Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 11
mmiiiiimimiiiimiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiianiiiiiiiiiiii 6. dagur iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* mullarkjól, batt rauðan klút um hálsinn, burstaði hárið unz þar tindraði og fór svo niður til fjölskyldunnar. 4. „En“, spurði Nicky þegar þau voru sezt til borðs, „Hvern ig byrjar maður á bók?. Verð ur maður fyrst að lýsa öllum í henni, nöfnunum, hvernig þau líta út, hvað þau gera og svoleiðis? Hvernig færð þú þá, sem lesa bókina til að skilja hver á að g'ftast hverj- um þegar þau virðast ekki einu sinni vita það sjálf- Verð urðu að vita allt um kommu og semikommu og svoleiðis?11 Carol hló og sagðist aðeins hafa skrifað eina bók og því vissi hún ekki hvort hún hefði leyf' til að segja eitthvað um þetta. ,,En þegar þú skrifaðir þína bók“, spurði Nicky forvitinn“, _ bjóstu þá allt til sjálf alveg frá byrjun?“ „Ég veit ekki hvort maður getur nokkurn tíma verið al- gjörlega frumlegur“, brosti Carol. „Þú heldur kannski að hugmyndin sé þín, en senni lega hefur einhver annar komið þér á sporið eða það er eitthvað sem þú hefur ein- hvern tímann lesið. Með t'l- liti þess að byrja á bókinni þá er engin regla fyrir því. Sum ir byrja á nákvæmum lýsing- um eða aðrir láta persónurn- ar lýsa sér sjálfar með hugs- unum og samtölum. En hvað viðvíkur stafsetningu og kommum verð ég að viður kenna að bar er mín veika hlið“, sagði hún hreinskilnis- lega. „Það hlýtur að vera dásam- lest að halda á bók og hafa sjálf skr'fað hvert einasta orð“. andvarpaði Nicky. „Mamma vill ekki leyfa mér að lesa þína bók. Það finnst mér andstyggilegt af henni!“ .... ápaiift yður hlaup A rniUi margra veralaiia* 1- OÓHUItt. ÁttlUM - Aitstuxstiseci „Eg skal skrifa aðra sem er skemmtilegri og tileinka þér hana“, sagði Carol brosandi. „Líður þér þá betur?“ „Ætlarðu að gera það? En dásamlegt! Vinkonur mínar verða grænar af öfund“, Yngsti meðlimur Carew fjöl- skyldunnar ljómaði af gleði. En Símon fannst Carol vera feimin þegar hún ræddi um bókina sem hún hafði skrifað. Honum fannst það eðlilegt. Ef hann hefði skrif- að bók hefði hann ekki vilj- að tala um hana. En hann var samt dálítið undrandi. Hann hefði ekki trúað því um hana en það sýndi hve lítið maður þekkti konu eftir fárra tíma kynningu. En það var auðséð að fjölskyldan var hrifin af henni. Craig talaði við hana eins og hún væri gamall vin- ur hans og Tess var búin að hæfileikinn að geta borgað opnaði allar dyr. Það var heimur, sem hann þekkti ekki, heimur sem hann hvorki kunni að meta né lifa í. Þegar Tess fór að sýna Car- ol húsið fór hann út með Rach el til að loka öllum dyrum og setja hænurnar og endurnar inn. Hrifin spurði hún hvern- ig honum hefði litist á gest- inn. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt að hún væri“, sagði Rac- hel. „Hún er alls ekkert mont in eða út af fyrir s!-g. Það er ekki að sjá að hún sé fræg. Mér líst svo vel á hana, en þér?“ En Símon var að eltast við endurnar og Rachel fékk ekki svar við spurningu sinni. Þegar Rachel kom aftur inn var Carol að sýna Tess mynd- ir heiman að frá sér og Tatt ákveða að bjóða öllum ná- grönnunum í sherry-boð til að kynna þá fyrir henni. Hon um fannst hún vera sæt og indæl. Það var ekki hægt að lýsa henni öðruvísi. Hún var alls ekkert montin þó hún væri svona fræg. Hún heimtaði að fá að hjálpa til að þvo upp eftir mat inn og sagðist finna að hún væri ekki velkomin ef hún fengi það ekki. „Ég get ekki hugsað mér að þú þvoir nokkurn tímann upp í Ameríku“, sagðí Nicky forvitin. „Áttu ekki fínt húns með uppþvottarvél og fullt af negraþjónum?“ „Þegar ég er í New York bý ég í lítilli íbúð“, sagði Car- ol — ,,en við eigum hús á Long Island og sumarhús í Miami. En því miður höfurn við enga negraþjóna Nicky“. „Er Miami jafn falleg og dá samleg og í kvikmyndunum?“ spurði Rachel. Og meðan Car ol lýsti Miami hlustað Símon með nokkurs konar minni- máttarkennd. En hvað hennar heimur var ólíkur hans. Henn ar heimur var glitrandi hjúp- ur. bar sem orðið „verðmæti þýddi peningar og þar sem ■Marama megura við leika okkur inni - það er rigning . . . leit upp og spurði hvað Símon væri að gera. „Ein kýrin á að bera í nótt og hann fór til að líta á hana. Það ætti enginn að gerast bóndi“, sagði hún og brosti til Carol. „Það er erfið vinna all an daginn og Ijósmóðurstörf á nóttinni“. Caroi svaraði því til að hann virtist þrífast vel á því. „Já, hann er fæddur bóndi“, andvarpaði systir hans. „Hann lifir fyrir það eitt. Við pg við óska ég þess að hann væri ekki jafn trúr móð ur jörð. „Finnst honum ekkert gam an að skemmta sér?“ spurði Carol. „Jú, það er ekki að honum finnist það ekki gaman, hann man bara ekki eftir því að til séu skemmtanir“. „Hans byrði er alltof þung“, skaut Craig inn í. „Hann ber á sínum herðum mína á- „Reyndu að tala um það við hann og vittu hvað skeður“, sagði Rachel vingjarnlega. „Hann stingi þér í mykju- hauginn og mér findist þú eiga það skilið!“ Carol fannst óvenjuleg ást og eindrægni ríkja í Pilgrims Row. Það fannst um leið og maður kom inn í hús'ð. Það var eins og veggir og húsgögn önduðu samræmi frá sér. Það hafði ekki verið langt unz hún skildi að þau voru öll í peningahraki bó þau leyndu því vel og hún vissi ekki hvernig hún gæti hjálpað þeim án þess að særa stolt þeirra. Það var ekki hægt að bjóða þe'm reiðupeninga, þau tækiu aldrei við beim, en það hlaut að vera hægt að hjálpa þeim samt. Hvernig var það með fötin hennar Rachel? Skyldu bau hafa á'móti því að hún gæfi Rachel eitthvað af sínum fötum? Og Tess — það yrði skemmtilegt að fara með henni á unpboð og kaupa eitt- hvað handa henni, sem henni fyndist hún ekki hafa efni á, Það yrð: auðvelt að vera góða álfkona kvennanna f fjöl skyldunni en hvernig átti hún að fara að með karlmennina? Hvernig gat hún hjálpað Craig? Hún gat ekki læknað hann af gigtinni og hvað vildi hann annað? Og Símon, hvern ig var hægt að hjálpa Símon? Það var skemmtilegt vanda mál, sem hélt fyrir henni vöku, þangað til svefninn loks s'graði og draumar komu í stað hugsananna. Næsta morgun var hún vöknuð þegar Rachel kom upp með te til hennar. Rachel bað hana um að fara sér hægt við að drekka það því bað- vatnið væri ekki enn orðið heitt aftur eftir að fjölskyld- an hafði notað það litla sem til var. „Gestir, sem fara snemma á fætur, eru ekki vinsælir hér“, bætti hún glaðlega við og settist á rúmstokkinn. „Ég vona að þú hafir sof- ið vel og við höfum ekki vak- ið big“. Carol sagðist hafa sofið eins og steinn og mundi eft- ir að spurja hvernig fæðingin í fjósinu hefði gengið. „Svo er guði fyrir að bakka að í þetta sinn var það kvíga“. svaraði Rachel. „Vesl- ings Símon, ég veit ekki hvað hann hefði gert hefði það ver- ið tuddi einu sinni enn. Það hafa þegar fæðst fimmtán af því kvni í ár. Það er hreint tap fyrir okkur“. ..Þið hliótið að vinna mikið öllsömul,“ sagði Carol. ..Finnst ykkur það skemmti- legt?“ „Skilurðu ekki að við elsk- um öll Pilgrims Row og við revnum af fremsta megni að láta allt ganga vel“. „Ef ég má dæma eftir því sem ég þegar hef séð, efast ég ekki um að það gangi allt vel“, svaraði Carol. „Hafið þið góða nágranna hér og er ykkur oft boðið út?“ hélt hún áfram, bó Símon hefði þegar svarað henni, en hún vildi vinna trúnað Rachelar. byrgð“. „Það eru þessi venjulegu te- og sherry-boð og svo jóla- ballið á herragarðinum", svar aði Rachel. „Það búa ekki svo margir hér í Blicklington“. „Er enginn sem gæti verið fjórði maður, ef okkur Símon langaði til að skreppa til London?" spurði Carol. „Áttu ekki einhvern vin til að koma með?“ „Engan“, fullvissaði Rachel hann um. „Pabbi var einmitt að kvarta um það í gær. Hann er hræddur um að ég pipri!“ „Við verðum að athuga málið og siá hvað við getum gert. Ég get ekki hugsað mér að láta karlmannsskort koma í veg fyrir að áætlun mín nái fram að gangá!“ „Það væri skemmtilegt, en —“ Rachel lauk ekki við setn- inguna. „En þú átt ekkert til að fara í? Ætlaðirðu að segja það? Var það ekki það, sem þú hugsaðir, Rachel?“ Rachel brosti og stóð upp og viðurkenndi að í klæða- skáp hennar væri ekkert sem hentaði Londonarferð. „Og það er aðeins vegna þess að ég er löt og nenni ekki að fá mér neitt almennilegt“, sagði hún. „Þegar maður býr upp f sveit venst maður á að vera í síbuxum og það minn- ir mig á að ég á eftir að þvo buxur af Símon svo ég verð að flýta mér. Þú skalt ekki flýta þér á fætur, Carol. Við borðum ekki fyrr en hálf níu og vatnið verður heitt eftir háftíma“. Og hún brosti glað- lega og yfirgaf Carol semi luiigardagur Kvenfélag Neskirkju minnir félagskonur á baz- arinn, sem verður haldinn laugardaginn 5. desember, Tekið verður á móti munum í félagsheimilinu fimmtu- og föstudag kl. 3—6. Kvenfélag Háteigssóknar heldur skemmtifund í Sjó- mannskólanum (borðsal) mánudaginn 30. þ. m. kl. 8.30. Spiluð verður félagsvist. Félagskonur mega taka með sér gesti. Minnist máileysingjanna! Munið aðalfund og eftirmið dagskaffi Dýraverndunarfé- lags Reykjavíkur í Framsókn arhúsinu (uppi) kl. 3 e. h. í dag. Eflið Dýraverdnunarfé- lagið! Brúðhjón. í dag verða gefin saman í hjónaband Sigríður Helga- dóttir (Skúlasonar augnlækn- is á Akureyri) og Páll Sig- urðsson, starfsmaður í Til- raunastöðinni að Keldura. Heimili ungu hjónanna verð- ur að Hrefnugötu 1, Rvík. Hjónaefni. Fimmtudagirm 26. nóvem- ber opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóhanna Haraldsdótt- ir skrifstofustúlka, Gunnars- braut 36, og hr. Gunnar V. Magnússon skrifst.vélavirki, Drápuhlíð 42. Sjötugur er í dag Bergsteinn Krist- jánsson, starfsmaður Toll- stjóraskrifstofunnar. Baldurs götu 15, Reykjavík, Séra Ólafur Skúlason, Keflavík, er fluttur á Greniteig 16, en viðtalstími er á VallagötU 19, kl. 11-12 f. h. og 6—7 e. h. Sími 291. Messur Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. Altar- isganga. Engin síðdegismessa, en jólatónleikar kl. 8.30. — Barnasamkoma í Tjarnarbíó kl. 11 f. h. Séi'a Óskar J. Þor- láksson. Neskirkja: Barnamessa kl. 10.30. Messa kl. 2. Almenn altarisganga. Séra Ingólfur Ástmarsson prédikar. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Lárus Halldórs- I son. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30 e. h. Séra Lárus Hall- dórsson. Bústaðaprestakall: Messa £ Háagerðisskóla kl. 5. Barna- samkoma kl. 10.30 f. h., sama stað. Séra Gunnar Árnason. Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasamkoma á sama stað kl. 10.30 f. h. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. (Ath. breyttan messu tíma.) Séra Þorsteinn L. Jóns son frá Söðulsholi prédikar. Altarisganga. Séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjón- usta fellur niður. Elliheimilið: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 10. Heimilispresturinn. Kirkja Óhíiða safnaðarins: Messa kl. 2 e. h. Barnasam- koma kl. 10.30 f. h. Safnaðar prestur. Fríkirkjan: Messa kl. 2, Sr. Þorsteinn Björnsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2 e. h. Minnzt verður 45 ára afmælis kirkjunnar. Séra Garðar Svavarsson. Keflavíkur prestakall: — Keflavíkur kirkja, messa kl. 2 e. h. Innri Njarðvíkurkirkja messa kl. 5 e. h. Séra Ólafur Skúlason. Alþýðublaðið — 28. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.