Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 11

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 11
ÞÝZKALAND. 11 aði um leið að koma aptur, þegar hann væri fullnuma. Hann kom aldrei aptur. Hann var í Tyrkjaher, þegar þeir biðu ósigur við Nisib 1839. Hann var í ðfriðnum gegn Dönum 1864, og lagði á ráð, hvernig vinna skyldi Höfn, ef á lægi. Hann var 66 ára gamall, þegar hann harði á Austurríkismönnum við Königgráz (Sadowa) og sjötugur þegar hann fðr sina merkilegustu herferð, mðti Frökkum. Þegar hann lagði út í heríerðir, var hann eins og maður, sem sezt við taflborð, er hann hefur teflt alla leiki hinna ágætustu skákteflara. Hann hafði kynnt sér allau ágætis-hern- að, og búið sér til úr honum hernaðaraðferð. Það er ofsögum sagt, að hafi hugsað út alla herferðina á Frakklandi 1870, hverjar leiðir skyldi far- ið og hvar bardagar mundu standa. Hann varð að breyta þvi, sem hann upphaflega ætlaði að gera. Hann hafði ekki snarræði og hugarflug á horð við Napoleon mikla. Honum sést aldrei bregða; hann er ætíð iskaldur. Andlit hans er skorpið og skinið með ótal hrukkum. í málverkasafni í Berlín er mynd af Bismarck og Yilhjálmi konungi eptir orustuna við Sadowa. Hann riður fyrir aptan þá hálfglottandi, eins og hann væri utan við allt saman. Kvöldið 25. október fóru 30—40,000 manna í blysför um Berlín og til húss þess er herforingjasveitin (Generalstat) hefur aðsetur sitt í. Keis- ari hafði sjálfur skipað Waldersee greifa, sem hafði tekið við yfirforustu hins þýzka hers af Moltke, að annast um þetta. Sigurgyðja i vagni setti lárviðarkranz á höfuð Moltke. Önnur fríð mær las upp kvæði yflr honum ept.ir Ernst von Wildenbruch. Næsta dag var meira um dýrðir. Keisarinn vildi sýna, að Moltke stæði skör hærra en Bismarck, og sýna honum sðma, sem aldrei hefur verið sýndur þýzkum þegn. Hann lét færa alla herfána i Berlín í hús það, sem Moltke bjó í, og kora sjálfur með öllum yfirfor- ingjum hersins að færa honum heillaóskir. Hann hélt ræðu frammi fyrir honum og rétti honum að gjöf gullinn sprota með bréfi innan í frá sjálfum sér. í þvi bréfi lofaði keisari Moltke og þakkaði honum. Moltke fékk ó- tal gjafir og hraðskeyti úr öllum áttum. Tyrkjasoldán sendi honum veg- legar gjafir, og Austurríkismenn, sem fóru svo miklar ófarir fyrir honum, sendu herforingja nokkurn til Berlínar að færa honum heillaóskir. Bis- marck var ekki viðstaddur hátíðahöldin, en sendi Moltke hraðskeyti. Sá maður, sem tók við stjórn af Bismarck, er í raun og veru ekki Oaprivi, heldur Vilhjálmur annar. Þessi maður vill leggja allan vanda inn- anlands og utan á herðar sjálfum sér, hann ætlar sér að rísa undir því öllu þó hann sé ekki nema þrítugur að aldri, því hann er sannfærður ura að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.