Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.11.1959, Blaðsíða 11
miiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiii I. dagur ■iiiifiHifiiimmiiiiiuHiimumMiiMmuimmiiimmmv „Carol kemur hingað,“ sagði Tess morgun nokkurn við mann siml, sem sat og las við morgunverðarborðið. „Carol kemur hingað í heimsókn,“ sagði Rachel við bróður sinn Símon um leið og hún rétti honum trogið með svínafnatnum í. Nicky sagði skólabræðrum sínum fréttirnar og frú Briggs, vinnukonan, sagði mjólkurmanninum það, en hann sagði öðrum viðskipta- vinum sínum. Og áður en dimmt var orðið, vissu allir í Blickiington að Carews hjón- in áttu von á amerísku skáld- konunni Carol Mainwaring. SveÞaþorpið Blicklington var litskrúðugur og vinalegur bær. Gamalt, fallegt og að vissu leyti niðurnítt, faldi það galla sína að baki viltra blóma og vafningsviðar og hefði maður aðeins ekið í gegnum þorpið, hefði dómur- inn áreiðanlega verið sá, að þetta væri eitt fallegasta sveitaþorp Englands. Búgarður Carews hafði ver- ið reisíur á þeim tíma þegár fereyki voru algeng sjón á veginum meðfram ströndinni. Kynslóðirnar sem tóku við búgarðinum höfðu ýmist far ið vel með hann eða illa eftir því sem tímarnir breyttust. . Hann hafði verið í niður- níðslu, þegar Carew tók við honum, eftir að gigtin batt endi á hernaðarlegan frama hans. Gamíir þjálfear.n.tr mynduðu enn falleg mynzt- ur á' hvítkalkaða veggina og sólargeislarnir brotnuðu enn á litlum rúðunum eins og verið hafði frá dögum góðu drottningarinnar Bess. Inni var bjart og rúmgott þó að enn hefði ýmislegt þurft að lagfæra. f gamla húsinu var nóg um gamaldags hringstiga og .... eparið yður Waup 6 naiUi margm vergiana! syllur — þar var líka nóg af músaholum, sem biðu þess að fyllt væri upp í þær og gólfin voru léleg. En það varð allt að bíða síns tíma. Það var dýrt að gera við og Carew fjölskyldan hafði ekki of mik il peningaráð. Það var ekki enn hægt að búa í dllum herbergjunum en þau sem búið var að laga voru reglulega heimilisleg. Tass var mjög smekkleg. — Það var hún, sem hafði séð til hvers var hægt að nota gamalt borð, sem stóð ein- mana og yfirgefið í uppboðs- herbergin og það var Símon sem breytti því í fallegasta húsgagn eidhússins. Tess var hin þolinmóðasta. þegar uppboð voru. Hún fór þangað til að tryggja sér hús gögn og teppi, sem áttu vel saman og hún gat valið úr staðan, sem allur hans heim ur stóð á. Tess — Pilgrims Row börnin — það var heimur hans og hann var harla ánægður. Hann gat enn séð, heyrt og talað, þó hann sæi fram á það, að sjúkdóm- urinn gerði hann að ör- kumla manni. Þó hann yrði seinna að skipta á stöfunum sem hann hafði nú og hjóla- stól, þá myndu kirsuberja- trén fyrir utan gluggann halda áfram að blómstra, dýrin myndu enn baula um mjaltir og dökkblá augu Tess myndu halda áfram að brosa til hans. Jafnvel krypplingur gat notiið lífs- ins. Það hefði getað verið verra. Ef þau hefðu ekki átt nfeinn Símon til að rækta garðinn — duglega, rólega Símón, með letileg augu og fallega brosið. Og Rachel WWWWWtWWWMWMWWMMWMWMMMMMWMMMIWW) uömjmi fl ÖtlUM Austuxgtxseti það fallega frá öllu ruslinu ’ sem boðið var upp. Laun hennar voru áhuginn og ástin sem öll fjölskyldan hafði á heimilinu. Það hafði ekki verið auð- velt í fyrstu að venjast gigt- inni, sem hafði bundið enda á hernaðarframa Carew of- ursta. Hann hafði hatað að yfirgefa herinn, sem hann hafði eytt beztu árum æfi sinnar í. Til að byrja með saknaði hann heragans, sam- vinnunni við hina liðsfor- ingjana 0g því, að ráða yfir öðrum mönnum, en þegar hann varð meira hjálparvana sætti hann sig við örlög sín með ró. Hann vissi kannske ekki sjálfur hve mikið af sínum innra friði hann átti Tess að þakka. Honum fannst flest sem hún gerði sjálfsagt af því að hún var svo mikill bluti lífs hans og heimilis. Við og við áttaði hann sig og skyidi hve mikla þýðingu hún hafði fvrir hann. Elsku, sterka, trygga Tess, sem hafði fórnað svo miklu með að giftast fátækum liðsfor- ingia í fyrri heimsstyrjöld- inni og sem nú var undir- Pabbi, pabbi! Straujárnið er horfið! og Nicky til að lífga allt og koma þeim til að hlæja. Og svo Michael hinum megin á hnettinum. Já, hann gat ver- ið hreykinn af börnum sín- um, hugsaði Carew meðan hann horfði á sólargeislana sem hurfu og skuggana sem teygðu fram langa fingur sína. Þau voru hraust og á- nægt fólk, í heimi, sem virt- ist hafa gleymt hatri og ó- friði. Carew tók pípuna úr vasa sínum og kveikti í henni og einmitt, þegar hún var farin að trekkj'a eins og hann vildi, sá hann son sinn koma að húsinu. Hann tók upp bréfahrúgu, sem hann hafði skrifað og bað Símon að leggia bau í póst í þorpinu. „S'jálfsagt, ofursti,“ sag'ði ungi maðurinn. „Eg þarf að eins að bvo mér fyrst.“ „Virkilega góður sonur,“ hugjsaði faðirinn. „Aldrei í vondu skapi, alltaf reiðubú- inn til aðstoðar.“ Hvers vegna hafði ekki einhver kona veitt hann í net sitt fyrir löngu? Símon var þrítugur og hann leit vel út. Já, hann leit meira en vel út, hugsaði hann, þegar Símon kom inn til hans. Háfættur og herða- breiður með fagrar léttar hreyfingar eins og villt dýr. Og þó var ekkert villt við angu hans, sem voru dimm- blá eða við karlmannlegar varir hans og glaðlegt bros. Það var auðséð að hann var sonur Tess, bað sýndi ekki aðeins útlitið heldur einnig skangerð hans. „Er ekkert annað sem ég á að gera fyrir þig, pabbi?“ spurði hann þegar hann tók bréfin. „Þú mættir líta inn til Wellars, ef þú mátt vera að því og segja honum að ég vildi gjarnan að hann byrj- aði á eldhúsgólfinu sem fyrst. Það er svo þreytandi fyrir mömmu þína að ganga á óiöfnu gólfinu. Og ef þú hittir Peggarty gamla, þá rnáttu gjarnan segja honum að ég vilji sem fyrst fá reikninginn fyrir viðgerðina á fjósinu. Það eru tveir mánuðir síðan hann gerði við það, en hann bíður í þeirri von að ég gleymi hve marga tíma hann vann við það og taki ekki eftir því, að hann heimtar helmingi hærri upp hæð en hann setti upp þá. Segðu honum, að ég sé nægi- lega gamall til að sjá við honum.“ „Já, hann er frekar frakk- ur karl,“ Símon brosti. „En hann þyrfti að vera slung- inn til að léika á þig.“ „Hver þvrfti að vera slung- inn til að gera hvað?“ spurði glaðleg konurödd og Rachel kom inn með fangið fullt af greinum til að láta í skraut- kerin. „Nú, já Peggarty,“ sagði hún og kinkaði kolli, þégar bróðir hennar hafði sagt, henni um hvað þau höfðu verið að tala.“ Það er mesta þjófapakkið í þessu þorpi,“ hún brosti til föður síns um leið og Símon gekk út til að framkvæma e'rindi sitt. ,.En þau stela svo sak- leysisleg á svininn að maður nevðist til að fyrirgefa þeim. Hefur bér liðið illa í dag, — pabbi?“ spurði hún, þegar hún sá kvaladrætti á andliti Carew. ..Nei. þvert á móti mjög vel.“ Hann brosti til hennar og hún lagði kinn sína að hans. ..Hefurðu verið jafn hug- rakkur í stríðinu. —“ hóf hún mál sitt, en það var gripið fram í fyrir henni og hún beðin um að rífa ekki síð- ustu hárin af höfði föður síns með- þyrnóttum greinun- um úr þvrnigerðinu. Rachel hló og tók greinarn- ar frá höfði föður síns og lét þær í steinkerin. „Þetta ættirðu að gera að æfistarfi þínu,“ sagði faðir hennar og horfði viðurkenn- ingaraugum á fallega og ó- venjulega niðurröðun grein- anna. „Þú gætir keppt við Constance Spry.“ Rachel hristi höfuðið. ..Þakka bér fyrir, en ég vil mikið heldur vera sú, sem ég er 0g þar sem ég er.“ ..Það er gott fyrir okkur mömmu þína,“ viðurkenndi hann, „en ég er farinn að velta því fvrir mér, hvort hað sé rétt að henda þér ur hreiðrinu með harðri hendi.“ Hann sagði betta glaðlega, en Rache] hevrði að alvara lá á bak við orð hans. ..Eruð þið orðin leið á mér?“ spurði hún og brún augu hennar sem voru svo lík augum hans voru hræðslu- leg. „Nei, elsku vina mín,“ sagði Craig hratt. „En þú ert að verða tuttugu og eins og þú hefur svo lítið skemmt þér og hér í Blicklington hittirðu svo fáa.“ „Og þar með veit ég það, að þér finnst tími til kominn að ég fari að líta í kringum mig eftir myndariegum ung- um manni sem vinnur sér inn tutfugu þúsund pund á ári,“ hélt hún áfram.“ Þú heldur að fegurð mín fölni ef ég bíð öllu lengur og þá verðir þú að sætta þig við að hafa mig hér að eilífu.“ „Snautaðu út óþekktarang- inn þinn,“ sagði Graig bros- andi. „Hvar er mamma þín annars? — f eldhúsinu? Rachel kinkaði kolli og bætti við að móðir hennar væri umkringd af brúnum fjöðrum. Símon hafði komið með aldraða hænu til mið- degisverðar. „Veslings mamma barðist af öllum kröÉtum, þegar ég I LISTASAFN Einars Jonssoti- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. Dagskrá alþingis. 1. Kosning í fastanefndir samkvæmt 18. gr. þingskapa: a. fjárveitinganefnd, b. utan- ríkismálanefnd, c, allsherjar- nefnd. 2. Kosning þingfarar- kaupsnefndar. Kvenfélag Neskirkju. Afmælisfundur félagsins verður miðvikudaginn 26. þ. m. kl. 8.30 í félagsheimilinu. Ýmis skemmtiatriði. Kaffi- drykkja. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna. Kvenféiag AlþýSufiokksins, HafnarfirSi. Munið fundinn í Alþýðu- húsinu í kvöld. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Loftleiðir. Saga er væntan- leg frá New York kl. 7.15 í fyrramálið. Fer til Stafangurs, Kaupm.hafnar og Hamborgar kl. 8.45. :ií'SíSS*S5:ííi::í: Pan-American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hél’t áleiðis til Norðurlandanna. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Ríkissldp. Hekla er væntan- leg’til Reykjavík- ur í dag að vestan úr hringferð. Esja kom til Akureyr- ar í gær á austur- leið. Herðubreið er á Aust- fjörðum. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var á Hornafirði í gær. Skaftfelling ur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Hamborg. Fer þaðan til Rostock, Stett- in, Málmeyjar og Reykjavík- ur. Arnarfell er á Akureyri. Jökulfell er væntanlegt til Reykjavíkur 27. þ. m. Dísar- fell fór 18. frá Norðfirði á- leiðis til Finnlands. Ditlafell losar á Eyjafjarðarhöfnum. Helgafell er á Húsavík. Hamrafdll fer frá Palermo 27. þ. m. áleiðis til Batum. Eimskip. Dettifoss fór írá Fáskrúðs- firði 20/11 til Liverpool, Av- onmouth, Boulogne og Grims by. Fjallfoss fór frá Vest- mannaeyjum 21/11 til Ant- werpen og Rotterdam. Goða- foss kom til Reykjavíkur 21/ 11 frá New York. Gullfoss kom til Reykjavíkur 22/11 frá Leith og Khöfn. Lagarfoss fór frá Rvík í gærkvöldi til vestur-, norður- og Austfj,- hafna og Vestm.eyja og þaðan til New York. Reykjafoss fór frá Hamborg 19/11 til Rvík- ur. Selfoss fór frá Flateyri í gær til ísafjarðar, Siglufjarð ar og Akureyrar og þaðan til Lysekil, Khafnar og Rostock. Tröllafoss fór frá Rvík 13/11 til New York. Tugnufoss er í Rvík. Langjökull lestar í Gdy nia 23/11. Ketty Danielsen lestar í Helsingfors um 25/11. Alþýðublaðið — 24. nóv. 1959 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.