Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 1
SÁ er stærsti munur- inn á Austur- og Vestur- Berlín, segja kunnugir, að í fyrrnefnda borgarhlutan um er mönnum ekki hlát- ur £ hug, en í hinum leika menn aftur á móti við hvern sinn fingur þrátt fyrir alla erfiðleika. Á myndinni gefur að líta eina skýringu á því, hvern ig Vestur-Berlínarbúar ar fara að því að vera í góðu skapi. Stúlkan er frá Bín. Hún kom til V-Ber- línar með dans- og söng- flokki í síðastliðinni viku — og þá var dansað á göt- unum, 40. árg. — Þriðjudagur 24. nóvemher 1959 — 251. thl. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINS- SON, fyrrum dómsmálaráð- herra, var í gær kjörinn forseti Sameinaðs þings. Varaforsetar voru kjörnir þeir Sigurður Á- gústsson og Birgir Finsson. Voru þeir allir kjörnir með at- kvæðum stjórnarflokkanna, en stjórnarandstöðuflokkarnir kusu hvor í sínu lagi. Gísli Jónsson stýrði enn fundi Sameinaðs þings, er kom saman skömmu eftir degi í gær, en hann er aldurs- forseti þ ngsins. Stjórnaði hann kjöri forseta, en að því loknu tók Friðjón Skarphéðinsson við stjórn fundarins. Skrifarar voru kjörnir þeir Matthías Matthíassen og S'kúli Guð- mundsson. í kjörbréfanefnd hlutu kosningu þeir Einar Ingi mundaison, Alfreð Gíslason bæjarfógeti, Eggert G. Þor- steinsson, Ólafur Jóhannesson og Alfreð Gíslason læknir. Síðasta verk fundarins í Sam einuðu þingi var skipting í deildir, og urðu í þeim efnum ýmsar breytingar. Þessir voru kjörnir til efri deildar: Framhald á 5. síðu. Friðjón Skarphéðinsson í forsetastúl. — Hann ec þarna að telja atkvæði. Viðgerð „Norðlendings" mun taka hálfan mánuð Hallór ASþýðubSaðslesendur! Hér er orðsending til ykkar. Það byrjar ný framhaldssaga í blað- inu í dag. Við heitum ykkur því, að liún er spennandi. — Hún heitir : Völundarhús ásfarinnar ... EINS og áður hefur verið sagt frá hér í blað- inu, strandaði togarinn „Norðlendingur“ í Tran- gisvág í Færeyjum síðast liðinn miðvikudag. Var togarinn að sækja fær- eyska sjómenn. ALÞÝÐUBLAIHNU barst í gær stutt einkaskeyti frá Þórs- höfn, þar sem haft er eftir skip stjóranum, að viðgerðin muni taka hálfan mánuð. Skeytið er annars á þessa leið: ,,Norðlendingur“ strandaði í kyrrum sjó, en þó kom leki að skipinu á þrem stöðum í kjöl- Skipstjórinn telur þó, að hann geti siglt togaranum frá Þvereyri til Beddingen í Skála firði á mánudaginn, í fylgd með öðru skipi. Telur hann, að viðgerðin munu standa yfir í hálfan mán uð. Færeysku sjómennirnir, sem „Norðlendingur“ var að sækja, hafa verið beðnir um að leita í aðra vinnu fyrst um sinn“ — Karbech Mouritzen. Blaðið náði tali af Gunnari Halldórssyni á Sauðárkróki, framkvæmdastjóra útgerðarinn ar, f gærkvöldi og spurði hann nánari frétta. Hann sagði, að kafari hefði athugað skemmd- irnar í fyrradag. Gat væri á ein um stað, en plötusamskeyti lösk uð á nokkrum stöðum. Væri ekki vitað, fyrr' en fullnaðar- rannsókn hefði farið fram, hvort unnt væri að gera við Hænsni brenna inni. ELDUR kom upp í hænsna- kofa að Hlíðarskógum við Vatns veituveg seint á laugardags- kvöldið. Allmikill eldur var í hænsna kofanum, þegar slökkviliðið kom á vettvang, en samt tókst fljótlega að kæfa hann. Nokkur hænsni brunnu inni. Auk þess urðu nokkrar skemmd ir á kofanum. skemmdirnar á togaranum í Færeyjum. „Norðlendingur“ kom til Skálafjarðar kl. 3 ígær eftir 5 klst. siglingu frá strandstað og gekk sú ferð að óskum. Fer skip ið þarú slipp í dag til nánari at- hugúnar. Áhöfnin, sem ■ er 13 manns, bíður átekta fyrst um sinn, auk Færeyinganna, sem skipið var að sækja. Skipstjóri á „Norðlendingi“ er Kristján Gíslason. Hvolsvelli, 23. nóv. — TÍÐ- ARFAR hefur verið ágætt síð- ustu viku, þurrt og gott veður, en nokkuð hvasst. Hafa bænd- ur náð upp einhverju af heyj- um síðustu daga úr göltum og jafnvel flötu, sem ekki var þá fokið. Erfitt hefur þó verið að fást við flatt hey, því að það hefur viljað fjúka um leið og það hefur verið hreyft. Fóður búfjár er víðast hvar af skornum skammti, a. m. k. hér í Hvolhreppi. Að vísu eiga hey að heita nóg samkvæmt mæl ngum, en þar sem þau eru mjög léleg, telja bændur að þau dugi ekki almennt og fæst ir eru aflögufærir. Horfa menn fram á veturinn með nokkrum ugg. Bændur voru yfirleitt byrjað ir að gefa sauðfé í kuldakastinu um daginn. Var féð á gjöf í um það bil vikutíma, en hefur Framhald á 4. síðu. Nú er það jafnvel „til í dæminu“, að Ingemar Jo- hansson, .núverándi heims meistari í þungavigt, keppi við Rocky Mariano, fyrrverandi heimsmeistara Géne Tunney, enn annar fyrrverandi heimsmeist- ari, vinnur að því að koma þessari keppni í kring. fyrrv. heimsmeistara Myndin sýnir frá vinstri: Mariano, Tunney og Inge- mar. ÍÞRÓTTIRIVAR erli á 9, síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.