Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 52

Skírnir - 01.01.1888, Page 52
54 RÚSSLAND. móðir en ekki gleymnir. J>að var einu sinni kennari, sem tók epli frá dreng til að sýna honum hvernig hann ætti að eta það. þegar kennarinn hafði lokið eplinu, heimtaði hanr. svo að drengurinn væri sér þakklátur fyrir kennsluna. En dreng- urinn lætur hann ekki narra sig optar. I þessari dæmisögu er Bismarck kennarinn, Rússar drengurinn og eplið er San Stefanó- friðurinn. I þeim frið voru Rússar og Tyrkir einir um hituna, en Bismarck breytti honum í Berlínarsáttmálann. þetta voru þakkir hans fyrir að Rússland kyrrsetti Austurríki, þegar það ætlaði að hjálpa Frökkum 1870. Hin mikla þjóðbarátta milli Slafa og þjóðverja kemur eptir fá eða eptir mörg ár, það er þvi fróðlegt fyrir lesendur Skírnis að sjá, hvernig Rússar standa að vígi gagnvart þýzkalandi og Austurríki. Rússar hafa sand af fólki að velja herlið úr (110 miljónir) og herskylda er almenn. þeir hafa reyndar misst hetjuna SkobelefF, sem dó á unga aldri og Frakkar sögðu um það leyti að þjóðverjar hefðu gefið honum eitur. En þeir eiga fræga hers- höfðingja, Gúrkó, Radezki, Kuropatkin o. fl. Eptir sögn Rússa sjálfra og annara þjóða geta þeir á ófriðartímum haft 3 4 miljónir manns i takinu, en Rússland (Evrópuhlutinn) er svo stórt (meir en helmingur allrar Evrópu), að það er sein- legt að koma þessum her á einn stað i fljótu bragði. Rússar haía meira riddaralið en nokkur önnur þjóð, og þó Ungverjar séu góðir riddarar, þá eru þó Kósakkarnir enn betri riddarar. Rússar eiga ekkert á hættu, þó þeir verði sigraðir, því þeir fara þá með sigurvegarann eins og þeir fóru með Karl tólfta og Napóleon mikla, en Frakkar eiga mikið á hættu. það getur enginn sagt fyrir leikslok, þegar stórveldunum lendir saman, þótt þrjú verði um tvö. Katkoíf sálugi, ritstjóri Moskvutíðinda, hefur unnið meir en nokkur annar að því, að efla hatur Rússa til þjóðverja og vináttu þeirra til Frakka. þetta gerði Katkoff vegna Rússlands þó honum væri mjög illa við stjórnleysi það, sem honum þótti ríkja á Frakklandi. KatkofF dó á hallargarði sínum nálægt Moskva 1. ágúst. Hann lagði of hart að sér, því hann stýröi latínuskóla stórum, sem hann hafði sjálfur stofnað í Moskva, og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.