Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 77

Skírnir - 01.01.1888, Page 77
AMERIKA. 79 (stjórnleysingjanna) í Chicago vorið 1886 hafa lika stutt að þessu. jheir voru dæmdir til hengingar haustið 1886, en málinu var skotið til hæstaréttar, og stóð lengi á málarekstrinum áður hinir 7 voru dæmdir til að hengjast 11. nóvember 1887. Nú var engin önnur lifs von, en ef ríkisstjórinn í Illinois vildi náða þá. Bænarskrár komu til hans úr öllum áttum og jafnvel frá Evrópu, en hann lét engan bilbug á sér finna. J>egar öllum sundum var lokið, reyndi einn af hinum 7 að sprengja sig og fangelsið i lopt upp, en það heppnaðist ekki. Honum heppnaðist samt að vinna sér bana á annan hátt. Síðan náðaði landstjóri tvo, en hinir fjórir voru hengdir. Stjórnleysingjar héldu fundi og kváðust mundu hefna þeirra, en hafa enga gangskör gert að því enn sem komið er. I Bandaríkjunum þykja stjórnleysingjar nú hvorki i húsum hæfir né í kirkju græfir, og Amerikumenn vilja banna fleirum af þeim flokki að setjast að i landi sínu. Haustið 1887 var almennur iæknafundur í Washington og komu þangað fáir læknar (300 af 4—5000) frá Evrópu, þrátt fyrir gestrisni Ameríkumanna. Næsti almennur fundur lækna verður í Berlín 1890. Visindamenn Bandaríkjanna standa i mörgum greinum jafnfætis Evrópumönnum t. d. málfræðingur- inn Whitney, náttúrufræðingurinn Asa Gray o. fl. og í veður- fræði eru þeir öndvegismenn. I engu landi er eins margt nýtt fundið á hverju ári og i Bandaríkjunum, nýjar vélar, nýjar vinnuaðferðir o. s. frv. Edison, sem gert hefur meira en nokkur annar í þá stefnu, segir að þess verði ekki langt að bíða, að rafurmagnið ryðji gufuaflinu burt og komi i stað þess á sjó og landi, enda sé það hættuminna, hægra viðfangs og betra að mörgu leyti. Sjálfur er hann forseti i rafurmagns- félagi, sem hefur reist sér samkomuhús í New York. í því húsi er allt gert með rafurmagni, matreiðsla, stígvélafágun o. s. írv. |>að á ekki sinn lika nema í þúsund og ein nótt. Talað er um að skipta fylkinu Dacota og gera ríki úr öðrum eða báðum helmingunum, en það er ekki komið i kring enn. Fylkin Utah og Arizona vilja líka verða ríki, þó enginn Mormóni hafi atkvæðisrétt í Utah. Hinn 4. marz 1889 eru 100 ár siðan hið fyrsta rikjaþing

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.