Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 6
Lék sinn eifin draug ALL.T komst á annan end ann í Danmörku um daginn vegna draugagangs. Maður nokkur, sem bjó á gömlum bóndabæ, sem annálaður var fyrir draugagang, sagði nágrönnum sínum sífellt frá þeim furðuatburðum, sem gerðust á bænum. Kýrnar voru lokaðar úti, draugarnir veltu um öllum húsmunum og góluðu og æptu eins og þeir engdust í kvölum vítis. Mál þetta komst loks til eyrna lögreglunnar, sem vildi grennslast eftir hvort atburðir þessir ættu sér ekki eðlilegar orsakir. Fóru þeir á búgarðinn að nóttu til og fylgdust með því, sem þar gerðist. Þeir komust að því. að eini draugagangurinn, sem þarna var, orsakaðist af ill- um látum bóndans sjálfs og nokkurra róna, sem hann hafði safnað í kringum sig. Játaði bóndinn síðar fyr- ir rétti, að allar sögurnar hefðu verið.uppspuni einn. SAMTÍNINGUR Hann var góður þessi! Takk! pabbi . . . Börn fædd í júll eru gáfaðr , sem fædd eru I janúar — Ertu alveg viss um, að manninn þinn gruni ekki neitt? BÖRN, sem fædd eru á tímabilinu frá maí til októ- ber, standa sig að meðaltali betur á gáfnaprófum en þau, sem fædd eru að vetri% til, sagði brezkur vísinda- maður í útvarpserindi ný- lega. Hér er um að ræða Peter Brian Medawar, sem er prófessor í dýrafræði og samanburðarlíffærafræði við Lundúnaháskóla. Prófessorinn gat ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfing sinni að sumarbörn væru greind- ari, nema hann lét í það skína, að skynsamir foreldr ar kysu heldur, að börn þeirra fæddust á sumrin, þegar veður væri þurrt og hlýtt. __ — Ákvarðast gáfur barns ins eftir því, hvenær það er getið eða eftir skynsemi for eldranna, sem ákveða hve- nær barnið skuli fæðast? Þessu svaraði prófessor- inn, að skynsemi foreldr- anna hlyti hér að vera gild- ari þáttur. Þessa skoðun sina byggir hann m. a. á því, að mjög lítill gáfnamismun- ur sé að jafnaði með syst- kinum, þótt sum þeirra séu fædd að vetri til , en önnur um sumar. Við verðum að greina vís indalega frá niðurstöðun- um, annars heldur fólk, að aðeins sé um að ræða blekk ingu, sagði prófessorinn. Það hefur komið greinilega í Ijós, að eftir miklar styrj- aldir, þar sem margir menn hafa fallið, fæðast sveinbörn í miklum meirihluta. En sú trú, að náttúran sjái fyrir því að skapa jafnvægi milli kynjanna samræmist ekki kröfum vísindanna. í þeim löndum, sem verið hafa hlut laus, og enginn hefur fallið, er nákvæmlega sama útkom an og hjá hinum stríðandi þjóðum. Xu. Ég veit nú ekki nema ég efist um þetta. Prófessor Medawar álít- ur, að orsökin sé sú, að á styrjaldarárum giftist stúlk ur ungar, en það er talið sannað, að ungar mæður eignist fremur drengi en stúlkur. Hótað að stela erfða* prinsi Breta Ausirænn yndisþokki. Um þessar mundir verð- ur frumsýndi í London óperettuna „Heimur Suzie Wong“. Hér sjást aðalleikendurnir, hin kínverska Tasi Chin og mótleikarinn vary Raymond. — Þetta er fyrsta stóra hlutverkið, sem Tasi Chin er fengið í hendur í London, en miklar vonir eru bundnar við hana sem leikkonu. YFIRVÖLD Norður-Ir- Iands tóku alvarlega fréttir, sem hermdu fyrir skömmu, að írskir samsærismenn hefðu í hyggju að ræna erfðaprinsinum, hinum 11 ára Chahrles, og halda hon um föngnum, þar til írland væri sameinað undir eina innlenda stjórn. Þótt ekki virðist sem frétt ir þessar hafi átt við raun- veruleika að styðjast, jók Scotland Yard varðmanna- fjöldann umhverfis skólann, sem prinsinn gengur í. Nú hafa vísindin ^ FERTUGUR verkfræð- ingur, Sandy Strick- land, hefur sett nýtt heims- met í þolpíanóleik. Hann lék stanzlaust í 134 tíma og sló þannig heimsmet Glen Dales, sem var 133 tímar. Met þetta útvegar honum sjónvarpssamning í Amer- íku, sem gerir honum kleift að heimsækja ættingja í Newark í New Jersey. emnig -fe ótútlegt hár — mædd kona -jíf snyrt hár — á- nægð kona VÍSINDAMENN hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu, að fólk með velþvegið og snyrt hár sé ánægðara og heilbrigðra, bæði andlega og líkamlega en hinir, sem ar og fegraðar eins var, síðan var haldi legur dansleikur. — ar, sem áður höfð af minnimáttarkenr skiljanlegustu sjúl bæði líkamlegum o um, voru frískastar glaðastar. drottning leiksins, skínandi a og ánægju. Nú er spurningi vísindamennirnir r — Hefur þig aldrei langað til að gifta þig. — Jú, upp á síðkastið hef ég oft óskað þess, að ég ætti konu. Hún mundi að öllum líkindum eiga sauma- vél og olíukönnu með. Og þá hefði ég getað notað ol- íuna til að bera á hjarirnar á skrifstofuhurðinni, það ískrar í þeim. Það þyrfti nú kannski ekki vísindamann til að lítt hirða um snyrtinguna. Einkum á þetta við um kven fólk og á 10 enskum'sjúkra húsum, hefur nú verið tek- inn upp sá háttur, að kven sjúklingar fá fegrunar- kúr meðfram venjulegri lækningu. Fyrir skömmu komu vísindamenn frá ýms- um löndum saman í París íil að ræðá þetta og það var á- kveðið að rannsaka sann- leiksgildi málsins ítarlega. Eskiltuna var valin, sem tilraunastaður. Þar voru nokkrar konur, sem voru bæði ólánlegar og óham- ingjusamar, teknar og snyrt að fegrun og snyr nauðsynleg fyrir he Þetta er (ótrúleg satt. Kannski, að sjú lagið sjái um þetta an fárra ára . . . H i i i UNDEA- HVOLFIÐ ÞETTA er lítill, slæmur flugvöllur, og Frans og Phi- lip verða hálfhvumsa Við, þegar feitur, þýzkur lög- regluþjónn kemur á móti þeim. Hann er augsýnilega eina yfirvaldið í þessu hér- aði. Lögregluþjónninn rann sakar skilríki félaganna ná- kvæmlega. ,,A-já, mér hef- ur verið tilkynnt um komu yðar, herrar mínir,“ segir hann. „Það er um flutning á svíni . . svo?“ „Jú, þér gæ vill sagt okkur, 1 eigum að snúa okk Sambúðin milli Breta og fra er með bezta móti nú að því er fréttir herma, en einmitt í ládeyðu geta skyndilega gerzt miklir l atburðir. — Ein öflug- asta frelsishreyfingin í ír- landi nú er samband um 30 manna, sem kalla sig The Warriors of Ulster. Tveir úr þessum hópi hafa verið drepnir, foringinn er flúinn til lýðveldisins írlands og margir hafa hörfað til Bandaríkjanna og Englands. iftnnni g 21. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.