Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. — Framkvæmdastjórl: Ingólfur Kristjánsson. — Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (&b.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- tngasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaSsina. Hverfisgata S—10. Abyrgðarlaus leikaraskapur? EYSTEINN JÓNSSON lýsti yfir andstöðu Framsóknarflokksins við nýja ríkisstjórnina strax og alþingi var sett á föstudag. Jafnframt tók hann fram, að samstjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubanda lagsins og Framsóknarflokksins hefði verið heppi- legasta stjórnarleiðin. Þó virðist honum hafa orð- ið hugsað til endaloka vinstri stjórnarinnar fyrir ári síðan, því að hann bætti við þessum orðum: „Það breytir alls ekki þessari skoðun flokksins, að efnahagsmál landsins eru nú í sjálfu sér enn örð- ugri viðfangs en þau voru haustið 1-958, vegna þess hvernig á hefur verið haldið síðan“. Vinstri stjórnin gafst upp vegna ágreinings A1 þýðubandalagsins og Framsóknarfl. um lausn efnahagsmálanna. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson yfirgáfu stjórnarráðlð á miðjum starfs- degi og töldu sig ekki geta leyst aðkallandi vanda- mál þjóðarinnar með Alþýðubandalaginu. Nú vildu þeir hins vegar mynda stjórn á ný með Alþýðu- bandalaginu- þó að Framsóknarflokkurinn álíti efnahagsmálin mun erfiðari viðfangs en í fyrra- haust. Og Alþýðubandalagið er sömu skoðunar. Það var óðfúst í stjórn með Framsóknarflokknum og minntist ekki einu orði á, að efnahagsmálin myndu þung í skauti. I tilefni þessa verður naumast hjá því kom- izt að spyrja, hvers vegna Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn reyndu ekki að jafna á- greininginn um efnahagsmálin í fyrrahaust. Þannig var unnt að framlengja lífsdaga vinstri stjórnarinnar. Hvorugum flokknum datt slíkt í hug þá. Því fór sem fór. En nú er helzt að skilja, að þetta hafi allt saman verið leikaraskapur. En er þá nema von, að Alþýðuflokkurinn hafi þreytzt á að starfa með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum? Er hugsanlegt, að land- inu verði stjórnað með ábyrgðarlausum leikara- skap? Og svo eru ummæli Eysteins Jónssonar um efnahagsmálin. Framsóknarmenn telja ástand efna hagsmálanna til fyrirmyndar, ef Eysteinn er fjár- málaráðherra, en allt í kaldakoli, ef Framsóknar- fokkurinn kemst í stjórnarandstöðu nauðugur eða viljugur. Eigi að síður gafst vinstri stjórnin upp fyrir ári síðan vegna ágreinings um efnahagsmál- in. Eysteinn virðist ekki gera sér alls kostar ljóst, hvort hann hafi snúizt um. hversu afla skyldi eða skipta ætti. Viðskilnaður efnahagsmálanna nú er hins vegar ekki verri en það, að Alþýðuflokknum reyndist auðvelt að fá samstarfsmenn um lands- stjórnina. Hann varð meira að segja að velja og hafna í því efni eins og fram kemur af yfirlýsingu Eysteins Jónssonar. Raagæingar hirða hey í skammdegi. Framhald af 1. síðu. nú verið sleppt aftur og gjöf hætt. Heimtur eru mjög slæm- ar. Rangvellingar sneru við úr c ............ Lesið Alþýðublaðið leit í kuldanum á dögunum; fundu aðeins tvær kindur. Flog ð var yfir afréttinn um daginn, en engar kindur sáust. Hins vegar sást mikið af örum eftir rjúpu og tófu. Tófur hafa sézt í byggð, t. d. í Fljótshlíð- inni, en ekki hefur orðið vart við að þær leggðust á fé. Unnið er sleitulaust að bygg- ingu nýja félagsheimilisins hér. Verður það væntanlega tekið í notkun á næsta ári. — Þ. S. 4 24. nóv. 1959 — Alþýðublaðið Sindri hf. framleiðir ýmis húsgögn úr sfáli llilllliiililillllliliimiillilliliiliilliiiilliliiliiiiiiilillliillf. | JÓLAMERKI Barnaupp- | | eldissjóðs Thorvaldsensfé | | lagsins eru komin út. Kost § | ar merkið 50 aura, eins og | | undanfarin ár. Gunnlaug | | ur Blöndal hefur teiknað i f merkið. I | Ágóða af sölu merkj- | = anna verður varið til bygg | | ingar vöggustofu félagsins | | að hlíðarenda. Hefur loks f | fengizt fjárfestingarleyfi f | fyrir vöggustofunni og f 1 eru framkvæmdir í þann f f veginn að hefjast. f f Er ekki að efa, að al- f f menningur verði fús til f | að skreyta jólabréf sín f f með hinum fallegu jóla- f | merkjum og styrkja með = f því gott málefni um leið. f rí 5 .lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll, Féll í síiga UM klukkan tvö í gærdag féll kona niður stiga í húsi við Lauf ásveg. Meiddist hún nokkuð á höfði og var f'lutt á slysavarð- stofuna. Hún mun hafa verið drukkin. SINDRASMIÐJAN h.f. opn aði í fyrradag sýningar- og söluskála á Hverfisgötu 42. Eru þar til sýnis og sölu ýmsar gerðir húsgagna úr stáli, svo sem stólar, borð, bókaskápar og fatahengi. Eru aðeins tvö ár síðan þeir Ásgeir Einarsson og Sveinn Kjarval fóru að velta fyrir sér húsgagnagerð úr stáli. Síðan var hafizt handa um fram leiðslu og starfa nú um 20 manns að þessum iðnaði og eru ýmiss konar nýjungar á prjón unum. í þessum mánuði eru 35 ár síðan Einar Ásmundsson byrj- aði starfsemi sína með sjálf- stæðan vélsmiðjurekstur og lagði grundvöllinn að starf- semi Sindra h.f. og Sindra- smiðjunnar h.f. Þróun fyrirtæk anna má í rauninni skipa í þrjú tímabil: 1) Fyrsta tímabilið var einungis um vélsmiðjurekstur að ræða, að miklu leyti viðgerð ir í þágu atvlnnuveganna, t. d. togaranna og aðra útgerð, svo og vegna landbúnaðar og iðn- aðar. 2) Þá var farið að flytja inn járn, stál og aðrar efnis- vörur til járniðnaðarins í land inu. Er Sindri fyrsta og eina fyrirtækið hérlendis, sem starf rækir nokkuð fullkomin járn- og stól lager. Flytur Sindri inn járnið frá okkar aðalviðskipta lÖndum beint frá verksmiðjun um í þúsundum tonna við beztu fáanleg kjör. Önnur grein verzlunarstarf- seminnar er hagnýting og út- fiutningur á brotajárni og málmum. Á því sviði hefur Sindri einnig átt frumkvæðlð og er eina fyrirtækið hér, sem hefur þetta að sérgrein, og hef ur flutt út fyrir tugi milljóna. Áður var öllu slíku verðmæti kastað á glæ. Er því þarna um mikið gjaldeyrishagsmunamál að ræða og jafnframt menning armál, þar sem teknir eru upp hættir menn’ngarþjóða á þessu sviði, 3) Þriðja tímabilið er svo iðnaðarframleiðslan, sem fyrr er getið. Er unnið að henni á tveim stöðum, Hverfisgötu 42 og í Borgartúni, en þar er al- menn vélsmiðja og stálherzla, sú eina í Reykjavík. Sýningarskálinn á Hverfis- götu 42 er mjög skemmtilega innréttaður, algerlega eftir teikningum Sveins Kjarval. Anton Sigurðsson smíðaði inn- réttingar, en Sigurður Helga- son múrarameistari lagði hluta af gólfi. sem gerður er úr borg firzku hellugrjóti. Bók m frí- merkfisifniEn KOMIN er í bókavcrzlanir fyrsta íslenzka leiðbeiningabók- in um frímerkjasöfnun. Nefnist hún „Frímei'ki og frí- merkjasöfnun“ og er eftir Sig- urð H. Þorsteinsson, sem er frí- merkjasöfnurum að góðu kunn ur. Hann var m. a. ritstjóri Frí- merkjaþáttar Alþýðublaðsins um langt skeið. Bókin er 32 síður með fjölda mynda, prentuð á góðan pappír. Kostar hún 20.krónur. Hannes á h o r n i n u ýý Hátekjumenn ríða á vaðið. •fe Allt her að sama hnmni. (Skemmtijfegt utvarps- efni skemmt með góli og skrækjum. ÞAÐ BER ALLT aff sama brunni, Hátekjumenn ríða á vað ið með kaupkröfur. Flugmenn- irnir sprengdu viffnám á sínum tíma. Nú eru togaraskipstjórar í vígahug. Þaff er algerlega þýff- ingarlaust aff tala um þaff aff fólk sýni þegnskap og færi fórn- ir, ef hækkuff eru laun þeirra, sem hæst eru launaðir. Reynslan sannar þetta, enda eðlilegt og sjáifsagt. — Sögur gengu í bæn um í gær um aff verkfall stæffi fyrir dyrum meðal skipstjóra og yfirmanna á togurunum, en þær eru úr lausu Iofti gripnar. ÞÓ að það séu alltaf mikil tíðindi þegar ný ríkisstjórn tek- ur við, þá verð ég að segja, að það eru ekki minni tíðindi fyr- ir Reykvíkinga þegar skipt er um borgarstjóra. Borgarstjóra- skipti eru heldur ekki eins tíð og ríkisstjórnarskipti. — Gunn- ar Thoroddsen afhenti embætti sitt tveimur borgarstjórum., — Sigga Vigga segir, að borgar- stjórinn sé ekki við því að hann sé á fundi með borgarstjóranum. BORGARSTJÓRASTARFIÐ er í raun og veru of veigamikið fyrir einn mann. Fyrir löngu hefði átt að skipta þessu em- bætti. Og skiptin, sem nú hafa farið fram á því, eru eðlileg. Framkvæmdamál og fjármál bæjarins eru sérgrein og félags- málin önnur grein starfsins. — Gunnar Thoroddsen hefur ver- ið vinsælastur þeirra manna, — sem hér hafa gegnt borgarstjóra- störfum. Hann hefur líka setið við betri eld en hinir, því að at- vinnuleysi og fjárhagskreppa þjáðu íbúa borgarinnar í tíð all- ra hinna, en velmegun í tíð Gunn ars. ÉG SPÁI hvorki vel né illa fyrir hinum nýju borgarstjórum. Margt hefur farið aflaga í stjórn borgarinnar — og þá fyrst og fremst í stjórn ýmissabæjarstofn ana, en margt hefur líka verið stórvel gert. Vonandi tekst hin- um nýju borgarstjórum aö halda í horfinu eins óg verið hefur. Varast skal að keyra allt í íjötra. J. Á. skrifar: Hljómskrækirn- ir í útvarpinu eru alveg að gera út af við mig. Það er eins og all- ir hljómskrattar verði lausir, — þegar flutt eru leikrit. T. d. núna þegar hann gamli vinur minn, Phileas Fogg er á ferðinni hér á' leið sinni kringum jörðina. HVAÐ á það að þýða að slíta í sundur gang leiksins með góli og skrækjum, og trufla þannig eftirtekt hlustandans á efni leiks ins, og eyða allt of stuttum tíma, sem skammtaður er til flutnings á sæmilega góðu efni er hlustend um geðjast að. Já, hvers vegna er þessu hagað svona? FYRST eru skrækir og gól. Svo er tætingur úr efni leiks- ins, með tilheyrandi skrækjum og góli. Svo hefst leikurinn. — Fáeinar mínútur líða, og svo koma skrækir og gól. Síðan er leiknum haldið áfram, og ég hlusta með eftirtekt, en allt í einu kemur skrækur og gól. -— Klukkan tifar, tíminn líður og. leikurinn heldur áfram, en þá er sambandið rofið með löngu góli og skræk. ENN ER L.EIKNUM haldið áfram í nokkrar mínútur, og þá kemur eitt heljargól og skríkj- ur. Að því loknu rausar þulur- inn úr sér langri þvælu, sem end ar á tilkynningu um að hlustend ur myndu fá meira að heyra af leiknum. skrækjunum og gólinu næsta miðvikudag. Og svo kornu roknar skrækir og reglulegt spangól. Klukkan slær. Tjaldið fellur. Ég spyr enn: Hvað á þetta að þýða og hvers vegna er þetta haft svona?“ ÞETTA er alveg rétt hjá J.Á. i— Músíkíburðurinn, eða hvað þetta er, er allt of mikill. Eðli- legt er að einhver merki séu gefin við efnisskiptingu, en allt of mikið er að því gert í þessum tilgreinda flutningi. — Annar3 er þetta framhaldsleikrit mjög vinsælt í útvarpinu. Hannes á liorninn. }

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.