Alþýðublaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 1
Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis tilnæstuáramóta RirSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON XV ARGANGUR ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN SUNNUDAGINN 16. DES. 1934. 359. TÖLUBLAÐ Jólin eru hátíð barnanna. Þau em líka haldin til minningar ura hið fullkomnásta barn, sem fæðst hefir á jorðinni, og yfir jólahátíðina er fyrst og fremst hugsað um að bera það á borð sem best er fyrir hina uppvaxan.ii kynslóð. Þó peningar séu af skornum skamti mun pað heimili tæplega fyrir- finnast, sem ekki reynir að verja nokkrum skildingum til ávaxtakaupa í sambandi við jólahátíðina, til pess að gera sér dagaiun. Það væri ekki nema eðlilegt að íbúarfhinum kaldari löndum par sem ávt.xtir ekki prífast vegna vöntunar á yl og sólarljósi kynnu enn þá betur^að meta gildi þeirra, heldur en þeir, sem sunnar búa. Því í ávöxtunum flytjum við inn sólarljósið í fæðutegund. Sólin og jörðin hafa hvor lim sig lagt sitt bezta af mörkum til að þroska hin ljúffengu aldini. Sólin Ijósið og ylinn, jörðin hinn frjósama jarðveg með hinum fjölbreyttu næringarefnum. Því fleiri sólskinsdaga sem jörðin verður aðnjótandi því betri ávextir, því kostaríkari sem jarð- vegurinn er því Ijúffengari ávextir. Því betra samstarf sólar og jarðar því betri jólaávextir. Ávextir eru fæðutegund, sem menn neyta eins og náttúran sjálf hefir borið þá á borð, ekkert frá mannanna hendi hefir þurft til fcgrunar, uppfyllingar eða bragðbætis. Þeir eru vítamín- ríkir, næringarmiklir, hollir, Ijúffengir og fagrir. Það má segja um ávexti að þeir séu það fullkomnasta sem skaparinn hefir látið vaxa á jörðinni. Látið komandi jólahátíð, verða ávaxtahátíð. „Af fávöxtunum skuluð pér pekkja þá."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.