Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 9
Danska knattspyrnan: EINiS og búizt var við sigraði B 1909 í dönsku I. deildarkeppn inn í ár, hlaut 33 stig. í síðustu umferð á sunnudaginn sigraði liðið Frem með 3 möi'kum gegn 1. — Þetta er þriðja árið í röð, sem lið utan af landsbyggðinni vinnur I. deildar keppnina, ^n B1909 er frá Odense. í II, deild sigraði B 1913, en í öðru sseti var Fredrikshavn, bæði liðin hluta 30 stig. Hér foirtum við úrslit leikja í I. deild á sunnudaginn og lokaröð féiaganna í deildinni: .WWWHWWHWWWiW MYNDIN er frá leik Ful- il hams og West Ham, sem háður var nýlega á leik- ;! v'elli Fulhams, Craven !> Cottage. — Fulham sigr- aði með 1 marki gegn !> engu, það var Stoke, sem ; • skoraði. Á myndinni sézt ;! markvörður Fulhams, ! > Macedo, góma knöttinn. ;[ Macedo er fæddur á Gí- !| braltar. Hinir leikmenn- ;| irnir eru John Dick og ;! Vic Keeble. !| AB—Esbjer'g 3:3 B 93—Skovshoved 1:1 Frem—B 1909 1:3 AGF—B 1903 2:0 Köge—Vejle 3:4 OB—KB 1:2 B 1909 22 14 5 3 47—28 33 KS 22 15 1 6 48—27 31 Vejle 22 14 1 7 47—37 29 OB 22 13 1 8 49—37 27 AGF 22 10 2 10 39—39 22 Esbjerg 22 8 5 9 36—32 21 AB 22 9 3 10 51—53 21 Frem 22 8 4 10 45—44 20 Skovsh. 22 8 4 10 32—50 20 B 1903 22 7 4 11 35—38 18 Köge 22 7 2 13 31—40 16 B 93 22 2 2 18 27—62 6 KNATTSPYRNU- FRÉTTIR SÆNSKA félagið AIK er nú á keppnisferðalagi á Spáni. — Félagið keppti gegn Espanol á sunnudaginn og tapaði 1:8. — í hálfleik var staðan 1:4. . ÞARNA sjáið þið dönsku meistarana í knattspyrnu 1959, B 1909, en myndin var tekin að lokunm úr- slitaleiknum sl. sunnudag. Á golfíþrótfin að vera forréff- indi fáeinna efnamanna! Á NÝAFSTÖÐNU (að vísu ó- lögmætum) aðalfundi í Golf- klúbb Reykjavíkur var sam- þykkt af 17 mönnum að hækka félagsgjöld klúbbsins um •— hvorki meira né mnina en 100% eða árgjald almenni’a félaga úr kr. 500.00 upp í kr. 1000.00. Á fundinum voru mættir rúmlega 20 menn, en til hans hafði ver- ið boðað með aðeins 3 daga fyr irvara, og þar sem klúbbsféiag- ar eru alls um eða yfir 200, er auðsætt, að aðeins fáir hafa haft tækifæri til þess að gera sér grein fyrir lagabreytingu þess- ari og taka afstöðu til hennar. Þau rök voru færð íyrir hækk uninni, að klúbbnum sé þörf aukinna tekna vegna hins nýja golfvallar. Má það að vísu til sanns vegar færa, en annað mál er hitt, að nær hefði legið að athuga aðrar fjáraflaleiðir fyrst, áður en gripið væri til svo róttækrar hækkunar á fé- lagsgjöldunum. Hér er um að ræða mikilvægt atriði. Með því að hækka féiags- gjöldin í golfklúbbnum svo gíf- urlega, er stefnt að því, að hann verði einkafélag fáeinna xíkra manna, sem ekkert munar um að láta kr. 1000.00 á ári í félags- gjald. Hins er ekki gætt, að golf íþróttin á rétt á sér sem sjálf- stæð íþróttagrein, sera einmitt Reykvíkinga, þar sem það er hentar* sérstaklega vel fyrir erfiðleikum bundið fyrir þá að stunda sumar aðrar íþróttir. •— Virðist þess vegna auðsætt, að æskilegt væri að stuðla að því, að þátttaka í golfíþróttinni geti orðið almenn og verði ekki tak- mörkuð við fámennan klúbb efnamanna eins og stefnt er að með ofangreindri ráðstöfun. Þyrfti þver't á móti að stefna að því, að þátttaka í golfi geti orð- ið verulega almenn hér í bæ, og til þess að svo megi verða, burfa félagsgjöldin að vera sem lægst og væri ekki óeðlilegt, að Reykjavíkurbær styddi þá starf semi verulega engu síður en aðra íþróttastarfsemi. Ofangreind tillaga um hækk- un félagsgjaldanna var borin fram af stjórn golfklúbbsins, og svo mikið kapp var lgat á að keyra í gegn, að ekki var hirt um að boða fundinn með lög- legum fyrirvara, og hefði þó verið nær að hafa íyrirvarann lengri en þann skemmsta tíma, sem lög klúbbsins ákveða, til þess að félagsmönnum gæfist kostur á að hugleiða og taka afstöðu til málsins. Stjórninni var að vísu bent. á það á íund- inum, að hann væri ekki lög- mætur, en fundarstjóri gerði sér lítið fyrir og lét ólögmæt- an funl samþykkja sjálfan lög- mæti sitt, án þess að nokkur úr stjórninni hreyfði andmælum við því. Þannig var þessi lagabr’eyt- ing samþykkt á ólögmætum fundi af einum 17 mönnum, en að þorra félagsmanna forspurð- um. Hér eru greinilega einræðis- aðferðir viðhafðar, þar sem fé- lagsmönnum er sýnd sú fyrir- litning, að fæstum þeirra er gef inn nokkur kostur á að fylgjast með málinu, áður en gengið er til samþykkta um það. Ýmsir félagsmenn í golf- klúbbnum vilja ekki una þess- um málalokum og hafa nú skrif að stjórn golfklúbbsins og lýst IIWIWWMWWMMMWWWWW INorski skí^aslökk** j| varinn Wolsefh lézf !j af slysförum NORSKAR skíðaíþrótir ;| urffu fyrir miklu áfalli í j! fyrradag, er einn fremsti !; skíffamaffur Noregs,stökkv ;! arinn Anders Wolseth, lézt !; af slysförum. (Viff birtum ;! mynd af þessum frækna !> skíffamanni á Íþróttasíð- j! unni á miffvikudag.) ! j Sænska stórblaffið Da- j; gens Nyheter fer í gær Iof !! samlegum orðum um Wol- ;[ seth og segir hann hafa j! verið prýffi norskrar skíffa j; íþróttar — hann var ein ;! stærsta von Norffmanna í !j Squaw Valley, segir blað- ; iff. j yfir ólögmæti áðurnefnds aðal- fundar, og jafnframt skorað á stjórnina að halda fund að nýju tii þess að gera lögmæta sam- þykkt um málið, en fund ber henni að halda innan þriggja vikna frá því, að hún fær slíka áskorun samkvæmt ákvæðum félagslaganna þar um. Verður hinn nýi aðalfundur haldinn í Tjarnaikaffi (uppi) föstudaginn 4. desember n. k, þl. 20.30 stundvíslega. Ó. Ý. HANDknattleiksmeistara- mót íslands 1960 fer fram í Reykjavík og hefst síðast í janúar. Keppt verður í mfl., 1. fl., 2. fl. og 3. fl. karla, mfl., 1. fl. og 2. fl. kvenna. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 20. desember 1959 til Handknattleiksráðs Reykjavíkur, Hólatorgi 2, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 35.00 fyrir hvern flokk og skal það fylgja með tilkynningunni. Þá viljum vér vekja athygli væntanlegra þátttakenda á reglum um læknisskoðun. Fréttatilkynning frá stjórn H.K.R.R. Skolfélag á Akranesi NÝLEGA var stofnað skotfé- lag á Akranesi og hlaut það nafnið Skotfélag Akraness. Stofnenduh félagsins voru 30 talsins, en í stjórn voru kosnir Einar E. Vestmann, formaður og með honum í stjórn þeir Bergur Arinbjarnar, Gústav Einarsson, Jóhann Bogason og Björn Bergsson. Skotfélag Akraness er annað skotfélagið, sem stofnað er hér á landi, en hitt félagið er Skot- félag Reykjavíkur, sem starfað hefur af miklum krafi undan- farin ár. Íþróttasíða Alþýðu- blaðsins óskar hinu nýstofnaða félagi alls hins bezta. \ Alþýðublaðið — 28. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.