Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 4
Ctgefandi: AlþýBuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur KxistJAnaaosL — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgl Sæmundason (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg Vin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa* <r\ynqírr>i 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmiBJa Alþýðublaðsin* Hverfisgata 8—10. r Astrík samvinna ALÞÝÐUBANDALAGIÐ vildi berjast við hlið Framsóknarflokksins fyrir sameiginlegum meirihluta þessara flokka í nýafstöðnum kosning- um og skrifaði Hermanni og Eysteini póli-tískt bón orðsbréf. Framsóknarflokkurinn óttaðist hins veg ar, að fóstbræðralag við kommúnista myndi mæl- ast misjafnlega fyrir, og bað þess vegna forráða- menn Alþýðubandalagsins að bíða með tilmæli sín fram yfir kosningar. Meirihlutinn fékkst ekki, enda vonlaust fyrirtæki að reyna slíkt. Hins vegar koma nú í ljós þræðirnir. sem tengja Framsóknar- flokkinn og Alþýðubandalagið, og þeir titra af mik illi tilfinningu þessa daganá. Við nefnakjör í efri deild alþingis á dögunum höfðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðubanda- lagið sameiginlegan lista. Flokkamir uppskáru j ekkert hagræði af þessu fyrirkomulagi, kosning- arnar hefðu farið nákvæmlega á sama veg með sérstökum listum þeirra í kj öri. Til'gangurinn var því ekki að bæta aðstöðu Framsóknarflokksins j eða Alþýðuhandalagsins og klekkja á einhverj- I xun öðrum. Hann var allt annar og miklu göfugri. i Þessi háttur var aðeins á hafður til að sanna þjóð inni ástríka samvinnu Framsóknarflokksins og Alþýðuhandalagsins og vekja kjósendum þeirra vonina um, hvað koma skuli. Sennilega þarf ekki Einar Olgeirsson að skrifa Hermanni og Eysteini pólitískt hónorðshréf fyrir næstu kosningar með sama áframhaldi. Tilhugalíf Framsóknarflokks- ins ög Alþýðubandalagsins virðist í fulluní | gangi. Sömu dagana bregður hins vegar svo við, að Þjóðviljinn þykist burðast við að skamma Eystein Jónsson. Hermann er aftur á móti ekki nefndur í því sambandi. Hann er alfullkominn að dómi Þjóð viljans. Eysteinn Jónsson virðist aftur á móti treg- ari, og þá er Þjóðviljinn ekki seinn á sér að berja hann til ásta. Tíminn hefur ekkert við þetta að at- huga, og er þó Eysteinn honum kærkominn. Mál- gagn Framsóknarflokksins andvarpar jafnvel af vellíðan undan höggum Þjóðviljans. Svo er Tím- anum mikið áhugamál. að tilhugalíf Framsókn- arflokksins og Alþýðubandalagsins endi á réttum stað og á réttan hátt. Þetta getur maður kallað ástríka samvinnu. Oldin var önnur fyrir ári síðan, þegar Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið spörkuðust á út úr vinstri stjórninni og voru eins og hundur og köttur. ASaifundur Sfyrktarfélags lamaðra og fai2aðra verður haldinn að Sjafnargötu 14, sunnudag hinn 6. des. nk, kl. 2 e, h, Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. PRENTARI í FEBRÚARMÁNUÐI árið 1928 var viðbúnaður tölu- verður og eftirvænting ríkj- andi meðal sveina Alþýðu- prentsmiðjunnar. Tilefnið var það, að von var á nýnema í musteri hinnar svörtu listar um næstu mánaðamót. En slíkt þóttu nokkur tíðindi í þá daga og var nóg til þess að skapa eftirvæntingu. Og við- búnaðurinn var auðvitað í því fólginn að sannfæra hinn unga svéin um það, strax í stað, hvílíkir afbragðsmenn væru hirðmenn jómfrú Typo- grafíu, og hve vegsamlegt hlutskipti það væri að mega teljast einn af þeim og óhjá- kvæmilegt nýnemanum að ganga updir skírslur strang- ar til þess að ver?ia þeirrar náðar aðnjótandi. Prentsvein- ar Alþýðuprentsmiðjunnar undirbjuggu því þaulhugsað- ar þrautir og tálgryfjur til þess að prófa unglinginn, minnugir þess að ungan skal jarlinn herða. Þrautirnar voru fyrst og fremst fólgnar í kænlega orðuðum spurning- um um móðurmálið, einkum lævís vafa-atriði stafsetning- ar. — En það er skemmst af að segja, að þegar til kast- anna kom, varðist nýneminn af þeirri snerpu og fimi, að undrum sætti, og er fram í sótti, var jafnvel oftar sókn en vörn af hans hendi. Þessi ungi sveinn, er svo myndarlega ruddi sér til rúms meðal hirðmanna jómfrú Typografíu, var Meyvant Ó. Hallgrímsson, sem er fimm- tíu ára í dag. — Sá, er þetta rltar, hefur kynnzt nokkuð mörgum prentnemum, en fá- um jafnfærum í íslenzku og Meyvant var þá þegar, — og engum, sem talaði vandaðra mál, enda vorum við svein- arnir í Alþýðuprentsmiðjunni undrandi á því, hvað dreng- urinn stóð sig, allt þar til við vissum að hann var sonur Hallgríms Jónssonar skóla- stjóra; þá undruðumst við ekki lengur virðingu hans fyrir móðurmálinu og snjallt ýV Hvaðan erum við kom- in? móðir hennar eru hýddar fyrir. Við megum aldrei gleyma því hvaðan við erum komin. ýý Ógleymanlegar frá- sagnir. ýf Bragi Friðriksson skrif ar um starf Æskulýðs- ráðsins. JÓN HELGASON ritstjóri hef ur sent frá sér annað bindi bók- ar sinnar íslenzkt mannlíf. — Fyrra bindið kom út í fyrra og fékk fádæma góðar viðtökur. í Þessu bindi eru ellefu örlaga- sagnir af íslenzku fólki. Þær eru sagðar af nærfærni en hrein- skilni um leið og smekkvísi Jóns þarf ekki að efast um. Ég hef nú Iesið þetta bindi og hygg ég að það fái ekki síðri viðtökur en fyrra bindið. Hæst bera frásagn- irnar af hinni hörðu lífsbaráttu einyrkja og fátæklinga á harðri öld, en ógleymanlegust verður frásögnin „Landskuld af Langa vatnsdal“. í ÞESSUM þætti er sagt frá hrakningsfólki, sem ekki vill beygja sig fyrir veraldlegum valdsmönnum, fimbulvetrum, — einangrun, né sulti. Það flytur úr alfaraleið, flýr til fjalla, en verður að lúta í lægra haldi. — Faðirinn verður úti þegar hann er að sækja eld, en tvisvar áður hefur hann borið lík fjögurra barna sinna til byggða og greftr- unar, og tvö börn þeirra dóu að sækja björg á bæ, en tekur „úr króknun“. — Dóttirin fer hest traustataki — og hún og BRAGI FRIÐRIKSSON fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráös Reykjavíkur skrifar mér eftir- farandi af gefnu tilefni: —„í sambandi við bréf ,,móður“ í þáttum yðar, þar sem vikið er að dansleikjum á vegum Æsku- lýðsráðs vildi ég leyfa mér að taka þetta fram: f fyrsta lagi vil ég þakka ummæli bréfritar- ans um starfsemi Æskulýðsráðs. Móðirin er greinilega í hópi hinna fjölmörgu, sem skilja þýð- ingu þess, að unnið sé fyrir — og með æskufólkinu að heil- brigðri nýtingu þess tíma er til tómstunda teljast. ÆSKULÝÐSRÁÐ hefur á margan hátt reynt að leysa þetta verkefni, þótt enn sé margt ó- gert og aðstæður víða ekki fyrir hendi, Bréfritari riefnir réttilega smá heimili í hverfum bæjarins og það gleður mig að geta sagt, að þessa stefnu hefur Æskulýðs- ráð tekið og vinnur nú að auk- inni hagnýtingu hinna ýmsu fé- önnur félagssamtök. GAGNRÝNI bréfritara á dans leiki Æskulýðsráðs og tíma þann, er þeim er valinn, er skilj anleg, en hér þarf nánari skýr- inga við, sem ég vil góðfúslega láta í té: Hér er ekki um venju lega dansleiki að ræða heldur „Dans- ög skemmtiklúbb“, sem heldur dansæfingar hálfsmánað- arlega fyrir æskufólk 13—16 ára, stjórnandi hans er Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. í KLÚBBNUM eru sýndir og tungutak, — þá vissum vlð, að það var heimanbúnaöur hans. Þegar Meyvant var full- numa prentari gekk hann í Hið íslenzka prentarafélag, svo sem lög gera ráð fyrir. Árið 1938 var hann kosinn gjaldkeri félagsins og gegndi því starfi til 1942, og aftur 1946—’48. Er hann yngsti maður, sem prentarar hafa kosið til þessa starfa, og sýn- ir það vel hvert traust hann hafði áunnið sér meðal félag- anna. Enn síðar sat hann um hríð í stjórn HÍP sem með- stjórnandi. Meyvant Ó. Hallgrímsson er sá starfsmanna Alþýðu- blaðs'ns, sem þar hefur unn- ið lengst af öllum bæði fyrr og síðar, og það í einni lotu. Ef tíminn er talinn frá því að hann bvrjaði sem drengur að bera blaðið til kaupenda (1923), þá eru árin orðin 36. Þessar fáu línur eru aðeins hugsaðar sem vinsamlegt handtak til góðs félaga á merkisdegi, með þökk fyrir áratuga samstarf. Þorsteinn Halldórsson. HERMENN HANDTEKNIR Framhald af 1. síðti. rásinni. Sitja þeir nú allir í varðhaldi. íslendingarnir, er urðu fyrir órásinni, heita: Þórður Jónsson, Þórustíg 22, Vtri Njarðvík og Þórir Sigurðsson, frá Kolbeins- staðahreppi á Snæfelisnesi. há- seti á M.s. Geir. -— Rannsókn málsins heldur áfram. kenndir dansar, lögð mikil á- herzla á prúða framkomu og auk þess farið í leiki og ýmiss skemmtiatriði eru fengin ýmist innan klúbbsins eða utan hans. Að þessari starfsemi hafa frá upphafi staðið Áfengisvarnar- nefnd og Æskulýðsráð, fyrst í samvinnu við Þingstúku Reykja víkur og síðar skáta. Málið hef- ur verið rætt við skólatsjóra, lögregluna og barnaverndar- nefnd og hafa þessir aðilar við- urkennt þessa starfsemi æski- lega, þótt á hinn bóginn skuli tekið fram, að þeir teiji kvöld- tímann óheppilegri. EFTIR þessu hefur Æskulýðs- ráð farið síðan, nema nú i tvö skipti á þessu tímabili, er hús- næði fékkst ekki á öðrum tíma, en svo mun ekki verða framveg- is. Nú vil ég samt benda á, að sú staðreynd blasir við, að æsku- fólk er úti að kveldi til í stórum hópum á götunni, veitingastöð- um, kvikmyndahúsum og sækir að ýmsum skemmtistöðum. Ýms ir aðilar bæði skólar og félög halda dansæfingar og skemmti- fundi fyrir æskufólk að kveldi til, allt til miðnættis og svo hef- ur verið á litið, að eigi sé um raunverulega útivist að ræða, er unglingar dvelja á fundi eða skemmtun í umsjá kennara eða arinarra leiðtoga. sem í öilú er "hægt að íreysta. il ÆSKU.LÝÐSRÁÐ hefur þá meginstefnu, að hið bezta og raunverulegasta gegn óhollum háttum ungs fólks sé að gefa æsk unni tækifæri og möguleika til hollra viðfangsefna. Dansklúbb arnir hafa greinilega haft áhrif í þá átt' og ég tel, að auka þurfi þessa starfsemi enn að mun. — Með a. m. k. tvennt. Foreldrar geta .óhrædd leyft börfium sínúni áð sækjá slíkar skemmtanir og unga fólkið fær tækifæri til að skemmta sér í hollu umhverfi f jarri ýmsum ’haéttum, er e.Ha steðja að. í þeirri von að þetta skýri þessi mál, þakka ég yður birtingu bréfsins“. Hannes á liorninu. 1 4} 28. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.