Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 10
ÞJÓÐ'LEIKHÚSIÐ hafði frumsýningu síðastliðið laug- ardags'kvöld á ieikritinu „Ed- ward', sonur minn“, eftir brezku höfundana Robert Mor ley og Noel Langley. Islenzkað hefur Guðmundur Thorodd- sen. Leikrit þetta var fyrst sýnt í Lundúnum fyrir um 12 árum, síðan í. New York og víða í Evrópu. Þar kom í ljós að margir vildu sjá þetta leik- rit. Ekki getur það þó talizt meiri háttar bókmenntaafrek, og því veldur það nokkurxi furðu, að það skyldi grafið upp hér nú en ekki fyrr, fyrst það taldizt eiga erindi við okkur. Brezkur smáborgari í Bright on kemst til auðs og vglda og lætur þar tilganginn helga meðalið. Tilgangurinn: að búa í haginn fyrir einkasoninn, Edward; honum er ekkert of gott. Brugðið er upp raunsæi- legum svipmyndum úr sögu þessarar fjölskyldu á 23 ára æviskeiði sonarins (og reynd- ar ögn lengur), og höfundun- um tekst að kynna okkur Ed- ward þennan furðuvel, þó að hann birtist aldrei á sviðinu. Hinu er ekki að neita, að lýs in2 þessi er allreyfaraleg á köflum, höfundarnir koma reyndar víða við, en kafa ekki djúpt. Leikritið er ekki gert af mikilli skáldlegri sýn; höfund arnir fleyta sér oft yfir erf- iðleikana af.lagni og kunnáttu Regína Þórðardóttir, \ Sveinn í | EinarssEi | jikrifar um\ \ leikllsf J Leikafmœli fremur en að beita listrænni alvöru, og árangurinn er sá að úr verður ekki drama, held ur melodrama. En Edward er dálítið erfið- ur blessaður drengurinn, hann er hræddur við ábyrgð, en er að hnupla þetta úrum, drekka sig fullan á gelgjuskeiðinu, um gangast ungar stúlkur ógæti- lega og margt fleira stór- hneykslanlegt: m. a. o. hér er fjallað um uppeldisvanda- mál, og ætti það að vekja á- huga alls þorra leikhúsgesta. Ein aðalpersónan, móðirin, — segir eitthvað á þessa. leið ná- lægt leikslokum: Það var ekki að Edward væri svo veikgeðja — það var ekki, að Arnoid spillti honum með eftirlæti, það var ekki bara það. Hvað það var meira, hafa höfundar reyndar lítið við að fræða okk ur um, en viðhafa hins vegar fyrri skýringarnar með nokkr um tilbrigðum og tilþrifum. Edward fellur í stríðinu, en ég fæ ekki með nokkru rnóti séð, að sviplegur dauðadagi hans sé neinn endir á þeim þráðum, sem spunnir, eru í leikritinu. Nema leggja eigi einhverja sérstaka áherzlu á þessi orðaskipti: „Haldið þér, <að verði stríð?“ — „Lávarð- urinn er vongóður um það“. Nú jæja, melodrama getur verið hið þokkalegasta og þakklátasta sviðsverk, og ann að verður ekki með sanngirni sagt um þetta leikrit. Þarna eru persónur, sem eru sjálfum sér samkvæmar og heilstevpt- ar innan sinna takmarka og gefa góðum leikurum ta;ki- færi, ef ekki til djúpstæðra mannlýsinga, þá að minnsta kosti til áhrifaríkrar fram- göngu. Það er í rauninni með túlkun aðalhlutverkanna, — sem gengi leikritsins stendur og fellur hverju sinni. Indriði Waage fer í svið- setningu sinni troðnar brautir, en hún er raunsæileg og vel við hæfi. Leikurinn hefst 1919 og endar 1947, og kannski hefði sýningin orðið litríkari, ef leikstjórinn hefði lagt meiri áherzlu á breytileg ein- kenni tímanna. Leikritið er nokkuð langt, hefði kannski mátt stytta, og aukinn hraði sums staðar hefði sennilega verið til bóta. Þannig t. d. í fyrsta atriðinu, sem er sér- lega erfitt vegna aldurs leik- endanna, maður má helzt ekki verða leiður á Edward strax. Leiktjöld Gunnars Bjarnason- ar voru þokkaleg: bezt í síð- ustu atriðunum, en herbergið á milljónerahótelinu einna sízt. íslenzkir leikendur eru orðn ir svo vanir því af margra ár-a nokkuð einræfu leikrita- vali að bregða sér í gervi ensks millistéttafólks og reika um sali lávarða, að það kem- ur engum á óvart, að leikur- inn er öruggur og traustur. — Þeir kunna orðið betur að leika þetta „en sitt eigið þjóð- líf“. Einn leikenda sker sig þó úr, Þóra Eyjalín Gísladóttir, en það er frumraun hennar á sviðinu. Leikur hennar er ein- kennilegur og yfir honum ann ar blær en allra hinna. Hun lýsir hinum enska einkaritara eins og hann sé dramatísk og hátíðleg vændiskona, og það held ég sé ekki rétt. Þessi unga leikkona á eflaust eftir að gera betur með auknum þroska, en hálfgerður bjarn- argreiði var að fela henni jafn ábyrgðarmikið hlutverk. Sýningin er ekki heilsteypt eftir. Hlutverk Arnolds Holts er í traustum höndum Vals Gísla- sonar. Og þar er því borgið. Hann fellur ekki í Þá freistni, að gera venjulegan leikhús- þorpara úr persónunni, heldur leikur af smekk og hófsemi, og mætti fremur en hitt draga upp myndina gleggri dráttum á stöku stað. Það er ekki hans sök, heldur höfundanna, að við eigum bágt með að trúa því svona að óséðu. hvernig miðlungsmaður í 3. atriði breytist í hinn veráldarvana í 4. atriði, mann sem er vaxinn hverjum vanda. Leikur Vals í símtalsatriðinu bætir þar varla nægilega úr. Minnistæður verður Rúrik Haraldsson í hlutverki Harry Soames, félaga Arnolds, sterk ur leikur og vel hugsaður. — Róbert Arnfinnsson er sérlega geðfelldur í hlutverki læknis- ins og leikur af notalegri kímni, þegar það á vxð, en þó efast ég um, að hann sé rétta manngerðin í „resonneur“- hlutverk sem þetta. Haraldur Björnsson á auðvelf, með að lýsa manngerðum, sem eiga mikið undir sér, því að hann hefur meira vald á sviðinu en flestir aðrir. En skólameistar- inn verður hér þó í höndum hans of kátlegur til að sam- -kennurum hans og nemendum standi af óblandin virðing, —• Bessi Bjamason er skemmti- legur þjónn. Ég hef geymt hið ánægju- legasta þar til síðast. Áhorfend ur voru í hátíðaskapi og tóku skemmtilegan þátt í leiknuni með lófaklappi og öðru tilheyr andi, og alveg virtist bötnuð kvefpestin, sem gekk um sal- inn, þegar „Blóðbrullaup“ var frumsýnt. En þetta var líka hátíðakvöld, því að minnzt var 25 ára leikafmælis einnar fremstu leikkonunnar okkar, Regínu Þórðardóttur. Hún leikur aðalkvenhlutverkið, — Evelyn Holt, móður Edwards, og skilar því með mikium sóma. Hún lýsir af skilningi og smekk, hvernig árin og at- vikin vinna á þessari konu, sem er ljómandi af bjartsýni og heilbrigði, þegar við kjmn- umst henni fyrst, en aumkv- unarverður áfengissjúklingur, þegar við skiljum við hana síð- ast. Leikur hennar er mótað- ur af næmleik og nærist af athugunargáfu. Hæst rís hann í síðustu atriðunum, þar hóf hún leikritið í æðra veldi, og það nálgaðist harmleikinn. Þegar við lítum um öxl og minnumst fremstu hlutverka Regínu Þórðadóttur hin síð- ustu ár; sjáum víð að mörg þeirra eru úr raunsæilegum nútímaleikritum: Sibyl Birl- ing, Linda Loman, Beatrice, Frú Winemiller, Gína Ekdal, Frú Frank, Evelyn Holt, — gefur það okkur ofurlitla bendingu um svið leikkonunn ar, — hún er hljóðlát fremur en ofsafengin, hógvær í list sinni, en sönn f tilfinningunni og stendur föstum fótum á veruleikagrundvelli. Mig lang ar reyndar að bæta einu hlut- verki við — af því að ég veit að frú Regína hefur aldrei metið hlutverk eftir lengd eða stærð, — frú Dagmar í Þess vegna skiljum við, sem var ó- trúlega skýr og fín mannlýs- ing. Áhorfendur hylltu frú Reg- ínu mjög svo sem verðugt var þetta kvöld. Hún er dyggur þjónn listarinnar, og í litlum leikhóp eins og leikhópur Þjóð leikhússins er, er hún ómiss- andi. Sveinn Einad’sson. Framhald af 12. siSn. áður hvatt til hins sama og að_ Allsherjarþingið hafi á sínum tíma samþykkt að halda UN- RWA áfram, „þar til flótta- fólkið hafi verið samlagað efnahagslífi ríkjanna v'ð botn Miðjarðarhafs, annað hvort á þann veg, að flóttamenn hyrfu aftur til sinna fyrri heimkynna, eða að þeir kæmu sér fyrir til frambúðar á ann- an hátt“. Hvorugt hefði átt sér stað enn. „TEKUR ÁRATUG EÐA LENGUR“. Dr. Davis sagði, að það væri augljóst, „að það myndi taka áratug eða lengur“, að leysa vandamál Palestínu- flóttafólksins. Hann flutti ræðu sína um leið og hann lagði fram skýrslu um starf- semi UNRWA á síðastl ðnu ári. Forstjórinn sagði, að af mannúðarástæðum væri nauð synlegt að halda hjálp S. Þ. til flóítafólksins áfram. Einn- ig til þess „að lina mannleg- ar þjáningar og til þess að koma jafnvægi á í löndunum við botn Miðjarðarhafsins á meðan þau öfl eru að verki, sem munu roóta frarntíð þess- ara landa, öfl sem á sínum tíma munu leysa vandamál flóttamannanna, sem og önn- ur vandamál á þessum slóð- um,“ eins og dr. Davis orðaði það. Þessi öfl eru að hans dómi margvísleg, efnahags- leg, pólitísk, félagsleg, land- búnaðarleg — og þau eru að verki bæði innan og utan þeirra landa sem hér um ræðir. ENDURREISNARSTARIÐ, SEM MISTÓKST. Dr. Davis sagði að UNRWA gæti verið hreykið af því starfi, sem þegar hefði verið unnið meðal flóttafólksins í löndunum við botn Miðjarð- arhafsins og það fyrir eina. 33 dollara á mann að jafnaði á ári. En hann viðurkenndi hreinskilnislega, að stofnun- inni hefði mistekist endur- reisnars+arfið — að koma flóttafólkinu fyrir tll frambúð ar. Hann benti á, að endur- reisnarstarfið héfði mætt möt spyrnu hjá viðkomandi ríkis- stjórnum og hjá flóttamönn-- unum sjálfum, sem teldu „að; þeir hefðu orðið fyrir hinu hróplegasta ranglæti“ er þeir neyddust til að yfirgefa fyrri. heimkynni sín. Framhald af 12. siðu. boð og þess háttar, allt til á- góða fýrir flóttamannasjóð- inn. í Svíþjóð fá þeir, sem leyfa að þeim sé tekið blóð . fyrir blóðbanka, 25 króna þóknun í hver’t skipti. Marg- ir hafa gefið blóð til flótta- mannasjóðsins. Iiinn kunni brezki listmálari, Simon El- wes, hefur gefið nokkra mál- verkastriga, auða. Þeir sem óska, geta keypt strigann og fengið málaða af sér mynd á hann fyrir 900 sterlingspund, sem ganea óskipt til flótta- mannasjóðsins. — í Brezku Guinea hefur stúdent einn hætt að reykja tóbak og lætur þá peninga, sem hann sparar við tóbakskaupin, renna til flóttamanna. Á landbúnaðarsýningu, sem haldin var í Straud í Englandi lét kvenfélag staðarins koma- upp gosbrunni, þar sem þeir, er framhjá fóru, voru hvattir til að kasta smápeningum til ágóða fyrir flóttafólk. Kom inn talsverð upphæð. Stúdent- ar í háskólanum í Bristol söfnuðu 120 sterlingspundum á þann hátt, að þeir drógu við sig í mat um hádegið. í stað þess að borða heitan rétt létu þeir sér næg.ja brauð og ost, eða annan ódýran og óbreytt- an mat. Þannig mætti lengi til tína dæmi um hve flótta- manna-árið hefur haft djúp- tæk áhrif víða- um heim. — í safni því, sem fram- angreind dæmi eru tekin úr, er ekki minnzt á hvort íslendingar eru með í flóttamannaárinu á þann hátt, að almenningur taki þátt í söfnun. En flóttamannaárinu lýkur ekki fyrr en í júnílok 1960 svo það er enn tími til stefnu. Gerum við bilaða og klósett-kassa Símar 13134 og 35122. 10 24. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.