Lögreglan ætlar að ráða til sín 8 nýja lögregluþjóna og bafa borizt um 20 umsóknir. Kn , það . munu aðeins , vera nokkrir af umsækjendum sem þykja hæfir til starfsins. Það hlýtur að vekja mikla eftirtekt, hversu miklu fleiri utnsækjendur eru um slökkvi- liðsstarfið en starf lögreglu- þjónsins. Eftir því sem blaðið veit bezt, munu forráðamenn lögreglunnar vera uggandi um bessa bróun, sérstaklega vegna þess. að nokkrir lögregluþjónar sækja um starf í slökkviliðinu og hversu erfitt er að fá hæfa menn í lögregluna. Heldur lögreglan því fram, að launakiör sín séu léleg og starfið erfitt. Mun það vera helzta ástæðan til þess að lög- reglubiónarnir leita eftir öðr- um störfum. FORSÆTISRÁÐ- HERRA hinnar nýju ríkisstjórnar gerði grein fyrir stefnu stjórnarinn ar á alþingi í gær. Það kom fram í ræðu for- sætisráðherra, að Al- þýðuflokkurinn og Sjálf stæðisflokkurinn hafa á kveðið að áfnema tekju skatt á almennum launatekjum, að hækka verulega bætur al- mannatrygginganna og að afla .aukins ljánsf jár til íbúðabygginga svo að nokkuð sé nefnt. Forsætisráðherra fórust svo orð um stefnu stjórnar- innar: RÁÐSTAFANIR GEGN VERÐBÓLGU. Að undanförnu hafa sér- fræðingar unnið að ýtarlegri rannsókn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi tillögur um lögfestingu þeirra úrræða, er hún telur þörf á. Athug- anirnar hafa þó þegar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega mikill halli hefur verið á viðskipt- um þjóðarinnar við útlönd, tekin hafa verið lán erlend- is til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heil brigt verður talið. Munu til- lögur ríkisstjórnarinnar mið ast við að ráðast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkis- stjórnarinnar að vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinn ar komist á traustan og heil- brigðan grundvöll, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga at- vinnu, og lífskjör þjóðarinn- ar geti í framtíðinni enn farið batnandi. f því sam- bandi leggur ríkisstjórnin á- herzlu á, að kapphlaup hefj- ist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaupgjalds og að þannig sé haldið á efna- hagsmálum þjóðarinnar, að ekki leiði til verðbólgu. FÉLAGSLEGAR UMBÆTUR. Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlát- astar gagnvart öllum al- menningi, hefur ríkisstjórn- in ákveðið: Forsælisrálierra lýsti síjórnarsfefgiu s gær (1) að hækka veruiega bæt- ur almannatrygging- anna, einkum fjöl- skyldubætur, ellilífeyri og örorkulífeyri. (2) að af!a aukins lánsfjár til íbúðabygginga al- mennings. (3) að koma lánasjóðum at- vinnuveganna á traust- an grundvöll. (4) að endurskoða skatta- kerfið með það fyrir augum fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Varðandi verðlag land- búnaðarafurða mun reynt að fá aðila til að semja sín á milli um málið. Ella verð- ur skipuð nefnd sérfræðinga og óhlutdrægra manna, er ráði fram úr því. ÞJÓÐHAGSÁÆTLANIR, Ríkisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsá- ætlana, er verði leiðarvísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í efna- hagsmálum þjóðarinnar, beita sér fyrir áframhald- andi uppbyggingu atvinnu- veganna um land allt og undirbúa nýjar framkvæmd ir til hagnýtingar á náttúru- auðlindum Iandsins. Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka fram, að stefna hennar í landhelgismálinu er óbreytt eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí 1959. Mí er sagl frá verkaskipflngu ráðherra á 4. síðu. Mynd þessi var tekin á fundinum: Talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Birgir Thorlacius ríkisráðsritari, Ásgeir As- geirsson forseti, Guðmundur í. Guðmunds- son, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Ljósm.: Pétur Thomsen. Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í gær slcip- aði forseti fslands Ólaf Thors, alþingismann, formann Sjálfstæðisflokksins, forsætisráð- herra, og með honum alþingismennina Bjarna Benediktsson, Emil Jónsson, Guð- mund í. Guðmundsson, Gunnar Thorodd- sen, dr. Gylfa Þ. Gíslason og Ingólf Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.